Dagblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 10
r BIADIB l»í.t jfandi: Dagblaöið hf. r •kvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjónsson. *'b':jómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Roykdal. Fróttastjórí: Ómar Vafdimarsson. ;hr-f,'tir Hailur Simonarson. Menning: AÖalsteinn Ingólfsson. AÖstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. • vdrit Ásgrímur Pólsson. <!:*öamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdótt- :r, C.issur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pótursson, Ólafur Geirsson, Siguröur Svorrisson. HÖnnun: Guöjón H. Pólsson. .(ösmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, Bjamloifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjólmsson; Ragnar Th. Sigurðs- n, Sveinn Pormóðsson. ;rifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þoríeifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Droifing- t rtjóri: Mór E.M. Halldórsson. ' tstjóm Siöumúla 12. Afgreiðsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. ftoalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Áskríft 3000 kr. ó mónuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. -ining og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: * -vakur hf. Skeifunni 10. ____________________ ___________ Olíufurstinn færminnst Ef mark væri á gamalli þjóðtrú, ættu olíufurstar Araba að hafa hnerrað stanzlaust síðustu árin. Svo mjög eru nenn þeim reiðir fyrir tíðar hækkanir á benzíni. Satt er, að verðspírall benzíns byrjar hjá olíufurstunum. En þeir hafa í raun- nni bara verið að lagfæra allt of lágt verð á afurðum akmarkaðrar auðlindar. Olían á langa leið fyrir höndum, þegar hún kemur úr borholunum. Margir mata krókinn á þeirri leið. Ef íslenzkir bíleigendur sætu að arabiskum hækkunum einum, kostaði benzínlítrinn innan við 100 krónur í stað 256 króna. Samkvæmt formúlunni þurfa dreifendur olíu eins og annarrar vöru að hækka álagningu sína og halda fastri álagningarprósentu til að hafa efni á sömu birgðum og áður. Eitthvað hefur þessi formúla raskazt hjá stóru olíu- félögunum úti í heimi. Síðustu ársreikningar þeirra sýna svo ofsalegan gróða, að olíufurstarnir blikna sumir í samanburðinum. Þessi gróði hefur aðeins að hluta verið festur í birgðum, því að stóru olíufélögin hafa verið önnum kafin við að kaupa upp fyrirtæki á alls óskyldum sviðum. Staðreyndin er sú, að stóru olíufélögin hafa hagnýtt sér framtak Araba og tekið enn stærri sneið sjálf. Þess vegna er heimsmarkaðsverð benzíns komið upp í 77 krónur á hafnarbakka á íslandi. Gagnvart íslandi leika Sovétríkin hlutverk olíufurst- ans og hins stóra dreifingarfyrirtækis. Olíusamning- arnir fylgja heimsmarkaðsskráningu í Rotterdam. Rússar hagnast á braski vestrænna olíufélaga ekki síður en olíufurstanna. Þegar olían er hingað komin, taka íslenzku olíu- félögin við. í benzíninu eru þau heldur betur þurftar- frek, því að þau leggja 35 krónur ofan á 77 krónurnar eða heil 45%. Þessi álagning á að duga fyrir öllum kostnaði við heildsölu og smásölu á landinu. Hún gerir það tæpast, því að olíufélögin eru sífellt fjárvana. En raunar er undarlegt, að 45% álagning á benzíni skuli ekki vera rífleg. Allt eru þetta smámunir í samanburði við síðasta okrarann, ríkið. Það leggur sjálft 191% ofan á inn- flutningsverðið eða 144 krónur á hvern lítra benzíns. Það er meira en helmingur af því, sem bíleigendum er gert að greiða, 256 krónum. Sovétmenn fá sem olíufurstar og -dreifendur ekki nema 30% af þessari upphæð, olíufélögin íslenzku 14%, en ríkið fær 56%. Hefur græðgi ríkisins nú leitt til þess, að benzín er hvergi dýrara í heiminum. Margoft hefur verið bent á, að engin sanngirni sé í fastri álagningarprósentu skatta á benzíni, því að ríkið hafi engan kostnað af dreifingunni. Ríkið sé einfald- lega að auka skattheimtuna. Viðskiptaráðherra og aðrir ráðherrar hafa viður- kennt ósanngirnina í aukningu benzínskatta. Samt hefur ríkisstjórnin ákveðið að hagnast um rúman milljarð áárinu af síðustu benzínhækkun. Það skiptir engu, þótt fé þetta sé notað til tvöföld- unar olíustyrks og afnáms söluskatts á gasolíu. Þetta er skattur eigi að síður, notaður til fjármagnstilfærslna í olíumálum. Þessar tilfærslur eru hættulegar eins og margar slíkar. Þær geta leitt til minni áhuga sveitarfélaga á virkjun jarðhita. Slíkum atriðum gleyma stjórnmála- menn oft, þegar þeir færa til fé. Spírall olíufurstanna er enn kominn í gang og mun leiða til frekari hækkunar hér á næstunni. Mun ríkið þá loksins geta hamið græðgi sína? DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979. ..... 111 ” Gaddafí bregzt enn bogalistin Gaddafi Lýbíuforseti hefur verið í óvenjumiklum önnum að undan- förnu. Arangur hefur þó tæplega verið sem erfiði. Honum mistókst að bjarga Idi Amin vini sínum frá falli í Uganda. Sendimönnum hans hefur einnig mistekizt að sannfæra hina heittrúuðu nýju leiðtoga í íran að hann haft ekki staðið að ráni á hátt- settum líbönskum trúarleiðtoga í fyrra. Talið er að sá hafl verið líflát- inn í fangavistinni. Áætlanir Gadd- afis i Afríkuríkinu Chad hafa einnig, að því er virðist, farið út um þúfur. Leiðtogi Chad, Oueddei forseti ríkisráðsins, sem Lýbíumenn studdu til valda, var varla setztur i stólinn þegar hann gerðist harðorður mjög í þeirra garð og ásakaði hermenn Lýbíu um innrás í land sitt. Þykja Gaddafi þetta að vonum litlar þakkir fyrir veitta aðstoð. Forsetanum ætti manna bezt að vera kunnugt um afskipti Lýbíu- manna af innanlandsmálum í Chad, þar sem hann hefur hangið við völd fyrir þeirra tilverknað. Hann er nú ekkert annað í augum þeirra en van- þakklátur hundur sem snýst gegn húsbónda sínum. Lýbíumönnum hefur gengið illa að finna einhvern aðila í Chad sem er þeim að staðaldri tryggur. Hefur gengið á ýmsu á þeim sjö árum sem Lýbíumenn hafa haft afskipti af þessum næstu nágrönnum í suðri, sem búa í stóru en fámennu ríki. Kannski er helzta ástæðan fyrir gæfuleysi Gaddafis og manna hans í Chad súað hann er að reyna að fram- kvæma tvö stefnumörk sem engan veginn geta farið saman. í fyrsta lagi hefur hann stutt hina hvítu múhameðstrúarmenn, sem eru af arabískum uppruna, í átökum gegn hinum svörtu kristnu þjóð- flokkum. Sem ákafur trúmaður vill Gaddafi auðvitað veg trúbræðra sinna sem mestan. Því miður búa múhameðstrúarmennirnir i norður- hluta landsins, sem er næst Lýbíu. reynir nú að endurheimta hermenn sína semerufangar Tansaníumanna eftir misheppnaða aðstoð við IdiAmin ERLEND Gwynne Dyeer Því landsvæði hefur Gaddafi aftur á móti mikinn hug á að ná undir form- leg yfirráð Lýbíustjórnar. Er þetta landsvæði um það bil eitt hundrað þúsund ferkilómetrar eða jafnstórt og allt ísland. Ástæðan fyrir áhuga Lýbíumanna á þessum hluta Chad er sú að þarna eru taldar vera miklar úraníumnámur og hefur Gaddafi mikinn hug á þeim. Fellur þetta að öðru miklu áhugamáli þjóðarleiðtogans í Lýbíu, en það er að komast yfir kjarnorkusprengju til að tryggja enn betur áhrif sín á sviði alþjóðastjórnmála. Vinir hans í Chad eru aftur á móti ekki á því að sleppa landi sínu. En Gaddafi lætur sig ekki og hefur enn ekki gefið eftir kröfur sínar svo að þetta veldur honum stöð- ugum vanda í samskiptum við trú- bræðursínaíChad. Oueddei, forseti ríkisráðsins í Chad, notaði fyrsta tækifærið sem gafst til aðsnúa baki við Lýbíumönn- um. Það tækifæri gafst þegar hann, Frakkar og Nígeríumenn beittu sér fyrir að hann yrði viðurkenndur sem leiðtogi landsins. Gerðist það á ráð- stefnu sem haldin var í fyrra. Hætti Oueddei þá fljótlega að hlýða fyrir- mælum Lýbíumanna. Gaddafi var þó ekki af baki dott- inn og stofnaði bara nýja skæruliða- hreyfingu í norðurhluta Chad. Með henni hyggst hann þrýsta á fyrri bandamann sinn. Forsetinn svaraði hins vegar á móti alls óhræddur og sakaði Lýbíumenn um innrás og segir hann þarlenda hermenn vera komna mörg hundruð kilómetra inn í Chad. Reyndar hafa líbýskar hersveitir verið stöðugt í norðurhluta landsins undanfarinn áratug. Ásakanirnar þjóna aðeins tilgangi núna vegna þess að Ouddei forseti telur sig ekki lengur hafa þörf fyrir aðstoð Lýbiumanna, sem, eins og áður sagði, komu honum upphaflega til valda. Um velfarnað farmanna —opið bréf til Benedikts Gröndals Ágæti ráðamaður, Fyrir kosningar í fyrra færðu eigin- konur okkar farmanna okkur þær fréttir &ð þú hefðir.flutt tillögu á þingi um bætta þjónustu útvarps og sjónvarps við þá er dvelja langdvöl- um, fjarri aðalmenningarneyslu- svæði landsmanna. Tillagan hét: „Tillaga til þingsályktunar um vel- farnað sjómanna á siglingu og í erlendum höfnum.” Eins og þú væntanlega veist berast tíðindi af merkum atburðum seint til okkar sem erum sífellt í útlandinu að sækja glingur fyrir landsmenn. Því notum við m.a. stutta viðdvöl í heimahögum til að spyrja almæltra tíðinda. Fréttir af skilningsríkum talsmanni á þingi glöddu okkur að vonum. Tillagan hlaut ekki afgreiðslu og hefur nú verið endurflutt af öðrum. En þessa dagana er á dagskrá annar velfarnaður farmanna, sem er sá að þeir fái sambærileg kjör og aðrir skattþegnar þessa lands. Það er alltaf matsatriði hvenær kjarabarátta er tímabær. 1. april sl. voru samningar okkar yfirmanna á farskipum útrunnir. Það þótti því eðlilegur tími til að fá þá endurskoð- aða. Við gerðum kröfu um að fá sömu kjör og aðrir launþegar í land- inu, sömu kjör og þeir fá sem geta notið útvarps og sjónvarps og sjá fjölskyldur sínar nokkuð oftar en hálfmánaðarlega. (Þeir á Hrauninu fá heimsóknir vikulega). Við fórum fram á að fá vaktaálag eins og aðrir vaktagangandi launþegar hér í rík- inu. Við fórum fram á að fá helgi- daga greidda með álagi. Við sem höldum oft jól með fjölskyldum okk- ar í nóvember eða febrúar sættum okkur ekki lengur við að fá hátíðis- daga unna fjarri heimilum okkar greidda með dagkaupi. Við fórum fram á að fá nám og ábyrgð metin að einhverja til tauna. Þeir virðast bfða Undirtektir við þessum kröfum okkar voru ákaflega lélegar. Eftir að hafa fengið afdráttarlaust afsvar við óskum okkar boðuðum við verkfall. Framkvæmd þessa verkfalls hefur verið eins væg og kostur er, og er sjálfsagt einsdæmi í íslandssögunni. Verkfallið er enn árangurslaust og okkur virðist að útgerðarmenn eða vinnuveitendur bíði eftir því að ríkis- valdið skerist í leikinn. Ríkisstjórnir hafa ekki brugðist þessu trausti vinnuveitenda og hafa verið sett W „Framkvæmd þessa verkfalls hefur veriö eins væg og kostur er og er sjálfsagt eins- dæmi í Islandssögunni...” m

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.