Dagblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979. 9 Áhrifa farmannaverkfallsins fer að gæta: Ferskir ávextir nær þvf á þrotum —að undanskildum eplum — Lítið ef tir af sykri og hveiti — Kaupmenn byrjaðir að hamstra Farmannaverkfallið dregst á lang- inn og enn er ekkert sem bendir til samkomulags á næstunni. Skipin stöðvast því eitt af öðru. Óhjá- kvæmilega hlýtur þetta ástand að leiða til vöruskorts, ef fram heldur sem horfir. Dagblaðið leitaði í gær til tveggja heildsala og grennslaðist fyrir um ástandið þar. Ólafur Ó. Johnson, forstjóri O. Johnson og Kaaber, sagði að heildsalar byggju við það mikinn fjármagnsskort að leyst væri út vara eftir hendinni úr tollvöru- geymslu. Það væri því til ennþá tölu- vert af vöru á bakkanum. Þó sagði Ólafur að töluvert væri farið að bera á hamstri kaupmanna, sem myndi síðar leiða til hamsturs neytenda. Mjög hefur t.d. gengið á hveiti, haframjöl og hrisgrjón og sykur er alveg á þrotum hjá O. John- son ogKaaber. Þá sagði Ólafur að ávextir væru á leiðinni með skipum og ljóst væri að þeir yrðu að graut, ef ekki væri skip- að upp eða haldið góðri kælingu í lestum eftir að skipið er lagzt að. „Álagning á nauðsynjavöru er það lág,” sagði Ólafur, ,,að innflytjendur liggja ekki með hana. Að lokum greindi Ólafur frá þvi að kaffi ætti Kaaber til a.m.k. sex vikna. Einn helzti ávaxtainnflytjandi landsins er heildverzlun Björgvins Schram. Ávextir eru viðkvæmir i flutningi og ekki er hægt að liggja lengi með ferska ávexti. Magnús Erlendsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri heildverzlunarinnar, sagði að fyrir verkfallið, þegar ljóst var að hverju stefndi, hefði Eimskip gefið fyrirmæli um það að skipin tækju hvergi ferska ávexti. Þó hefði fyrir guðs lukku fengizt að landa rauðum eplum frá Kanada úr Brúarfossi og grænum eplum úr Háafossi. „Ég veit til þess,” sagði Magnús, „að ávextir eru á þrotum hjá stórum innflytjendum, svo sem Eggerti Kristjánssyni og Sambandinu. Við höfum þvi fengið nokkurs konar einkasölu á eplum, þótt það sé okkur þvert um geð og verðum að skammta eplin til viðskiptavina. Bananar eru búnir og appelsínur, vínber og fleira er á þrotum. Eplin hverfa á næsta hálfum mánuði.” „Þótt verkfallið leystíst í dag,” sagði Magnús, „líður a.m.k. mán- uður þar til við fáum ferska ávexti aftur. Þá er eftir að losa skipin, þau að sigla aftur út og losa og lesta og síðan aftur heim. Það er að vísu hægt að taka ávexti heim í flugi en það gerir enginn heil- vita maður því það kostar um 200 kr. á hvert kg, eða 4 þúsund krónur á hvern 20 kg kassa.” -JH. Stórir og stœöUegir lögregluþjónar eru traustvekjandiþegar leita þatf upplýsinga um I hvaða átt þetta er eða hitt. DB-mynd Ragnar. Síðasta fæðingabomba 1960: ÞJÓÐIN JAFNAR SIG EFTIR PILLUNA Frétt í blaðinu í fyrradag um óvenju margar fæðingar barna það sem af er þessu ári hefur vakið spurningar um hvað valdi og hvernig ástandið hafi verið undanfarin ár. Svo virðist sem nú sé þjóðin endan- lega að jafna sig eftir það mikla fall sem varð í fæðingatölu þegar pillan kom til sögunnar og að þau börn sem nú eru að fæðast gætu einnig verið börn stórra árganga fæddra milli 1950 og 1960. Árið 1977 var hið lélegasta síðan 1949 að því leyti hversu fá börn fæddust en þá hafði verið mikil fækk- un frá því að pillan kom til sögunnar á árunum um 1966. Flestar urðu fæðingar árið 1960 þegar fæddust 4979 börn. Strax árið eftir fækkaði fæðingum en mest var fækkunin á milli áranna 1966 og '61. 1969 reis fæðingatalan aftur en hægt, hrapaði aðeins ’73 og ’74 og fram á árið 1977. Fæðingum fjölgaði aðeins i fyrra. Ekki eru komnar endanlegar tölur um fjölda fæðinga þá. Eins og fyrr sagði hafa aldrei fæðzt fleiri börn en 1961. Það fólk sem fædd- ist þá er núna 18 ára og því byrjað að eiga börn sjálft. Árin á milli 1950 og ’60 var einnig mikil frjósemi, milli 4 og 5 þúsund börn fæddust á hverju ári. Það er líklega aðallega fólk sem fætt er þessi ár sem fæðir börn núna þvi töflur frá árunum 1971—’73 sýna að 36,3% barna fæðast er móðir þeirra er 20—24 ára. Hjónabandsbörnin fæðast er mæðurnar eru heldur eldri en óskil- getnu börnin er mæðurnar eru heldur yngri. Fjölgun þjóðarinnar er nú aftur komin á gott skrið eftir að hafa hrapað niðurárin 1966, 1967 og 1968. -DS. ANNEMARIE Ölatttól — DÖltlUfClIt 15 SNYRTIVÖRU- KYNNING verður í dag, fimmtudag, frá kl. 13—18 e.h. Þórunn Pétursdóttir snyrtifræðingur kynnir og ráðleggur um notkun ANNEMARIE BÖRLIND snyrtivara. Komið og kynnizt þessum frábæru vörum sem unnar eru úr náttúrlegum efnum. NANA S/F oílt fijric úflttiö VERZLUNARMIÐSTÖÐINNI FELLAGÖRÐUM. Heitar umræður á Alþingi: „Svavar komin með hugmynd Geirs” Við skiptaráðherra (Svavar Gests- son) er nú að leggja til sömu hug- myndina og Geir Hallgrímsson fram- kvæmdi í fyrra, sagði Vilmundur Gylfason (A) á Alþingi í gær um síð- ustu tillögur Álþýðubandalagsins í kjaramálum, sem DB hefur greint frá. Stjórnarstefnan í kjaramálum er gjaldþrota, sagði Vilmundur. Tvær fyrri vinstri stjórnir hefðu endað með skipbroti og stórsigri Sjálfstæðis- flokksins. Svo stefndi nú en hraðar en þá. BSRB-fólk hefði samþykkt vantraust á ríkisstjórnina. Nú kæmi til greina að endurskoða málefna- samning ríkisstjórnarinnar, endur- skoða aðferðir stjórnarinnar frá grunni, ella væru forsendur stjórnar- innar brostnar. Geir Hallgrímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins hóf umræður um kjaramál utan dagskrár. Geir sagði, að yfirlýsingar ráðherra í fjölmiðlum hefðu gengið á vbtl, út og suður. For- ystumenn stjórnarflokkanna bæru sakir hver á annan. Allirfái 3% „með samningum" Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra sagðist telja eðlilegt, að laun- þegar almennt fengju 3% hækkun eins og BSRB-fólk. Annað væri í mesta máta ósanngjarnt. „En til þess þarf samninga,” sagði forsætisráð- herra, ,,á milli aðila vinnumarkaðar- ins.” Ríkisstjórnin hefði kannski tapað orrustu en of mikið væri að segja, að hún hefði tapað stríðinu. „Ég held, að ríkisstjórnin verði að taka þessi mál fastari tökum,” sagði forsætis- ráðherra. Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra hvatti til, að komið yrði í veg fyrir vaxandi launamismun í þjóðfélaginu og verðlagsmál tekin fastari tökum. Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins sakaði sjálf- stæðismenn um hræsni í kjara- málum. -HH. an ál- plast- 01 Plasteinangrun, steinull, glerull m/eða pappírs, álpappírsrúllur, glerullarhólkar, einangrunarhólkar. Allt til einangrunar - og verðið hefur náðst ótrúlega langt niður vegna magninnkaupa. Byggingavörudeild Jli^ Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.