Dagblaðið - 10.05.1979, Síða 4

Dagblaðið - 10.05.1979, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979. DB á ne ytendamarkaði Könnun á kostnaði við heimilishaldið Enn reyndist kostnaðurinn meiri á Stór-Reykjavíkursvæðinu en í „landsbyggðar”sveitarfélögunum Við höfum áður reiknað út meðal- talskostnað við heimilishald i hinum ýmsu sveitarfélögum, sem við höfum fengið upplýsingaseðla frá, samfleytt í sex mánuði og kom þá í ljós að kostnaðurinn reyndist hærri í Reykjavík og nágrannabyggðum heldur en í sveitarfélögum úti á lands- byggðinni. Nú höfum við reiknað út meðal- talskostnað í þeim sveitarfélögum sem við fengum seðla frá í janúar, febrúar og marz. Þá kemur aftur í ljós að Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður og Mosfellssveit eru með hærri meðalkostnað á mann í mat og hreinlætisvörum heldur en nítján önnur sveitarfélög á landinu samanlagt. Kostnaðurinn á Stór-Reykjavíkur- svæðinu reyndist 23.259 kr. á mann en í landsbyggðarsveitarfélögunum var samsvarandi kostnaður 19.277 kr. Þetta kemur talsvert á óvart vegna þess að á Stór-Reykjavíkur- svæðinu eiga menn greiðan aðgang að svokölluðum stórmörkuðum, þar sem á að vera hægt að gera mun hag- stæðari innkaup heldur en í smáverzl- unum. Einnig er það staðreynd að vöruverð úti á landsbyggðinni er víðast hvar hærra heldur en í höfuð- borginni vegna flutningskostnaðar, sem leggst á vöruna, sem kannski er skipað upp í Reykjavík erlendis frá. Ef við tökum meðaltalstölurnar frá Reykjavík sjálfri er útkoman hins vegar dálítið önnur. Þar reyndist meðaltalskostnaðurinn 22.686 kr. á mann. Hæstur var kostnaðurinn í Mosfellssveit eða 26.696 kr. á mann. Meðaltalið var þannig langhæst í Mosfellssveitinni þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Af „landsbyggðar”- sveitarfélögunum var ísafjörður með hæsta meðaltalið eða með tæplega 25 þúsund kr. á mann. Bolungarvík og Patreksfjörður fylgdu fast á eftir, báðir staðirnir með rúmlega 24 þús- und á mann. Höfn.í Hornafírði, sem áður hefur komið „illa út” í saman- Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í byggingu aðveitustöðvar að Glerárskógum í Dalasýslu. Útboðið nær til byggingarhluta' stöðvarinnar, þ.e. jarðvinnu, stöðvarhúss, undirstaða fyrir stálvirki og girðinga. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með 10. maí 1979, gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 10 mánudag 28. maí nk. og verða þau þá opnuð. Tilboð sé í lokuðu umslagi merkt „79024 RARIK”. Verki á að ljúka fyrir 1. okt. 1979. 77/ sö/u: VBft. Renault 4 Van F4 árg. '78 Renault 4 Van F6 árg. '77 Renault 4 Van árg. '75 Renault 4TL árg. '75 Renault 5TL árg. '74 Renault 12TL árg. '77 Renault 12TL árg. '75 Renault 12 station árg. '75 Renault 12TL árg. '72 Renault 12TL árg. '71 Renault 20TL árg. '77 BMW 316 árg. '76 BMW 320 árg. '77 Ford Cortina árg. '74 ;l. 2-6. Kristinn Guðnason Suðurlandsbraut 20 - Sími 86633. burði millli staða, kom vel út núna með tæp 22 þúsund á mann að meöaltali í þrjá mánuði. Við viljum enn einu sinni taka fram að þesar tölur eru aðeins birtar til þess að fólk geti borið sig saman á milli landshluta ef það kærir sig um. Það er ekki verið að ásaka einn né neinn um „okurverð í verzlunum eða óhagsýn innkaup”. Þetta eru aðeins þær tölur sem okkur eru sendar inn á upplýsingaseðlunum frá hinum ýmsu stöðum, en ekki einhver algild vis- indi. - A.Bj. Soðið kjöt með grænmeti Samkvæmt almanakinu á að vera komið vor. Þá vilja mepn oft fá vorlega rétti, t.d. það sem kallað er hvítspað á íslenzku, eða soðið kjöt með grænmeti. Það má kannski segja að óþarfi sé að koma með uppskrift að slíkum rétti, hann kunna allir að búa til. Enda er þetta heldur ekki matreiðslukennsluþáttur, — aðeins komið með tillögur og hug- mynd gefin um hvað hráefnið í rétt- inn kostar. En hérna er uppskrift að hvítspaði sem ætlað er fyrir fjóra: Um 1 kgsúpukjöt, vatn, salt eða annað krydd eftir smekk, grænmeti (einnig eftir smekk). Gott er að nota það grænmeti sem til er á markaðinum hverju sinni. Það getur sennilega aldrei orðið of mikið af því í hvítspaðspottinum. Við getum reiknað með: 1/2 hvítkálshaus, 3-4 stórum gulrótum 1/4 dós af grænum baunum (sjóðist ekki með) 1—2 rófum Kjötið er soðið eins og ætti að búa til kjötsúpu. Grænmetið er hreinsað og skorið í hæfílega bita og soðið með kjötinu (í hæfilegan tíma). Sósan er síðan jöfnuð með hveiti- hristingi (hveiti og kalt vatn). Gjaman má bera fram soðnar kartöflur með hvítspaði en það er samt ekki nauðsynlegt. Með því grænmeti sem talið er upp hér að ofan má reikna með að hrá- efnið kosti nálægt 1780 kr., eða um 450 kr. á mann. Þá er reiknað með bl. súpukjöti úr læri, hryggjum og frampörtum(1069kr. kg). -A.Bj. Uppskrift dagsins Upplýsingaseðill tíl samanburöar á heimiliskostnaöi Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlegast sendiö okkur þennan svarseöil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Kostnaður í aprílmánuði 1979 Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m YIKLX Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.