Dagblaðið - 28.03.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 28.03.1979, Blaðsíða 15
Nýja Mannakomaplatan heitir Brottfór klukkan 8 Vinnslan ístúdíói tókyfir þrjú hundruð tíma heldur áfram nokkrar helgar til viðbótar. Mannakorn hafa áður sent frá sér tvær LP plötur, í gegnum tíðina og Mannakorn. Brottförklukkan8. —————— 1 . ■ ■ ...........................................■■■■"■■...........— Næsta plata Mannakoma er í vinnslu erlendis um þessar mundir. Að sögn útgefandans er stefnt að því að hún komi út seinni partinn í apríl. Nafn plötunnar hefur verið ákveðið, Guðmundur Ingólfsson og Halldór Pálsson, saxófónleikari. Áformað er að Mannakorn taki til starfa á ný í maíbyrjun og leiki þá á skemmtistöðum um einar fjórar helg- ar. Að sögn Björns Valdimarssonar hjá Fálkanum verða „helztu staðir” úti á landi heimsóttir auk þess sem leikið verður sunnanlands. Síðan verður látið ráðast, hvort hljómsveitin MAGNÚS EIRÍKSSON Manna- kornaforingi á Stjörnumessu Dag- blaðsins og Vikunnar. Þar veitti hann viötöku verðlaunum fyrir aö hafa samiö lag ársins 1978. DB-mynd Árni Páll. „Þetta er langvandaðasta plata Mannakorna til þessa, enda tók hún langan tíma í vinnslu,” sagði Björn Valdimarsson hjá hljómplötudeild Fálkans, sem gefur plötuna út. „Vinna við plötuna hófst í ágúst síðastliðnum. Alls fóru í hana rúmlega þrjú hundruð tímar í stúdíói.” Á Brottför klukkan 8 eru tíu lög. Aðallagasmiður Mannakoma er Magnús Eiríksson, sá kunni tónlistar- maður. Aðrir í hljómsveitinni eru Baldur Már Arngrímsson, Björn Björnsson og Jón Cortes, bassaleikari, sem leysir Pálma Gunnarsson af hólnii. Pálmi hefur þó aldeilis ekki sagt skilið við gömlu félagana þvi að á Brottför klukkan 8 syngur hann þrjú lög. Þá kemur Ellen Kristjánsdóttir, söngkona Poker nokkuð við sögu. Hún syngur þrjú lög til viðbótar. Aðrir aukamenn, sem koma við sögu Brottfararinnar eru píanóleikarinn JAZZPLATA JAKOBS VÆNTANLEG UM NÆSJV MÁNAÐAMÓT Breiðskífa Jakobs Magnússonar, sem hann hefur verið að vinna að undanfarna mánuði í Los Angeles í Bandaríkjunum var væntanleg á markaðinn um mánaðamótin marz/apríl síðast þegar fréttist. Upp- haflega var miðað við að hún kæmi út í byrjun febrúar, en útgáfunni hefur verið frestað tvisvar síðan. Hljómsveitin Wings seturígang Lítilplata erað koma út ogstóráleiðinni Hljómsveitin Wings er vökn- uð til lífsins á ný. Ef ekkert hefur farið úrskeiðis er einmitt um þetta leyti að koma út með hljómsveitinni tveggja laga plata. Stór plata er á leiðinni og kemur út síðla vors eða snemma sumars og loks stendur fyrir dyrum heljarmikið hljómleika- ferðalag, — hið fyrsta síðan Wings bættist liðsauki á síðasta ári. Liðsfólk Wings er nú að leggja síðustu hönd á upptöku LP plöt- unnar nýju. Hún er sú fyrsta sem þeir Steve Holly trommu- leikari og gítaristinn Lawrence Juber leika inn á. Þeir eru þó einnig með á litlu plötunni. Á henni eru tvö lög, Goodnight Tonight og Daytime Nightime Suffering. Hið fyrrnefnda er aðallag plötunnar. Hvorugt þeirra verður á stóru plötunni. Ekki er komin dagsetning á hvenær hljómleikaferð Wings hefst og hve vítt á að fara. Paul McCartney mun hins vegar vera að velta því fyrir sér að leika bæði í stórum og litlum hljóm-' leikasölum auk þess að troða jafnvel upp i danshúsum. Minni hljómleikarnir verða þá jafnvel ekki auglýstir, heldur látið spyrj- ast að Wingsséu á leiðinni. Þetta er svipuð aðferð og Rolling Stones viðhöfðu í Bandaríkjun- um í fyrra. ÚrMELODYMAKER. Jakob mun nú vera kominn fram fyrir bæði tíma- og peningatakmark- anir þær, sem hann átti að halda sig innan. En yfirmenn hans hjá Warner Brothers gáfu honum frjálsar hendur með að halda áfram verkinu, svo að eitthvað virðist vera í það spunnið. Á plötu Jakobs leika með honum sömu menn og sáu um hljóðfæraleik á plötunni Jobbi Maggadon. . .. sem út kom hér á landi fyrir síðustu jól, að viðbættum nokkrum bandarískum sessionleikurum, sem Jakob hefur ráðið eftir hendinni. Ráðgert er að Jakob og hljómsveit hans fari í hljómleikaferð fljótíega eftir að nýja platan kemur út. Ekki er víst um, hvort hljómsveitin kemur fram sem aðal- eða aukanúmer á þeim hljómleikum. Sumir hljóðfæraleikarar verða árum saman að leika á undan þeim stóru áður en þeir ávinna sér nafn sjálfir. Sem dæmi má nefna gítarleikarann Larry Carlton, en hann starfar einmitt hjá Warner Bros eins og Jakob. Hann er nýfarinn að troða upp sem aðalmaður á hljómleikum, þó að hann eigi að baki margra ára starf, t.d. með Steely Dan. W WINGS - Hljómsveitin full- skipuð sendir nú frá sér bæði litla og stóra plötu, auk þess sem verið er að skipuleggja við- tækt hljómleika- ferðalag. Komið verður við bæði i stórum og litlum hljómleikasölum, auk þess sem leikið verður á dansstöð- um. í Wings eru nú, talið frá vinstri, Steve Holly, Denny Laind, Linda McCartney, Paul McCartney og Lawrence Juber. JOHN MILES hefur ekki látið frá sér heyra um átján mánaða skeið. JAKOB MAGNÚSSON — YBr- mönnum Warner Bros. virðist lika svo vel það sem Jakob hefur verið að gera að hann fær grænt Ijós þrátt fyrir að hann sé kominn fram yfir tfma- og fjár- magnstakmarkanir. JOHNMILES LÆTURFRÁ SÉRHEYRA John Miles, sem íslendingum er að góðu kunnur frá tveimur heim- sóknum fyrr á árum, hefur ekki verið mikið í fréttum undanfarið, en er þó með sæmilegu lifsmarki. Hann lauk nýlega vinnu við nýja LP plötu, sem kemur væntanlega út í lok þessa mánaðar. Platan sú ber nafnið More Miles Per Hour. Plata þessi var hljóðrituð í Frakk landi undir verkstjóm Alan Parsons. 1 kjölfar útkomu hennar fer John Miles ásamt hljómsveit sinni i hljóm- leikaferð um England. Hann hefur ekki haldið hljómleika um átján mánaða skeið, svo að mörgum þykir áreiðanlega timi til kominn að hann láti frá sér heyra. Úr MELODY MAKER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.