Dagblaðið - 06.04.1979, Síða 26

Dagblaðið - 06.04.1979, Síða 26
30 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979. Veðrið Spáfl er norflaustan átt á landinu ( dag. Kaldi verflur fyrst á Norflurtandi en slflan gola, snjókoma framan af og sfflar él. Hasgara og bjartara veflur sunnan tll. Klukkan sex í morgun var hægviðri og bjart mefl 2 stiga frosti ( Reykja- i vlc, austan stínnkigskaldi, skýjafl og 2 stiga frost á GufuskáJum, norfl- | austan kaldi, skýjafl og 4 stíga frost á Galtarvita, norflan kaldi, skýjafl og 1 stígs frost á Akureyri, norflaustan kaldi og snjókoma mefl 2 stiga frost á Raufarhflfn, norflan gola, skýjafl og 0 stíg á Dalatanga, norflan kaldi, skýjafl og tveggja stiga hiti á Hflfn og norflan goia, léttskýjafl og 0 stíg ( Vestmannaeyjum. í Þórshflfn var hasgviflrt og 4 stiga frost, skýjafl og 3 stiga hití ( Osló, þokumófla og 1 stigs frost ( London, rígning og 3 stiga hiti (Hamborg, létt- skýjafl og 1 stígs hiti (Madrtd, skýjafl og 8 stíga hiti (Lissabon og léttskýjað og 7 stíoa hiti (New York. Andlát Ólafur B. Kristjánsson verkstjórí lézt á Borgarspítalanum 30. marz. Ólafur var fæddur 28. feb. 1908 1907. að Sveinseyri í Dýrafirði. Foreldrar hans voru Kristján Jóhannesson og Guðmunda Guðmundadóttir. Ólafur var við nám í barnaskólanum á Þingeyri, síðan var hann einn vetur á Núpi. Tólf ára gamall byrjaði hann á róa á árabátum og síðan á skútum. Ólafur kvæntist 18. maí 1940 Astu Markúsdóttur frá Ystu Grösum í Kolbeinsstaðahreppi. Árið 1947 réðst Ólafur sem verkstjóri til Hampiðjunnar og síðar varð hann yfirverkstjóri á neta- verkstæðinu. Ólafur verður jarðsunginn í dag frá Fossvogskirkju. Sigriður Þórðardóttir frá Isafirði lézt á Sjúkrahúsi Isafjarðar, 28. marz. Hún var fædd 30. sept. 1914. Hafnarstræti 17. Foreldrar hennar voru Þórður Þórðarson vélvirkjameistari og Kristín Sæmundsdóttir. Sigriður missti móður sína þegar hún var fjögurra ára og fór hún þá í fóstur til frænda síns Kristjáns Jóhannessonar og konu hans Maríu Steinarsdóttur að Ytri-Hjarðardal í Önundarfirði. Sigriður eignaðist eina dóttur, Kristjönu Kristjánsdóttur, en faðir hennar lézt er móðir hennar gekk með hana. Sigríður giftist 19. júní 1961 Ólafi H. Ólafssyni. Hún verður jarðsungin í dag frá Isafjarðarkirkju. Þorbergur Böðvar Ásgrímsson, Klébergi 11, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju laugardaginn 7. apríl kl. 2. Markús Jónsson, Deild, Stokkseyri verður jarðsunginn frá Stokkseyrar- kirkju laugardaginn 7. apríl kl. 1.30. Andrés tngólfsson hljóðfæraleikari, lézt miðvikudaginn 4. apríl. Guðbjörg Einarsdóttir frá Vogi, Fells- strönd, Reykjanesvegi 54, Ytri-Njarðvík verður jarðsungin frá Innri-Njarövíkur- kirkju laugardaginn 7. apríl kl. 2. Sigurlaug Auðunsdóttir, Austurgötu 7, Hafnarfirði lézt á St. Jósepsspítala miðvikudaginn 4. apríl. Árni Yngvi Einarsson fyrrverandi fram- kvæmdastjóri að Reykjalundi, lézt í Borgarspítalanum fimmtudaginn 5. apríl. Þorbjörg Halldórsdóttir frá Strandar- hjáleigu lézt að Hrafnistu miðvikudaginn 4. april. Guðmundur Grimsson húsgagnasmíða- meistari, Laugavegi 100, lézt miðvikudaginn 4. april. Sþróttir - íslandsmeistaramót í badminton verður haldið í íþrótlahöllinni í Laugardal og hefst það kl. 10 f.h. laugardaginn 7. april. Keppt verður í meistaraflokki, A-flokki og öðlingaflokki í öllum grein- um karla og kvenna Bikarkeppni Orslit kvenna HAGASKÓLI ÍS — Völsungur lcl. 16.30. UNDANÚRSLIT KARLA IS — UMFLkl. 18. AKUREYRI Dndanúrslit bikarkeppni karla UMSE — Vikingur kl. 14. Skíðadeild Fram Laugardaginn 7. apríl heldur Skiðadeild FRAM trimmmót fyrir almenning i skíðagöngu. Mótið verður haldið í nennd við Bláfjallaskálann i Kóngsgili. Keppt verður til vinnings SKÍ merkisins, samkvæmt reglum trimmnefndar SKÍ. Gönguvegalengdir kvenna verða 2, 3, 5 og 2,5 km, en karla 2,3,5 og 10 km eftir aldursflokkum. Skrásetning fer fram við rásmark. Þátttökugjald er kr. 500. SKl merkið verður til sölu og afhendingar fyrir vinningshafa aðgöngu lokinni. Trimmót þetta er fyrsta skíðamót sem haldið er i grennd við Reykjavík, sem fyrst og fremst er miðað við þátttöku þeirra mörg skiðaiðkenda sem stunda skiðaferðir sér til ánægju og heilsubótar. Þessu fólki gefst nú tækifæri, til þess að vinna viðurkenningar- grip fyrir íþrótt sína. Að þessu sinni verður keppt um SKÍ merkið úr bronsi. Næsta ár gefst þeim.sem vinna bronsmerkið nú, kostur á að vinna SKÍ merkið úr silfri, þar næst úr emal og síðan gull. Tímalágmörk til vinnings bronsmerkisins eru mjög rúm, þannig að flestir eiga að geta náð tilsettum tíma. Allar upplýsingar varöandi tilhögun, reglur og fl. gefur Páll Guðbjörnsson í síma 31239. Áætlað er, að mótið hefjist kl. 14.00 á laugardaginn þ. 7. apríl ef veður leyfir, annars verður því frestað til sama tíma á sunnudag. , AðaJfurulir Oddaverjar og Snorri Sturluson Á aðalfundi Sögufélags sem hefst kl. 14 í Árnagarði við Suðurgötu lagardag 7. april mun Helgi Þorláksson cand. mag. flytja erindi og fjalla um Oddaverja, Snorra Sturluson, Orkneyinga og verzlun íslenzkra höfðingja á bilinu frá um 1180—1220. Einnig fara fram venjuleg aðalfundarstörf og stjórnin mun leggja fram tillögu til nýrra laga. Núverandi Iög félagsins eru frá árinu 1919. Félagsmenn Sögufélags eru núna hátt áellefta hundrað. Stjórrmnéldfundir Æskulýðsnef nd Abl. og Sambands ungra Sjðlfstæðismanna hafa ákveðið að halda kappræðufundi á eftirtöldum stöðum. Fundirnir munu bera yfirskriftina Andstæðar leióir í Islenzkum stjórnmálum Frjálshyggja — Félagshyggja NATÓ - adild í þrjátlu ár. Sósíalísk efnahagshyggja eöa frjáls markaósbúskapur Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum og tíma, meö fyrirvara um ófyrirsjáanlegar breytingar. Neskaupstaóur föstudag 6. apríl i Gagnfræöaskólan- um kl. 20.30. Sauöárkrókur laugardag 7. april Félagsh. Bifröst kl. 14.00. Egilsstaóir laugardag 7. apríl Vegaveitingar kl. 14.30. Hafnarfjöröur, 7. apríl Bæjarbió kl. 14. Vélhjólakynning á Suðurnesjum Á morgun, 7. april, kl. 1 e.h. verður í Félagsbiói i Keflavik vélhjólakynning á vegum J.C. Suðurnes. Vélhjólaklúbburinn Ernir, sem var stofnaður í vetur, verður kynntur, sýndar verða kvikmyndir um akstur vélhjóla, svo sem keppnisakstur og akstur í um- ferð eða á viðavangi. Fulltrúi frá Bifreiðaeftirliti rikisins veitir upplýs ingar um öryggisbúnað og þær reglur sem gilda um vélhjól. Allir munu fá í hendur bækling sem inniheldur al- menna umferðarfræðslu. Auk þess sem kynnt verður þjónusta við vélhjóla- eigendur munu eftirtalin vélhjólaumboð sýna vöru sína: PUCH-umboðið MONTEZA-umboðið CASAL-umboðið HONDA-umboöið Þessi vélhjólakynning er eitt af mörgum verkefn- um, sem J.C. Suðurnes hefur unnið i vetur undir kjör- .orðinu „Eflum öryggi æskunnar”. Aðgangseyrir að kynningunni er enginn. Hvöt, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík heldur góðmetismarkað laugardaginn 7. april i Sjálf- stæðishúsinu ValhöU, Háaleitisbraut 1, og hefst mark- aðurinn kl. 13.30. Þar verður á boðstólum alls kyns góðgæti. Merkjasöludagur Ljós- mæðrafélags Reykjavíkur Á kvennadaginn, 19. júni 1942, komu saman 7 konur og stofnuðu Ljósmæðrafélag Reykjavikur. Það hefur ævinlega verið fámennt félag að vonum, en leyst af hendi merkilega mikið starf, ekki aðeins i þá átt að gera ijósmæður hæfari fyrir sitt ábyrgöarmikla starf, heldur hafa þær einnig veitt öðrum líknarmálum fjárstuðning svo riflegan að undrun veldur um svo fá- menn samtök kvenna. Félagið hefur ávallt verið fá- tækt þvi að þar hefur þeirri góðu reglu verið fylgt, að veita til líknarmála, jafnan öllu aflafé og notiö bæði aldnir og ungir, sem bágstaddir voru. Fjárins hafa þessar fáu konur aflað með sjálfboða- stafi og fórnarlund, en einkum með árlegri merkjasölu 2. sunnudag í apríl, þ.e. í ár 8. apríl. Góðir Reykvíkingar, kaupið merkin þegar þau verða boðin. Flestöll stöndum við i þakkarskuld við konuna sem greiddi okkur leið inn i Ijós þessa heims og veitti okkur mildum ljósmóðurhöndum hina fyrstu líkn. Og konunum i ljósmæðrafélagi Reykjavikur er vel trúandi fyrir þeim litla skerf sem nú er beðið um. Ljósmæðramerkin verða afhent i Iþróttahöliinni i Laugardal og hjá frú önnu Kristjánsd. Silfurtúni, Garðabæ, laugardag og sunnudag. Farfuglar Skemmtikvöld verður á Farfuglaheimilinu, Laufásvegi 41, föstu- daginn 6. april kl. 20.30. Hafnarfjörður Kökubasar Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði heldur kökubasar i Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 7. apríl kl. 2. Einnig verður á boðstólum ýmiskonar páskaskraut. Félags konur, sem vilja gefa kökur eru vinsamlega beðnar að koma þeim i Sjálfstæðishúsið milli kl. 10—1 sama dag. Ráðstefna í tilefni barnaárs hafa Arkitektafélag íslands, Félag húsgagna- og innanhússarkitekta og Félag islenzkra landslagsarkitekta ákveðið að hafa með sér viðtækt .samstarf til þess að stuðla að betra umhverfi barna hér á landi. Fyrsti þáttur þessa samstarfs er ráðstefna sem félögin gangast fyrir í Hagaskóla, Reykjavik, laugardaginn 7. april, þar sem 15 aðilar sem starfa að mismunandi þáttum þessara mála halda fyrirlestra og taka þátt i umræðium. Þessi ráöstefna er öllum opin og vilja félögin hvetja sem flesta til þess að mæta, taka þátt i umræðum og koma ábendingum á framfæri. A- Plöntusala Garöyrkjuskólans á Reykjum, ölfusi í dag, föstudag 6. apríl, efna nemendur Garðyrkju * skólans Reykjum í ölfusi til sölu á pottaplöntum og afskornum blómum á Bernhöftstorfunni. Sömuleiðis verða Torfusamtökin með kaffiveitingar á staðnum. Þama verður hægt að fá úrval pottaplantna og afskor- inna blóma á mjög lágu verði. Einnig veröa á boðstól- um skrautgreinar til páskaskreytinga. Tilgangur með blómamarkaði þessum er að afla fjár til náms- og kynnisferðar sem nemendur hyggjast fara til Noröur- landa næstkomandi haust. Markaðurinn verður einn- ig opinn á laugardag og sunnudag. Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum Á undanförnum árum hefur styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum efnt til sólarlandaferðar fyrir aldrað fólk frá Suðurnesjum. Hafa vinsældir þessara ferða farið sívaxandi og margir lífeyrisþegar notið þessarar dvalar í ríkum mæli, o og komið endurnærðir heim aftur eftir skemmtilega ferðog góðar samverustundir. Styrktarfélag aldraðra hefur nú ákveðið að efna enn 'einu sinni til orlofsferðar til Mallorca þ. 11. maí nk. í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Sunnu. Kynningarfundur verður haldinn nk. laugardag kl. 17 i Kirkjulundi i Keflavík og eru allir lifeyrisþegar velkomnir á fund þennan, þar sem tekið verður á móti pöntunum í ferðina og starfsmaður frá Ferðaskrif- stofunni Sunnu mun væntanlega sýna litskugga- myndir frá Mallorca. VIKAN, 14. tbl. „Ég er vinnudýr og hef aldrei verið annað," er fyrir- sögnin á viðtali við Albert Guðmundsson í þessu blaði. Er þar komið víða við, rætt um frægð og frama, peninga og stjórnmál og ýmislegt fleira, og Albert er ekki feiminn við skoðanir sinar fremur en endranær. Einnig er viðtal við Elínu Tómasdóttur, sem hefur unnið i Bandaríkjunum bæði sem sýningarstúlka og fyrirsæta og kennari við tízkuskóla. Grein er i blaðinu eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson, þar sem hann lýsir dvöl á Orkneyjum, þar sem víkingar mörkuðu spor sín fyrrum. Guðfinna Eydal sálfræðingur veltir fyrir sér spum- ingunni: Af hverju eignast fólk börn? Jónas Kristjáns- son skrifar um spænsk rauðvín, þar sem útkoman má teljast allgóð. Og Ævar R. Kvaran skrifar um Amen- hótep IV, sem uppi var fyrir 3.300 árum. I neytendaþættinum er fjallað um páska- skreytingar, og ef menn vilja hafa reglulega fínan mat á páskum, geta þeir kynnt sér matreiðslu á nautalund Wellington, sem Jón Sveinsson matreiðslumeistari býður uppá í matreiðsluþættinum. Willy Breinholst er á sinum stað, en auk þess eru tvær aðrar smásögur í blaðinu, Morðingjar eftir Ernest Hemingway og Stúlkan sem veifaði eftir H. Thygesen. Og fyrri hluti langrar smásögu eftir Lenu Fors-Willner er einnig i þessu blaði. Fimmtugur er í dag Jens S. Halldórs- son, prentmyndasmiður, Skipholti 6, Reykjavík. Frú Sigrún Finnbjörnsdóttir, Sunnu- stræti 13, ísafirði er 75 ára í dag 6. apríl. I Gengið GENGISSKRÁNING Feröamanna- * NR: 66 — 5. aprfl 1979. gjaldeyrir Eining Kaup Sala Kaup Sala 1 Bandarlkjadollar 327,60 328,40* 360,36 361,24* 1 Storiingspund 677,20 678,80* 744,92 746,68* 1 Kanadadollar 284,40 285,10* 312,84 313,81* 100 Danskar krónur 6253,40 6268,70* 6878,74 6915,37* 10O Norskar krónur 6402,80 6418,40* 7043,08 7060,24* 10- Sœnskar krónur 7484,60 7502,90* 8233,06 8253,19* 100 Finnsk mörk 8200,25 8220,25* 9020,28 9042,28* 100 Franskir frankar 7578,95 7597,45* 8336,85 8357,20*! 100 Beig.frankar 1100,10 1102,70* 1210,11 1212,97* 100 Svissn. frankar 19212,40 19259,30* 21133,64 21185,23* 100Gyllini 16143,50 16182,90* 17757,85 17801,19*' 100 V-Þýzk mörk 17393,15 17435,65* 19132,47 19179,22* 100 Lfrur 38,94 39,04« 42,83 42,94*' 100 Austurr. Sch. 2369,60 2375,40« 2606,56 2612,94*' 100 Escudos 676,90 678,60* 744,59 746,46* 100 Pesetar 480,90 482,10* 528,99 530,31* 100 Yen 152,71 153,08* 167,98 178,39*; *Breyting frá s(ðustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráninga 22190. IIIISíllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIII Framhaldaf bls.29 Þrif. Tökum að okkur hreingernipgar á íbúð- um, stigagöngum, stofnunum og fl., einnig teppahreinsun með nýrri djúp- hreinsivél, vanir og vandvirkir menn. Uppl. í síma 33049 og 85086. Haukur og Guðmundur. Ávallt fyrstir. Hreinsum teppi og húsgögn með háþrýstitækni og sogkrafti. Þessi nýja aðferð nær jafnvel ryði, tjöru, blóði o. s.frv. Nú eins og alltaf áður tryggjum við fljóta og vandaða vinnu. Ath. 50 kr. afsláttur á fermetra á tómu húsnæði. Erna og Þorsteinn, sími 20888. Teppahreinsun. Vélþvoum teppi í stofnunum og heima- húsum, einnig kraftmikil ryksuga. Uppl. í síma 77587 og 84395 á daginn og á kvöldin og um helgar í 28786. * Hreingerningastöðin hefur vant og vandvirkt fólk til hreingerninga. Einnig önnumst við teppa- og húsgagnahreinsun. Pantið í síma 19017. Ólafur Hólm. ökukennsla ökuk ennsla-Æfingatimar. Kenm á Cortinu 1600, ökuskóli og próf- gögn ef óskað er. Nýir nemendur geta byrjað strax. Guðmundur Haraldsson, simi 53651. Ökukennsla-Æflngatimar. Kenni á Mazda 323, nemandi greiðir aðeins tekna tíma. Engir skyldutímar,' greiðslufrestur. Útvega öll prófgögn. ökuskóli ef óskað er. Gunnar Jónasson, sími 40694y Ökukennsla — æflngatfmar — hxfnis- vottorö. Nemendur greiða aðeins tekna tíma. Ökuskóli og öll prófgögn ásamt litmynd i ökuskírteini óski nemandinn þess. Jó- hann G. Guðjónsson. Uppl. í símum 38265,21098 ogl 7384. Ökukennsla-æflngatimar. Kenni á Datsun 180 B árg. 78, sérstak- lega lipran og þægilegan bíl. Útvega öll prófgögn, ökuskóli. Nokkrir nemendur geta byrjaðstrax. Greiðslukjör. Sigurður Gíslason ökukennari, sími 75224. Takiö eftir — Takið eftir. Ef þú ert að hugsa um að taka ökupróf (eða endurnýja gamalt) þá get ég aftur bætt við nokkrum nemendum sem vilja byrja strax. Kenni á mjög þægilegan og góðan, bíl, Mazda 929 R 306. Góður ökuskóli og öll prófgögn. Einnig getur þú fengið að greiða kennsluna með afborg- unum ef þú vilt. Hringdu í síma 24158 ef þú vilt fá nánari uppl. Kristján Sigurðs- son, ökukennari. Ökukennsla-æflngatímar-endrrhæflng. Kenni á Datsun 180 B árg. 1978. Umferðarfræðsla í góðum ökuskóla. Öll prófgögn ef óskað er. Jón Jónsson ■ökukennari, sími 33481. Ökukennsla. Get nú aftur bætt við mig nokkrum nemendum. Kenni á Mazda 323, öku- skóli og prófgögn fyrir þá sem þess óska. Hallfríður Stefánsdóttir, sími 81349. Ökukennsla. Gunnar Kolbeinsson, sími 74215". Ökukennsla-æflngatimar. Lærið að aka við misjafnar aðstæður, það tcyggir aksturshæfni um ókomin ár. Kenni á Mazda 323, nýr og lipur bíll. Ökuskóli og öll prófgögn. Helgi K. Sesselíusson, sími 81349. Kenni á Toyota Cressida, árg. 78, útvega öll gögn, hjálpa einnig þeim sem af einhrerjum ástæðum hafa misst ökuleyfið siu til að öðlast það að nýju. Geir P. Þormar ökukennari, simar 19896,21772 og 71895. Ökukennsla-æfingatímar. Kenni á Toyota eða Mazda 323 árg. 78 á skjótan og öruggan hátt. ökuskóli og' öll prófgögn ef óskað er. Nýir nemendur geta byrjað strax. Friðrik A. Þorsteins- son, sími 86109.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.