Dagblaðið - 28.03.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 28.03.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1979. 7 LÍFVÖRÐUR KEISARANS TIL AÐ BERJAST V» KÚRDA OG II/AU Jl A -upplausníherstjórnarinnar—taliö aö sextán hafi | falliðogáannaðhundraðhafisærztíNorðaustur-íran íranstjórn þarf nú að berjast gegn annarri uppreisnartilrauninni á einni viku og nú í norðaustur héruðum landsins. Eru þar á ferðinni liðsmenn af Turkoman kynflokki. Hafa bardagar staðið milli þeirra og herflokka stjórnarinnar nærri landa- mærum Sovétríkjanna. Vitað er um að í það minnsta sextán manns hafa fallið og hátt á annað hundrað særzt. Þessir bardagar koma í kjölfar bardaga her- flokka Kúrda við íranska stjórnar- herinn við vesturlandamærin nærri írak. Kúrdar hafa krafizt meiri sjálf- stjórnar í eigin málum sem fyrr og hafa nú fengið einhvers konar loforð um slíkt frá Iransstjórn. Talið er að íransstjórn hafi nokkrar áhyggjur af þessum óróa í landinu. Ekki sizt vegna þess að næstkomandi föstudag munu milljónir Írana ganga að kjörborðinu Egyptar og ísraelsmenn vilja nánari hernaðar- samvinnu við Banda- ríkjamenn Begin forsætisráðherra ísrael og Sadat forseti Egyptalands hafa báðir farið fram á frekari hernaðarsamvinnu við Bandarikin til að koma i veg fyrir aukningu áhrifa Sovétríkjanna i Mið- austurlöndum og Afríku, að því er segir í fregnum frá Washington. ísraelskir ráðamenn hafa að sögri tilkynnt Egyptum að aflétt verði nokkr- um takmörkunum á pólitískri starfsemi á vesturbakka árinnar Jórdan og á Gaza-svæðinu til að auka líkurnar á því að Palestínuarabar taki frekar þátt í friðarumræðunum í framtíðinni. Sadat Egyptalandsforseti neitaði algjörlega öllum fregnum um að Begin hefði frest- að fyrirhugaðri ferð sinni til Kairo um eina viku. Begin á að vera þar á næsta mánudag en þá verður hátiðleg athöfn til að fagna undirritun friðarsamning- anna. Kúbansktherlið áframíAngóla Kúbanskt herlið verur í Angóla þar til Suður-Afríkustjórn flytur herlið sitt frá Namibíu eða Suðvestur-Afríku, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að veita sjálfstæði. Þetta var haft eftir angólskum sendimanni i Havana hófuðborg Kúbu í gær. Sendimaðurinn sagði að verið gæti, að til greina gæti komið að fækka eitt- hvað kúbönsku herliði í Angóla ef Suður-Afrikuher færi frá Namibiu. Kúbanir mundu aftur á móti ekki skipta sér af málefnum í öðrum Afríku- ríkjum að sögn sendimannsins. Þeir væru aðeins til varnar Angóla og einnig til að þjálfa her landsins. Að sögn Angólamannsins í Havana hafa suður-afrískar flugvélar stutt hægrisinnaða andstæðinga stjórnar- innar í Angóla og gert árásir inn fyrir landamæri Angóla á síðustu vikum. Erlendar fréttir og greiða atkvæði um hvort þeir séu fylgjandi stofnun lýðveldis múhameðstrúarmanna. Ljóst er að her stjórnarinnar er allur í upplausn og gott dæmi um það er að kalla varð út fimmtán hundruð menn úr fyrrum lífverði keisarans til að berjast við Kúrda. Lífvarðarsveit irnar voru þær sem börðust einna •lengst gegn hinni nýju stjórn Khomeinis og til stuðnings stjórn Baktiars, sem keisarinn skipaði forsætisráðherra áður en hann fór úr landi. Mohammad Vali Gharani yfirhers- höfðingja hefur verið vikið frá eftir aðeins sex vikna stjórn íranska hersins. Hafði hann mjög verið gagn- rýndur fyrir aðfarir hersins í bardögunum við Kúrda. Turkoman ættflokkurinn og Kúrdar hafa um langt skeið verið stöðugt vandamál, þegar tök stjórnarinnar í Teheran hafa slaknað. Viö hefjum írlandshátiöina meö hörkudansleik i Þórscafé á fimrntudags- kvöld. Lúdó og Stefán leika fyrir dansi og hin frábæra irska þjóölaga- hljómsveit. DE DANANN kemur i heimsókn og leikur nokkur lög. Fyrstu hundraö matargestunum sem mæta er boöiö upp á ósvikiö IRISH COFFEE fyrir. meö eöa eftir mat. - þeim aö kostnaöarlausu. Öllum gestum i Þórscafé er boöiö án endurgjalds aö bragöa á irsku brauöi frá Nýja Kökuhúsinu. sérbökuö samkvæmt ströngustu kröfum irskra bakara. og allir fá bolla af irsku ERIN súpunum til hressingar er liöa tekur á kvöldiö. Aóalréttur: LambasteikSt. Kevin m/írsku ERIN grænmeti Eftirréttur: Irish Mocca fromage Veró aóeins kr 4.500 Dagskrá kvöldsins: ÍRLANDSKYNNING: Hlaupíð í gegnum helstu möguleika ferðamanna á írlandi og nyi sumarferðabæklingur Sam- vinnuferða kynntur ÍRSK TÓNLIST: Þjóðlagahljómsveitm De Danann bregður fyrir sig betri fætmum og leikur hressilega ómengaða írska pjóðlagatónlist Boróapantanir í síma 23333 Samvinnuferdir-L Austurstraeti 12 - sími 27077 Kynnir: Magnús Axelsson BINGÓ: Nokkrar Bingoumferöir teknar um kvoldið og spiiað upp á (rlands- ferðir i óllum umferðunum. Ómiss- andi hráefm i IRISH COFFEE i aukavinninga TÍSKUSÝNING: Karon synir nyjustu tískulinuna fyrir domur og herra ÁSADANS: Og við bregðum okkur i asadans. Hann verður horkuspennandi og fjorugur pvi parið sem siðast stendur a dansgolfinu hefur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.