Dagblaðið - 10.04.1979, Side 15

Dagblaðið - 10.04.1979, Side 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979. .... """ Þegar litið er til baka á bók- menntauppskeru ársins 1978 í Noregi og fram hjá hinni miklu skáldsagna- grósku, þá eru það helst ljóðskáldin Paal Brekke, Jan Erik Vold og Sidsel Bjugn sem koma upp í hugann. Hvað aldur varðar, tilheyra þau þremur kynslóðum og bókmenntalega séð slógu þau í gegn hvert á sínum áratug — en bækur þeirra eru góð dæmi um þá breidd, sem einkennir nútíma- ljóðlist í Noregi upp á síðkasuð. Bæði Brekke og Vold eru nöfn sem flestir kannast við sem eitthvað vita um þróun norskra bókmennta eftir stríð. Brekke var brautryðjandi í þróun nútímaljóðlistar á árunum 1950—60 en Vold er kunnur sem uppreisnarmaður í ljóðlist á síðasta áratug. Á síðasta ári gaf svo Sidsel Bjugn út Ijóðabókina „Den förste avisa paa Lofotveggen”, sem þótti slá á nýstárlega og frísklega strengi. Viðreisnarmaðurinn Þetta hafa gagnrýnendur nefnt Paal Brekke. Eftir að hann sneri heim til Noregs eftir langa dvöl sem flóttamaður í Svíþjóð, gerði hann sér grein fyrir því hve stöðnuð norsk ljóðlist var orðin. Hann kynnti yngri ljóðskáld Svía fyrir löndum sínum og rakti þróun þeirra frá Gunnari Ekelöf og Edith Södergran. Árið 1949 þýddi Brekke „The Waste Land” eftir T.S. Eliot og þetta sama ár gaf hann út ljóðasafnið „Skyggefektning” þar sem hann tekur til handagagns ýmsar tæknileg- ar uppgötvanir í nútímaljóðlist, brýtur niður hið hefðbundna form á hendingum, umturnar venjulegri setningaskipan og teflir saman hinum ólíkustu orðum. í kjölfarið fylgdu tvær skáldsögur hans, er taldar eru undanfari nútímalegrar skáldsagna- gerðar í Noregi. Seinna komu aðrar ljóðabækur sem öfluðu Brekke orðstírs sem leiðandi höfundar í nútímaljóðlist. Eldri Ijóð- list í deiglu Þar sem allur eldri skáldskapur PaalBrekke hefur nú verið gefinn út í einu bindi og á sama ári bætír hann við einni ljóðabókinni enn, hlýtur ÞRÍR ÁRATUGIR - ÞRJl) UÓDSKÁLD l 1 hann að setja sterkan svip á bókaárið í heild. Margar af fyrri bókum hans eru skrifaðar í kringum eitt stef eða viðfangsefni. Nýjasta bók Brekkes „Syng ugle” er hins vegar samansett úr stökum ljóðum í ríkara mæli en áður og ljóðin eru í senn opinská og spakleg og grundvallast gjarnan á beiskum orðaleikjum. Óþreyja í bókmenntum Paal Brekke hfur aldrei skorið upp herör gegn hefðbundinni ljóðlist, heldur ávallt farið fram á að hið nýja fengi sinn sess við hlið hins gamla en ekki á kostnað þess. Þessi afstaða hefur m.a. komið í veg fyrir hrópandi andóf og átök milli kynslóða í norskri ljóðlist eftir 1950. Andófið kom hins vegar fram þegar ný kynslóð rithöfunda hóf upp raust sína í stúdentablaðinu Profil á miðjum sjöunda áratugnum. Upphaflega var þessi uppreisn eingöngu bókmenntalegs eðlis og beindist gegn „viðurkenndum” bókmenntum og bókmenntagagnrýni sem þeir töldu bæði gamaldags í alþjóðlegu bókmenntalegu samhengi og úr sér gengið formlega séð. í kjölfar þessa kom pólitískt timabil þar sem helstu forsvarsmenn gerðust baráttumenn á vinstri vængnum. Þetta skeði m.a. með Thor Obrestad, Dag Solstad og Espen Haavards- holm. En undantekningin var Jan Erik Vold. Norrænar bókmenntir Ingeborg Donali Stríðinn gleðimiðlari Framar öðrum af þessari kynslóð hefur JEV miðlað nýjungum í ljóðlist. Hann einbeitir sér að hinu áþreifanlega og sérkennilega í ljóðum sínum er mörg fjalla um hluti eða fyrirbæri sem sumum þykja heldur hversdagsleg. En í meðferð JEV taka þau á sig nýjan svip, eitthvað óvænt gerist, sem við ckki búumst við. Bókfellsljóðið, ásamt ljóðinu sem segir frá því hvernig ferskt fransk- brauð skal borðað, eru hvorutveggja ágæt dæmi um ljóð af því tagi. Sumarljóð Jan Erik Vold hefur nú gefið út tíu ljóðabækur og sú nýjasta „S” kom til greina í sambandi við Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs. Menn hafa getið sér til um það hvað titillinn muni þýða, þvi einhverja :merkingu hlýtur hann að hafa. Einhver telur hann merkja „sól” eða „sumar”. Aðrir minna á áhuga Volds á alls konar tilraunum með stafagerð og segja sem svo: „S” er að sjálfsögðu spírall lífsins, formið sem leitar upp á við og er tákn fyrir tak- markalausa lífsgleði Volds, bjart- sýnismannsins og gleðimiðlarans. Vold &- Gabarek =ljóð Ct-jass Gerðar hafa verið ítrekaðar tilraunir til að fá JEV í heimsókn í Norræna húsið til þess að íslendingar fái tækifæri til að kynnast honum en hingað til án árangurs. Ljóð hans eru kannski áhrifaríkust þegar þau eru lesin upphátt og helst verður hann að lesa þau sjálfur. Með tímanum er JEV orðinn að eins konar á- trúnaðargoði og hann ferðast um í prjónapeysu og flytur ljóð sín með aðstoð jassistans Jan Gabarek. Það eru ekki allir sem kunna að meta framgangsmáta Volds, hvorki ljóðin eða leikræna tilburði hans, en enginn er hlutlaus gagnvart því sem hann tekur sér fyrir hendur. Margræði og hugarflug Nýliðinn Sidsel Bjugn steypir einnig saman fleiri en einni listgrein. Sjálf segist hún hafa komið sér fyrir í einhvers staðar milli orðs og myndar i tjáningu sinni og hún notar ma. frasa úr auglýsingum. Aðferðir hennar við aðteflasaman orðum og teikningum eru óvenjulegar og koma af stað ým- iss konarhugmyndatengslumhjáles- anda. Hún leikur sér af miklu öryggi með ýmsar uppgötvanir nútímaljóð- listar og það kemur manni ekki á óvart að einn af þeim sem látið hefur í ljós einna mesta hrifningu yfir „Den förste avisa paa Lofotveggen” er ein- mitt Paal Brekke. Hann segir bókina vera drög að „ljóðlist sem ég hef á- vallt sóst eftir, þar sem öllum brögð- um, hefðbundnum jafnt sem óvenju- legum, en beitt til að ná ljóðrænum tilgangi. 15 -í j \ ,\/ ' I r'ST : •- •- U Affííti- &£. K "• •A ‘é& ’ý \. VIDEO í kvöld qefst gestum ÓÐALS kostur a aö sjá og heyra HLH, FLOKKINN í video JOHN ANTHONY kynnir TOP 20 - vinsœldalista OÐALS. i°°0/ ^ Láttu sjá þig!

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.