Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 17

Dagblaðið - 10.05.1979, Qupperneq 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAt 1979. y Norræn sálfræðiráðstefna í Reykjavík: Geðveiki bama ræðst af stöðu foreldra ) —vandlifað f henni veröld Hvort barninu þínu gengur vel í skóla, hvort það á við sálræn vandamál að stríða, hvort það er árásargjarnt og hvort það er á annan hátt geðveilt veltur að langmestu leyti á þér sjálfum. Leikfélagar barnsins, skólinn og greind þess sjálfs hafa að vísu áhrif en ekki eins mikil og þú. Ef þú vilt forða barninu þínu frá mörgum vandamálum, til dæmis geðveilu og slæmri frammistöðu í skól- um, er margt sem þú ættir að forðast. Þú ættir alls ekki að vera verkamaður. Þá síður sjómaður sem er lengi að heiman. Né heldur máttu vera vakta- vinnandi kona sem mikið er að heiman. Þú mátt ekki vera alkóhólisti. Þú mátt ekki vera geðveikur. Þú mátt ekki slíta sambandi við hitt foreldri barnsins. Þú mátt ekki sýna barninu of lítinn aga. Þú mátt ekki vantreysta þér í uppeldishlutverkinu. Þú mátt ekki vera eigingjarn. Þú mátt ekki eignast börnin of ungur og svo framvegis líklega í það óendanlega. Það er vandlifað í henni veröld. Þessi atriði sem hér hafa verið rakin hafa komið fram á fyrstu dögum norrænnar ráðstefnu sálfræðinga „Barnið 1979”. Reyndar er málið ekki alveg svona einfalt. En komið hefur í ljós í umræðum sálfræðinganna að viss tengsl eru á milli stöðu foreldranna og þess hvemig börnunum reiðir af. Staða og einkunnir Má til dæmis segja frá ritgerð sem þeir Sigurjón Björnsson sálfræðingur og Þórólfur Þórlindsson félagsfræð- ingur hafa unnið og gerðu grein fyrir. Þar kemur fram það sem allir vissu að mikil fylgni er á milli greindar barna og þess hvernig þeim gengur í skóla. En einnig kemur í ljós það sem færri vissu: að fjölskylda hefur ekki minni áhrif. Staðan í hinum merka stéttarstiga hefur þar ekki sízt mikið að segja. Börnum verkamanna gengur verr en börnum manna úr forstjórastétt. Þegar greindin er athuguð án þess að félagsleg staða barnanna sé athuguð í leiðinni kemur í ljós að hún ein hefur ekki mikið að segja. En sameiginlega skýra greind og félagsleg staða 60% af einkunnum barna. Geðveiki líka Og það eru ekki bara einkunnir í skólum sem ráðast af stöðu foreldr- anna. Það gerir geðveikin líka. Geð- veiki er áberandi meiri hjá börnum í lægri stéttum en hærri og sérlega áber- andi í þeim fjölskyldum sem eru sundr- aðar. Sigurjón, Þórólfur og Wolfgang Edelstein eru núna að rannsaka af hverju svona miklu munar, af hverju hinn félagslegi mismunur stafi. Sjómenn og geðveiki Helga Hannesdóttir læknir gerði grein fyrir rannsókn sinni annars vegar á börnum sjómanna og hins vegar á börnum landverkafólks. Kom í ljós að börn sjómanna eru oftar haldin sálræn- um vanda en böm manna í landi. Sá munur er reyndar það lítill að hann er ekki marktækur. Hitt er þó marktækt að börn sjómanna eru oftar haldin, alvarlegum geðkvillum og eru með fleiri einkenni en börn landverkamanna. Þó skiptir máli hversu oft makar sjómann- anna ræða um þá við börnin og hversu hlýlega þaðergert. Útivinnandi mæðurog alkóhólistar í máli erlendra sérfræðinga kom meðal annars fram að börn útivinnandi kvenna eru oftar í sálrænum vanda en önnur, sérlega þó ef móðirin er lang- dvölum að heiman eða vinnur vakta- vinnu. Það kom einnig í ljós að börn KOPAVOGSHÆLIÐ: „Skaði að þingmenn skuli ekki geta orðið hátfvitar^ „Fyrir fimm árum báðum við um 100 nýjar stöður en höfum nú fengið sem svarar níu stöðum,” sagði einn starfsmanna Kópavogshælis í viðtali við DB, en á almennum fundi starfs- manna hælisins var samþykkt ályktun, þar sem „harðlega er mót- mælt því ófremdarástandi sem skapazt hefur vegna fækkunar starfs- fólks á deildum hælisins”. Segir ennfremur í ályktuninni, að „heimildir fyrir starfsmannahaldi hafi lengi verið allt of lágar. . . . Nú hefur stjórn Ríkisspítalanna gefið út þá tilskipun að ekkert verði ráðið umfram heimildir. Þetta kippir grundvellinum undan öllum fram- förum sem orðið hafa í málefnum vistfólks heimilisins undanfarin 3—4 ár”. „Við höfum orðið að stela frá þjóðinni með því að ráða fólk í heimildarleysi,” sagði einn starfs- mannanna sem DB ræddi við. „Svo kemur tilskipun ofan úr fjármála- ráðuneyti um að nú skuli staðið við fjárlög og því erum við að springa núna.” Starfsmenn þeir er DB ræddi við voru sammála um að helzt vantaði menntað fólk til starfa, en vistmenn eru nú 180 talsins, á aldrinum 2ja til 74 ára. Starfsmenn sem heimild er fyrir eru 170, og telja talsmenn starfsfólksins að þeir þurfi að vera a.m.k. 250talsinsef veleigi að vera. Á Kópavogshæli vinnur hluti vist- manna við ýmis störf, m.a. við að lima auglýsingamiða á eldspýtu- stokka. Þessi störf færa þeim tekjur og hafa mörg fyrirtæki snúið sér til hælisins með beiðni um að fá vistfólk til þess að vinna fyrir sig ýmis einfaldari störf, sem það er fullfært um að innaaf hendi. DB-mynd Bjarnleifur. „Hér er fyrst og fremst skortur á menntuðu fólki til iðjuþjálfunar- starfa, en með því að halda vist- mönnum við störf mætti um leið spara töluverðar fjárhæðir í manna- haldi. En það er í rauninni skaði að enginn ráðherra geti orðið hálfviti. Þá myndu þeir sjá ástandið ef marka má það að tveir fyrirmenn þurftu á endurhæfingu að halda. Þá átti strax að drífa ; því að byggja sundlaug fyrir þá,” sögðu starfsmenn. -HP. Rxðst það strax við fæðingu barnsins hvernig þvi gcngur 1 skóla og hvort það verður geðveilt einhvern timann ævinnar? DB-mynd Hörður. alkóhólista eru oft í miklum sálrænum vanda þó lítill gaumur hafi verið gefinn að þvi hingað til. Fyrstu börn foreldra, sérlega ef for- eldrarnir eru mjög ungir er börnin fæðast, eru einnig í vanda þegar foreldrunum finnst þeir ekki geta' staðið undir uppeldi barnanna, sem reynist oft erfiðara en búizt var við í fyrstu. Líka kom fram að neyzluþjóðfélag nútímans er að flestu leyti erfitt fyrir börn. Kjarnafjölskyldan stendur oft ótraustum fótum en er um leið það einangruð að annað en til hennar geta börnin vart leitað. Lausnin er kannski að hætta að eiga böm? -DS. Starfsemi Sements- verksmiðju ríkisins 1978 1. Sölumajjj/i alls 130.456 tonn Selt laust sement Selt sekkjaö sement Selt frá Akranesi Selt frá Reykjavík Portlandsement Hraðsement Litaö sement 64.515 tonn 65.941 — 49.45% 50.55% 130.456 tonn 100.00% 57.774 tonn 72.682 — 44.29% 55.71% 130.456 tonn 100.00% 100.388 tonn 29.992 — 76 — 76.95% 22.99% 0.06% 130.456 tonn 100.00% 2. Rekstur Heildarsala Frá dregst: Flutningsjöfnunargjald Solulaun Afslættir Söluskattur Landsútsvar Framleiöslugjald Samtals Aðrar tekjur Framleiöslu- kostnaöur Aðkeypt sement og gjall Birgöaaukning 318.8 — 158.4 Flutnings- og solukostnaður Stjórnunar- og alm. kostnaöur Fjármagns- kostnaóur + fjármagnstekjur Tap af verk- smiöjurekstri Tap á útgerö nys Freyfaxa og m/s Skeiöfaxa Reksfralfiplli Birgðamat i meginatriöum F.f.F.O. 3. Efnahagur 31.12.1978 346.3 150.6 785 0 m.kr. 2.208.4 m.kr. 10.9 m.kr. 2.219.3 m.kr. 1.631.4 m.kr 587.9 m.kr. 496.9 91.0 m.kr. 159 0 68.0 m.kr. 268 - 94.8 m.kr. Ekgnlr: Veltufjármunir Fastafjármunir 1 055.5 m.kr. 2.987.1 - 4.042.6 m.kr. vw Skuldlr og elglö fé: Lán til skamms tíma Lán til langs tíma Framlag ríkissjóös Höfuöstóll 4. Eignabreytingar Upprunl fjármagna: Frá rekstri a. Tap b. Fyrningar Lækkun skuldabréfa- eignar Ný lán Hækkun lána v/gengis- og visitölubrt Hækkun fastafjárm. Endurmat birgöa Ráðstöfun fjármagns: Fjárfestingar Endurmat fasteigna Afb. stofnlána Minnkun á hreinu veltufé 5. Ymalr þættir Innflutt sementsgjall Innflutt sement Framleitt sementsgjall Aökpyptur skeljasandur Aókeyptur basaltsandur Unniö líparit Innflutt gips Brennsluolía Raforka Mesta notkun rafafls Mesta sumar- notkun rafafls 6. Rekstur sklpa Flutt samtals meó eigin skipum Flutt var sement á 38 hafnir Annar flutningur 0.2 6.2 364.5 - 42.1 — 24.9 626.7 m.kr. 103.8 m.kr. 426.5 162.7 — 693.0 m.kr. 26.300 tonn 87 — 95.900 — 100.650 m1 10.700 — 28.900 tonn 7.392 — 12.052 — 13.801.250 kwst 2.220 kw 2.760 — 108.626 tonn 40.388 — 1.014.0 m.kr. 851.3 — 1.865.3 m.kr. 12.2 — 2.165.1 - 4.042.6 m.kr. 94.8 m.kr. 283.6 — 188.8 m.kr. Innflutningur meö m/s Freyfaxa Gips og gjall Annaö Innflutningur með öörum skipum 6.674 tonn 452 — 27.020 tonn 248 — Gips og gjall Annaö Flutningsgjald á sementi út á land aó meöaltali 2.420 kr./tonn Úthaldsdagar eigin skipa 679 dagar 7. Halldartaunagraiðslur fyrlrtæklslns Laun greidd alls 1978 759.1 m.kr. Laun þessi voru greidd alls 318 launþegum þar af 160 allt áriö. 8. Nokkrar upplýslngar um eiglnlelka sements Styrkleiki portland- sements frá Sementsverk smiöju ríkisins aó jafnaöi eigi minni en. Styrkleiki samkvæmt íslenskum sements- staöli, lágmark Þrýstiþol 3 dagar 230kg/cm3 175 kg/cmJ 7 dagar 300kg/cmJ 250 kg/cmJ 28dagar 400kg/cmJ 350 kg/cmJ Togþol 3 dagar 50 kg/cm1 40 kg/cmJ 7 dagar 60kg/cmJ 50 kg/cmJ 28dagar 80kg/cmJ 60 kg/cmJ Fínleiki: >3000 cmJ/g >2500cmJ ,g Efnasamsetning ísl. sementsgjalls: Hámark skv. ísl staöli f. sement Kísilsýra, SiO, 20.6% Kalk, CaO 64.3% Járnoxíó, Fe,0, 3.7% Áloxiö, Al ,0, 5.2% Magnesiumoxíö, MgO 2.5% 5% Brennisteinsoxíö, S0, Alkalisölt, natriumoxíö- 0.9% jafngildi, Na,Oeq 1.5% óleysanleg leif 0.8% 2% Glæöitap 0.3% 99.8% SEMENTSVERKSMIÐJA RIKISINS

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.