Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979. 2 Jónas Jónasson er gamalkunnur og reyndur útvarpsmaður. Meira af Jónasi og f élögum hans í útvarpinu 7210-8868 skrifar: „Mig langar til þess að þakka út- varpinu fyrir þann bezta skemmtiþátt sem það, að mínu áliti, hefur boðið okkur hlustendum upp á. Á ég þá við þátt Jónasar Jónassonar. Hann hefur fengið mjög hæft fólk til liðs við sig, þau Eddu Björgvinsdóttur, Randver Þorláksson og Gísla Rúnar Jónsson. En það er segin saga, ef okkur er boðið upp á eitthvað mjög gott þá er alltaf hætt eftir örfáa þætti. Eg vil mælast til þess að Jónas haldi áfram með þætti sína og hafi sama fólk sér til aðstoðar, því ekki veitir af að hressa svolítið upp á mannskapinn öðru hverju. Ég vil endurtaka að betri þátt hef ég ekki heyrt í útvarp- inu og veit ég að margir eru sammála mér. Húrra fyrir Jónasi og co og meira takk, ef mögulegt er.” Leiðinleg sönglagakeppni eins og venjulega Krissa hringdi: „Hvenær í ósköpunum ætlar sjón- varpið að hætta að troða inn á okkur þessari hundleiðinlegu sönglaga- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ég settist niður annan páskadag til þess að verða vitni að þessum mikla atburði er eitt gott lag fengi verðlaun. Keppnin var liðlega.hálfnuð þegar ég gaf þá von upp á bátinn að ég ætti eftir að heyra eitt gott lag í henni og vonbrigði mín urðu mikil að lokinni keppni er ég uppgötvaði að ég hafði aðeins verið að horfa á tízkusýningu en ekki heyrt eitt einasta lag sem mér fannst skemmtilegt. Hvernig ætli standi annars á því þegar fjöldinn allur af góðum plötum er gefinn út árlega að í eina keppni sem þessa safnist saman eingöngu leiðinleg lög. Sá söngflokkur sem bar sigur úr být- um að þessu sinni hét Mjólk og hunang. Að vísu skal ég viðurkenna að söngkonan í þeim flokki fannst mér hafa hunangsrödd og þá eru líka gæði hans upptalin, því t.d. jaðraði við að annar karlsöngvari hans væri falskur. Skyldu þátttakendum vera settar einhverjar reglur við lagasmíð- ina sem gefur eingöngu leiðinlega og einhæfa útkomu? í Dagblaðinu 20. apríl hljóðaði spurning dagsins á þessa leið: Horfðir þú á söngvakeppni Evrópu i sjónvarpinu á annan dag páska? Ég varð.ekki undrandi á því að sjá að hver einasta manneskja sem spurð var svaraði því til að hún hefði verið léleg. Ég er viss um að fleiri svara hinu sama, en sjónvarpið virðist lifa í þeirri góðu trú að það sé að sýna okkur eitthvað skemmtilegt og spennandi.” Hljómsveitin Mjólk og hunang sem hlaut sigurverðlaunin fyrir framlag sitt I sönglagakeppnina umræddu. BÍLASALAN, VITATORGI Simi 29330 i~mé Ávallt mikið notaðra bffrciða *>ont'ac Le Mans árg. ’69, ekinn 90 þ. m., 8 cyl., 350 cub., sjálfsk. I gólfi. Rauður, hvitur og svartur, breið dekk, nýjar krómfelgur, útvarp, afl-veltistýri, aflbremsur, algjör klassi. Verð 2,5 m. Wagoneer árg. ’74, 6 cyl., beinsk., brúnn, útvarp, segulband, aflstýrí + - bremsur. Tombóluprís. Verð 2,5, skipti. ' ~t tra ^ Austin Mini árg. 1974, ekinn 63 þús. drapplitur, gott lakk. Vetrardekk út- varp. Mjög gott eintak. Verð 950 þús. s rai ws» mm, sí U jr . ..— Mazdi 323 árg. 1977, ekinn 72 þús., 2 dyra, sumardekk. Bíll i góðu lagi og mjög vel útlitandi. Verð 2.980. ______ _ . M. Benz 280 S árg. ’68, 6 cyl., sjálfsk., grár, 4 dyra. Sumard- + vetrardekk, útvarp. Fallegur bill i góðu lagi. Vili skipta á yngri Benz, t.d. ’72- ’73. Verð 1900 þús. Jeep Renegade árg. ’75, eldnn 50 þús., 8 cyl., 304 cub., rauður, gott lakk. Breið dekk, krómfelgur, útvarp, segulband, aflstýrí, spilgrínd, dríf- lokur, splittað framdríf, styrkt grínd. Verð 3,7 millj. I M. Benz 300 árg. 1976, ekinn 180 þús., 5 cyl., sjálfsk., gulur. Vetrardekk, útvarp, segulband. Aflstýri + -bremsur. Verð 7,5 m., skipti á ódýrari koma til greina. BMW 2002 ekinn 84 þús., hvitur, frábært lakk, ný sumardekk, sjálfsk., segulband, aflbremsur. Bill I sérflokki. Verð 2,7 m. I SJ* Mazda 121 árg. ’77, ekinn 46 þús., 4 cyl., beinsk., 5 gira, grásanseraður, sumardekk, útvarp, segulband. 6 mán. ábyrgð frá Mazda. Verð 4.3 m. Cortina 1600 XL árg. ’74, ekin 75 þús., 2 dyra, sumar- + vetrardekk, út- varp, segulband, rauður. Gulifallegur bill í toppstandi. Verð 1800 þús. Ford Cortina 1600 árg. ’73, ekinn 113 þús., 4 cyl., beinsk., dökkbrúnn. Sumardekk, gott ástand. Verð 1350 þús. E*r Mazda 616 árg. ’75, ekinn 53 þús., brúns., 4ra dyra, vetrardekk, útvarp. Bfll i góðu standi. Verð 2,5 m. Toyota Mark II árg. 1973, ekinn 87 þús., 4 dyra, hvítur. Vetrardekk, út- varp. Fallegur bill, skoðaður ’79. Skipti koma tii greina. Verð 2,3 millj. VW 1303 árg. ’75, Ijósgrænn, sumar- + vetrardekk, útvarp, ekinn 55 þús. Skoðaður ’79. Verð 1600 þús. ■ ~í%v Datsun 120 Y árg. ’78, ekinn 33.000,4 cyl., beinsk., brúnsanseraður, sumar- + vetrardekk, útvarp. 4 dyra sem nýr bill. Verð 3,5 m. Getur tekið ódýrari bil upp i. kl. 7, laugar- daga til kl. 5. Vegna mikillar sölu undan faríö vantar okkur fjölmarg- ar tegundir á skrá, t d. flest- ar geröir af japönskum bíl- um, Volvo, Cortinu og margar aðrar gerðir nýlegra bíla. Útvegum þvott og bón á bíla, góð vinna. BÍLASALAN, lÍÍM VITAT0RGI Sími 29330

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.