Dagblaðið - 10.04.1979, Page 2

Dagblaðið - 10.04.1979, Page 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979. Gallaðar myndir — ogjafnvel engar Dóra Stef&nsdóttir blm. skrifar: Þjónustan hjá því fyrirtæki sem er nær einrátt á markaðnum í því að framkalla og stækka myndir fyrir fólk vekur sífellda undrun mína. Þar á ég við Hans Petersen hf. en regla virðist vera í skiptum við það fyrir- tæki að fólk þurfi að fara með filmur sínar 2—3 jafnvel 4 sinnum til þess að fá það á pappír sem á filmunum er. Skal ég nú rökstyðja mál mitt nán- ar. Fyrir nokkru var farið með filmu í framköllun. Þegar hún kom til baka voru myndirnar allar rauðleitar og með fylgdi miði sem á stóð að filman hefði lent í of miklum hita. Þar sem það gat vel verið var ekki um annað að gera en að sætta sig við orðinn hlut. Nokkru síðar bað maður um að fá eintak af nokkrum myndum, þó rauðar væru. Það var alveg sjálfsagt og farið var með filmuna og beðið um endurtöku. Nokkrum dögum seinna voru myndirnar sóttar og kom þá í ljós að rauði liturinn var orðinn eðlilegur og alls ekki of mikill. Undr- uðumst við þetta og fórum með film- una alla og fengum nýjar myndir, orðalaust. Þær voru ekki aðeins í eðlilegum litum heldur fengum við stækkaðar mun fleiri myndir en áður. Þar sem úrslit málsins urðu þetta góð hugðumst við sætta okkur við málalok. En ekki er allt búið ennþá. Við skruppum yfir hafið og tókum erlendis 6 filmur, eina svarthvíta, hinar í litum. Þegar komið var heim var rölt til Hans Petersen og beðið um að framkalla og setja á pappír. Afgreiðslumaður afsakaði svolítið að svarthvíta filman tæki nokkuð lengri Skorum á Félagsmálastofnun —að losa okkur við fyrirhöf nina Tvær einstæðar mæður skrifa: Margt er óréttlætið í dagvistunar- málum í dag. Meðal annars þurfa þeir er hafa börn á dagheimilum ekki að greiöa nema 26.000 krónur á mánuöi og ekkert meira vesen. Við sem höfum börn í heimapössun eða hjá dagmömmum þurfum að greiða við hver mánaðamót 49.500 krónur. Síðan þurfum við að fara með kvitt- un fyrir greiðslu þessari niður á Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Það getur hins vegar verið ýmsum erfið- leikum háð þar sem viö erum flestar (flestir) útivinnandi allan daginn og eigum ekki gott með að komast úr vinnu til þess að geta skilað kvittun- inni í tæka tíð. Ekki nóg með það heldur þurfum við að bíða í 20—22 daga eftir því að fá niðurgreiðsluna sem er nú tæpur helmingur og varla það. Því viljum við og er ég viss um að við tölum fyrir munn fleiri, skora á Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar að hún hugsi málið vandlega og reyni að losa okkur sem höfum börn hjá dagmömmum við allt þetta vesen út af kvittunum og niður- greiðslum. tíma þar sem ekki væri hægt að stækka svarthvítt lengur í Reykjavik heldur þyrfti að senda slíkar filmur norður á Akureyri. Við því var ekkert að segja. Þegar við fórum svo að sækja lit- filmurnar brá okkur i brún. Ekki voru á pappír nema örfáar myndir. Höfðu allar hinar virkilega mis- heppnazt? Þegar farið var að skoða filmurnar kom hins vegar annað í ljós. Á filmunum voru miklu fleiri myndir heilar. Farið var með filmuna aftur. Af- greiðslumaður sagði rólega þegar kvartað var að þetta hefði komið nokkuð oft fyrir upp á síðkastið. Bauðst hann til þess að láta stækka þær myndir sem vantaði. Það var gert og komu þær flestar Ijómandi vel út þó þær væru allar í fingra- förum og einhverjum torkennilegum slettum sem ekki var að sjá á filmun- um. Svarthvítu myndirnar voru hins vegar allar óaðfinnanlegar. Nú spyr ég. Á hvaða leið er Hans Petersen? Halda forráðamenn fyrir- tækisins að fólk láti bjóða sér það hvað eftir annað að þurfa að fara margar ferðir með filmur sínar til að fá eftir þeim myndir? Við erum ekki þau einu. Einn af ljósmyndurum DB varð til dæmis nýlega að senda myndir sínar allar í endurvinnslu þegar þær komu allar úr fókus. Ann- ars sagðist hann ekki láta sér detta í hug að láta Hans Petersen stækka, betra væri að borga meira og senda myndirnar úr landi. En er ekki óþarfi að eyða gjaldeyri í slíkt þegar fyrir- tæki eru hér á landi sem auglýsa sig upp í því skjóli að þau geti séð um þessaþjónustu? Atvinnuljósmyndari einn sagði mér að mistökin hjá Hans Petersen stöfuðu af því að tölva er notuð við framköllun. Sú tölva er gerð til að ganga allan sólarhringinn, annars er ekki rétt hitastig á þeim vökva sem Það dreymir marga um að eignast myndavél. DB-mynd Ragnar Th. notaður er. Fólkið hjá Hans Petersen slekkur hins vegar á tölvunni þegar það fer heim og skellir filmum i hana kalda að morgni er það kemur aftur i vinnu. Veldur þetta hvers kyns óeðli- leika á myndunum. Hvort þetta er rétt veit ég ekki en ég vil fá að vita hvað veldur lélegri þjónustu og hvort fyrirtækið getur leyft sér hana, þegar það hefur svo gott sem einokunarað- stöðu á þessum markaði. DB hafði samband við Hans Petersen og fékk þær upplýsingar að nokkuð hefði borið á þvi að filmur væru endursendar til nýrrar stækkunar. „Við höfum þann háttinn á að út- búa negatívur af allri filmunni. Síðan metum við hvaða myndir eru 160 króna virði og framköllum þær. Hinu fleygjum við. Það kemur svo oft i ljós að viðskiptavinurinn hefði viljað kaupa þær myndir sem við telj- um ekki frambærilegar og er þá alveg sjálfsagt að stækka þær. Aftur á móti er erfitt að segja svona í síma hvað hefur komið fyrir við framköll- un. Það verðum við að meta í hverju tilviki fyrir sig og fá að skoða film- una að nýju.”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.