Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979. London: Þúsundir Asíufólks berja á lögreglunni — vildu leysa upp f und þjóðernissinna og beittu bensínsprengjum, grjóti og flöskum í bardaganum — Rúmlega þrjú hundruð handteknir Erlendar fréttir Skotið ogskotið íLíbanon Mikil skothríð var í suðurhluta Líbanon frá Palestínuskæruliðum og vinstrisinnuðum Líbanonmönnum í gærkvöldi. Einnig bárust fregnir af mikilli skothríð af völdum herliðs ísraelsmanna og hægri sinna í Líbanon. Að sögn palestínskra heimilda var skotið á bæinn Nabatiyeh og nágrenni með hríðskotabyssum og eldflaugum. Fyrr í gærkvöldi var tilkynnt um skothríð ísraelskra hraðbáta á flótta- mannabúðir Palestínumanna nærri hafnarborgini Tyre. Palestínuskæru- Iiðar segjast hafa svarað skothríðinni. Ekki var getið um manntjón. Fundurfrétta- stofannafór út um þúfur Fundur með forustumönnum vestrænna fréttastofa og starfsfélaga þeirra í Miðausturlöndum, sem hefjast átti í Vín i Austurríki í gær, fór út um þúfur áður en hann byrjaði'. Þar átti að ræða samstarf þessara hópa í framtið- inni. Hinir sextán fulltrúar fréttastofa í arabaríkjunum kröfðust þess að full- trúar Egyptalands yrðu útilokaðir frá fundarsetu í refsingarskyni vegna friðarsamninganna við ísrael. Þessu neituðu hinir vestrænu fulltrúar og þar meðlauk fundinum. Einn maður lét lífið í miklum óeirðum, sem urðu í London í gær, þegar þúsundir fólks, mestmegnis af Asíuuppruna reyndi að hleypa upp fundi hjá Þjóðernisflokknum brezka. Sá flokkur er mjög andvígur heim- ildum til að iitað fólk fái landvistar- leyfi á Bretlar.di. Meira en þrjú hundruð manns voru handteknir af Iögreglunni, sem átti í vök að verjast fyrir ásókn mannfjöldans, sem beitti bensínpsrengjum, grjóti og flöskum og buldi þetta á vörðum laganna. Stóðu átökin yfir í nokkrar klukkustundir. Maðurinn, sem lézt var upprunninn í Nýja Sjálandi, kennari að atvinnu og félagi í hreyfingu, sem hafði það að marki að berjast gegn nasistum og hafði mjög barizt gegn Þjóðernisflokknum. Um það bil fjörutíu manns, þar af helmingurinn lögreglumenn, særðust í átökunum, sem voru í Southall, sem er hverfi i vesturhluta Lundúnaborg- ar. Þar er meirihluti íbúanna af Asíuuppruna. Var fundur Þjóðernis- flokksins haldinn þar. Flokkurinn býður fram í tvö hundruð og áttatiu kjördæmum af 635 í væntanlegum þingkosningum i Bretlandi hinn 3. mai næstkomandi. Höfuðstefnumálið er að losa Bretland við alla þá íbúa, sem ekki eru hvítir. Hingað til hefur Þjóðernisflokknum ekki tekist að fá mann kjörinn á þing. Mikið hefur borið á óeirðum vegna kosninga- baráttu flokksins og hefur lögreglan oft átt fullt i fangi með að halda óeirðarseggjum í skefjum. Tveir strætisvagnar voru eyðilagðir í óeirðunum i gær, rúður verzlana brotnar og einn lögreglu- mannanna var stunginn með hnifi i kviðinn og fluttur á sjúkrahús. Næsti fttndur Þjóðernisflokksins er áætlaður í Plymouth. Verður hann í dag. Plymouth er kjördæmi David Owen utanríkisráðherra í fráfarandi stjórn Verkamannaflokksins. ÓLAFUR GEIRSSON Skákmótið í Montreal: Karpov hef ur forustu Danmörk: rnn rjerregArd AFTUR Á KREIK Ritt Bjerregaard, fyrrum mennta- málaráðherra Dana, sem nýverið sagði af sér vegna mikils umtals um óhæfilegrar risnu til sjálfrar sín á ferðalögum, er nú aftur komin í sviðsljós stjómmálanna í Danmörku. Bjerregaard, sem áður þótti eitt- hvert mesta foringjaefni jafnaðar- manna, hefur nú orð fyrir flokki sínum á þinginu í málefnum sem varða orkumál. Þau eru að sjálf- sögðu þar mjög til umræðu og einkum þar sem Danir eiga tiltölulega litlar orkulindir. Höfuðmál framtíðarinnar á þessum vettvangi verða að sögn Ritt Bjerregaard ákveðin afstaða til kjarnorkustöðva og bætt nýting þeirrar orku sem fyrir hendi verður. Einnig segir hún að kynna þurfi almenningi betur hver sé höfuðástæðan fyrir vandanum í orkumálum. Nýlega var menntamálaráðherr- anum fyrrverandi veitt viðurkenning frá dönsku kvennasamtökunum. Er myndin hér að ofan frá þeirri athöfn. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir að hafa, bæði beint og óbeini.itnnið að jöfnum réttindum kvenna og karla. Fræðslufundur um húsnæðismál Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur fræðslufund um húsnæðismál fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.30 að Hagamel 4. Frummæl- endur: Magnús L. Sveinsson og Guðmundur Karlsson. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Skákmeistarinn Mikael Tal frá Sovétrikjunum sigraði Kavalek frá Bandaríkjunum i biðskák þeirra úr níundu umferð á alþjóðamótinu í Montreal í Kanada. Biðskákir voru tefldar í gær. Þá tapaði Bent Larsen tveim skákum fyrir þeim Timman frá Hollandi og Hort frá Tékkóslóvakíu Aðrir keppendur áttu fri í gær. Staðan eftir að niundu umferð er að fullu lokið, og mótið í Montreal þá hálfnað, er að Karpov heimsmeistari er kominn i fyrsta sæti með 6,5 vinninga. Tal er með 6 vinninga, ásamt Portisch frá Ungverjalandi. Síðan koma Hið þekkta brezka blað Times sem hætti að korr.a út síðastliðið haust vegna kjaradeiina við starfsmenn mun að likindum koma aftur út. Það verður Ljubojevic, Júgóslaviu, 5,5, IFicbner, Vestur-Þýzkalandi, 5, Timman, 4,5, Hort 4, Spassky 3,5, Larsen 2,5 og Kavalek rekur lestina með 1,5 viniiing. þó ekki í Bretlandi. Hugmyndin er að blaðið komi út i um það bil þrjátiu þúsund eintökum i einhverri borg Evrópu. London Times af tur út RANK RANK - RANK - RANK RANK - RANK - RANK Við bjóðum ekki aðeins læqsta verðið á litsjónvarpstækjum... Are éro heldur einnig: X 2 < RANK INNLINE - MYNDLAMPA SNERTIRÁSASKIPTINGU SPENNUSKYNJARA KALT KERFI FRÁBÆRA MYND MIKIL TÓNGÆÐI SPÓNLAGÐAN VIÐARKASSA LÆGSTA VERÐIÐ Á MARKAÐINUM Með fjarstýringu 22" kr. 439.000. 26" kr. 513.000, Rósaviður, hnota eðahvít. Sjónvarp & Radio Hverfisgötu 82 — Sími 23611 RANK - RANK RANK RANK - RANK - RANK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.