Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979. Veðrið Hœgviðri vorður um allt land i dag. D/ilítil ól é annesjum norðanlands. Lóttskýjað á suðausturlandi, en annars mest skýjað um allt land. Voður kl. sex I morgun: Reykjavik suðvestan gola, þokubakkar og 2 stig, Gufuskálar austan gola, skýjað og 1 stig, Akureyri norðaustan gola, skýjað og -1 stig, Raufarhöfn hœgviðH, »kv]að og -3 »t., Dalatangi norðvestan gola, skýjað og -3 stig/ Dalatangi norðvestan gola, skýjað og 0 stig, Höfn I Homafiröi hœgviðri, hálfskýjað og 3 stig og Stórhöföi í Vestmannaeyjum, vostan gola, skýjað og 3 stig. Þórshöfn i Fœreyjum skýjað og 4 stig, Kaupmannahöfn þoka og 5 stig, Osló rigning og 2 stig, London rigning og 7 stig, Hamborg rigning og 8 stig, Madrid hátfskýjaö og 9 stig, Lissabon skýjaö og 12 stig og New York lóttskýjað og 14 stig. Rögnvaldur Ámundason lézt IS. apríl. Hann var fæddur 3. sept. 1906 að Uppsölum, Miðfirði i Vestur-Húna- vatnssýslu. Rögnvaldur var sonur hjónanna Ástu Sigfúsdóttur og Ámunda Jónssonar. Eftirlifandi kona Rögnvalds er Sigrún Jónsdóttir og varð þeim tveggja barna auðið. Jóhann Fossberg lézt á Landakots- spítala 13. apríl. Jóhanna var fædd í Flatey í Breiðafirði 6. sept. 1889. For- eldrar hennar voru hjónin Bjarni Thor- erensen skipstjóri og Guðríður Jóna- tansdóttir. Tíu ára missti Jóhanna móður sina og fór hún í fóstur til Boga Sigurðssonar kaupmanns í Búðardal. Árið 1918 giftist Jóhanna Gunnlaugi J. Fossberg vélstjóra. Eignuðust þau þrjár dætur. Jóhanna verður jarðsung- in ídag. Guðmundur Kristjánsson lézt 8. april i Landspítalanum. Hann var fæddur 1. júní 1916 að Bæ í Hrútafirði, sonur hjónanna Kristjáns Jónssonar bónda og Margrétar Sigvaldadóttur. Guðmundur kvæntist 22. maí 1954 Valdísi Brandsdóttur frá Kollsá i Hrútafirði. Árið 1941 stofnsetti Guðmundur ásamt Ingvari Agnarssyni hjólbarðaverkstæði, en síðar byggðu þeir Gúmmívinnustofu Reykjavíkur að Skipholti 35. Jóhann Hallgrimsdóttir lézt 15. april. Jóhanna var fædd á Sauðárkróki. For- eldrar hennar voru hjónin Hallgrímur Þorsteinsson organleikari frá Götu í Hrunamannahreppi, og Margrét Björnsdóttir frá Hjaltastaðahvammi í Skagafirði. Jóhanna fór í Kvennaskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan prófi árið 1915. Eftir námið fór hún til Kaupmannahafnar og dvaldi þar í fjögur ár. Eftir að Jóhanna kom heim setti hún á stofn matstofu að Aðal- stræti 16 og rak hana í nokkur ár. Árið 1928 giftist hún Einari Guðmundssyni stórkaupmanni og eignuðust þau fjögur börn. Margrét Ingimarsdóttir, Snorrabraut 50, lézt í Borgarspítalanum laugar- daginn 21. apríl. Guðmundur Guðmundsson bóndi Vorsabæjarhjáleigu, Gaulverjabæjar- hreppi verður jarðsunginn frá Gaul- verjabæjarkirkju laugardaginn 28. apríl. Jón Guðbjartsson, Sæbraut 18, Seltjarnarnesi verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavik miðviku- daginn 25. april kl. 1.30. Hjörleifur Hjörleifsson, Háteigsvegi 34, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í Reykjavík fimmtudaginn 26. apríl kl. 2. Þórjón Jónsson, Ennisbraut 23, Ólafs- vík verður jarðsunginn frá Ólafsvíkur- kirkju miðvikudaginn 25. apríl kl. 2. Þorsteinn Sigurðsson vélstjóri frá Akureyri verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 25. apríl kl. 16.30. Jónína Aðalsteinsdóttir, Hátúni 10B, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. apríl kl. 3. Þuríður Helgadóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 27. apríl kl. 10.30. Erik Rune Myhrberg lézt á sjúkrahúsi í Gautaborg sunnudaginn 22. apríl Steinunn P. Sigurðardóttir, Mávahlið 34, Reykjavík lézt mánudaginn 23. april. María Þorbjarnardóttir frá Flateyri, lézt i Landakotsspítala laugardaginn 21. apríl. Kristbjörg J. ísfeld, Bragagötu 31B, lézt í Landspítalanum laugardaginn 21. apr'il. Kvenfélag Hreyfils Munið fundinn i kvöld, þriðjudaginn 24. april, kl. 20.30. Dagskrá: Sumarferðin og fleira. Lögfræðingafélag íslands Fundur verður haldinn i Lögfræðingafélagi íslands þriðjudaginn 24. april nk. i húsi Lagadeildar, Lög- bergi.oghefstkl. 20.30. Fundarefni: Tengsl vinnuveitcnda og starfsmanns sem skilyrði vinnuveitandaábyrgðar. Málshefjandi: Arnljótur Björnsson, prófessor. M.at verður rætt um nokkra islenzka hasstaréttar dóma i skaðabótamálum, og geta þeir sem hyggjast sækja fundinn fengiö samantekt af cfni þeirra í skrif- stofu Lagadeildar. Kvenfélag Neskirkju heldur fund miðvikudagskvöldið 25. april kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Rætt verður um kaffisöluna i vor og fleira. Kvenfélag Kópavogs Fundur verður i Félagsheimilinu fimmtudaginn apríl kl. 20.30. Spilað verður bingó. Takið með ykkur gesti. Mæðrafélagið Fundur verður haldinn þriðjudaginn 24. apríl kl. 20 að Hallveigarstöðum. Inngangur frá Öldugötu. Spiluð verður félagsvist. Kvenfélag Óháða safnaðarins Félagsfundur nk. miðvikudag 25. april í Kirkjubæ. Kaffiveitingar. Fjölmennið. Hvítabandið heldur aðalfund sinn i kvöld, þriðjudag, að Hallveigar- stöðum og hefst hann kl. 20.30. Byggingafélag alþýðu Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 24. april að Hótel Sögu, Átthagasal, kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Vinsamlegast hafið félagsskirteini. Aðalfundur Fornbílaklúbbs íslands verður haldinn mánudaginn 30. apríl nk. kl. 20.30 í Leifsbúð, Hótel Loftleiðum. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Byggingarsamvinnufélag barnakennara tilkynnir Aðalfundur félagsins verður haldinn i skrifstofu þess að Grettisgötu 89, 3. hæð, sunnudaginn 29. april kl. lOárdegis. Dagskrá: Venjulegaðalfundarstörf. Aðalfundur Kvennadeildar Slysavarnafélagsins verður í Slysavarnafélagshúsinu fimmtudaginn 26. apríl kl. 19.30 stundvíslega. Til skemmtunar verður Ómar Ragnarsson og tízkusýning, Karonsamtökin. Tilkynnið þáttsöku á skrifstofu félagsins, simi 27000, og i síma 32062, sem fyrst. Árbók Ferðafélags íslands fyrir 1979 er komin út. Þetta er 52. Árbók Ferða- félagsins. Er hún um Öræfasveitina og er rituð af Sigurði Björnssyni á Kviskerjum. Efninu er skipt i fjóra kafla: I. Inngangur. 2. Lifriki öræfa. 3. Sögu ágrip. 4. Litazt um i öræfum. Árbókin er 164 bls. að stærð, 23 litmyndir prýða bókina auk fjölda svart- hvitra mynda. Árbókin er prentuðá vandaðan pappir að venju. Auk þess eru i árbókinni nafnaskrá, félagslif og reikningar félagsins. Þá kemur fram i bókinn að næstu verkefni i bókaútgáfu Ferðafélagsins eru Lýs ing á leiðum umhverfis Langjökul, sem dr. Haraldur Matthiasson ritar, ódáðahraun eftir Guðmund Gunnarsson, einnig mun dr. Guðmundur Sigvaldason rita i þá bók um jarðfræði Ódáöahrauns. Ennfremur er i vinnslu bók um íslenzka steina sem Sveinn Jakobs- son jarðfr. tekur saman fyrir Ferðafélagið. Árbókin er prentuð i ísafoldarprentsmiðju, lit- myndirnar eru prentaðar i Offsctmyndum sf.. lit- greindar i Myndamót hf. Svarthvitu myndirnar eru unnar i Litróf. Yfirlitskort af svæðinu er unnið af Landmælingum lslands, þá hefur Gunnar Hjaltason teiknað svipmynd yfir inngangskaflann og einnig mynd á baksíöu bókarinnar. Ritstjóri Árbókarinnar er Páll Jónsson bókavörður og hefur hann séð um útgáfu hennar í áraraðir. Árbækurnar eru einhver sú bezta íslandslýsing sem völ er á og ættu að vera til á hverju islenzku meningar heimili. Júgóslavíusöfnun Rauðakrossins Póstgirónúmer 90000. Tekið á móti framlögum i öll um bönkum. sparisjóðum og pósthúsuni. Frá Kattavinafélaginu Að gefnu tilefni cru kattaeigendur bcðnir aö hafa ketti sína inni um nætur. Einnig að merkja þá með hálsól, heimilisfangi og símanúmeri. Árshátídir Arshátíð Kvenstúdentafélagsins verður haldin i Lækjarhvammi, Hótel Sögu, fimmtu daginn 26. april og hefst með borðhaldi kl. 19.30. 25 ára stúdinur sjá um skemmtiatriðin. Aðgöngumiðar seldir miðvikudaginn 25. april milli kl. 5 og 7 i anddyri Lækjarhvamms. Guðrún Magnúsdóttir frá Keldudal, Hólmagrund 11, Sauðárkróki er 80 ára í dag þriðjudag 24. apríl. Guðrún verður að heiman í dag. Ásmundur Jónsson frá Bildudal, nú til heimilis að Unufelli 31, Rvík er 80 ára í dag þriðjudag 24. april. 1 Gengið 9 GENGISSKRÁNING Ferðamanna- ! 1 NR. 74 - 23. aprfl 1979. gjaldeyrir 1 Eining Kaup ’ Saia Kaup Sala 1 Bandarikjadollar 329,20 330,00* 362,12 363,00* 1 Storiingspund 681,20 682,80* 749,32 751,08* 1 Kanadadollar 288,50 289,20* 317,35 318,12* 100 Danskar krónur 6206,70 6223,80* 6829,57 6846,18* 100 Norskar krónur 6383,95 6399,45* 7022,35 7039,40* 100 Sœnskar krónur 7479,80 7498,00* 8227,78 8247,80* i 100 Finnsk mörk 8201,60 8221,50* 9021,76 9043,65* 100 Franskir frankar 7529,20 7547,50* 8282,12 8302,25* 100 Beig. frankar 1091,30 1093,90* 1200,43 1203,29* 100 Svissn. frankar 19125,10 19171,60* 21037,61 21088,76* 100 GyNini 15981,80 16020,60* 17579,98 17622,66* 100 V-Þýzk möríc 17310,80 17352,90* 19041,88 19088,19* 100 Lirur 38,90 39,00* 42,79 42.90* 100 Austun-. Sch. 2409,10 2414,90* 2650,01 2656,39* 100 Escudos 671,70 673,30* 738,87 740,63* lOOPesetar 483,70 484,80* 532,07 533,28* j 100 Yen 150,70 151,06* 165,77 166,17* ! ^Breyting frá slöustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráninga 221 JO.j 1 1 iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimimiiKiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Húsdýraáburður til sölu, ekið heim og dreift ef þess er óskað. Áherzla lögð á góða umgengni. Geymið auglýsinguna. Uppl. í síma 30126 og 85272. Ert þú að flytja eða breyta? Er rafmagnið bilað. útiljósið. dyra- bjallan eða annað? Við tengjum, borum og skrúfum og gerum við. Sími 77747 alla virka daga og um helgar. Fataviðgerðir, breytingar og nýsaumur. Athugandi fyrir þær sem þurfa yfirstærðir. Sími 75271. Húsdýraáburður. Við bjóðum húsdýraáburð á hagstæðu verði og önnumst dreifingu hans ef óskað er. Garðáprýði, sími 71386. Hreingerningar Ávallt fyrstir. Hreinsum teppi og húsgögn með háþrýstitækni og sogkrafti. Þessi nýja aðferð nær jafnvel ryði, tjöru, blóði o. s.frv. Nú eins og alltaf áður tryggjum við fljóta og vandaða vinnu. Ath. 50 kr. afsláttur á fermetra á tómu húsnæði. Erna og Þorsteinn, simi 20888. Glugga- og teppaþrif. Tökum að okkur utanhússgluggaþvott á góðan og ódýran hátt. Handhreinsum teppi. Handhreinsun er bezta leiðin til að fá teppin sem ný. Örugg þjónusta byggð á margra ára reynslu. Uppl. i sima 73337. Hreingerningar og tcppahrcinsun. Gerum hreinar íbúðir, stigaganga og stofnanir. Gerum föst tilboð ef óskaðer. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. í sima 13275 og 19232. Hreingerningar sf. Hreingerningastööin hefur vant og vandvirkt fólk til hreingerninga. Einnig önnumst við teppa- og húsgagnahreinsun. Pantið i síma 19017. Ólafur Hólm. Teppahreinsun. ( Vélþvoum teppi i stofnunum og heima- húsum, einnig kraftmikil ryksuga. Uppl. í síma 77587 og 84395 á daginn og á kvöldin og um helgar í 28786. Þrif. Tökum að okkur hreingerningar á ibúð- um, stigagöngum, stofnunum og fl„ einnig teppahreinsun með nýrri djúp- hreinsivél, vanir og vandvirkir menn. Uppl. I sima 33049 og 85086. Haukur og Guðmundur. Hreingerningar-teppahreinsun. Hreinsum íbúðir, stigaganga og stofnanir. Símar 72180 og 27409. Hólm- bræður. ökukennsla i Ökukennsla — æfingatímar. Kenni á Mazda 323, nemandi greiðir aðeins tekna tíma. Engir skyldutimar, greiðslufrestur. Útvega öll prófgögn. Ökuskóli ef óskað er. Gunnar Jónsson. simi 40694. Ökukennsla-æflngatimar-bifhjólapróf. Kenni á Simca 1508 GT. Nemendur greiða aðeins tekna tíma. Nemendur geta byrjað strax, ökuskóli og öll pröfgögn ef óskað er. Magnús Helgason, sími 66660. Kenni akstur og meðferð bifrciöa, kenni á Mazda 323 árg. '78. Ökuskóli og öll prófgögn fyrir þá sem þess óska. Helgi Sesseliusson, sími 81349. Ökukennsla — æfingartimar — bif- hjólapróf, ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Kenni á Mazda 626 árg. '79, reynslutími án skuldbindinga. Lúðvík Eiðsson, sími 74974 og 14464. Ökukennsla-æfingatimar. Kenni á Toyota eða Mazda 323 árg. '78 á skjótan og öruggan hátt. Ökuskóli og öll prófgögn ef óskaðer. Nýir nemendur geta byrjað strax. Friðrik A. Þorsteins- son.simi 86109. Ökukennsla. Kenni á Mercedes Benz 240 3D. Gunnar Kolbeinsson, sími 74215. Ökukennsla er mitt fag, á þvi hef ég bezta lag. Verði stilla vil í hóf, vantar þig ekki ökupróf. 1 nitján átta níu sex, náðu i síma og gleðin vex. í gögn ég næ og greiði veg Geir P. Þormar heiti ég. Simi 19896. Ökukennsla-æfingatímar-endurhæfing. Kenni á Datsun 180 B árg. .1978. Umferðarfræðsla í góðum ökuskóla. ðll prófgögn ef óskað er. Jón Jónsson ökukennari, sími 33481. Ökukennsla-æfingatimar. Kenni á Datsun 180 B árg. '78, sérstak- lega lipran og þægilegan bíl. Útvega öll prófgögn, ökuskóli. Nokkrir nemendur geta byrjaðstrax. Greiðslukjör. Sigurður Gislason ökukennari, sími 75224. Ökukennsla-æfingatímar. Nýir nemendur geta byrjað strax: Kenni á Mazda 323. Ökuskóli og prófgögn fyrir þá sem þess óska. Hallfríður Stefánsdóttr, simi 81349. Ökukennsla-æfingatímar. Kenni á Cortinu, ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Guðbrandur Bogason, simi 83326. Ökukennsla — æfingatimar — hæfnis- vottorð. Nemendur greiða aðeins tekna tíma. ökuskóli og öll prófgögn ásamt litmynd í ökuskírfeini óski nemandinn þess. Jó- hann G. Guðjónsson. Uppl. i simum 38265,21098 og 17384. Takið eftir — Takið eftir. Ef þú ert að hugsa um að taka ökupróf (eða endurnýja gamalt) þá get ég aftur bætt við nokkrum nemendum sem vilja byrja strax. Kenni á mjög þægilegan og góðan, bil, Mazda 929 R 306. Góður cökaskóli og öll prófgögn. Einnig getur þú fengið að greiða kennsluna með afborg- unum ef þú vilt. Hringdu í síma 24158 ef |þú vilt fá nánari uppl. Kristján Sigurðs- son, ökukennari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.