Dagblaðið - 10.05.1979, Side 12
íSuðurgötu
Blómleg starfsemi það sem eftir er árs
í sumar mun starfsemi gallerísins
vera fjölbreytt og hingað munu koma
erlendir myndlistar- og tónlistarmenn
með hugverk sín. Sjálfir munu þeir
Suðurgötumenn leggja land undir fót
og halda til ítaliu en þar hefur þeim
verið boðið að sýna í sumar. Siðan er
von á nýju hefti af „Svart á hvítu”
um mánaðamótin.
Goðafræði kvenna
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979.
....... ........—....
Sumarannir
Landshornaflakkari
í listinni
Þar næst mun hinn kunni bresk-
bandaríski myndlistarmaður og ljóð-
skáld, Dick Higgins, opna sýningu
þann 10. júní. Fyrir þá sem fylgdust
með Flúxushreyfingunni var Higgins
mikið átrúnaðargoð en hann lærði
hjá John Cage og hefur sýnt með
fjöldamörgum listamönnum sem nú
eru vel þekktir, t.a.m. Diter Rot,
Robert Filliou, George Brecht, Endre
Tót, Michael Gibbs o.fl. Higgins
hefur gefið út mikinn fjölda bóka og
bæklinga eftir sjálfan sig og aðra,
haldið einkasýningar um allar jarðir
og framið uppákomur — en hann var
m.a einn af upphafsmönnum slikrar
tjáningar. í Suðurgötu mun Higgins
sýna grafikseríu og lesa upp úr bók-
um sínum.
í júli sýnir ungur íslenskur nýlistar-
fyrrasumar. Mun Schmidt sýna verk
sem hann gerði hér á landi siðastliðið
sumar.
Náttúra og hljóð
í ágúst sýnir íslensk vefnaðarkona,
Rúna (Guðrún Þorkelsdóttir), en hún
hefur stundað nám í Hollandi. Þar
næst kemur portúgalskur nýlistar-
maður, Alberto Carnero, en hann
þykir standa einna fremstur í þeim
listum þar í Portúgal og hefur m.a.
verið fulltrúi lands sins á Biennalnum
í Feneyjum. Carnero notar náttúruna
og fyrirbrigði hennar í verkum sín-
um. { þeim mánuði klykkir út ítalski
listamaðurinn Mauricio Nannucci en
hann þykir mjög efnilegur í heima-
landi sínu. Verður hann hér sjálfur
með myndband, ýmis hljóð og ljós-
myndaverk. Nannucci sýndi m.a. á
Feneyjabiennalnum á sl. ári. í sept-
ember sýnir breskur myndsmiður,
Peter Betani, og síðan tekur við
Þessa dagana stendur yfir afmælis-
sýning aðstandenda en um hana
hefur verið fjallað í DB. Síðan mun
bandaríska myndlistarkonan Mary
Beth Edelson troða upp með verk sín.
Edelson er vel menntuð og þekkt
listakona og telja margir hana meðal
bestu kvenlistamanna í Bandaríkjun-
um. Hún hefur lengi fengist við að
kanna ýmiss konar goðafræði, hlut-
verk kvenna í henni og tengsl hennar
við nútímann. Nýverið framkvæmdi
hún helgiathöfn í helgum helli í Júgó-
slavíu og hafa ljósmyndir af þeirri at-
höfn hennar verið sýndar víða. Hún
hefur einnig fjallað um nomabrennur
miðalda í formi gjörninga (per-
formance), auk þess sem hún gerir
klippimyndir. Stendur til að hún
vinni verk í nágrenni Reykjavíkur
meðan hún dvelur hér og verður það
birt í bók um verk hennar sem út
kemur á næsta ári. Sýning Mary Beth
Edelson opnar 15. maí. Síðan mun
ung íslensk grafíklistakona, Edda
Jónsdóttir, sýna í Suðurgötunni og á
eftir henni sýnir þar íslenskur mynd-
listarmaður, Þór Elís Pálsson, sem
stundar nú framhaldsnám í Hollandi.
Norræna mynd-
listarmiðstöðin
komin í gagnið
Eins og áhugamönnum er eflaust
kunnugt var í fyrra stofnuö norræn
myndlistarmiðstöð á Sveaborg í
Helsinki og nú fyrir skömmu kom
forstöðumaður hennar, Erik Krus-
kopf, til landsins og hélt erindi um
miðstöðina i Norræna húsinu. Kom
þar fram að allt frá því að fyrsti nor-
ræni Biennalinn var haldinn árið
1939 ólu menn með sér von um að
setja mætti upp sérstaka myndlistar-
miðstöð fyrir Norðurlönd. Frá 1968
barðist Norræna myndlistarbanda-
lagið ákaft fyrir slíku fyrirtæki og
loks var miðstöðin formlega opnuð
þann 28. júlí 1978 áeyjunni Sveaborg
en áður höfðu farið fram miklar um-
ræður um það hvar hún skyldi stað-
sett. Fékk miðstöðin til umráða
fjölda herskála og bygginga frá því á
18. öld og þar starfar Kruskopf nú
ásamt skrifstofustúlku og ritara.
Samræming
sýninga
Starfsemin hefur verið furðumikil
frá byrjun. Eitt af mikilvægustu
verkefnum norrænu myndlistar-
stöðvarinnar er að skipuleggja og
samræma sýningarstarfsemina á
Norðurlöndum. Samnorræn högg-
myndasýning var haldin við opnun
og fer hún nú um öll Norðurlönd.
Miðstöðin tekur þátt í öðrum sýning-
um, m.a. með norrænum þátttakend-
um í Feneyjabiennalnum. Sýnd hafa
verið verk sænskra málara, dönsk
grafik, norskar teikningar og fyrir
skömmu var opnað fyrsta reglulega
sýningarhúsnæði miðstöðvarinnar,
„Strandkasemen” á Sveaborg.
Verður það um 5Ö0 fermetra á stærð
og í fimm sölum og verða þrír þeirra
notaðir eingöngu fyrir myndlistar-
sýningar. í fremsta salnum verður
veitingasala en fimmti salurinn
verður notaður fyrir mynda- og kvik-
myndasýningar. Tekur hann u.þ.b.
100 manns í sæti. Þar mun nýstofn-
aður kvikmyndaklúbbur hefja starf-
semi innan skamms. Nú stendur yfir
á vegum miðstöðvarinnar fundur um
skrásetningu listaverka á Norður-
löndum, m.a. með það fyrir augum
að koma allri norrænni myndlist inn
á tölvukerfi, til hagræðingar fyrir
áhugamenn, safnafólk og fræði-
menn.
Ókeypis aðstaða
Nýnæmi er að fimm vinnustofum
fyrir myndlistarmenn hefur verið
komið fyrir á Sveaborg. Ætlunin er
að vinnustofumar verði opnar mynd-
listarmönnum frá öllum Norðurlönd-
um. Einn myndlistarmaður frá
hverju landanna á að geta verið þar
samtímis, minnst 2 mánuði en mest i
eitt ár. Vinnustofurnar eru stórar og
rúmgóðar en af ýmsum stærðum og
allar eru þær með eldhúskrók eða
eldhúsi. Vinnustofurnar eru allar í
sama húsi og þar verður sameiginleg
setustofa. Er þetta ókeypis aðstaða
fyrir myndlistarmenn en sjálfir verða
þeir að sjá um kostnað við ferðalög
til og frá staðnum. Þetta eru fyrstu
samnorrænu vinnustofurnar fyrir
myndlistarmenn á Norðurlöndum og
er ekki að efa að þær eiga eftir að
koma að góðu gagni. -AI
Ljóðskáldió og myndlistarmaðurinn
Dick Higgins við bakstur.
t tilefni af tveggja ára afmæli sinu
óg til að kynna starfsemina næstu
mánuði kölluðu aðstandendur
Gallerísins við Suðurgötu til fundar i
vikunni. Kom þar fram að frá þvi í
apríl 1977 hafa 30 sýningar verið
haldnar að Suðurgötu 7, auk þess
sem uppákomur ýmiss konar og tón-
listarflutningur hefur farið þar fram.
Mary Beth Edelson framkvæmir gjörning er kallast „Að virkja orku eldfuglsins”,
maður, Hannes Lárusson, en hann
hefur stundað framhaldsnám í
Kanada. Síðan er Planstudio Siep-
mann aftur á ferð en þeir sýndu ljós-
tnyndir í galleriinu í fyrrahaust. Nú
munu þeir fremja hér gjörninga. Þar
á eftir kemur breski listamaðurinn
Peter Schmidt en hann ávann sér
mikla hylli með fingerðum vatnslita-
myndum er hann sýndi í galleríinu í
þýskur vídeó-listamaður, Wolf
Kahlen, en hann er talinn með þeim
bestu í sínu fagi í heimalandi sínu.
'Hér sýnir hann ljósmyndir en ætlar
að vera hér með vídeó seinna á árinu.
Létu þeir Suðurgötumenn þess
getið að fjöldi annarra beiðna lægju
fyrir um sýningarhald en vegna pláss-
leysis verði ekki hægt að sinna þeim
öllum. -AI
Skihagerðarvél
Skiltagerðarvél fyrir plast til sölu ásamt fylgivélum og
lager af efni. Gott tækifæri fyrir þann sem vill skapa sér
sjálfstæðan atvinnurekstur.
Tilboð sendist í pósthólf 113 210 Garðabæ fyrir 15.
þ.m.
Heimsborgarinn
Tryggvi
Tryggvi Ólafsson fær góða
dóma í dönskum blöðum
DB hafa borist fréttir af sýningu
sem Tryggvi Ólafsson myndlistar-
maður hélt í apríl í Gallerí Mag-
stræde í Kaupmannahöfn. Voru þar
málverk og klippimyndir til sýnis.
Sýningunni var vel tekið af dönskum
gagnrýnendum. Rýnir blaðsins Land
og folk segir m.a.: „Tryggvi Ólafs-
son er fyrst og fremst maður með
sterka málaraeiginleika. Liturinn og
formið er ávallt það sem mestu máli
skiptir í myndinni. Innihaldið verður
að lúta þessu tvennu. Aðferðir hans
við að byggja upp myndirnar geta
minnt á popplistina, með einföldun
hennar á lit og linum og áhersluna á
útlínuteikningu teikniseríanna. En
manni kemur einnig í hug málari eins
og Matisse. Tryggvi Ólafsson er mál-
ari sem gerir tilraunir en hann er
einnig málari sem vinnur vísvitandi á
grundvelli gamallar hefðar í mynd-
list. M.a. þess vegna eru myndir hans
svo auðskildar. Þessi sýning er full af
Tíðindi
af myndlist
sjónrænum gæðum.” Pierre
Liibecker, gagnrýnandi Politiken,
segir m.a. „(Tryggvi) virðist hafa
hæfileika sem eru að þróa hann yfir i
heimsborgara. Þetta stafar ekki ein-
göngu af stíl hans, sem skyldur er
popplist og enn nýtur alþjóðlegrar
hylli, heldur vegna afstöðu hans til
mannlífsins . . . Hann nær að hafa
áhrif á áhorfandann, fær hann til að
hugsa sig um og taka afstöðu. En það
er engin ástæða til að halda að mynd-
list hans sé áróðurskennd eða bók-
menntalegs eðlis. Hún nærist af sjón-
rænum áhrifum, margræðum sjón-
rænum áhrifum og hún öðlast gildi
sitt í hinni hreinu myndrænu gleði.”
Svo mörg voru þau orð. -AI
Fjórar hliðar á Tryggva Ólafssyni.
hREvrLL
Sími
8
55
22