Dagblaðið - 28.03.1979, Page 9

Dagblaðið - 28.03.1979, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1979. 9 Magnús Gunnarsson skákmeistari Suðurlands Skákþingi Suðurlands lauk um síðastliðna helgi. Skákmeistari Suðurlands varð Magnús Gunnars- son, Selfossi. Hann hlaut 6 vinninga. í 2. sæti varð Helgi Hauksson, Taflfélagi Árnesinga, méð 5,5 vinninga og í 3. sæti varð Hannes Ólafsson, Taflfélagi Rangæinga, með 5 vinninga. Þá tefldi Magnús Gunnarsson fjöltefli á 24 borðum og vann hann 22 skákir, gerði eitt jafn- tefli og tapaði einni skák. -GAJ- Símamálaráðherra og símamálastjóri mæta á borgarafundi í Mosf ellssveit Símamálin í Mosfellssveit eru nú í brennipunkti. Gerðist það síðast að sveitin varð algerlega símasambands- laus bæði innan sveitar og út eða inn yfir sveitarmörkin í einu mesta verðuráhlaupi sem hér hefur komið á síðari árum. Mosfellssveit býr við það einstaka fyrirkomulag að þar er risið glæsilegt símstöðvarhús en i þetta glæsilega hús vantar nýju stöðvartækin sem ein geta leyst vanda sívaxandi byggðar í Mosfellshreppi og nágrenni. Hefur þetta ekki aðeins valdið íbúum efra vandræðum heldur og því starfsfólki Pósts- og síma, sem þar starfar og fær engu ráðið um gang mála. Á morgun klukkan 20.30 verður almennur borgarafundur sveitarinnar í Hlégarði. Junior Chamber hefur undirbúið þann fund. Á fundinn koma sem gestir Ragnar Arnalds ráðherra símamála, Jón A. Skúlason póst og símamálastjóri, Oddur Ólafs- son alþingismaður og Pétur Bjarna- son skólastjóri auk fleiri. Það þarf víst vart að hvetja Mos- fellinga til að mæta vel á þennan fund og sýna samstöðu sína um það réttlætis- og öryggismá! sem síma- málin eru byggðarlaginu. -ASt. ATH! TAKMARKAÐAR BIRGÐIR INNRETTINGAR SKEIFAN 7 Sfmar 31113 - 83913 Deilt um vandamál aldraðra: „Það skilja allir nema ráðamenn” —segir Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Grundar „Þetta er bara þýtt úr sænsku. Þetta passar hjá þeim en ekki hjá okkur og það skilja allir nema ráðamenn að það vantar pláss fyrir aldraða. Það er sjálfsagt að hafa sam- vinnu en menn ættu að tala minna og gera meira,” sagði Gísli Sigurbjörns- son, forstjóri Elli- og hjúkrlfeimilisins Grundar, í samtali við Dagblaðið. En i fyrri viku var haldinn fundur í Öldrunarfræðifélagi íslands þar sem mjög voru skiptar skoðanir um hvernig vandamál aldraðra yrðu bezt leyst. Ýmsir hafa álitið að hér á íslandi væri nægilegt pláss á elliheimilum, en það vantaði burayfirstjórn áþau mál þannig að þeir sem helzt þyrltu á þessum rúm- um að halda fengju þau. Gísli er ekki á sama máli. ,,Það fjölgar ekkert sjúkrarúmun- um við það,” sagði Gísli. „Erlendis er þetta þannig að félagsmálaskrifstofan hefur á hendi sinni alla vistráðningu sem borgin hefur yfir að ráða. En það dettur þó engum í hug að fara að ráðskast með þau elliheimili sem frjáls félagasamtök ráða yfir.” Gísli sagði að á tíu ára tímabili hefði fólki 80 ára og eldra fjölgað úr 1200 upp í rúmlega 2000, eða um 66% á meðan öðrum íbúum hefði fjölgað um 3.2% og nú vantaði pláss og það vissu allir nema ráðamenn. -GAJ- Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri. DB-mynd Hörður. „Vantar lang- legudeiídir” segir Albert Guðmundsson alþingismaður Kópavogur: HJUKRUNARHEIM- ILIFYRIR ALDNA - sérstakt sjálfseignarfyrirtæki þar sem ekki er beðið eftir síóbúnum lausnum hins opinbera Guðsteinn Þengilsson læknir og Páll Félagasamtökin í Kópavogi ætla ekki að bíða eftir síðbúnum lausnum opinberra aðila til þess að ráða til lykta vistunarmálum aldraðra. Þau hafa stigið merkilegt skref. Um rösklega eins árs skeið hefur verið í undirbúningi stofnun félaga- samtaka í Kópavogi til að sameinast um stofnun sjálfseignarfyrirtækis sem hefði það markmið að reisa hjúkrunarheimili fyrir aldraða í bæjarfélaginu. Hinn 17. marz siðastliðinn voru samtök eftirtalinna félaga í Kópavogi stofnuð formlega í formi sjálfs- eignarstofnunar: Junior Chamber ! Kópavogi, Kirkjufélag Digranes- prestakalls, Kiwanisklúbburinn Eldey, Kvenfélag Kópavogs, Lions- klúbbur Kópavogs, Lionsklúbburinn Muninn, Rotaryklúbbur Kópavogs og Soroptimistaklúbbur Kópavogs. Á fundinum voru lagðar fram nokkrar milljónir króna i stofnfé. Formaður stjórnar sjálfseignar- stofnunarinnar er Ásgeir Jóhannes- son forstjóri, formaður, Hildur Hálf- dánardóttir, ritari, Soffia Eygló sjómanna. Jónsdóttir, gjaldkeri, og í varastjórn Bjarnason prentari. Auk þeirra eiga sæti i fulltrúaráði: lngimar Sigurðsson, Haukur Hannesson, lónína Jónsdóttir og Sigurður Örn Gíslason. Viðræður við bæjarráð Kópavogs um staðsetningu og samstarf urn væntanlegt hjúkrunarheimili eru í undirbúningi. Stjórnin er að undirbúa þetta framtak enn frekar, meðal annars að kynna öllum bæjarbúum málið. Það er fátítt, ef ekki einsdæmi, að svo mörg félög og klúbbar nái samstöðu um málefni eins og það sem hér er til viðfangs. Ástæðan er fyrst og fremst sú að opinberunt aðilum virðist ákaflega þungt í skauti að hrinda í framkvæmd aðkallandi lausn nauðsynjamála eins og þvi sem hér er stefnt að. Þess má til dæntis geta að um 70% af vistrými fyrir fólk á borgar- svæðinu er í eigu sjálfscignar- stofnana. Þar eru kunnust ellihcimil- ið Grund og Dvalarheintili aldraðra -BS. ,,Það sem læknar hafa ekki áttað sig á er að sú byggingarnefnd, sem ég er formaður fyrir, er til að leysa félagsleg mál fyrir aldraða, ekki fyrir sjúka aldraða. En auðvitað er engin stétt þarfari i þjónustunni við sjúka aldraða en læknarnir,” sagði Albert Guðmundsson alþingismaður er DB hafði samband við hann vegna um- mæla sem hann á að hafa látið fara frá sér á fundi í Öldrunarfélaginu um að læknar ættu ekki að koma nálægt þessum málum. „Það sem ég er að gera tilheyrir ekki sjúkraþættinum. Sjúkir aldraðir eru ekkert annað fólk en sjúkt fólk almennt. Þessar byggingar sem ég hef staðið fyrir eiga að leysa vistunar- vandamál og rjúfa einangrun gamla fólksins. Næsta bygging er vistunar- heimili sem tekur við öldruðu fólki sem ekki getur lengur hugsað um sig sjálft, Þar yrði meira um að ræða eftirlit en sjúkraþjónustu. Að sjálfsögðu vantar Smurbrauðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 — Simi 15105 Albert Guðmundsson. langlegudeildir en ekki virðist nógu mikill skilningur við gerð fjárlaga á nauðsyn þess að B-álma Borg- arspítalans komist upp. Hún verður að koma upp eins fljótt og auðið er,” sagði Albert að lokum. -GAJ- ílÍUiltSSKIW INNRETTINGAR Höfum fengið sendingu af hinum vinsælu útskornu hurðum - Takmarkaðar birgðir - Nú er tækifærið Þeir sem lagt hafa inn pantanir eru beðnir að vitja þeirra

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.