Dagblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979. Smekkvísi, jafnvægi, hófsemi 13 Danskur listiðnaður í sviðsljósinu Hvernig stendur á bví að Danir standa svona framarlega í allri hönnun? Að öðrum Norður- landaþjóðum ólöstuðum (og gleymum ekki yfirburðum Finna á sumum sviðum . . .) hefur engin þeirra átt eins mikinn þátt í því að móta nútíma listiðnað og hönnun i heild eins og Danir og þá er næstum sama hvar borið er niður: i húsgagna- gerð, keramík, vefnaði, skartgripum o.fl. Stafa yfirburðir þeirra af kjarn- miklu fæði, legu landsins, rækilegri skólun, stöðugu aðhaldi eða ein- hverju öðru? Ég veit ekki svarið og það er ekki heldur að Finna í skrá þeirri sem fylgir hinni afburða glæsi- legu sýningu í Norræna húsinu sem húsið sjálft, Danska listiðnaðarsafn- ið og félagið Listiðn standa fyrir i kjallara Norræna hússins fram til 20. maí. Sérstök velvild Er miður að ekki skuli reynt að fylgja sýningu af þessu tagi úr hlaði með myndarlegri sýningarskrá en í staðinn skulum við vona að fólk dragi þeim mun meiri lærdóm af sýn- ingargripunum. Mér skilst að það sé mjög óvenjulegt að Listiðnaðarsafn- ið í Kaupmannahöfn sendi muni sína út um hvippinn og hvappinn og mun það aðeins hafa gerst einu sinni áður. Þá var tilefnið heimssýning í Banda- ríkjunum. Það ber því vott um sér- staka velvild safnsins og forstjóra þess, Erik Lassen, í garð íslendinga að þessi sýning skuli sett saman með okkur í huga. Ekki er nóg með það að reynt hafi verið að velja fallega gripi til sýningar heldur hefur þeim verið komið fyrir af slíkri smekkvísi að það er ný upplifun að ganga um sýningarsalina. Gripirnir eru passlega margir og þeim er stillt upp þannig að hóflegt rými myndast milli þeirra, fjölbreytnin er mátuleg og augað hverfur frá einu til annars með eðli- legum hraða. Danskt svipmót Á miðju gólfi hangir vefnaður sem að hluta til lokar gönguleiðum og beinir sýningargestinum þá leið sem aðstandendur vilja láta hann þræða til að sjá munina í sem bestu sam- hengi. Aðrir vefir eru hálfgagnsæir þannig að í gegnum þá grillir í annan vefnað, forvitnin er vakin og menn greikka sporið að einhverju tak- marki. í ofanálag er sterkur heildar- svipur á sýningunni, sem alls ekki er tilbúningur þeirra sem völdu verkin sem maður virðir fyrir sér spilaborð Kaare Klints, sambrotsstól Hans J. Wegner, gluggatjaldaefni Inge Toft, vef Nönu Nissen, fat Myre Vase- gaard, bikar Per Lutken (góðkunn- ingi frá í vetur) eða hálfkeðju Helgu og Bent Exner (annar góðkunningi). Lrfleg hugsun Samt eru þessi verk alls ekki of- unnin og blóðlitil þvi undir niðri bær- ist lifleg hugsun og kvik kímni sem stundum brýst upp á yfirborðið með góðlátlegum hlátri eins og í Fiski- manni Tine Abrahamsson og Leik- fangaslöngu Roselil Schadesem trón- ar einnig á plakati frá Listiðnaðar- safninu. Segir þetta ekki eitthvað um Dani sem einstaklinga og þjóð? Það vilja margir meina. Það er nær ógerningur að fjalla um alla þá listmuni sem þarna eru af þeirri nákvæmni sem þeir verðskulda og draga af þeim rétt- mætar ályktanir. Það verða skólar og íslensk listiðnaðarsamtök að gera sjálf. En það er gaman að sjá þarna uppsprettu tekk-æðisins sem gekk Garður stórmógúlsins, Nýju-Dehli, Ópus III, þrykkt og málað veggteppi — Ruth Christensen. Vasi úr harðbrenndum leir, 1976 — Else Kamp Jensen. heldur virðist hann einstaklega danskur. í hverju liggur þetta danska svipmót? Það er kannski ekki auðvelt að hafa á því hendur en kannski mætti nota orð eins og smekkvísi, fínleiki, jafnvægi, hófsemi. Þetta eru lýsingarorð sem sækja á mann hvort yfir ísland og Evrópu alla á sjötta áratugnum uns allir urðu dauðleiðir á því. Merkilegt nokk standa þau hús- gögn Dana enn fyrir sínu — einmitt fyrir það að í þeim er funi skapand- ans en ekki eftirapans. Og tekkskál- arnar — hvað skyldum við hafa Listiðnaðarsafnið i Kaupmannahöfn. keypt margar slíkar undir salatið okkar siðastliðin 20 ár? Hér er senni- lega að finna ,,Ur-tekkskálina” eftir þá Finn Juhl og Kaj Bojesen. Engu ofaukið Það er finlegur fúnkis-svipur á húsgögnunum — þau eru einföld og stílhrein en samt þægileg. Það veit ég því égstalst til að setjast á stóla á sýn- ingunni. Þægindin ná hámarki i ,,eggi” Arne Jacobsen, sem ci víðs- fjarri öUum harð-fúnkis en einstak- lega notalegt. í vefnaði eru öll stil- brigði notuð, svo og margar vef- tegundir. Þó er í honum hreinleg geó- metrisk lína með blandi af fínlegum „exótisma”, sbr. Garð stórmógúlsins eftir Ruth Christensen. Keramik er nær undantekningarlaust fáguð og smekkleg, gróf áferð virðist illa þokkuð, svo og allar róttækar til- raunir með grunnformið, skálina eða ílátið. Glerjungur er mikið notaður en þó hvergi um of og postulínið er dægilegt. Sjálfur hafði ég einna mesta ánægju af vasa Bo Kristiansen þar sem bókstafir eru notaðir og mynda ljóð. í skarti er engu ofaukið en mikið gert til þess að draga fram tilbreytingar viðeinföld form. En hér er sönn upplyfting á ferð- inni og það er ekki hægt annað en enda á góðu gömlu tuggunni: „Sjón er sögu ríkari”. BÍLALEIGA Til sölu er bílaleiga á góðum stað, leiguhús- næði, um 250 ferm, góð aðstaða. Hentugt að reka verkstæði eða sprautun jafnhliða. Til- boð leggist inn á augld. DB merkt „Bíla- leiga" fyrir 15. maí. HÖGG- DEYFAR íflestartegundir bif reiða á ótrúlega hagstæðu verði. Póstsendum um allt land HÖGGDEYFIR Dugguvogi 7 — Sími 30154 Stýrisdemparar Gasdemparar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.