Dagblaðið - 06.04.1979, Qupperneq 9

Dagblaðið - 06.04.1979, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRlL 1979. 9 Erlendar Uganda: fréttir REUTER Chicago: Ofsastormur fóryfirborgina Tuttugu manns slösuðust af völdum ofsastorms sem fór yfir Chicagoborg í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Flestir urðu fyrir brotum úr veggjum, sem hrundu eða skárust af glerbrotum. Rafmagnslínur slitnuðu, tré rifnuðu upp með rótum og ljósastaurar lögðust á hliöina undan veðurofsanum. Vitað var að nokkrar marmarahellur féllu niður af byggingu þeirri sem hýsir Ritz Carlton hótelið. Ekki munu hellurnar þó hafa lent á neinum vegfaranda. UBYUJHENN FARN- IR FRA KAMPALA — ekki vitað hvar Idi Amin heldur sig Svo virðist sem Kampala höfuð- borg Uganda sé algjörlega vamarlaus og ekki sé neitt því til fyrirstöðu, að hermenn Tansaníu og þjóðfrelsis- samtaka Uganda haldi inn í borgina. Allir hermenn frá Líbýu sem sagðir voru verja borgina af hörku munu nú farnir á brott og þá aðeins eftir óbreyttir borgarar því hermenn tryggir Idi Amin eru löngu famir. I simtali við Kampala frá Narobí i Kenya sagði einn íbúa Kampala að hann byggist við innrásarhermönn- unum á hverri stundu. Ekkert er vitaö um hvar Idi Amin forseti Uganda er niðurkominn. Útvarpið í Kampala tilkynnti í gær að hann værí í borginni en áður hafði veríð til- kynnt að hann væri í austurhluta landsins þar sem hann ætlaði að verjast þar til yfir lyki. Haft er eftir útlendingum, sem enn eru í Kampala, að þeir hafi rætt við liðsforingja i Ugandaher, sem kvartað hafi yfir því að þeir hefðu ekki lengur neina hermenn undir sinni stjóm. Útvarpið í Kampala sagði aftur á móti í gær að þar væri nóg af hermönnum, sem ákveðnir væru að berjast fyrir Amin forseta þar til yfir lyki. Talið er að sögn erlendra sendimanna að her Tansaníu muni fara inn í Kampala á næstu klukkustundum en nú þegar er Entebbe næststærsta borg Uganda í höndum þeirra. Bandaríkin: Vilja banna kjarn- orkuver í f imm ár Tuttugu og þrír bandarisktr tulltrua- Þingmennirnir voru allír nema tveir deildarþingmenn hafa skorað á Jimmy úr Demókrataflokknum. Þeir vilja Carter Bandaríkjaforseta að banna öll einnig að lög sem takmarka bótaskyldu ný kjarnorkuver næstu fimm árin. kjarnorkuvera i einkaeign við 560 Vilja þeir nota tímann og fullkomna milljónir dollara, verði felld úr gildi. allan öryggisbúnað viðkomandi orku- Bendá þeir á í bréfi tU forsetans að verunum. Er þetta gert í ljósi þeirrar reynslan í Harrisburg sýni.að ekki sé reynslu, sem fékkst af biluninni í kjarn- enn á neinn hátt treystandi á kjarn- orkuverinu við Harrisburg i orkuna. Pennsylvaníu ádögunum. Pakistan: Fylgismenn Bhuttos komnir á kreik Allar horfur virtust á því að óeirðir þær sem brutust út í Rawalpindi og nokkrum öðrum borgum Pakistan mundu halda áfram í dag. Þar voru fylgismenn hins aftekna fyrrum forseta landsins á ferðinni en stjórn landsins óttast mjög að þeir gríp: til harðra aðgerða vegna aftöku leiðtoga síns, sem naut mikils fylgis í landinu. Herforingjastjórnin tilkynnti í morgun að her og lögregla mundi óhikað skjóta á mótmælahópa á götum úti. Þúsund'.r borgarbúa í Rawal- pindi virtust þó ákveðnir að láta þessar hótanir sem vind um eyrun þjóta og flykktust út á götumar strax að lokn- um hefðbundnum föstudagsbænum í moskunum. Lögreglan beitti táragasi til að reyna að dreifa mannfjöldanum. Hópur þúsunda mótmælafólks grýtti lögregl- una og brenndi niður byggingu þar sem ritstjóm dagblaðsins Daily Jang, sem styður herforingjastjómina er til húsa. Tókst slökkviliði naumlega að bjarga starfsfólkinu út úr húsinu áður en það féll. BJARGAR RAF- MAGNIÐ MÁLUM? Þetta farartæki er farið afl sjást á götum Kaliforníu. Þriggja hjóla kuggur, sem vegur aðeins 250 kiló- grömm og getur komizt 170 kilómetra vegalengd á einni hleðslu. Skipasmiðastöðvar um allan heim eiga nú f miklum erfiðleikum. Bæði Danir og Sviar hafa reyní að styðja við bakið á sinum stöðvum eftir megni en með misjöfnum árangri. I Danmörku er talið vist að einhver hinna stóru stöðva verði að hætta starfrækslu en ekki er að fullu Ijóst hver það verður. Jafnvel er hugsanlegt að það verði Burmeister & Wein f Kaupmannahöfn og hefði mörgum þótt það ótrúleg tiðindi fyrir nokkrum árum. UTASJÖNVÖRPIN SLÁ í GEGN Frábœr mynd- og tóngæöi 22" frá kr. 429.000 26" frákr. 498.000 SJÓNVARP OG RADÍÓ Hverfisgötu 82 Sími 23611.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.