Dagblaðið - 10.05.1979, Page 6
6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979.
Tilsölu hænuungar
2 mánaða ítalir, daggamlir holdaungar.
MATTHÍAS EINARSSON
TEIG, MOSFELLSSVEIT, SiMAR 66130 OG 66530
Tl söhi I Stykkishólmi
Rúmgott hús ásamt bílskúr. Góð eign á
góðum stað.
Uppl. I síma 93-8192.
Megrunartímar á mánudög-
um — miðvikud. kl. 9.30 f.h.
fyrir þá sem þurfa og viija
grennast, áherzla lögð á
hollt fæðí og grennandi æf-
ingar.
Einnig bendum við á staka tíma á laugard.
fyrir konur og karla. Við bjóðum upp á æf-
ingar til að styrkja, mýkja og slaka á líkaman-
um.
Kjöroið okkar er: Heilbrigði
á sál og líkama.
ATH.: Tímar frá morgni til
kvölds 4 daga vikunnar.
YOGA —
HEILSUBÓT
Sérlega spennandi með
ELLIOTT GOULD
KAREN BLACK S^nd kl-
TELLY SAVALAS O.FL. 5,8.30 og 11.
Danmörk:
Kjamorkan i
Miklar líkur eru nú taldar á því að
látin verði fara fram þjóðaratkvæða-
greiðsla um hvort taka eigi upp orku-
framleiðslu með kjarnorku í Dan-
mörku. Þó er ljóst að slík afgreiðsla
verður ekki fyrr en að ioknum
umræðum og atkvæðagreiðslu i
danskaþinginu.
Komið er í ljós að mjög líklegt er
að hægt verði að fá hinar nauðsyn-
legu sextíu undirskriftir meðal þing-
manna en það nægir til að skylt er að
grípa til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Helzta ástæðan fyrir auknum
áhuga Dana á kjarnorkunni og þeim
hættum sem hugsaniega eru henni
samfara koma í kjölfar kjarnorku-
slyssins í orkuverinu við Harrisburg í
Bandaríkjunum. í Danmörku hefur
röddum sem krefjast þess að sænska
kjarnorkuverið Barsebáck hætti
störfum stöðugt aukizt styrkur. Þykir
Dönum það óþægilega nærri sér og
þeir vera í mikilli hættu ef eitthvað
bæri út af í orkuverinu.
Þingmenn Framfaraflokksins hafa
lagt fram tillögu um þjóðaratkvæða-
greiðslu um kjarnorkuna en ekki er
taiið líklegt að hún nái samþykki.
Aftur á móti telja menn líklegt að
undirskriftirnar sextíu geti náðst að
loknum umræðum um málið í
danska þinginu. Hinir einu sem lýst
hafa yfir andstöðu við þjóðar-
atkvæði um málið eru miðdemókrat-
ar og íhaldsmenn.
; '
■
Ilill!
:.
; -■
kwxixixixixtx-xssii:
' ■ •
xv.;4
•■•. % s
Wm
*»s'% •
sw ' S w
s. wWv
: .••;s.-.y.. •.• ••••••• ••••••:•
' ■'•■•:•:
•■•❖V./.--- . s s"- •
. • v>. '•■■•>• N •
•• •■•:•••.;:
"■• •• • ••' • '•«-.:::;x
•:•••• ••••;;:-
'• '•;••:• '>'. •••.•:•'!
IIIII
:: ;••'•■.
.
■
IIIliM
••;:;i:Vi :'••••:;:;
..:••:•":••:•••
Sifeiíiii
.
• x.
vitíC-'í-. <
Xv. .-«.>v*iCs’y:>.•;•;.V'ís;
,
' £ . :'■'><• § \ • y •>.
fci'- • . i' •'••■V'. ''.>:YÍv •>; '■'•s;i-::':'•:''"'’+•:•«••• '•
■ ■ "■■:■■
',-.1/,, Vsw-
......
'>.'', •■ ' , V s í VV y %<
•s’ > ■' ■> • v>
p«;::
' v
llillil
::>:;>>>>:*:•»;•
X::;:.::;::;'v:
‘ -• •• .'••
Íllllíliíil
Aukning á húðkrabba
Að tuttugu til þrjátíu árum liðnum
mun húðkrabbamein hafa tekið við
af lungnakrabbameini sem algeng-
asta krabbameins tilfelli í Danmörku.
Að sögn danskra lækna er höfuð-
ástæðan fyrir þessari þróun hin mikla
dvöl fólks við sólböð á suðrænum
ströndum, svo og í Danmörku.
Þessar upplýsingar komu fram á
ráðstefnu lækna um krabbamein,
sem fram fór nýverið í Árhus. Ekki
var þó á neinn hátt reynt að gera litið
úr þeirri hættu á lungnakrabba sem
skapast af sígarettureykingum.
Á ráðstefnunni kom einnig fram
að of mikil neyzla á mat sem steiktur
væri í ýmsum fitutegundum gæti
verið varasöm. Vísindamenn munu
ekki komnir svo langt í rannsóknum
sínum að vitað sé hvaða fitutegundir
eða efni í fitu geti valdið krabba-
meini.
Hingað til hefur tekizt að lækna
flesta þá sem fá einhverjar tegundir
húðsjúkdóma. Á síðustu þrem ára-
tugum hefur aftur á móti orðið
þreföldun á fjölda illkynjaðra til-
fella af húðkrabba hjá körlum og
sexföldun hjá konum.
Talið er að um það bii fjögur
hundruð manns látist árlega í Dan-
mörku af vöidum húðkrabba. Vara
sérfræðingar mjög við því að ef
taumlaus sóldýrkun haldi áfram,
muni dauðsföllum af völdum húð-
krabba fjölga mjög.
Bretland:
Ákæra pillu-
framleiðendur
þrjú hundruð konur stof na samtök fórnardýra pillunnar
Þrjú hundruð brezkar konur ætla
að höfða mál á hendur bandarískum
framleiðendum getnaðarvarnapillna
og krefjast bóta fyrir þann skaða,
sem þær telja sig hafa orðið fyrir af
völdum framleiðslu þeirra.
Hafa konurnar stofnað með sér
samtök. Halda þær því fram að á
umbúðum utan um pillurnar hafi
ekki verið fullnægjandi upplýsingar.
um hugsanlegar aukaverkanir, sem
fylgt gætu neyzlu þeirra.
Þekktur lögmaður í Kaliforniu,
Gerald Sterns, hefur tekið að sér
málareksturinn. Þykir hann mikill
sérfræðingur í bótakröfum gegn stór-
fyrirtækjum. Meðal annars var hann
lögmaður ættingja þeirra Breta sem
fórust í miklu flugslysi við París árið
1974.
í viðtali við brezka útvarpið sagði
Sterns lögmaður, að samkvæmt
bandarískum lögum væri skylt að
láta greinargóðar upplýsingar og
hugsanlegar aukaverkanir getnaðar-
varnapillnanna fylgja með þeim við
sölu í Bandaríkjunum. Þannig væri
þessu hinsvegar ekki farið í Bretlandi
og hefðu framleiðendurnir einnig
látið hjá líða að vara brezkar konur
við af sjálfsdáðum. Um það bil sextíu
eða sjötíu af hundraði þeirra brezku
kvenna sem neyttu pillunnar munu
nota bandarískar pillur. Formaður
samtaka kvennanna sem telja sig
hafa orðið fyrir skakkaföllum af
neyzlu þéirra fékk slag fyrir nokkru.
Hin opinbera stofnun, sem fer með
málefni fjölskyldunnar i Bretlandi
hefur tekið undir þá skoðun að nauð-
synlegt sé að fræða fólk um hugsan-
legar afleiðingar þes að nota getn-
aðarvarnapillur. í álitsgerð stofn-
unarinnar segir þó að sú fræðsla eigi
fremur að koma frá læknum en
framleiðendum. Um það bil þrjár
milljónir kvenna í Bretlandi eru
taldar taka getnaðarvarnapillur að
staðaldri.