Dagblaðið - 28.03.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 28.03.1979, Blaðsíða 2
2, DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1979. Vi Ánægðír með Skonrokk vilja meira punk, Kiss og Queen Kissaðdáendur skrii'si: Við viljum bvrja á því að þakka fyrir Skonrokkþátt sjónvarpsins. Hann mætti reyndar vera oftar á dagskrá. Þorgeir Astvaldsson er frá- bær stjórnandi og ætti hann að halda sig að miklu leyti við nýbylgjutónlist í þáttunum. Einnig sakaði ekki að fá fleiri punkhljómsveitir. Okkur langar til að vita hvort ekki er til efni með hljómsveitunum Kiss og Queen, þvi þær eru mjög vinsælar hér á landi. Að lokum: Væri ekki hægt að endur- sýna þáttinn Boom Town Rats? Sú hljómsveit var ekki svo ýkja vel þekkt hér þegar þátturinn var sýndur. Margir álíta meðlimi hljómsveit- arinnar Queen konunga popptónlist- aridag. RAGNHEIÐUR Laugardagsfár útvarpsins —einhæf ur f lutningur danslaga Ingibjörg Jónsdóttir hringdi: Mig langar til þess að fara þess á leit við útvarpið að það leiki fyrir okkur fjölbreyttari danstónlist á laugardagskvöldum. Nú heyrir maður varla annað en danstónlist fyrir unga fólkið, einhverja æðislega popptónlist. En það eru bara fleiri en unga fólkið sem hlusta á danslögin á laugardagskvöldum. Við eldra fólkið vildum gjarnan fá eitthvað við okkar hæfi, s.s. harmónikutónlist oggömlu góðu lögin, sem hægt er að dansa eftir. Mig langar til þess að stinga upp á því að Pétur Pétursson þulur verði látinn velja þessi lög. Hann fet- ar nefnilega vel milliveginn á morgnana. Spilar lög fyrir alla aldursflokka. Einnig langar mig að spyrja hvort nauðsynlegt sé að þylja sömu fréttirnar á klukkutíma fresti á morgnana. Er ekki nóg að þylja fréttir á tveggja tíma fresti ef það eru sömu fréttirnar. Ef aftur á móti nýjar fréttir berast, mætti skjóta þeim inn i. » Hvernig væri að fá Pétur Pétursson til þess að velja danstónlist út- varpsins á laugardagskvöldum? Dreifingarklúbbur Dagbiaösins og Vikunnar. Um leiö og þú byrjar að bera Dagblaðið út til kaupenda á höfuðborgarsvæðinu, eða selja annað hvort Dagblaðið eða Vikuna gerist þú félagi í Dreifingarklúbbi DB og Vikunnar. Fyrir það færð þú að sjálfsögöu þín laun, en auk þess skorar þú mörk í dreifingarkeppn- inni standir þú þig vel. Fyrir mörkin sem þú skorar færðu viður- kenningarseóil. Seðlunum safnar þú og þegar þeir eru orðnir nógu margir skiptir þú á þeim í afgreiðslu blaðanna og þeim verð- launagrip sem þú kýst þér úr sýningar- skápnum. Hér á myndinni sérðu nokkra af verðlauna- gripunum, en þeir eru miklu, miklu fleiri. Komdu á afgreiðsluna í Þverholti 11, líttu í verðlaunaskápinn og fáðu þetta allt saman útskýrt frekar. Þórunn, Júlía eða írena segja þér allt sem þú þarft að vita ætlir þú að dreifa Dagblaóinu, en Anna eða frena ef þú ætlar að selja Vikuna. Afgreiðslan er í Þverholti 11, rétt hjá Hlemm- torgi. Eininga- vísur — urðu til vegna f réttar ÍDB Verði ég eitt sinn á varirnar kysst.... Nesjari skrifar: Kynlíf og kossar eru mjög megrandi, var fyrirsögn afar glæsilegrar fréttagreinar i Dag- blaðinu 22. marz sl. Vegna þessa stórmerku tiðinda urðu til eftirfar- andi einingavísur: Dagblaðið oft með fréttirnar fyrst framúrskarandi greiningar verðiégeitt sinn á varirnar kysst vantar 12 hitaeiningar. Þarviðbætistþetta oghitt þar má allt fara til leyningar hamagangurinn heimtar nú sitt hann fer í 300 einingar. Tvisvar í viku er talið fínt til að verjast ofreyningar trútt eftir árið þá tölvan sýnt rúmar 20.000 einingar. Kyssist oft hjónin með kroppleikjum flott kemur út árið til meiningar. Þá munu upp brenna og þykirvist gott 32.000 einingar. Ef fitan bölvuð þig festist á færa vilt kroppinn strax í lag. Heillaráð til að horast þá hafa samfarir tvisvar á dag. -l

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.