Dagblaðið - 28.03.1979, Side 24

Dagblaðið - 28.03.1979, Side 24
\ r Innkaupastof nun Reykjavíkur: Deilur f borgarráði - pantað hjá SIS - „þoldi ekki bið” „Við Birgir ísleifur töldum óeðli- lega staðið að kaupum á einangrun- arefni fyrir Hitaveituna. Við lögðum til að pöntun, sem búið er að gera, verði tekin til baka og að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda,” sagði Albert Guðmundsson, borgarráðs- maður, í viðtali við DB. Hann kvað tillögu þeirra Birgis hafa verið vísað frá en þeir gert bókun um málið á borgarráðsfundi í gær. Á fundinum urðu snarpar umræður um útboðsgerð og meðferð Innkaupastofnunar Reykjavíkur á tilboðum sem bárust í tæka tíð og DB skýrði fráígær. ■/ „Innkaupastofnunin hafði ákveðið að bjóða þetta út,” sagði Albert, ,,og þegar fallið var frá þeim áformum, átti að láta borgarráð taka ákvörðun í málinu.” ,,Af hverju er Innkaupastofnunin að senda útboð til erlendra aðila?” spurði Albert. „íslenzkir umboðs- menn eiga að ganga fyrir um útvegun efnis og vöru. >á fá íslenzkir aðilar umboðslaun. Þeir greiða hér skatta og aðstöðu. Þeir eiga að njóta við- skipta við opinbera aðila,” sagði Albert Guðmundsson. Það sem gerðist er í stuttu máli þetta: Innkaupastofnun Reykjavíkur annaðist útboð á einangrunarefni fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Fjórtán tiiboð bárust t tæka tíð og voru opn- uð í viðurvist þeirra, sem þess ósk- uðu. Tólf dögum siðar berst lægst- bjóðanda fregn um, að Innkaupa- stofnun hafi samþykkt að taka sínu tilboði. Hann sótti sjálfur útboðs- gögn sem aðrir. Þar sem SÍS hafði ekki gert tilboð í samkeppni við aðra tilboðsgjafa, var öllum framkomnum tilboðum hafn- að, og SÍS gefinn kostur á að gera tilboð. Því tilboði var tekið og samdægurs gerð pöntun á einangrunarefninu á þeim grundvelli. Þar með telja for- stjóri og stjórn Innkaupastofnunar að málið sé endanlega útrætt. BS. Borgar- eignast Fjala- köttinn „Þar sem hvorki borgarráð né borgarstjórn er reiðubúin til að staðfesta framtíðarskipulag á lóð- inni Aðalstræti 8, samþykkir borgarráð að fela borgarstjóra að taka nú þegar upp viðræður við eigendur Aðalstrætis 8 með það í huga að ná samkomulagi unt, að borgarsjóður eignist umrædda eign.” Þessi tillaga Alberts Guð- mundssonar í borgarráði síðast- liðinn föstudag var samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum. Kristján Benediktsson greiddi ekki atkvæði. Með þessu hefur borgarráð tekið akveðna stefnu til að leysa vandamál borgarinnar og eiganda Fjalakattarins þannig að borgin eignist lóðina. -BS. Þerrír á brækumar Hann gýtur augunum laumulega á buxurnar og furðar sig í hljóði á þeim sem reyna að þurrka þvott í frosti og snjó. Þvottur hangandi úti um þetta leyti vetrar er líka sjón sem ekki er algeng. En blessuð- sólin hefur verið það örlát á komur sínar á skerið undan- farið að vel má nú reyna að þurrka plöggin úti, sérstaklega ef tíminn er nægur og til eru buxur til skiptanna. DB-mynd Hörður. 1 EiðurGuðnason: Smyglaðar stöðvar skipta þúsundum Póstur og sími hafði skráð 10.400 farstöðvar, litlar, handhægar tal- stöðvar, síðasta haust en gerir ráð fyrir að í umferð sé fjöldinn allur af smygluðum stöðvum sem sumir telji að skipti þúsundum. > Eiður Guðnason (A) telur gildandi reglur um notkun þessara stöðva ekki i samhengi við veruleikann. Þess vegna séu reglurnar þverbrotnar. Hann leggur ti! í þingslyktunartillögu að fjarskiptareglur Pósts og síma verði endurskoðaðar að því er varðar notkun farstöðva i bifreiðum og öðrum faratækjum, ávinnustöðum, í heimahúsum og á víðavangi. Endur- skoðunin skuli taka mið af þeim tæknilegu framförum, sem hafa orðið í framleiðslu fjarskiptatækja og stefna að því að ,,um notkun far- stöðva gildi raunhæfar reglur, sem dragi ekki úr gildi stöðvanna sem öryggistækja.” -HH. Feröamenn íHollandi: * \ Einbýlishúsaverð á höfuðborgarsvæðinu: ÞAU FÍNUSTU A 300 MILUÓNIR — samt undir kostnaði, segja fasteignasalar Söluverð fínustu einbýlishúsa á höfuðborgarsvæðinu er komið allt upp í 300 milljónir og sum hver eru metin jafnvel þar yfir, skv. upplýs- ingum tveggja fasteignasala er DB ræddi við í gær. Tilefnið var auglýsing í Morgun- blaðinu þar sem maður óskaði eftir einbýlishúsi og bauð 60 til 70 milljón- ir í útborgun, sem er einhver hæsta útborgunartala, sem til þessa hefur sézt í fasteignaauglýsingum. Báðir voru þeir á einu máli um að þrátt fyrir þetta verð væri ekki hægt að byggja slík hús fyrir svo lága upp- hæð á verðlagi nú. Væru dýrustu og stærstu eignirnar hlutfallslega ódýrari en smáíbúðir og færi það bil alltaf heldur minnkandi. Þá sögðu þeir mjög vandasamt verk að selja slíkar eignir þar sem yfirgnæfandi meirihluti fólks, sem spyrði um þær og vildi skoða, væri að því af einskærri forvitni en ekki í kauphugleiðingum. \ KEYPTU SKARTGRIPIFYR- IR 3,3 MILUÓNIR KRÓNA — borguöu með verölausum íslenzkum krónum Skartgripasalar tveir í Haag og í út- eða sem svarar um 3,3 milljónum is- greiða fyrir vörurnar í sænskum borg hennar, Rijswijkse, í Hollandi lenzkra króna. krónum og var það auðsótt mál, enda urðu heldur betur fyrir barðinu á . í báðum tilfellum komu snyrtilegir sænskar krónurtrausturgjaldmiðill. óprúttnum náungum, eins og frétt úr menn á að gizka um fertugt í verzl- blaðinu Haagse Courant ber með sér. anirnar og töluðu ensku. Keypti ann- Það var ekki fyrr en skartgripasal- Segir í fréttinni, að þeir hafi verið ar fyrir 12.000 gyllini, úr, hálsmen og arnir tóku saman afrakstur dagsins, snuðaðir um andvirði úra og skart- hringi og hinn fyrir 8.000gyllini. að hið sanna kom í ljós. „Sænsku” gripa fyrir allt að 20 'þúsund gyllini Báðir spurðu, hvort þeir mættu krónurnar reyndust íslenzkar! Sitja skartgripasalarnir nú eftir með sárt ennið, annar hafði fengið sem svarar 78 gyllinum, eða 14.000 krónum og hinn 50 gyllini eða um 8.000 krónur!! Til hinna snyrtilegu ferðamanna hefurekkert spurzt. -HP. frfálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1979. Vísis„frétt” útíhött Vísir birti í gær með miklum upp- slætti „frétt” um, að ríkisstjórnin hygðist banna verkföll um óákveðinn tíma. Stjórnmálaforingjar bera þetta til baka. „Ómerkilegt blaður,” segir Svavar Gestsson viðskiptaráðherra í Þjóðviljanum, og Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra segir í Tímanum, að þetta sé „alveg út í hött”. Hið rétta mun vera, að ríkisstjórnin hyggist fresta 3% grunnkaupshækkun nokkurra stétta, enda kom það fram í fjölmiðlum fyrir síðustu helgi. -HH. Kópavogur: Lá við meti f árekstra- f jölda í sólinni Sjö árekstrar urðu í Kópavogi í gær og nálgast það að vera met. Þykir þetta tíðindum sæta í þessu blíðskaparveðri og fólk yfirleitt upplagt til hvers sem er. Ein af ástæðum árekstranna er talin varasöm hálka á blettum. Vanir öku- menn varast slíkt en þeim óvönu og óvarkárari verður oft hált á svellinu. -ASt. Verkstjórinn varlög- reglufólki fljótari til Rétt fyrir kl. 4 i gær var brotizt inn í nýbyggingu Félagsmiðstöðvarinnar í Árbæ og þar stórskemmt einangrunar- plast með því að mölva það. Lögreglan og rannsóknarlögreglufólk gengu í málið en á því urðu ekki lyktir um sinn þrátt fyrir það. í gærkvöldi tilkynnti hins vegar verk- stjóri við bygginguna, að hann hefði upplýst málið. Voru þarna unglingar á ferð með ekki óþekkt dólgslæti. -ASt. Kókaínmálið: Tveir játa til viðbótar Tveir íslendinganna sem sitja í gæzluvarðhaldi i Kaupmannahöfn hafa nú játað að hafa séð um dreifingu á fíkniefnum sem Ungverjinn, er með þeim var handtekinn, sá um að afla. Enn hefur ekkert komið fram við yfirheyrslur um það hvaðan fíkniefnin, sem voru aðallega kókaín, eru komin til Danmerkur. Þá hefur enn ekkert komið fram um að tengsl séu á milli þessa fólks í Kaupmannahöfn og ís- lendings sem situr í gæzluvarðhaldi i Helsingjaborg í Svíþjóð, en hann segir svo vera. Fjármunir þeir sem fundust við handtöku fólksins eru taldir söluhagn- aður af fikniefnasölu. -HP. Kaupiö\ lS TÖLVUR í IX QG TÖLVUUI BANKASTRÆTI 8 <£Í!VH2l*&

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.