Dagblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 28
Setur Alþýðubandalagið úrslitakosti? KAUPHÆKKUN FLUGMANNA TEKIN AFTUR — samkvæmt tillögum flokksins — 3% með lögum, segir Alþýðubandalagið — 3% með samningum, segir Ólafur Mikill ágreiningur hefur komið upp um launamálin milli Alþýðu- bandalagsins og Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra. Þingflokkur Alþýðubandalagsins gekk á fundi með verkalýðsforingjum flokksins í gærkvöldi endanlega frá tillögum, sem voru lagðar fyrir ríkisstjórn um hádegið í dag.Þar ergert ráð fyrir, að ríkisstjórnin keyri gegnum Alþingi í byrjun næstu viku lög, sem gefa öllum 3% kauphækkun, sem hafa innan við 380 þús. í mánaðartekjur. Forsætisráðherra og Framsóknar- flokkurinn komu sér í gær niður á tillögur, sem eru ólíkar þessu, að því leyti að Iaunþegum er ætlað að „semja” um þessa 3 prósent hækkun og lofa að ganga ekki lengra í grunn- kaupshækkunum í ár. Framsóknarmenn vilja reyna að fá samstöðu um þetta við forystumenn helztu launþegasamtaka. Eftir það verði auðveldara að ráða við minni hópa, svo sem með sérstökum lögum, sem stöðvi þá. í tillögum Alþýðubandalagsins segir, að sett skuli þak á vísitölu- greiðslur við 380 þús. króna mánaðarlaun, sem þýði, að kaup- hækkun flugmanna verði tekin aftur og þeir fái ekki meira en margir aðrir. Alþýðubandalagið vill, að stofnuð verði sérstök yfirnefnd í verðlags- málum, sem hafi öll völd um þau og leyfi ekki verðhækkanir nema vegna erlendra verðhækkana eða ef rekstrarstöðvun vofir yfir. Innan Alþýðubandalagsins er vax- andi fylgi fyrir því, að flokkurinn setji stefnu sína í launamálum fram sem úrslitakosti og fari úr ríkisstjórn, verði ekki á hana sætzt. -HH. frfálst, úháð daghlað FIMMTUDAGUR 10. MAÍ1979. Atvinnuleysi minnkar Atvinnulausum mönnum i kaupstöð. um og kauptúnum landsins hefur fækkað úr 544. 31. marz í 522 þann 30. apríl. Flestir eru vitaskuld atvinnu- lausir í Reykjavík eða 246 en mest hefur fjölgun atvinnulausra orðið á Siglufirði. Þar hefur þeim fjölgað úr 6 í 40 á einum mánuði. Á Hólmavík hefur atvinnulausum einnig fjölgað mikið, úr 10 í 29. -DS. Tvennir tvíburaráþr „ER RÉ BYRJ —segirmóðirfjögu státinna stráka Katrín með Jóhannes Pál og JCrlstján Árna á fæðingardeild í geet'. Á minni myndinni er Gunnar að.koma Gunnari og Andrési (t.h.) í rúmið í gærkvöld. DB-myndir: Ragnar Th. Tjaldanesmálið: Gögnin til ráð- herra eftirhelgi „Öll gögn í málinu, sem Réttarvernd hefur undir höndum verða afhent ráð- herra, en trúlega verðum við ekki búin að undirbúa málið fyrir helgi,” sagði Ellert Guðmundsson, formaður íslenzkrar Réttarverndar í viðtali við Dagblaðið í morgun. Eins og fram kom í Dagblaðinu í gær, bað Magnús H. Magnússon heilbrigðisráðherra um að fá gögnin i Tjaldanesmálinu þegar í stað inn ásitt borð. ,,Við eigum eftir að ljósrita hluta af gögnunum og raða jsessu upp, en ættum að geta afhent ráðherra þau ekki síðar en á mánudag,” sagði Ellert ennfremur. Ráðherra mun síðan taka ákvörðun um frekari rannsókn þeirra alvarlegu ásakana, sem nokkrar fyrrverandi starfsstúlkur hafa í frammi um for- stöðumann heimilisins. -HP. Farmannadeilan: Sáttafundur Þau gera það ekki endasleppt við fjölgun þjóöar- innar, hjónin Katrín Andrésdóttir og Gunnar Kristjáns- son í Reykjavík. Klukkan ellefu að morgni 6. maí ól Katrín aðra tvíbura þeirra hjóna. Hinir fyrri eru fæddir 7. maí fyrir þrem árum. Á að eiga eina á þriggja ára fresti? ,,Já, ég er bara rétt að byrja,” sagði Katrín er við litum til hennar á Fæðingarheimili Reykjavíkur síðdegis í gær. Katrín er 25 ára, íþróttakennari að mennt. ,,En ég er svo gamaldags að mér finnt móðirin eiga að vera heima hjá börnunum. Það kemur ekki til mála að ég fari út að vinna,” sagði hún. Gunnar er fulltrúi í Búnaðarbankanum. „Launin hrökkva varla til að seðja alla jyessa svöngu munna,” sagði Katrín. Nýju tvíburarnir voru 11 og 12 merkur þegar þeir fæddust en eldri bræður þeirra nokkuð þyngri við fæðingu eða 13 merkur. Yngri strákarnir hafa þegar hlotið nöfn þó ekki sé búið að skíra þá formlega. Sá eldri heitir Jóhannes Páll (ekki í höfuðið á páfanum heldur eftir afaog langafa) og sá yngri Kristján Árni. „Ég vissi mánuði áður en hinir fæddust að það væru tvíburar. En mig grunaði það alltaf með þessa. Nei, ég kvíði alls ekki fyrir að koma heim. Ef börnin eru heil- brigð er virkilega gaman að hugsa um þau. Auðvitað hefði verið gaman að fá eina stelpu en kynið skiptir engu. Heilsan er fyrir ölluj’ sagði hin ánægða móðir. DS. ídag Sáttafundur í farmannadeilunni hefur verið boðaður kl. 16 í dag og verður haldinn hjá sáttasemjara Torfa Hjartarsyni. Tíu skip hafa nú stöðvazt vegna verkfallsins, sem hófst fyrir 16 dögum. Unnið er við losun eða lestun á 11 skipum, en átta skip hafa undanþágu til losunar á ströndinni og önnur átta eru á leiðinni til landsins. Tuttugu skip eru enn erlendis. Samninganefnd FFSÍ hefur rök- studdan grun um að verkbann vinnu- veitenda hafa verið sett í óþökk a.m.k. tveggja útgerða og vekur athygli á því að verkfall er ekki sett á til að gera ’einni útgerð kleift að lama samkeppnis- aðstöðu annarra útgerða. -JH. LEIGUBÍLA- SK0RTURINN ÚR SÖGUNNI ? Ný reglu- gerð um vakta- skipti á leigubílum gefin út í gær „Við áttum fund með ráðherra í morgun og hann féllst á tillögur nefndarinnar, og var reglugerðin gefin út í morgun,” sagði Birgir Guðjónsson fulltrúi í samgöngu- ráðuneytinu í samtali við DB í gær en hann átti sæti í nefnd sem Ragnar Arnalds samgönguráðherra skipaði 8. marz sl. til að fjalla um þann skort sem er á leigubílum á vissum anna- tímum og gera tillögur til úrbóta. Aðalatriðið í tillögum nefndar- innar er fólgið í því að undanþágur frá þeirri reglu að ekki megi hafa vaktaskipti á bílunum verða víkkaðar mjög. Þannig er stjórn stéttarfélagsins nú heimilt að veita undanþágur frá þessu jyegar ekið er á sértöxtum á tímabilinu 1. okt. til 1. mai. Það eru einkum jól og áramót sem um er að ræða þar. Sama gildir frá kl. 17 á föstudögum til jafn- lengdar á sunnudögum. Birgir sagði, að þetta þýddi að langflestar hinna rúmlega 600 leigu- bifreiða yrðu í notkun á þessum mesta annatíma í stað aðeins hluta áður. Það eitt nægði þó varla til að anna mestu eftirspuminni en borgar- jáðsákvæðið um að skemmtistöðun- iífc\ væri heimilt að hafa opið til kl. 03 o| að þeim þyrfti ekki að loka kl^ 23.30 eins og áður hefur verið, ætti að hafa það í för með sér að eftir- spurnin dreifðist á mun lengri tíma. Er því útlit fyrir að jsetta tvennt, tillögur nefndarinnar og heimild borgarráðs þýði að leigubílaskortur- inn séúr sögunni. -GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.