Dagblaðið - 28.03.1979, Side 23

Dagblaðið - 28.03.1979, Side 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1979. <S 23 Útvarp Sjónvarp i ÁFENGISMÁL Á NORÐURLÖNDUM - sjónvarp kl. 22.30: Myndast morff ín við víndrykkju? Síðasti þátturinn af þrem um áfengismál á Norðurlöndum er á dag- skrá sjónvarpsins í kvöld. Þýðandi er eins og áður Jón O. Edwald. Jón sagði að þessir norsku þættir væru sérstakir að því leyti að í þeim gætti mikils raunsæis, meira en oft væri í umræðu um áfengismál. í síðasta þætti var komið inn á þá stað- reynd að i hvert sinn sem drykkja ykist um helming, ferfaldaðist fjöldi áfengis- sjúklinga. Þessi staðreynd verður um- ræðuefni þáttarinsí kvöld. í þáttunum kemur glögglega fram að áfengi er fíkniefni og meira að segja hafa no.kkrir vísindamenn haldið því fram að við drykkju áfengis myndaðist morfín í líkamanum. Vísindamenn i Bandaríkjunum vinna nú að þvi að rannsaka hvort þessi fullyrðing fær staðizt. En hvort sem svo er eða ekki er áfengi orðið það gamalgróið í þjóðfé- laginu að hæpið er að hugsa sér að hætt verði að neyta þess vegna lagaboða. Áfengis hefur verið neytt síðan áður en Biblían var skrifuð og það eina sem vís- indamenn telja að gæti dregið úr drykkju er breytt almenningsálit. En að breyta almenningsálitinu er ekkert smámál. Fyrir þá sem neyta áfengis án þess að bíða af því tjón er fræðsla oft flutt fyrir daufum eyrum. Menn telja sig ekki þurfa á því að halda að vita neitt um áfengisböl, telja að að- eins smáhópur fólks sé þrúgaður af því böli. En fyrir þann smáhóp kemur fræðslan yfirleitt of seint. Þeir menn sem áfengisbölið þrúgar mest vita néfnilega manna mest um vin. En þeir ráða samt ekki við það. Það er reynsla þjóðanna, eftir því sem Jón sagði, að því auðveldara sem sé að ná í vín, því meira sé drukkið. Finnar stigu fyrir nokkrum árum mikið spor til frjálsræðis og leyfðu þá meðal annars sölu á milliöli í matvörubúðum. Neyzla áfengis jókst þá gífurlega. Það sýndi sig að bjórinn bættist við neyzlu manna án þess að neyzla sterkra drykkja minnkaði. Sá hópur sem drakk bjórinn var einfaldlega nýr. Áður en lögin voru rýmkuð voru 70% Finnar á því að slíkt bæri að gera. En við nýlega könnun var helmingur þjóðarinnar á; því að herða bæri lögin aftur, reynslan hefði verið slík. mm hvert sinn sem drykkja áfengis tvöfaldast, ferfaldast fjöldi áfengis- sjúklinga. Jón vinnur hjá Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins og var hann spurður um afstöðu yfirmanna sinna til þeirrar fræðslu sem fram kemur í þáttunum. Sagði hann að yfirmennirnir væru eng- ir sérstakir áhugamenn um það að halda uppi drykkju. Það væri aðeins þeirra hlutverk að sjá til þess að vín væri á boðstólum á meðan lög kvæðu svo á um. Enda væri ekki um það að ræða að hætta að selja vín, slíkt dytti víst engum í hug. Hitt væri hægt, að líta á áfengisvarnir eins og hverja aðra heilsugæzlu og hætta þeim undanslætti og útúrsnúningum sem oft hefðu heyrzt. DS. HLÁTURLEIKAR—sjónvarp í dag kl. 18.15 Jóki og steinaldar- menn keppa í íþróttum „Þetta eru 13 þættir eftir þá frægu teiknara Hanna og Barbera sem teikna Steinaldarmennina, Björninn Jóga og fleiri fræg kvikindi,” sagði Jóhanna V Jóhannsdóttir um nýju þáttasyrpuna Hláturleika sem hefst í dag í sjónvarpi. „Hláturleikarnir, sem á ensku heita Laughylimpics, og er þá eflaust verið að gera örlítið grín að Ólympíuleikun- um, virðast fara um allan heim. Hvað sem um grínið má segja er óhætt að fullyrða að teiknimyndafígúrurnar fara öðru vísi að en almennt gerist á íþrótta- mótum. Er margt með ólikindum eins og það er Björninn Jógi hyggur á skautakeppni. Þar sem hann býst alveg eins við þvi að detta á hausinn bindur hann þriðja skautann þar. Nú og sá sem ætlar í skíðakeppni bindur stól við rassinn á sér til þess að vera við öllu bú- inn. Annað er eftir þessu. Ég geri fastlega ráð fyrir að þessir þættir veki lukku meðal barna því þeir «c Steinaldarmennirnir á íþróttamóti. eru mjög vel teiknaðir eins og við er að búast. Tilburðir kvikindanna eru líka afskaplega hlægilegir á köflum. Ég veit ekki hversu sterkur gagn- rýnisbroddurinn í garð íþróttanna er en eflaust geta menn séð það út ef þeir vilja," sagði lóhanna. Hláturleikar eiga eflaust eftir að kæta marga, bæði fullorðna og börn. Kvartað hefur verið ytir því í lesenda- bréfum DB undanfarið að ekki væri sýnt nógu mikið af léttu og skemmti- legu efni fyrir börnin, og sérlega hefur verið fundið að því að teiknimyndir vantaði. Nú er sem sagt bætt úr þvi. DS. J N Magnús Pálsson verður heimsóttur í Vöku i kvöld. Magnús á þetta nýlistarverk sem olli á sinum tíma, i nóvember 1977, miklum deilum. Verkið heitir Njálsbrenna og á ritvélunum eru nöfn þeirra sem létust i biennunni. Við nöfn þeirra sem dóu i heysátu eftir að hafa komizi út úr bænum eru festar heylufsur. Bílnúmerið táknar bruna í Rangárvallarsýslu árið 1010. VAKA—sjónvarp í kvöld kl. 20.30 Þróun samtíma- listar og nýlist Vaka í kvöld snýst um nýlist. Um- sjónarmaður hennar er Gylfi Gíslason en stjórn upptöku annaðist Andrés Indriðason. Andrés sagði um þáttinn að fjallað yrði um nýlist og þróun sam- tímalistar á íslandi. „Talað verður við Níels Hafstein, Þuríði Fannberg og Magnús Tómasson í sjónvarpssal. Inn í spjall þeirra flétt- ast síðan eitt og annað sem tengt er ný- list. Til dæmis verður fjallað um það sem á útlenzku er kallað performance en hefur verið þýtt með orðinu uppákom- ur. Eflaust finnst mörgum þetta afar Y forvitnilegt listfot in Sýnd verða niynd- verl af u tri"i og Ijósmyndasyrpur at uppákomum sem hafðar hafa verið í frammi. Við lítum inn í Galleri Suðurgötu 7 og forvitnumst um starfsemi þess. Skotizt verður upp í Mosfellssveit til Magnúsar Pálssonar sem hefur fengizt við þetta listform í allmörg ár og er einnig kennari í nýlist við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavik. Heima hjá Magnúsi er mikið af hlutum sem flokka má undir nýlist og skoðum við þá ögn,” sagði Andrés. DS. Byggingaþjónusta Alhliöa neytendaþjónusta NÝBYGGINGAR BREYTINGAR 0G VIÐGERÐIR Upplýsingar í síma 71730 daglega PPVIUIP llfKI Byggingafélag ncTiiin n/r smíðjuvegin, kóp. TILYALIN FERMINGARGJÖF y "7 Rill Hallbjörnsson -lltl i st.fa ORÐ OGÁKALL Foreldrum fermingarbarna er sérstaklega bent á bókina til fermingargjata. BÓKIN ER TILEINKUÐ ÍSLENSKRI ÆSKU. Ungmenni ættu aö kynna sér ábendingar hennar, því mesta hamingja þeirra er að finna Jesú Kríst - og fá aö njóta handleiðslu hans um alla ævidaga. Höfundurinn.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.