Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1979. Morgunpósturinn f róðlegt og skemmtilegt ef ni Lcsandi skrifar: Ég hlusta oft á Morgunpóstinn í morgunútvarpinu og líkar hann ágætlega. Þeir heiðursmenn Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauks- son eiga þakkir skildar fyrir fróðlegt og fjölbreytt efni. Fimmtudaginn 22. marz var viðtal við sr. Pétur Sigur- geirsson vígslubiskup á Akureyri. Það var margt gott og sálubætandi sem sá mæti maður sagði og er ekki Hríngið í síma 27022 milli kl. 13 o. \815) ástæða til að rifja það allt upp. Við ættum þó að hugleiða síðustu orð hans sem voru á þessa leið: „Leitið fyrst guðsríkis og þess réttlætis og þá mun allt annað veitast yður að auki”. Þetta var heilræði til þjóðarinnar sem allir ættu að fara eftir. Að síðustu las stjórnandi þáttarins upp málshátt sem er ekki síður athug- unarverður: „Meira má guðskraftur en kvikindakjaftur”. Já svo sannar- lega er þetta satt. Fólk mætti vera meira trúað og fylgja orðum kærleik- ans og réttlætisins en að vera sifellt með öfund, illmælgi og nið um ná- ungann, sem hefur slæmar afleiðing- ar, á báða bóga, ekki síður fyrir þann sem sendir skeytið. Það hafa eflaust allir heyrt að hægt er að senda óvini sínum svo slæmar hugsanir að sá sem fyrir því verður biði þess ekki bætur; nema að fá kraft frá guði til að standast slíkar ásóknir. Þó eru margir niðurbrotnir á sál og líkama vegna andlegra óvina sem þeir fá ekki frið fyrir því að það eru fáir vinir í þessu þjóðfélagi þar sem allir reyna að hagnast á kostnað annarra. Fólk stendur líka aldrei saman í einu eða neinu þegar eitthvað er gert á hluta þess eins og t.d. verðhækkanir á öll- um sviðum. Ef allir væru samtaka þá væri hægt að kveða ósómann niður. Hér kemur svo sönn dæmisaga sem gæti átt við marga og við gætum margt af henni lært. Ónefnd kona Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson, umsjónarmenn Morgunpóstsins. hefur orðið illilega fyrir barðinu á öfund og lygi. Hún hefur hrökklazt úr einum vinnustað í annan, en alltaf hefur einhver óvinur elt hana á rönd- um, hvert sem hún fer. Vinnuveit- andi eða vinnufélagar hafa fengið einhverjar ósannar sögur sem er trú- að. Þeim er trúað og treyst sem eru falskir og lygnir og þeir komast bezt áfram í lífinu. En sú sem fyrir þessu hefur orðið hefur staðizt allar raunir, því að hún er heiðarleg, skynsöm og síðast en ekki sizt trúuð. Hún hefur oft snúið sér til guðs í raunum sínum og fengið styrk. Vonandi að fleiri gerðu slíkt hið sama. Maturinn á hótel Varðborg alveg frábær ogframreiðslufólkið kurteist Orðaleppar í námsbók — Mikið f urðuverk er stofnanaíslenzkan A.B. hringdi: „Ég var á Akureyri um sl. helgi og meðan ég dvaldi þar gisti ég á Hótel Varðborg. Mig langar til þess að koma því á framfæri hve maturinn þar var sérstaklega góður. Ég hef dvalið víða á hótelum og get fullyrt að hvergi hef ég fengið jafngóðan mat. Úr mörgu var að velja og allt var þetta jafngott. Einnig var fram- leiðslu fólk ið sérstakiega kurteist og almennilegt. Ég vona svo að þetta hótel haldi áfram á sömu braut því þeir eiga ekkert nema hrós skilið fyrir frammistöðuna. Þeir sem gista Akureyri geta átt von á góðum mat og góðri þjónustu á Hótei Varðborg. Oddný Guðmundsdóttir Bakkafirði skrifar: Nemandi, sem sat áhyggjufuilur yFir námsbók sinni, kvartaði um, að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð inn- an um alla þessa orðgnótt. Þetta er tilraunaútgáfa, gefin út á vegum Félagsvísindadeildar HÍ. Hér eru fáein sýnishorn: Frumhópur Fjarhópur Menningarkimi Skörun Hlutverkasveipur Félagslegt safn Staðtölulegur Vænting Festi (hvorugkynsorð) Þar sem þessi orð eru notuð í les- máli fylgir þeim margorð greinar- gerð: Frumhópur er sagt, að hafi mark- mið og sé tilfmningabundinn. Fjarhópur er, til dæmis, af- greiðslumaður og viðskiptavinur. (Hvernig í ósköpunum sem tveir menn geta verið hópur). En þeir eru, segir skýringin, „ótvírætt dæmi um fjarhóp”. Nánar skilgreint þannig: ,,— samskiptin eru gersneydd tilfinn- ingainntaki”. (Er það nú vist? Ætli kaupandinn geti ekki verið bálreiður við búðarmanninn?) Staðtölulegt safn er þannig, að fólk er flokkað, ,,án þess, að þvi fylgi nokkur félagsleg tilvísun”. Sem dæmi um staðtölulegt safn er t.d. allt fólk, sem notar gleraugu, svo og örv- hent fólk, segir í bókinni. (Þetta dæmi er þó ekki vel til fundið. örv- hentir menn gætu einmitt átt það til að stofna harðsnúna vinstri hreyf- ingu.) Menningarkimi, segir skýringin, að , .birtist, þegar vikið er að verulegu leyti frá viðmiðun hinnar ríkjandi menningar”. Hlutverkasveipur er „samsafn hlutverkanna”. Festi (hvorugkynsorð) eru, til dæmis, fjölskyldufesti, menntafesti, trúarbragðafesti, stjórnmálafesti og efnahagsfesti, segja skýringarnar. Festi virðist hér um bil sama og kerfi. Þó er sagt, að festi gangi lengra en kerfi. Vænting er dularfullt orð. ,,Vænt- ingar eru festar”. (Er það rétt flt. af hvorugkynsorði?) „Þær eru hluti af einhverju tilteknu festi og beinast að einstaklingum og hlutverkum þeirra”. Hér fer á eftir kafli, sem ekki er með öUu auðskilinn: „Þótt um mikla skörun væntinga sé að ræða, er vandalaust fyrir hvern og einn að staðfesta, að töluvert ólíkar vænt- ingar eru bundnar samskiptum eftir því, hver er mótleikari framhalds- skólanemans.” BÍLASALAN Ávaltt mikið úrval notaðra bHteiða Cortina 1600L árg. ’77, ekinn 12 þós. Gamall, góður, ódrepandi, furðuflottur jeppafjandi, einn sá bezti hér á landi að æða um i mold og sandi. Jeepster árg. '61, blár og hvítur, V—6, hár og reisulegur. Mjög góður að sögn eig- anda, sem er hrekklitill og bezta skinn. Verð 1200 þús. Ford Escort sendibfll árg. 1974, hvftur, ekinn 90 þús. Vetrardekk. Fallegur bfll f góðu lagi. Verð 1290 þús. 4ra dyra, grænsans., sumard. + vetrard., útvarp, sem nýr, skoðaður ’79, gæti tekið ódýran bfl upp f. Verð 3,8 m. Maveric árg. ’70, ekinn 93 þ. m., 6 Simca 1100 sendibfll árg. ’75, ekinn 66 cyl., sjálfsk., gulur, vetrard., útvarp. þús., hvftur, gott lakk, sumard. + Þessir seljast alltaf. Verð 1500 þús. vetrard. Verð 1300 þús. Ford Escort, þýzkur, árg. ’74, ekinn 74 þús., 2 dyra, rauður, vetrard., mjög góður blll. Verð 1500 þús. Audi 100 LS árg. ’73, gulur, 2ja dyra, ekinn 80 þús. Mjög fallegur og góður bfll. Verð 2,5 m. Pontiac Catalína árg. 1970, 8 cyl, 400 cup, sjálfskiptur. 4ra dyra, útvarp, vetrardekk, skipti. Verð 2,2 m. Vegna mikillar sölu undan- faríð vantar okkur fjölmarg- ar tegundir á skrá, td. flest- ar gerðir af japönskum bíl- Cortinu og um, Volvo, margar aðrar gerðir nýlegra bíla. Útvegum þvott og bón á bíla, góð vinna. Saab 99 árg. '12,2 dyra, fjólublár, nýtt Simca 1100 LE árg. '11, ekinn 23 þús. lakk, vetrardekk, nýupptekin vél og gulur, gott lakk, 5 dyra, vetrardekk kassi, skoðaður ’79, toppbill. Verð útvarp. Verð 2,5 m. 1900 þús. Austin Mlni árg. 1974, ekinn 63 þús. drapplitur, gott lakk. Vetrardekk út- varp. Mjög gott eintak. Verð 950 þús. Mazda 616 árg. ’75, ekinn 53 þús., brúns., 4ra dyra, vetrardekk, útvarp. Blll f góðu standi. Verð 2,5 m. BÍLASALANj Mazda 929 árg. '14, 2ja dyra, rauður, vetrardekk, útvarp, segulband skoðaður '19, ekinn 58 þús., góður bill. Verð 2,3 m. Wagoneer árg. 1970, ekinn 120 þús., 6 cyL, gullsans., nýtt lakk, upphækkaður, útvarp. Bill f algjörum sérflokki. Verð 2,1 m. Þetta gengur ekki lengur. Þá er nú betra að eiga bfl. Sími 29330

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.