Dagblaðið - 10.05.1979, Síða 3

Dagblaðið - 10.05.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAl 1979. Heimili þroskaheftra að Tjaldanesi athugasemd við forsíðufrétt DB Vilborg Auður Isleifsdóttir mcnnta- skólakennari skrifar: Bróðir minn hefur sl. 7 ár verið vistmaður á heimilinu að Tjaldanesi. Þar hefur hann notið hinnar beztu aðbúðar og alúðlegs viðmóts svo hann vill ógjarnan annars staðar vera. Af 7 ára kynnum mínum tel ég heimili þetta vera til fyrirmyndar og eitt hið bezta sinnar tegundar hér- lendis. Er það ekki hvað sizt að þakka hæfni, áhuga og mannúðlegri afstöðu forstöðumanns gagnvart skjólstæðingum sínum. Það er hægara verk að rífa niður en byggja upp, léttara að rógbera en þægja. En hér er hogginn sáer hlífa skyldi. Frétt um gróf misferli og misþyrmingar er góð söluvara og birtist á forsíðu. Fregnir um lofsverða viðleitni og fórnfúst starf í þágu þeirra sem minnst mega sín lofa ekki skjótfengn- um gróða. Því mun þetta lesendabréf mitt ekki lenda á forsíðu Dagblaðs- ins. En ég leyfi mér samt að vona að það hafni ekki í ruslakörfu ritstjóra. Raddir lesenda Mjólk í jóla- umbúðum — vegna verkfalls farmanna Ýmir hringdi: Undanfarið hefur' töluvert verið skrifað um rangar dagsetningar á mjólkurumbúðum frá Mjólkursam- sölunni. Ég verzlaði í einni verzlun Sláturfélagsins í morgun (5. maí) og rakst þar á mjólk í umbúðum frá því um jól. Mig langar til þess að vita hvort mjólkin sé einnig frá því um jólin. DB hafði samband við eina verzlun Sláturfélagsins ög fékk þær upplýs- ingar að mjólkin er ekki frá því um jólin. Vegna verkfalls farmanna varð Mjólkursamsalan að grípa til þessara umbúða, þar sem hún fær ekki aðrar, og hefur m.a. yfirlýsing um málið komið í útvarpinu. Ýmir getur því drukkið þessa mjólk án þess að verða meint af. Raddir lesenda Hringið ísíma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið Tjaldanes I Mosfellssveit. V. ' DB-mynd Hörður. Gripið simann 9erið 9Óð kaup Smáauglýsingar B1AD5IN5 Þverholtill sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Spurning dagsins Hvað finnst þér um breyttan opnunar- tíma veitingahúsa f Reykjavík? Magnús Vilhjálmsson atvinnubif- reiðarstjóri: Ég tel breytinguna alveg sjálfsagða. Þá koma kannski ekki allir á sama tíma út. Bjöm Björnsson, útibússtjóri Pósts og síma: Mér lízt vel á breytinguna. Það verður minni ös ef allir koma ekki og faraá samatíma. Örn Eiðsson íþróttafulltrúi: Mér lízt prýðilega á hann. Það er ekki nokkur vafi á þvi að þetta er ein af skynsam- legri tillögum sem komið hafa fram i borgarstjórn. Nú vantar bara nætur- klúbba. Þórir Ingólfsson nemi: Mer lizt mjög vel á þetta. Nú verða meiri likur á því að maður komist inn og lendi ekki i ös. Steiney Ölafsdóttir sjúkraliðanemi: Mér likar breytingin ágætlega. Nú gæti orðið niinni ös og betra að komast inn. Ingimar Ingimarsson leigubifreiðar- sljóri: Mér lízt ekki nógu vel á breyting- una. Nú færist bara aftur um klukku- tíma sú ös sem er alltaf fyrir utan veit- ingahúsin þegar lokað er.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.