Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 11

Dagblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 11
a.m.k. þrenn lög til lausnar kjara- deilna farmanna. Þvi hefur verið haldið fram að við séum hátekjumenn. Það orð er auð- vitað fjandi teygjanlegt. Meira að segja menn sem hafa tugþúsundir á dag fyrir akkorðsvínnu eru kallaðir láglaunamenn og fá bætur sem slíkir. Akkorðið var víst reiknað út þegar allt önnur vinnubrögð voru tiðkuð. Mánaðarlaun mín fyrir 40 stunda vinnuviku eru kr. 256.332. Vinnu- veitendur hafa birt tölur um geipihá- ar tekjur farmanna. Þeir hirtu samt ekki um að geta þess hver vinna lá að baki. Sjómenn eru, eins og þú vænt- anlega veist, settir undir sjómannalög sem sumir kalla þrælalög á nútíma mælikvarða. í samningum stýri- manna stendur eftirfarandi skírskot- un til laganna: „Þegar hafnarvaktir eru staðnar telst vinnutími stýri- manna vera 8 klst., frá 0800—1200 og frá 1300— 1700, en skylt er stýri- manni að vinna á öðrum tíma, skv. ósk útgerðar, enda verði sú vinna greidd með yfirvinnutaxta A . . .” Það er nær sama hvaða störf menn stunda, ef þeir skila lengri vinnutima fá þeir fleiri krónur. Á íslandi eru lög um 40 stunda vinnuviku. Hafa flestir launþegar miðað kjör sín við hana. Það ætlum við líka. Hversu blankir? Hinn ungi, óreyndi talsmaður vinnuveitenda, Þorsteinn Pálsson, varpaði fram þeirri spurningu í sjón- varpsþættinum Kastljósi um daginn hvort farmenn gætu sýnt fram á auk- inn hag útgerðanna. Spyr sá sem ekki veit. Meðan hann var ritstjóri Vísis birtust oftlega greinar um farm- gjaldastríð Eimskips og Bifrastar, um útboð í málmblendiflutninga og skipakaup útgerðanna. Þegar jafn- mikil þjóðþrifamál og að reyna að drepa niður samkeppni með undir- boðum eru á dagskrá eru alltaf til nægir aurar og hagur biómgast. En eigi að borga mannsæmandi laun eru vinirnir blankir og fá félaga Þorstein til að spyrja í sjónvarpinu um aukinn hag. Kæri ráðamaður, Ég las grein eftir þig i Alþýðublað- inu 1. maí. Þar varst þú að tala um einhverja hátekjumenn með miklar kröfur. Ég trúi því ekki að þú hafir verið að tala um farmenn. Þá menn sem þú mundir svo vel eftir í fyrra. Um mennina sem þá og nú eru fjarri fósturlandsins ströndum að berjast við óblið náttúruöfl á notuðum skipum, keyptum af tannlæknafélagi i Kaupmannahöfn fyrir mishátt verð. Ef einhver skyldi minnast á bráða- birgðalög eða aðrar slíkar ráðstafanir á næstunni vona ég að þú minnist okkar með sama hlýhug og við til- löguflutninginn forðum. Með kveðju, Páll Hermannsson stýrimaður. Kjallarinn Páll Hermannsson „Samningana í gildi" Það mun flestum Ijóst að krafan um „samningana í gildi” var einung- is sett fram í því skyni að egna laun- þega gegn ríkisstjórn Geirs Hall- grimssonar og fá þá jafnframt til að greiða A.A.-flokkunum atkvæði sitt í kosningunum sl. sumar. Með febrú- arlögunum var stigið ákveðið skref til viðnáms gegn verðbólgu, og þá van- kanta sem á þeim lögum voru gagn- vart láglaunafólki hefði mátt sníða af ef verkalýðsrekendurnir hefðu borið hag launþega fyrir brjósti. Það sem verkalýðsrekendurnir höfðu hins vegar leiðarljósi voru kosningarnar framundan og þörf A.A.-flokkanna fyrir að skapa óánægju með þjóðinni. Því hófu Karl Steinar og Guðmundur J. Guð- mundsson útflutningsstríðið og kraf- an um „samningana í gildi” var sett fram. Nú tala verkalýðsrekendurnir ekki um „samningana i gildi”, það er hljótt um þá kröfu en þess í stað er sjálfsagt að versla með fyrri samn- inga og tala um félagsmálapakka. Skrípaleikur Verslunar- mannafélagsins og BSRB „Samanburðarfræði” Verslunar- mannafélagsins og BSRB hefur nú tekið á sig æði skrípalega og þó jafn- framt raunalega mynd. Fyrir nokkr- um árum var helsti rökstuðningur BSRB-manna fyrir kröfu um launa- hækkanir sá að vitna til launa versl- unarmanna í ýmsum sambærilegum störfum. Var jafnvel gengiðsvo langt að benda á þann „sannleika” að til ríkisins sæktu ekki nema lélegir menn og liðleskjur sem ekki fengju störf annars staðar, en einkafyrirtækin sætu að afburðafólki. Veruleg skelfing greip ráðamenn rikisins sem síðan hafa bætt svo hag ríkisstarfsmanna að rekendur þeirra toldu þá hafa efni á að kaupa sér samningsrétt fyrir kjarabót. Skrípaleikurinn tekur svo á sig þá mynd að nú spila verslunarmenn BSRB-plötuna og telja sig þurfa verulegar kjarabætur, enda hlaupi allir góðir menn til starfa hjá ríkinu. Þar séu laun svo há. Þannig bíta Guðmundur H. Garðarsson og Kristján Thorlacius í skottið hvor á öðrum, veita sér síðan áfram i hring og að sjálfsögðu til skiptis ofan á. Sá sem ofan á er fitnar og fyllist líkt og mylluhjól vatni og kaupvélin er komin í gang. Þessi skripaleikur er í gangi, ekki aðeins milli fyrrnefndra félaga heldur sitt á hvað í allri kjaramálaumræðu, t.d. réttlæta yfirmenn á kaupskipum kaupkröfur sínar með samanburði við undirmenn og undirmenn með samanburði við starfsmenn í landi, og kaupvélin snýst. Leiksýning iðnaðarmanna Þegar kjarabarátta iðnaðarmanna er skoðuð kemur í Ijós að i samning- um milli launþega og atvinnurekenda er annar aðilinn, atvinnurekandinn, í raun bæði ábyrgðarlaus og umboðs- laus. Atvinnurekendur iðnaðar- manna eru iðnmeistarar og fyrirtæki sem endurselja vinnuna. Atvinnurekendurnir geta jafnan treyst því að kauphækkunin komi beint út í verðlagið. Þeir hafa lika hag af því að hækkunin verði sem mest þvi að þeirra tekjur koma í pró- sentum ofan á umsamin laun. Af þessum ástæðum eru atvinnurek- endur iðnaðarmanna ekki í hinni nauðsynlegu vörn sem raunverulegir kaupendur vinnunnar. Viðsemjendur iðnaðarmanna ættu því í stað iðn- meistara að vera t.d. neytendasamtök og ríkisvald (verðlagsstjóri). En leik- sýning iðnaðarmanna heldur áfram og kaupvélin snýst. Kjarabaráttuna inn í kjörklefana Þetta slagorð heyrðist i síðustu kosningum og að sjálfsögðu er það hárrétt. Ríkisstjórn á að dæma í kjörklef- Kjallarinn Kristinn Snæland anum og rikisstjórn, sem rýrir kjör þegnanna að óþörfu, á vitanlega að fella ef unnt er. Kjarabarátta er og verður alltaf pólitísk þótt ávallt séu til svo hjartahreinir menn að þeir trúi því að starfsemi stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga sé sitt hvað og óskyld mál. Svo blessunarlega saklausir menn eru til að þeir kjósa aðalat- vinnurekandann í plássinu bæði í bæjarstjórn og inn á Alþingi, þótt svo þeir sjái vitleysuna í þvi að kjósa hann sem formann verkalýðsfélags- ins. Þetta dæmi er bláköld staðreynd og þúsundir launþega setja allt sitt traust í landsmálum og bæjarmálum á menn sem þeir myndu ekki einu sinni treysta sem dyravörðum á fundi í verkalýðsfélaginu. Þannig er vitan- lega rétt að kjarabaráttan á að fara fram í kjörklefanum og hún á að ná inn á Alþingi. Lýðræðið í hættu Það frelsi sem verkalýðsfélögin hafa nú til margs konar aðgerða i nafni kjarabaráttu hefur verið ofnot- að og jafnvel réttara sagt misnotað. Óbeit margra launþega á pólitík í verkalýðsfélögunum stafar af þeirri sannfæringu þeirra að pólitískir verkalýðsrekendur vinni ávallt í sam- ræmi við þá stefnu sem stjórnmála- flokkur verkalýðsrekendans mótar. Þetta er auðvitað rétt athugað. Verkalýðsrekendurnir fara fram með 'sanngirni og gera kröfur í samræmi við óskir síns flokks, þegar hann á aðild að ríkisstjórn, en böðlast áfram algerlega tillitslaust ella. Óvinveitt verkalýðshreyfing, aðdns eitt samband eða félag, jafn- vel mjög fámennt, getur gert ríkis- stjórn erfitt fyrir eða eyðilagt alveg nauðsynlegar aðgerðir hennar. Þegar svo er komið að lýðræðis- lega kjörin ríkisstjórn meirihluta þjóðarinnar kemur ekki fram málum sínum vegna pólitiskrar andstöðu hluta launþega, sem gætu verið agn- arlítill minnihluti meðal þjóðarinnar, þá er lýðræðið í hættu. Þá eru smá- kóngarnir farnir að ráða. Afnema ber verkfallsrétt Með því að færa kjarabaráttuna inn í kjörklefann er hálft skrefið stigið til þess að færa kjarabaráttuna á annað stig en nú er og hættuminna lýðræðinu. Með því að kjósendur hafi kjara- baráttuna í huga, er þeir koma að kjörborðinu, má færa kjarabarátt- una beint inn á Alþingi ( þar sem mestur hluti hennar er ávallt háður hvort eð er) og þá er sjálfsagt að af- nema með öllu verkfallsrétt og ekki aðeins hann, heldur er einnig rétt að afnema með öllu rétt verkalýðsfélag- anna til að semja um laun. Til þess að vernda Alþingi og lýðræðislegan rétt meirihluta þjóðar- innar er nauðsynlegt að stiga þetta skref. Kjararáð íslands Að sjálfsögðu mundu verkalýðsfé- lög starfa áfram en að öðrum málum en launamálum og án verkfallsréttar. Kjararáð íslands yrði stofnað og starfaði í nánum tengslum við Þjóð- hagsstofnun. Innan kjararáðs væru þrir fulltrú- ar, einn frá launþegum, annar frá at- vinnurekendum og hinn þriðji frá ríkisvaldi. Þessir þrír aðilar tækju ákvörðun um kjör og laun hverrar stéttar en hver þeirra fyrir sig gæti skotið ágreiningi til kjararéttar sem í sætu sjö menn sem kosnir væru í þjóðarat- kvæðagreiðslu er fram færi hverju sinni sem kosið væri til Alþingis. Með þessu væri lokið stjórnleysi á islenskum vinnumarkaði, \öld tekin af óábyrgum verkalýðsrekendum en lýðræðislegar leikreglur í heiðri hafð- ar. Kristinn Snæland. ,Meö W að kjóseenrd^eir koma að baráttuna i kjarabaráttuna borðinu, . 0„ þá er síálfeag ifnema meö ou V. J DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.