Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 23

Dagblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1979. Ci 23 Útvarp Sjónvarp i UMHEIMURINN - sjénvarp í kvöld kl. 21,25: Kjarnorkuver, Úganda og utanríkisráðherrafundir n r. Umheimur sjónvarpsins í kvöld verður í umsjón Boga Ágústssonar fréttamanns. Hann sagðist að öllum líkindum taka fyrir þrjú mál, nema eitthvað breyttist stórlega. Fyrsta málið er umræða um kjarnorkuver. Eftir atburðina í Harris- burg í Bandaríkjunum vilja eflaust flestir fá að vita meira um þessi mikilvirku tæki sem geta verið svo hættuleg. Til að fræða fólk nánar um málið verður rætt við Einar Júlíusson starfsmann raunvísindastofnunar Há- skólans. Annað málið er utanríkisráðherra- fundur Norðurlanda sem haldinn var nýlega. Rætt verður við Benedikt Gröndal utanríkisráðherra um það ti! hvers þessir fundir séu og hvað við íslendingar getum hugsanlega fengið út úr þátttöku í þeim. Atburðirnir I Harrisburg ollu skelfingu um allan heim. En á meðan verið var að ræða um geislavirkni sáði þessi bóndi eins og ekkert væri fræi sinu við vegg kjarnorkuvers- ins. Síðustu á dagskránni er siðan mynd frá Úganda. Myndin lýsir ástandinu þar undanfarið og þeirri ógnarstjórn sem Idi Amin beitti landsmenn. -DS. KJARNORKUBYLTINGIN — sjónvarp í kvöld kl. 20,30: Sprengjan á Hirosima Þættirnir um atómbyltinguna halda áfram i dag í sjónvarpi. Óhætt er að segja að fyrsti þátturinn sem fluttur var á þriðjudaginn fyrir hálfum mánuði, var verulega athyglisverður og útskýrði kjarnorku á þann hátt að venjulegt fólk gat skilið. í öðrum þætti Atómrannsóknir á styrjaldartímum er fjallað um sögu atómrannsókna meðan á seinni heims- styrjöldinni stóð, en yfir þeim var eins og kunnugt er mikil leynd. 1 Banda- ríkjunum hefjast rannsóknirnar aðal- lega við háskólann í Chicago þar sem Fermi og samstarfsmönnum hans tekst fyrstum að koma af stað keðjuverkun í kiofningu úransins. Árið 1942 fékk herinn yfirumsjón með öllum þessum rannsóknum og þær urðu að Manhatt- an áætluninni sem miðaði beint að smíði kjarnorkusprengju. Að þessari miklu áætlun unnu 150 þúsund manns og kostaði hún um 2 milljarða dala. Fóru rannsóknirnar aðallega fram í eyðimörkinni í Nýju Mexico undir stjóm Roberts Oppenheimers og tókst þeim að fullgera sprengju á um tveim og hálfu ári. Um það leyti lézt Roosevelt og Truman tók við. Hann hafði þá enga hugmynd um þessa áætlun, en ákvað strax að varpa Fyrsta bandaríska kjarnorkusprengjan. sprengjunni á Japan, og var fyrsta tilraunin með þessa nýju sprengju gerð í eyðimörkinni í Nýju Mexico þann 16. júlí 1945. Þættinum lýkur með uppgjöf Japana eftir að kjarnorkusprengjum hafði verið varpað á Hiroshima og Nagasaki. í þriðja þætti er lýst vitfirringslegu vígbúnaðarkapphlaupi stórveldanna eftir styrjöldina, sem engan veginn sér fyrir endann á ennþá og síðasti þátturinn er helgaður hagnýtingu kjarnorkunnar í friðsamlegum tilgangi. -DS. Útvarp Þriðjudagur 10. apríl 12.25 Veðurfregnir. Fréttir.Tilkynningar. Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Námsgrelnar 1 grunnskóla; — (jórði og síóasti þáttur. Birna G. Bjarnleifsdóttir tekur fyrir heimilisfrœði og liffræö*. Rætt við náms- stjórana Bryndisi Steinþórsdóttur og Hrólf Kjartansson. 15.00 Miódeglstónleikar: Noðl Lee lcikur „Myndir", pianólög eftir Claude Debussy. / Dietrich Fischer-Dieskau s>mgur „Grafhvclf- ing elskendanna”, ballöðu eftir Carl Loewe; Jörg Demus leikur á pianó. 15.45 TO umhugsunar. Karl Helgason lög fræðingur sór um þáttinn, þar sem fjallað verður um AA-samtökin og rætt við fólk úr fcrða-ogskemmtiklúbbnum Bata. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- frcgnir). 16.20 þjódleg tónlist frá ýrasum löndum. Áskell Másson kynnir á ný rúmenska tónlist. 16.40 Popp. 17.20 Tónlistartími barnanna. Egiil Friðieifsson stjómar tímanum. 17.35 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Hvemig getum vió eflt félagslega aóstoó vió aldraó fólk? Séra lngimar Ingimarsson i Vík i Mýrdal fly tur erindi. 20.00 Planólelkur. Lazar Berman leikur Pianó- sónötu nr. I i fis moll op. 11 eftir Robert Schumann. 20.30 Otvarpssagan: „Honn fordæmdi” eftir Kristján Bender. Valdimar Lárusson les (3) 20.55 Kvöldvaka. a. Einsöngun Anna Þórhalls- dóttir syngur islenzk þjóðlög og leikur undir á langspil. b. I apiil fyrir 75 árum. Gunnar M. Magnúss rithöfundur les nokkra kafla úr bók sinni. „Það voraði vel 1904”. c. 1 Bragatúni. Sigurður Kristinsson kennari fer með visur og kviðlinga eftir Héraðsbúa fyrr og slðar. d. Njála notuó sem húslestrarbók á páskum um borð i fiskiskipi. Guðmundur Bemharðsson frá Ástúni á lngjaldssandi segir frá fyrstu sjó ferð sinni. Óskar Ingimarsson lcs frásöguna. e. Vetrarstundir. Jónas Jónsson frá Brekkna koti flytur hugleiðingu. f. Kórsöngun Karla- kór Akureyrar syngur. Söngstjóri: Áskell Jónsson. Píanóleikari: Guðm. Jóhanns son. 22.30 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgun dagsins. Lestur Passiusálma (48). 22.55 Vlósjá: ögmundur Jónasson sér um þátt- inn. 23.15 A hljóóbergi. Urasjónarmaður: Bjöm Th. Bjömsson listfræðingur. Sir John Gielgud leikari les úr ástarsonnettum Shaktspeares. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 11. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páil Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson (8.0C Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög aó eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Guðrún Guðlaugsdóttir iýkur lestri sögunnar „Góðan daginn, gúrkukóngur” eftir Christinc Nöstlinger i þýöingu Vilborgaj- Auðar ísleifs dóttur (13). 9.20 LeikfimL 9.30 Tilkynningar.Tónlcikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög frh. 11.00 Höfundur kristindómsins, bókarkafli eftir Charles Harold Dodd. Séra Gunnar Bjömsson i Bolungarvik les kafla um dauða og upprisu Krists, — annan hluta af þremur. 11.25 Kirkjutónlist: Máni Sigurjónsson kikur á Steinmeyerorgcl noröur þýzka útvarpsins i Hamborg I D Sjónvárp Þriðjudagur 10. apríl 20.00 Fréttir og veóur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Kjarnorkubyltíngin. Franskur fræðslu- myndaflokkur i fjórum þáttum um sögu og þróun kjameðltsvlsindanna. Annar þdttur. Kjarnorkan á strióstímum. Þýðandi og þuiur Einar Júlíusson. 21.25 Umbelmurínn. Viðræðuþáttur um erknda viðburði og mákfni. Umsjónarmaður Bogi Ágústsson. 22.20 Hulduherinn. Annaó tækifærL Þýðandi EUert Sigurbjörnsson. 23.10 Dagskrirtok. HÖFUNDUR KRISTINDÓMSINS, — útvarp ífyrramálið: Ákaf lega skemmti- leg og f róðleg bók Séra Gunnar Björnsson í Bolungar- vík les í fyrramálið annan lestur bókarinnar Höfundur kristindómsins eftir Charles Harold Dodd. Gunnar sagði að Dodd væri einn af virtustu nýjatestamentisfræðingum sem uppi væri og að bókin Höfundur kristindómsins hefði vakið verðskuld- aða athygli þegar hún kom út árið 1970. í fyrsta lestrinum sem var fyrir viku var sagt frá því hvernig gyðinglegum yfirvöldum í Jerúsalem geðjaðist ekki að kenningum Krists. Þau lögðu því á ráðin um að fá hann dæmdan til dauða en til þess að Rómverjar, sem voru í dauðadóminn urðu þeir að beita mikl- um klókindum. í lestrinum í fyrramálið verður síðan sagt frá því er Jesús var líflátinn, afleiðing af útsjónarsemi gyðinganna. 1 þriðja lestrinum sem verður miðvikudaginn eftir páska er síðan sagt fráupprisu Krists. Heimildir Dodd að bókinni eru byggðar á guðspjöllunum og öðrum þeim samtímaheimildum sem tiltækar eru. Bókin er að sögn Séra Gunnars ákaflega skemmtileg og um leið einstaklega fróðleg. -DS. SKARTGRIPIR Fermingargjöfín í ár SIGMAR Ó. MARÍUSSON Hverfisgötu 16A — Sími 21355. Lmnenition YFIR 5500 BÍLAR Á 3 árum hafa selzt yfir 5000 LUMENITION kveikjur á íslandi. Þetta væri óhugsandi, nema ánægðir kaupendur hefðu mælt með ágæti búnaðarins. Hefur þú kvnnt þér kosti LUMENITION platinulausu kveikjunnar? fim, HðBFP17hf Skeitunni íe • Simi J

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.