Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979. Uganda: REKA FLÓTTA HERS AMINS Herliðinu frá Tansaniu og liði hinnar nýju stjórnar í Uganda, sem er undir forsæti Yusufu Lule, gengur vel að leggja undir sig þjóðveginn sem liggur til Kenya en hann er mjög mikilvæpur fyrir alla flutninga til landíjins. Hermcnn trúir Idi Amin fyrrum tors :. hafaekki veitt teljandi mótspyrnu siðan borgin Jinja féll í hendur nýju stjóri inni fyrir tveim dögum. Eúizt var við pvi að þjóðveg- urinn tú Kenya, sem er um það bil eitt hundraðog sextiu kílómetra langur, mundi allur vera kominn í hendur stjórnarhersins innan nokkurra klukkustunda. Litlar áreiðanlegar fregnir berast af Idi Amin. Hann er ýmist sagður í Uganda eða í Líbvu eða írak til að út- vega her sínum vopn og verjur. Hrika- legar fregnir hafa borizt af hryðjuverk- um hermanna hans á flóttanum. Á myndinni hér að ofan sést Ugandab'úi, sem tekinn hefur verið höndum af her- mönnum frá Tansaníu. Var hann talinn einn af fyrrverandi liðsmönnum í her Idi Amin. Verzlunarstjóri óskast Þarf að vera áreiðanlegur. Viðkomandi þarf að hafa góða undirstöðu- menntun, þ.e.a.s. verzlunar- eða sambærilega menntun. Upplýsingar fyrir hádegi að Vitastíg 3 eða eftir kl. 20 í síma 75729. CHEVROLET CONCOURS árg. ’77. Gullfallegur einka-dekurbíll, ekinn 26 þ. km, 6 cyl., sjálf- skiptur I gólfí með vökvastýri og bremsur. Skipti mögúleg á seljanleg- um bil. Til sýnis á staðnum. BJLAKAUP illlnuluJLllffim^iitíluAiifflíiflllmnúniMiltffttllllliHiiililiiiiliiiliíiÍ SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030 Washington: 100.000 MANNA SÉRSVEITIR VERJI MIÐAUSTURLÖND Nú stendur yfir í Pentagon varnar- málaráðuneyti Bandaríkjanna loka- undirbúningur fyrir stofnun sér- stakra hersveita, sem eiga ávallt að vera til reiðu til að verja brýna hags- muni Bandaríkjanna víðs vegar um heiminn. í hersveitum þessum eiga að vera eitthundrað þúsund menn og á útbúnaður þeirra að vera þannig að ekkert á að skorta. Herþotur, skrið- drekar og alls konar vopn eiga að vera til reiðu. Að sögn New York Times en þar birtist fregn um þessimál,er hér verið að stofna herlið sem á að hafa það að höfuðtilgangi að geta gripið inn í gang mála í Miðausturlöndum ef þörf krefur. í Pentagon mun einnig, að sögn New York Times vera unnið að sér- stökum varnaráætlunum í Mið- austurlöndum í samvinnu við vin- veitt ríki í þeim heimshluta. Ástæðan fyrir stofnun þessara sérstöku sveita eru hinir mikilvægu hagsmunir Bandaríkjanna og Vestur- Evrópu í Miðausturlöndum. Þaðan kemur mikill hluti þeirrar oliu, sem flutt er til vestrænna ríkja. Hags- munir Bandarikjanna urðu fyrir miklu áfalli við fall keisarastjórnar- innar í íran og vilja þeir bæta sér það upp sem fyrst. Einnig hafa Bandaríkjamenn tekið að sér mikilvægt öryggiseftirlitsstarf í Miðausturlöndum, þegar friðar- samningar ísraels og Egyptalands voru undirritaðir. Hinar sérstöku hersveitir eiga að vera búnar öllum nýjasta búnaði svo sem flugskeytum af fullkomnustu gerð. Eiga að vera liðsmenn úr land- her, flugher og flota meðal hinna hundrað þúsund manna. Að sögn New York Times eiga liðssveitirnar að vera tilbúnar til hernaðaraðgerða á svæðinu frá íran í norðri alveg til furstadæmisins Oman syðst á Arabiuskaganum. Þessar sveitir eiga aðeins að grípa til vopna og aðgerða samkvæmt beinni skipun Bandaríkjaforseta. Fylgismenn Muzorewa biskups fagna nú sigri og allt bendir til þess að hann verði fyrsti svarti forsætisráðherra Ródesiu. Á myndinni sjást þeir veifa myndum af foringja sinum á fundi á götum Salisbury. Ródesía: Kosningaregfur vorubrotnar segirShhole —f lokkur Muzorewa biskups virðist munu sigra samkvæmt fyrstu tölum um kosningaúrslit Sithole, einn þriggja svartra ráð- herra í bráoabirgðastjórn Ian Smith í Ródesíu, hefur opinberlega lýst yfir því að hann telji kosningaúrslitin í Ródesíu ekki munu sýna hinn rétta vilja svartra þar í landi. Sithole sem er einn leiðtoga fjögurra flokka svartra sem þátt tóku í kosningunum hefur ekki tiltekið nein sérstök dæmi um kosningasvik eða misferli. Hann hélt því fram í gær að kosningaúrslit- in sýndu aðeins vilja þeirra ráða- manna i Salisbury sem sett hefðu kosningarnar á svið en ekki vilja svartra íbúa Ródesíu. Fyrstu tölur um talningu atkvæða úr kosningunum, sem talið er að tæplega 64% svartra ibúa hafi tekið þátt í, benda til þess að flokkur Muzorewa biskups muni vinna sigur og fá verulega meira fylgi en flokkur Sithole. Benda því likur til þess að Muzorewa verði fyrsti forsætisráð- herra Ródesiu eftir að hin nýja stjórnarskrá tekur gildi. Bæði Muzorewa og Sithole tóku upp samvinnu við Ian Smith, for- sætisráðherra hvíta minnihlutans í landinu. Urðu þeir ráðherrar í bráða- birgðastjórn hans ásamt þriðja svarta leiðtoganum Chirau ættarhöfðingja. Undirbjó sú stjórn nýja stjórnarskrá þar sem réttindi svertingja í Ródesíu voru aukin mjög þó svo gert væri ráð fyrir verulegum sérréttindum hvítra í landinu enn um hrið. Hafa þeir þremenningar verið for- dæmdir af öðrum leiðtogum svartra í landinu, sem nú berjast með skæru- hernaði gegn Ródesíustjórn. Engin erlend ríki fyrir utan Suður-Afríku hafa viljað viðurkenna stjórn Ródesíu eða þær stjórnarskrár- breytingar sem þar er verið að gera. Hin mikla þátttaka í kosningunum þar er þó verulegur sigur fyrir Ian Smith og hina þrjár svörtu sam- starfsmenn hans. Þó gæti óeining milli þeirra spillt fyrir viðleitni þeirra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.