Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979. Salzburg er ein mesta tónlistarborg Austurríkis og þar eru haldnar merkar listahátfðir. Þar fæddist meðal annarra tónskáldið Wolfgang Amadeus Mozart árið 1757. aftur árið 1945 og þá í einu lagi. Síðan hafa Sovétmenn ekki skipt sér af málum þar, í það minnsta ekki opinberlega, og aldrei ógnað frelsi landsins. Þó svo að Austurríki hafi tekizt að komast undan sögulegum og land- fræðilegum veikleikum sínum mæltu öll rök með þvi að efnahagslega yrði það veikt. Engar námuauðlindir eru í landinu sem heitið geta. Fjöldi íbúa er of lítill til að hægt sé að byggja verulegan verksmiðjuiðnað á innlendum markaði. Landið er heldur ekki sérlega vel í sveit sett í þeirri Evrópu sem byggzt hefur upp eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir olíukreppur og aðra óáran sem riðið hefur yfir Austurríki eins og önnur vestræn ríki hefur hagvöxtur þar verið stöðugur og að meðaltali 4% á ári. Tekizt hefur að halda verðbólgunni í skefjum — um það bil 3% á ári að meðaltali. Verkföll eru mjög sjaldgæf og atvinnuleysi nær óþekkt. Vel rekið og tiltölulega rétt- látt almannatryggingakerfi tryggir að enginn þar í landi á að þurfa að búa við sára fátækt. Hinn venjulegi Austurríkismaður býr við góð kjör eins og sjá má Ijós- lega við heimsókn til landsins. Honum er ekki að fullu ljóst hverjum hann á að þakka þessa velgengni. En af venjubundinni íhaldssemi við ríkjandi ástand er líklegast að Austurríkismenn velji Bruno Kreisky fyrir kanslara sósíalistastjórnarinnar sem nú ríkir við kosningarnar hinn 6. maí næstkomandi. Yrði það þá fjórða kjörtímabil þeirrar stjórnar. Höfuðástæðan fyrir velgengni Austurríkismanna er þó tæpast nein- um einum stjórnmálaflokki eða ríkis- stjórn að þakka. Þar vegur heildar- samkomulag um verðlag og kaupgjald mjög þungt. Síðan árið 1957 hefur nokkurs konar efnahags- ráð skipað fulltrúum stjómmála- flokkanna, launþega og vinnuveit- enda með kanslarann i fararbroddi gefið út árlegar áætlanir og leiðbeiningar um laun, verðlag og al- menna stefnu í efnahagsmálum. í Austurríki er efnahagslífið mjög sósíaliserað, það er mikið af at- vinnuvegunum rekið af ríkis- fyrirtækjum og hefur þessum leiðbeiningum efnahagsráðsins yfir- leitt verið hlýtt. Ekki er líklegt að það mundi á neinn hátt breytast þó svo að jafnaðarmenn Bruno Kreiskys mundu missa völdin. Þó er líklegt að nægilega margir Austurríkismenn trúi því til að auka enn veldi flokks hans, sem er langstærstur og voldugastur. 11 Kæra bezta Fjallkona Ég vona, að þér líði bærilega eftir þennan harða vetur og að gigtin sé ekki að plaga þig allt of mikið. Nú 'kemur lóan og þá fer allt að lagast. Tilefni þessa litla bréfs til þín er það, að ég fór að hugsa um þig, þegar ég gat ekki sofnað eitt kvöldið. Komst ég þá að raun um, að ég hafði ekki heyrt á þig minnst síðan ég las um 17. júní hátíðahöldin í fyrra. Þá kom í blöðunum mynd af vel vaxinni leik- konu, sem klæddist skautbúningi og þóttist vera þú. Þú fylgist auðvitað vel með barnahópmmi þinum og held ég, að þú þurfir ekki að hafa allt of miklar áhyggjur af honum. Þetta er mest myndarfólk, vel menntað og heilsuhraust, sláandi flest heimsmet í langlífi og sykuráti. Skyldi annars vera nokkurt samband þar í milli? Þú íSérð auðvitað ofan af fjallinu þínu, hve mikið er búið að rækta og byggja á hólmanum. Svo sérðu náttúrlega öll nýju, glæsilegu skipin, sem sigla með ströndum og flugvélarnar, sem bruna um loftið. AUar þessar fram- farir hafa útheimt mikla vinnu og mikið átak, og geturðu svo sannar- lega klappað krökkunum þinum á kollinn og sagt þeim, að þeir hafi verið duglegir. Ekki hafa nú samt öll afkvæmin þín orðið eins nýtir og góðir borgarar og óska hefði mátt. Sum eru allbaldin og þyrftir þú að taka þau á hné þér og flengja. Önnur hafa algjörlega blind- ast af eigin mikilvægi og misst sjónar á þjóðarhag. Oft finnst mér, að sumir þjóðarkrakkanna taki sjálfa sig of alvarlega, og má segja, að mikið sé oft gert úr hlutunum i þessu pínuUtla þjóðfélagi, sem vaxið hefir upp úr fjölskyldu þinni. Ég held, að það myndi vera happasælla, ef ein- hver barnanna myndu yrkja um þig ljóð, semja um þig lag eða mála af þér mynd, frekar en engjast sundur og saman af áhyggjum af þorskkvóta og álverði á heimsmarkaði. Samt veit ég annars ekki hve vel þú fylgist með því sem er að gerast á eyjunni þinni hvítu. Ég veit ekki hvaða fjölmiðlar ná til þín þarna uppi á fjallstindi. Þú ert kannske á Bréf frá henni Ameríku: þig komin eins og ég, hérna úti í henni Ameríku, reynandi af alefli að fylgjast með hinum hröðu atburðum á Fróni, sem oft virðast vera eins og hringiða, en stefnandi hvert? Hver dagur 20 mínútur Hérna fæ ég blaðapakka vikulega og sit þá við heilt kvöld, meðtakandi atburði þess tímabils. Vikusaga íslands er þannig spiluð inn í haus minn með allmiklum hraða og er hver dagur ekki nema um 20 mínútur. Það er samt ekki eins slæmt og í þjóðsöngnum, en þar eru þúsund ár sem einn dagur, eins og þú manst. Það var annars ósköp leiðinlegt, að ekki skyldi vera á þig minnzt í þjóðsöngnum okkar. Já, ég hefi upp úr blöðunum mikinn fróðleik og verð að viðurkenna, að svona viku- skammtur al' lslandssögu kemur oft miklu róti á huga minn. Sérð þú annars ekki blöðin reglulega? Ég er alls ekki viss um, hve mikils þú ferð á mis þótt þú sjáir þau ekki. Þau eru Þórir S. Gröndal Lesir þú blöðin, þá veizt þú allt um sólarferðirnar og hve snar þáttur þær eru orðnar í lífi landsbamanna. Ég er ekki frá því, að það væri gott fyrir þig að taka þér smásólarfrí eftir rúmlega 1100 ára starf. Land- vættirnar gætu litið eftir fyrir þig á meðan. Þú ættir að koma hingað vestur til Ameríku. Ég get kynnt þig fyrir ,,Þetta er mest myndarfólk, vel menntað og heilsuhraust, sláandi flest heimsmet í langlífi og sykuráti.” einlægt uppfull af greinum og bréfum frá Pétri og Páli um öll möguleg mál og allur almenningur liggur daginn út og daginn inn yfir því að lesa hvern stafkrók. Fólk rífst ekki eða deilir núorðið nema það sendi blöðunum langar greinar, sem raunverulega koma ekki allt of mörgum við öðrum en deiluaðilum. Þannig er búið að prenta, svo eitthvert dæmi sé tekið, á sl. 10 árum einar 56 Moggasíður um deilu tveggja fjölskyldna um staðsetningu á bílskúr í Reykjavík. Hefir öll þjóðin orðið að fylgjast með þessum ósköpum. annarri fjallkonu, sem býr hér í fjallafylkinu Vestur-Virginíu. Þeir syngja um hana og kalla hana „Mountain Mama.” Svo myndir þú koma hér niður til Flórída og við gætum farið á ströndina saman til að láta sólina verma þín gömlu bein. Þá getum við haldið áfram umræðum okkar um landsins gagn og naúðsynjar. Ég vonast til að heyra frá þér sem fyrst. Þinn sonur Þórir S. Gröndal. Kjallarinn Geir R. Andersen um fjárfestingum hefur fækkað og óarðbærum fjölgað og fjárfesting landsmanna skilar engum arði. Verðbólgan er sem sé bölvaldurinn! Allar ríkisstjórnir sem hér hafa setið sl. 40 ár hafa þó vísvitandi stutt dyggilega að verðbólgu, hver um aðra þvera, en forsvarsmenn þeirra allra hafa þó hrópað út í tómið: „Verðbólguna verður að stöðva”! — og „Til þess að vinna bug á verðbólg- unni þarf sterka ríkisstjórn, sem beitir samræmdri efnahagsstefnu markvisst”! — En við höfum haft „sterkar” ríkisstjórnir, og allar þær ríkisstjórnir, sem við hugsanlega getum myndað úr þeim flokkum og flokksbrotum sem hér hafa skotið upp kollinum. Samt hafa ríkisstjórnir íslenzka lýðveldisins, hver á eftir annarri, tor- veldað innkaup til landsins og gert þau óhagkvæmari, þjóðinni til stór- tjóns. Þær hafa slævt verðskyn neyt- enda með blekkingum um.aðopin- berir aðilar gætu tryggt rétt verð á vöru og þjónustu. Þær hafa beitt verðmyndunarhöftum og boðið heim spillingu, ófrelsi og valdníðslu. En að íslenzkar ríkisstjórnir hafi sl. 40 ár stuðlað að stöðvun verðbólg- unnar, t.d. með traustum gjaldmiðli sem heldur verðgildi, það er af og frá. Hið opinbera hefur, þegar á allt er litið, brugðizt skyldum sínum, svo augljóslega, að ekki stendur steinn yfir steini af þeim markmiðum, sem það (þ.e. ríkisstjórnirnar) hefur sett sér. Annaðhvort er því, að íslenzkar ríkisstjórnir hafi, í yfir 40, ár, stefnt markvisst að því að koma hér á sósía- lisku þjóðskipulagi eða alræðisríki, þrátt fyrir gagnstæðar yfirlýsingar, eða að í ríkisstjórnir hafa valizt aular einvörðungu, sem telja áfallaminnst að láta fyrst og fremst til sín taka þau mál sem þeir eru sízt dómbærir á. Það er sannarlega kominn tími til að óvitar, sem ryðja sér braut inn á stjórnmálasviðið og ílendast þar til þess eins að bregðast skyldum sínum, víki fyrir öðrum sem hafa meiri tiltrú fólks. Stefna Verzlunarráðsins í nýútkomnu Fréttabréfi Verzlunarráðs íslands um stefnu Verzlunarráðsins í efnahags- og at- vinnumálum er að finna hinar gleggstu upplýsingar, sem þjappað hefur verið saman i stutt en greinar- gott yfirlit um markaðskerfi og hlut- verk hins opinbera, verðbólgu, verð- myndun og samkeppni, fjármagns- markað og fjárfestingu, utanríkis- og gjaldeyrisviðskipti, nýtt skattkerfi og opinber fjármál og stjórn efnahags- mála. Að Verzlunarráðinu eiga aðild fyrirtæki úr öllum greinum viðskipta- lífsins, þ.á m. fiskvinnslufyrirtæki, iðnfyrirtæki, innflytjendur og skipa- félög, útfiytjendur og innflytjendur, auk fjölmargra annarra sérgreina í atvinnulífi landsmanna. Það væri ómaksins vert að Verzlunarráð íslands dreifði þessu Fréttabréfi til landsmanna i einhverju því formi sem telja mætti, að al- menningur gæti kynnt sér þær hug- myndir og staðreyndir sem þar er að finna. íslenzk stjórnvöld hafa ekki til þessa gert jafnglögga grein fyrir þeim lögmálum, sem gilda á grund- velli frjálsra viðskipta, og sem eiga að vera til staðar í þjóðfélagi sem byggir á lýðræðisskipulagi. > íslenzkar ríkisstjórnir byrja flestar á því að byggja upp eitthvert nýtt skipulag í viðskiptamálum, jafn- skjótt og þær komast til valda, sem leiðir til þess, að ekkert skipulag stendur lengur en viðkomandi ríkis- stjórn situr, og oftar en ekki eru mörg kerfi í gangi á valdaferli hverrar stjórnar. Og það stendur ekki á árangrinum. Verðlagsnækkunin sl. 15 ár, 1962— 1977 (samkv. Fréttabréfi Verzlunar- ráðs íslands) var 1240% á íslandi, 200% í Danmörku, 155% í Noregi, 150% í Svíþjóð, 100% í Bándaríkj- unum og 80% í Þýzkalandi; Á íslandi eru engar reglur til um samkeppni í viðskiptum. í Bandaríkj- unum og Vestur-Þýzkalandi eru sam- keppnishömlur bannaðar, en eftirlit með samkeppni í Sviþjóð, Noregi og Danmörku. — Á fslandi eru víðtæk verðmyndunarhöft, í Noregi og Danmörku er verðlagseftirlit, sem er raunhæft, en í Vestur-Þýzkalandi, Bandaríkjunum — og Sviþjóð, er frjáls verðmyndun. Þetta segir sína sögu og hana raunalega fyrir íslendinga. Þær til- lögur, sem Verzlunarráð fslands setur m.a. fram í þessu síðasta og merka Fréttabréfi sínu, miða að þvi að endurreisa gildi sparnaðar í þágu arð- bærra framkvæmda, að opinber út- gjöld og umsvif verði takmörkuð, að taka upp nýtt skattakerfi, þar sem sköttum er fækkað og skattheimtan takmörkuð við þriðjung þjóðar- tekna, að fríverzlun verði óskoruð stefnan í utanríkisviðskiptum og frjáls gjaldeyrisviðskipti verði inn- leidd, samhliða afnámi aðflutnings- gjalda og upptöku auðlindaskatts til nýtingar á fiskimiðunum. Flestar eru tillögurnar nýjar og eiga ekkert sammerkt með þeim til- lögum sem fólk á að venjast frá stjórnpalli sósíalismans, þaðan sem stýrt hefur verið þjóðarskútunni sl. fjóra áratugi. Óvitar verða að víkja Ef það verður gæfa íslendinga að fylgja þeim tillögum, sem Verzlunar- ráð íslands setur fram í Fréttabréfi sínu og skipuleggja efnahagsstarf- semina á grundvelli hins frjálsa markaðskerfis, eins og þeim ber að gera samkvæmt þjóðskipulagi sínu, mun þáð einnig færa þeim þau lífs- kjör, sem flestar þjóðir í þessum heimshluta búa við og eru þau æski- legustu. En til þess að svo geti orðið þarf vissulega aðra menn og öðruvísi þenkjandi en þá sem hlýða kalli sójíalismans og íslenzkra kommún- ista um að koma þjóðinni á bekk með þeim vanþróuðustu í efnahagslegu og markaðslegu tilliti. Það er því raunhæft að ætla að landsmenn geri þá kröfu, öðrum fremur, að menn sem standa að til- lögum eins og þeim sem Verzlunarráð íslands hefur nýlega birt leysi af hólmi staðfestulausa stjórnmála- menn, sem telja það skyldu sína eina að strita við að sitja. (Heimildir og tilvitnanir: Frétta- bréf Verzlunarráðs íslands, 4—1979) Geir R. Andersen. „Allar ríkisstjórnir, sem hér hafa setið síðastliðin 40 ár, hafa vísvitandi stutt dyggilega að verðbólgu.” -/v

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.