Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1979. Fulltrúi sýslumanns: Annaðhvort ræður múgurinn eða lögreglan —nauðsyn varaliðstil þess aðvama þvíað lögreglan væri yfirbuguð „Piltarnir ruddust inn í samkomu- húsið, fram hjá dyraverði. Þegar tveir lögreglumenn komu síðan í húsið og báðu þá að koma með sér fóru þeir fram í anddyri en neituðu að fara út. Þeir fóru síðan aftur inn í húsið og 20—30 manna hópur stóð fyrir og meinaði lögreglumönnunum að komast aftur inn,” sagði Örn Sigurðsson, fulltrúi sýslumanns á Seyðisfirði. ,,Hér eru aðeins tveir lögreglu- menn og auk þess náðist í tvo í vara- liði, þannig að ekki var um annað að ræða en fá aðstoðarlið frá Egilsstöð- um. Þaðan komu sjö menn, þótt ekki væri í raun beðið um svo marga. Annaðhvort ræður mannfjöldinn eða lögreglumennirnir og ég vildi ekki taka neina áhættu á því að lög- reglumennirnir yrðu undir. Það má þó segja piltunum sem í þessu lentu til hróss að þeir sýndu ró- semi og ræddu síðan við okkur á eftir. Hér hafa málefni unglinga verið i góðu lagi. Eftir atburðinn ræddi hússtjórn Herðubreiðar við ungling- ana og fleiri og fór það fram í bróð- erni. Það var nokkur hiti í mönnum, en ég tel að meirihluti fólks sé ánægður með þær aðgerðir sem hér var gripið til.” - JH Einum piltanna stungið inn i lögreglubilinn. DB-mynd Jón Guðmundsson. „Viljum hlut- lausa rannsókn” — feður piltanna á Seyðisfirði biðja dómsmálaráðuneytið að kanna atburði síðustu viku „Við höfum sent dómsmálaráðu- neytinu bréf, þar sem farið er fram á hlutlausa rannsókn þessa máls,” sagði Jón Gunnþórsson á Seyðisfirði, en hann er faðir þriggja pilta sem lögregl- an handtók í félagsheimilinu Herðu- breið á fimmtudag. Auk sona Jóns voru þrír aðrir piltar einnig teknir. „Bréf þetta er undirritað af okkur fjórum feðrum og förum við fram á það að Örn Clausen hrl. annist málið fyrir okkar hönd. Honum höfum við sent lýsingu á atburðunum. Okkur leikur forvitni á að vita hver hefur dómsvaldið hér og þykir nokkuð undarlega staðið að málum. Þegar pilt- arnir voru teknir héldu menn ró sinni og brugðust skynsamlega við. En þrátt fyrir það varð vart fautaskapar hjá lög-' reglu og þurfti einn pilturinn að leita læknis eftir að honum var sleppt, en hann var með áverka á höfði. Fulltrúi sýslumanns segir okkur að hann hafi fengið þær upplýsingar fyrir handtökuna að líkur væru á þvi að allir í bíóinu myndu ráðast á lögregluna. Ég veit þó ekki betur en það hafi verið friðsamt fólk í bíóinu og aðstoðað lög- reglu frekar en hitt. Það hafa verið hér tíð samkomu- bönn síðan núverandi framkvæmda- stjóri Herðubreiðar tók við. Okkur þykir erfitt að búa við það að einn ákveðinn maður geti bent á menn og fengið á þá alls kyns bönn. Fulltrúi sýslumanns mun gefa honum heimild fyrir þessum bönnum. Piltunum eða foreldrum þeirra hafa þó ekki borizt neinar tilkynningar um að þessi bönn væru við lýði. Ég á m.a. 15 ára dreng sem ienti í þessu og ég krafðist þess að fá hann úr höndum lögreglu, en þvi var neitað. Það er orðið nokkuð erfitt að búa á þessum bardagastað.” - JH íslcnzkar ullar- og skinnavörur njóta sín vel á tizkusýningunni í Blómasaln- um. DB-mynd Hörður. Hótel Loftleiðir: Tízku- sýningar og kalt borð Sumarstarf Hótels Loftleiða er nú hafið með tízkusýningum á íslenzkum ullar- og skinnavörum auk sulfurskart- gripa. Sýningar þessar verða í hádeginu alla föstudaga í sumar í Blómasal hótelsins og standa fram til mánaða- móta október og nóvember. Sýningarnar auka glæsileik kalda borðsins, sem boðið er upp á í hádeg- inu hvern dag, með úrvali 70—80 kjöt- og fiskrétta, auk annars góðmetis. Að sýningunni standa sömu aðilar og fyrr, þ.e. Hótel Loftleiðir, Ramma- gerðin og íslenzkur heimilisiðnaður. Mikið úrval tízkufatnaðar verður sýnt og nýnæmi er að lítill vefstóll er við hlið kynnisins en vefari er Rósa Lára Guðlaugsdóttir. -JH Radíóvitinn á Malarrifi brennur — Hús og allar vélar gjörónýtar Radíóvitinn á Malarrifi á Snæfells- nesi brann í gær. Eldur kom upp í radíóvitahúsinu um kl. 10.30 i gær- morgun og brunnu öll tæki radíóvitans og einnig þrjár dísilrafstöðvar, sem framleiddu rafmagn fyrir radióvitann, ljósvitann og heimilið á Malarrifi. Dagblaðið ræddi i gær við Huldísi Ingadóttur húsmóður á Malarrifi. Hún sagðist ekki vita um eldsupptök, en húsið varð fijótt alelda, enda mikil olía þar vegna dísilvélanna. Slökkvilið sveitarinnar, þ.e. frá Breiðuvík, kom fyrst á staðinn með dælu og var sjór notaður við slökkvistarfið. Síðan komu slökkvibílar bæði frá Hellissandi og Ólafsvík. Slökkvistarfi var lokið um kl. 14 í gær og gekk starfið vel. Öll tæki og húsið voru þó gjörónýt eftir brunann. Radióvitahúsið stendur skammt frá íbúðarhúsinu á Malarrifi. íbúðarhúsið var þó ekki í hættu, þar sem logn var i gær. Heimilið á Malarrifi er nú rafmagns- laust, en heimilisfólk notar gas. Bjarga þurfti matvælum úr frysti og koma þeim fyrir á næstu bæjum. Radíóvitinn á Malarrifi er mjög mikilvægur öllum siglingum á Faxa- flóa. Starfsmenn Vitamálastjórnar voru þegar í gær komnir að Malarrifi til þess að kanna málin. -HJ/JH _____ ^al UJTOMATIC H mrnrm UrM+nt\mm m/ Gripið simann gerið góð kaup Smáauglýsingar MMBIAD5IN5 Þverholtitl sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.