Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 17.04.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1979. 3 FEITT r FOLK 'S 4314—7161 skrifar: Mig langar að koma á framfæri nokkrum spurningum og vona að einhver vilji svaraþeim. Gera engar fataverzlanir ráð fyrir því að til sé feitt fólk sem þarf að klæða sig eins og annað fólk? Ég er ung kona, 23 ára gömul, og á við offitu að stríða. Ég hef gaman af að skemmta mér og koma meðal fólks, en yfirleitt verður maður að sitja heima vegna þess að maður hefur ekki viðeigandi föt, eins og t.d. fina kjóla og kápur, og buxur og mussur sem maður getur gengið í dagsdaglega. Er engin verzlun með sérhönnuð föt fyrir feitt fólk, eða saumakona sem gæti hannað tízkuföt fyrir fólk, jafnt feita sem granna? Ef svo er ekki væri þá ekki einhver sem gæti, og vildi virkilega taka að sér að leysa þetta vandamál okkar? Þvi ég veit að ég tala fyrir munn margra sem eiga við sama vandamál að glírna. Ég vona að þessi orð fái hljóm- grunn hjá einhverjum, og einhver leysi þennan vanda. Og feitt fólk, tökum nú höndum saman oggerum eitthvað í þessu. Þakka góða skemmtiþætti — í sjónvarpinu R og H skrifa: Við vilþjm þakka sjónvarpinu fyrir eftirfarandi þætti: Hefur snjóað ný- lega? Er lyftan í lagi? Björgvin Hall- dórsson, í tuttugustu viku vetrar, at- riðin með Helga Pé og íslandsmeist- urunum í diskódansi (úr þættinum Við komum að norðan), Spegill, spegill og Skonrokk sem er alveg frá- bær. Mikið hefur verið skrifað um að Hljómplötuútgáfan hf. fái of marga þætti í sjónvarpið en okkur finnst það ekkert skrítið því þar eru lang- beztu skemmtikraftar landsins. Haldið bara áfram að hafa skemmti- þætti með þessu listafólki (Brunalið- inu og HLH flokknum). Fólk verður bara að sætta sig við það að vinsæl- ustu skemmtfkraftarnir séu mest á skjánum. í lokin viljum við skora á Klúbbinn að halda maraþondiskódanskeppni líka fyrir unglinga. Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali HANDVERKFÆRI erfiðleikum með að fá passleg föt á sig en hin. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 (5) Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri gerðir og stærðir af SKIL rafmagnshandverkfærum. Komiö og skoðiö, hringið eöa skrifið eftir nánari upplýs- ingum. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL Einkaumboð á islandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. 1439 H Heimilisborvél Mótor: 380 wött Patróna: 10 mm Stiglaus hraðabreytir í rofa: 0-2600 sn/mín. Höggborun: 0-36000 högg/mín. 1417 H. Heimilisborvél Mótor: 420 wött Patróna: 13 mm Stiglaus hraðabreytir í rofa og tvær fastar hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn/mín. Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta, svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússi- kubbur og limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má tengja við borvélina með einkar auðveldum hætti, svo nefndri SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernd- uð uppfinning SKIL verksmiðjanna, Ekkert þaft að fikta með skrúfjárn eöa skiptilykla heldur er patrónan einfaldlega tekin af, vélinni stungið í tengistykkið og snúið u.þ.b. fjórðung úr hring, eða þar til vélin smellur í farið. Fátt er auðveldara, og tækið er tilbúið til notkunar. Auk ofangreindra fylgihluta eru á boöstólum hjólsagarborð, láréttir og lóð- réttir borstandar, skrúfstykki, borar, vírburstar, skrúfjárn og ýmislegt fleira sem eykurstór- lega á notagildi SKIL heimilis- borvéla. Endursýnið Skonrok(k) — t.d. á þriðjudags- eða miðvikudags- kvöldum 5034-4584 skrifar: Mig langar til að bera stjórnanda poppþáttarins Skonrokk mínar beztu þakkir fyrir hinn frábæra þátt. Þor- geir Ástvaldsson er alveg æðislega góður stjórnandi og að mínu áliti sá allra bezti sem sér um poppþætti hjá útvarpinu. Hin popphornin sem eru á miðvikudögum og föstudögum eru ekki nógu góð. Stjórnendurnir velja of mikið af rólegri og leiðinlegri músík. Þeir kynna hljómsveitir sem eru kannski frægar fyrir sín lög, en spila svo leiðinleg lög með þeim sömu hljómsveitum. Á ég þá sérstaklega við föstudagspopphornið. Sá þáttur er einn sá lélegasti sem ég hef hlustað á í útvarpinu, og hlusta ég því sjaldan á hann. Mér finnst að kynnirinn Dóra Jónsdóttir ætti að spila betri og skemmtilegri lög. En nóg um það. Mig langar einnig að taka undir orð 8553-9376 í Dagblaðinu 28. marz um að fá endursýndan þáttinn Skon- rokk í miðri viku t.d. á þriðjudögum eða miðvikudögum. Á mánudögum eru hins vegar í útvarpinu tveir ungl- ingaþættir svo að Skonrokk ætti ekki heima í dagskránni á þeim 'degi. Efni í útvarpi og sjónvarpi er ekki svo mikið fyrir okkur unga fólkið þannig að mér finnst alveg sjálfsagt að sjón- varpið verði við þessari ósk okkar. Að lokum langar mig til þess að þakka Dagblaðinu fyrir gott efni. Mér finnst það alveg frábært. Haldið áfram á sömu braut og lifið lengi. Raddir lesenda Spurning dagsins Af hverju er haldið upp á páska? Jóhannes B. Pétursson, 12 ára: Af þvi að þá var Jesús krossfestur. Nei, annars, þáreis hann upp frá dauðum. Jón Stephenson, 11 ára: Út af því að þá reis Jesús upp frá dauðum. Seinasta kvöldmáltíðin var á skirdag og á föstu- dagjnn langa var Jesús krossfestur. Halldór Jónasson, 12 íra: Við erum að minnast Jesú og upprisu hans. Hann var krossfesturá föstudaginn langa. Garðar Már Garðarsson, II ára: Út af þvi að þá reis Jesús upp frá dauðum. Páll Ómarsson, 10 ára: Af þvi að Jesús reis þáupp frá dauðum. Júníus Ólafsson, 11 ára: Jesús reis upp frádauðum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.