Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 24

Dagblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 24
Hundraðföldun krónunnar f restast til 1981: N „Alþingi ekki stimpil- stofnun Seðlabankans” — segir Ólafur Ragnar Grímsson, sem á sæti í þingnefnd þar sem afgreiðsla málsins hef ur strandað „Seðlabankastjóri getur ekki gengið út frá, að Alþingi sé stimpil- stofnun fyrir Seðlabankann,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson, sem á sæti í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar, í viðtali við DB í morgun. Ólafur taldi að dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri hefði lýst yfir, að ekkert væri eftir til að taka tvö núll aftan af krónunni annað en formlegt samþykki Alþingis. „Þessi lítilsvirðing seðlabankastjóra á Alþingi mun hafa farið í taugarnar á nefndarmönnum,” sagði Ólafur Ragnar. Ólafur sagði að í nefndinni hefðu komið fram tvö meginsjónarmið um, hvort raunhæft væri að framkvæma V ............. hundraðföldun krónunnar um næstu áramót. Annars vegar það sjónar- mið, að breytingin yrði að gerast í hagstæðum efnahagslegum kringum- stæðum. í öðru lagi hefði það sjónarmið komið fram, að breytingin yrði að gerast á sem breiðustum grundvelli, með stuðningi bæði stjórnar og stjómarandstöðu. Til viðbótar áðurnefndum sjónar- miðum hefði það tafið meðferð málsins, að síðustu vikur hefði efna- hagsfrumvarpið tekið allan tíma fjár- hags- og viðskiptanefndar efri deildar. Með þeim hætti var frem- varp Svavars Gestssonar viðskipta- ráðherra um hundraðföldun krón- unnar um næstu áramót ekki afgreitt úr nefndinni fyrir páskafrí. Gjaldmiðilsbreytingin virðist því frestast til 1981. Viðskiptaráðherra samþykkir frestun um eitt ár „Málið hefur dregizt fyrir þinginu, og eiginlega er komið fram á eindaga að koma því í framkvæmd á þessu ári,” sagði dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri í viðtali við DB í morgun. „Viðskiptaráðherra hefur fyrir sitt leyti samþykkt, að frum- varpinu verði breytt og framkvæmd frestað um eitt ár, en engin formleg ákvörðun hefur verið tekin,” sagði Jóhannes Nordal. ,,Eins og ástandið er núna er það mín persónulega skoðun að þetta verði varla framkvæmanlegt 1. janúar næstkomandi. Þetta tækifæri er úr greípum oklcar gengið. ” Jóhannes Nordal sagðist vísa á bug staðhæfmgum um að Seðlabankinn hefði sýnt Alþingi lítilsvirðingu. Bankinn hefði ekki tekið neina endanlega ákvörðun og ekki staðfest neinar pantanir. Tæknilegur undir- búningur, sem gerður hefði verið, mundi koma að notum í sambandi við útgáfu nýrra seðla og mynta, hvort sem gjaldmiðilsbreyting yrði eðaekki. -HH. Þorskveiðibannið hefst f dag Á hádegi í dag gengur í gildi bann við þorskveiðum og verður bannað að hafa nokkur þorskfisknet í sjó frá 10.—17. apríl. Þá má hlutfall heildarafla skuttogara ekki verða yfir 15% þorskur í 7 daga á tímabilinu 10.—20. apríl. Sjávarútvegsráðuneytið hefur hins vegar gefið undanþágur frá þessu banni. Ná undanþágur þessar til báta frá Norður- og Norðausturlandi. Er bátum sem þar eru skráðir heimilt að stunda veiðar þennan tíma þar sem hafís hefur hindrað veiðar þeirra. Gildir þetta um báta sem skráðir eru á svæðinu frá Horni að Gerpi, enda hafi þeir tafizt frá veiðum um a.m.k. viku. Undanþágan nær þó ekki til skut- togara. 1 gærkvöldi og morgun hafa bátarnir smám saman verið að tínast inn fyrir bannið. Þessi mynd var tekin síðdegis í gær, er Hrólfur AK 29 kom inn til Akra- ness. -GAJ- DB-mynd Sv. Þorm. Skömmu fyrir kl. 3 í gær varð enn eitt slysið á mótum Vestur- landsvegar og Höfðabakka. Vöru- bíU sem ók Vesturlandsveginn frá Reykjavík og hugðist sveigja til vinstri niður Höfðabakkann ók hreinlega á fólksbíl sem kom í átt til bæjarins á aðalbrautarakrein. Má fólksbíllinn kallast ónýtur. Kona sem honum ók hlaut skurð á enni og höfuðhögg, en mun hafa fengið að fara heim eftir að gert var að sárum hennar. Fólks- blllinn lenti eftir áreksturinn á Broncobil sem beið færis að komast yfir við gatnamótin. ^ ASt/DB-mynd R.Th.Sig.^ Úr tillögu á aðalf undi Flugleiða í dag: Sameiningin jók vanda félaganna - stjórnarformaður og aðalforstjóri reyndu að hafa áhrif á flutningsmann „Að vísu er samkeppnin úr sög- unni en í stað hennar hafa komið önnur vandamál, sem segja má að séu bæði margvíslegri og flóknari en hin eldri vore,” segir m.a. í tillögu Kristjönu Millu Thorsteinsson, konu Alfreðs Elíassonar, Flugleiðafor- stjóra, sem hún mun leggja fram á aðalfundi félagsins i dag. í ljósi þessa leggur hún til að félög- unum verði aftur skipt í hlutföllunum liðlega 46,4% til Flugfélags íslands og liðlega 53,5% til Loftleiða. Félögin haldi þeim flugleiðum sem þau höfðu fyrir sameiningu og hugsanlega einhverri samvinnu þar' sem henta þykir. Telur Kristjana Milla sameining- una ekki hafa náð þeim þjóðhagslegu markmiðum í rekstri sem vænzt var. DB er kunnugt um að mjög skiptar skoðanir eru innan stjómarinnar um þessa tillögu og í gær héldu Kristján Guðlaugsson stjórnarformaður og Örn Johnson aðalforstjóri lokaðan fund með Millu um málið þar sem talið er að þeir hafi reynt að fá hana ofan af tillöguflutningnum. - GS fijálst, nháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR10. APRÍL 1979 Bankaráð kærði ekki bankastjóra Alþýðu- bankans „í skýrslu formanns stjórnar Alþýðubankans siðastliðinn laugardag kom fram, að hvorki fyrrverandi né núverandi bankaráð hefðu ákært fyrr- verandi bankastjóra,” sagði einn fundarmanna, er fréttamaður DB spurði að því, hvort eldri mál bankans hefði borið á góma á aðalfundinum. Viðmælandi blaðsins bætti við, að einnig hefði komið fram, að allur mála- tilbúnaður hefði verið af hendi ríkis- saksóknara. Hvort hann svo áfrýjaði dómsniðurstöðunni til Hæstaréttar, lægi ekki fyrir. -BS Aðalfundur Flugleiða ídag: Enn deilt um merkið Einn hluthafa Flugleiða, Úlfar Nathanaelsson, mun á aðalfundi Flug- leiða í dag bera fram tillögu þess efnis að efnt verði til samkeppni um gerð nýs merkis fyrir félagið, bæði innanlands og eriendis. Skuli stjórnin svo á aðalfundi að ári bera tíu beztu tillögurnar undir aðal- fund. - GS Játaði tvö innbrot sömu nóttina 24 ára gamall Hafnfirðingur hefur viðurkennt innbrot í skrifstofur bæjar- fógeta og sýslumanns í Hafnarfirði 24. marz sl. Þar voru aðallega skemmdir unnar en litlu einu stolið, aðallega gam- alli mynt. Sömu nótt fór sami maður óboðinn inn í Snekkjuna, þar sem Skiphóll var áður. Þar stal hann nokkrum flöskum af áfengi. - ASt. Hleðslumenn ívinnuáný Hleðslumenn innanlandsflugs Flug- leiða lögðu í gær niður vinnu í nokkum tíma til að funda um kjaramál sín. Deilt er um það hvort þeir sem farið hafa á námskeið að loknu 12 mánaða starfi eigi rétt á 5% launahækkun að því loknu. Ekki náðist endanlegt sam- komulag um þetta í gær en þó bundu menn svo miklar vonir við að sam- komulag næðist að ákveðið var að taka upp vinnu að nýju og vinna sleitulaust fram yfir páska. - DS

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.