Dagblaðið - 18.05.1979, Side 1

Dagblaðið - 18.05.1979, Side 1
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1979. 15 Sjónvarp næstuvika • M Laugardagur 19. maí 16.30 lþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 18.30 Heiða. Sjöundi þáttur. Þýðandi Eiríkur Haraldsson. 18.53 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Stúlka á réttri leið. „Hann er i þinum höndum”. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 20.55 Foghat Hljómsveitin Foghat flytur „blues-tónlist”. Einnig koma fram Muddy Waters, Johnny Winter, Otis Blackwell, John Lee Hooker og Paul Butterfíeld. Þýðandi Bjöm Baldursson. 21.45 Leiðangur Sullivans s/h. (Sullivan's Travels). Bandarisk gamanmynd frá árinu 1941. Leikstjóri Preston Sturges. Aðalhlut- verk Joel McCrea og Veronica Lake. Kvik- myndaleikstjórinn John L. Sullivan, sem fraegur er fyrir gamanmyndir sinar, ákveður að gera mynd um eymd og fátækt, en fyrst telur hann sig þurfa að kynnast kjömm fátaeklinga af eigin raun. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 23.10 Dagskrárlok. Sunnudagur 20. maí 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaður Svava Sigurjónsdóttir. Stjórn upptöku Egill Eðvarðs- son. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Vinnuslys. Síðari þáttur. Raett er við fólk, sem slasast hefur á vinnustað, öryggismála- stjóra, tryggingalækni, lögfræðing og verk- stjóra. Einnig em viðtöl við tvo trúnaðarmenn hjá Eimskipafélagi íslands. Umsjónarmaður Haukur Már Haraldsson. Stjóm upptöku Valdimar Leifsson. 21.00 Alþýðutónlistin. Þrettándi þáttur. RockVRoll. Meðal annarra sjást i þættinum Elvis Presley, Chuck Berry, Jerry Lee Lewis, Little Richard, Gene Vincent, Cliff Richard, Tommy Steele og Bill Haley. Þýðandi Þorkell Sigurbjörnsson. 21.50 Svarti-Bjöm s/h. Fjórði og síðasti þáttur. Efni þriðja þáttar: Verkamaðurinn Jóhann ferst i sprengingu, og Álands-Kalli slasast illa. Anna heimsækir hann á sjúkrahúsið, en hann rekur hana frá sér. Alfreð gamli deyr. Vinnu- flokkurinn leysist upp, og Anna snýr aftur til Rombakksbotns. Henni er boðið starf á hóm- húsi. Anna bregst reið við og lendir i handalög- málum viðaðra konuna, sem á húsið. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.50 Að kvöldi dags. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson, sóknarprestur í Langholtspresta- kalli, flytur hugvekju. 23.00 Dagskrárlok. Mánudagur 21. maf 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 21.00 Húsið í miðju heimsins. Sænskt sjónvarps- leikrit eftir Karl Rune Nordkvist. Leikstjóri Kurt-Olof Sundström. Aðalhlutverk Tommy Johnson, Mona Malm og Bjöm Gustafsson. Fátækur verkamaður hefur verið tældur til að kaupa gamalt, hrörlegt hús. Hann tekur leigj- endur i von um að fjárhagurinn batni. Systir hans flyst til hans ásamt þremur börnum sínum og drykkfelldum eiginmanni og gerist ráðskona hjá honum. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. (Nordvision—Sænska sjónvarpiö). 22.30 Jórvik á dögum vikinga. Fyrri hluti danskrar myndar. Eitt af frægustu kvæðum Is- lendinga var ort í borginni Jórvík á Englandi fyrir nærfellt þúsund ámm. 1 þessari mynd er greint frá fornleifarannsókn i Jórvík, og þá kemur i ljós, að skipulag borgarhverfanna hefur viða varðveist lítiö breytt frá víkingatim- um og fram á þennan dag. Siðari hluti mynd- arinnar verður sýndur mánudaginn 28. mai. Þýðandi er Þór Magnússon þjóðminjavörður, og flytur hann formálsorð. (Nordvision— Danska sjónvarpið) 23.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 22. maí 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Orka. Annar þáttur er um orkunotkun Is- iendinga og innlendar orkulindir. Umsjónar- maður Magnús Bjarnfreðsson. Stjóm upptöku öm Harðarson. 20.55 Umheimurinn. Viðræðuþáttur um erlenda viðburði og málefni. Umsjónarmaður Gunnar Eyþórsson fréttamaður. 21.45 Hulduberinn. Breskur myndaflokkur. Staðgengillinn. Þýðandi Ellert Sigurbjömsson. 22.35 Dagskrárlok. Miðvikudagur 23. maf 18.00 Barbapapa. Endursýndur þáttur úr Stund- inni okkar frá siðastliðnum sunnudegi. 18.05 Börnin teikna. Kynnir Sigriður Ragna Sig- urðardóttir. 18.15 Hláturleikar. Bandarískur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.40 Knattleikni. I þessum þætti lýsir Kevin Keegan hlutverki framherjans. Þýðandi og þulurGuðni Kolbeinsson. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Piscator og póUtísk leikUst Erwin Pisca- tor vann að leikhúsmálum i Berlín á árunum milli striða. Hann bryddaði upp á mörgum nýjungum og var einn af frumkvöðlum póli tiskrar leiklistar.Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 21.00 Valdadraumar. Bandariskur myndaflokk- ur i átta þáttum. Þriðji þáttur. Efni annars þáttar: Joseph Armagh og ævintýramaðurinn Clair Montrose fara á vegum auðkýfingsins Healeys til New York, þar sem þeir fást við ólöglega vopnasölu. Á heimleið kemur Josph viö á munaðarleysingjaheimilinu, þar sem systkin hans eru. Þar hittir hann aftur hina fögru Katharine Hennessey. Joseph verður meðeigandi í oliufélagi Healeys og gerist at- hafnasamur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.50 Vor I Vlnarborg. Sinfóníuhljómsveit Vín- arborgar leikur. Stjórnandi Julius Rudel. Ein- söngvari Lucia Popp. (Evróvision — Austur- riska sjónvarpið) 23.05 Dagskrárlok. Föstudagur 25. maí 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 SkonrokOO. Þorgeir Ástvaldsson kynnir ný dægurlög. 21.10 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 22.10 Striðsvagninn (The War Wagon). Banda- riskur vestri frá árinu 1967. Aðalhlutverk John Wayne og Kirk Douglas. Taw Jackson kemur til heimabyggðar sinnar eftir að hafa setiö í fangelsi fyrir upplognar sakir. Hann telur sig eiga vantalað við þrjótinn, sem kom honum i klipu og sölsaði siðan undir sig jörð hans. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 23.45 Dagskrárlok. Laugardagur 26. maí 16.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 18.30 Heiða. Áttundi þáttur. Þýðandi Eirikur Haraldsson. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Stúlka á réttri leið. Bandariskur gaman- myndaflokkur. Þýðandi Kristrún Þórðardótt- ir. 20.55 Dansandi börn. Tónlistar- og danshefö Grúsíumanna er alkunn, og þar er tónlist snar þáttur i menntun bamanna. I þessari mynd dansa grúsisk böm og flytja þjóðlega tónlist. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 21.55 Þúsund dagar önnu Boleyn. (Anne of The Thousand Days). Bresk biómynd frá árinu 1969. Leikstjóri Charles Jarrott. Aðalhlutverk Richard Burton, Genevieve Bujold, Irene Pappas, Athony Quayle og John Colicos. Myndin er um hjónaband Hinriks áttunda, Englandskonungs, og önnu Boleyn. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 00.15 Dagskrárlok. Sunnudagur 27. maí 18.00 Stundin okkar.Umsjónarmaður Svava Sigurjónsdóttir. Stjóm upptöku Egill Eðvarðs- Hlé. ,20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. HÚSIÐ í MIÐJU HEIMSINS—útvarp mánudag kl. 21.00: GÓÐUR LEIKUR —en hægfara ef nisþráður „Þetta er eliki efnismikið leikrit og fremur hægfara en leikurinn er góður,” sagði Óskar Ingimarsson, þýð- andi sænska sjónvarpsleikritsins Hússins í miðju heimsins. „Leikritið á að gerast nú á tímum og það fjallar um fátækan verkamann sem vinnur í grjótnámu. Hann býr með systur sinni í gömlu húsi sem honum hefur verið hjálpað til að kaupa en húsið er heldur hrörlegt. Systir hans er gift húsamálara sem er mjög drykk- felldur. Verkamanninum er ekkert vel við hann og vill að systirin komi honum úr húsi. í húsinu eru líka leigjendur og fjallar myndin um samskipti systkin- anna, hins drykkfellda mágs og leigjendanna. Allt er þetta heldur ömurlegt og ástandið engan veginn gott. Þá fléttast inn í þetta að forstjóri malarnámunnar vill fá landið sem húsið stendur á enda telur hann sig hafa gert ýmislegt fyrir verkamann- inn.” -GAJ- Úr leikritinu Húsinu i miðju heimsins J ÍSLAND-SVISS—útvarp þriðjudag kl. 19.35: HVAÐ GERAISLENZKU ATVINNUMENNIRNIR? Hermann Gunnarsson fréttamaður verður staddur með hljóðnemann á Wankdorf-leikvanginum í Bern og lýsir síðari hálfleik í landsleik íslendinga dg Svisslendinga í Evrópukeppni lands- liða. Þessa leiks er beðið með tölu- verðri eftirvæntingu þar sem allir sterk- ustu atvinnumenn íslendinga leika nú með landsliðinu og hafa margir þeirra getið sér mjög gott orð erlendis. Nægir þar að minna á að Jóhannes Eðvalds- son þótti koma mjög til álita sem knatt- spyrnumaður ársins í Skotlandi í kosningum sem fóru fram nýlega og hefur hann yfirleitt verið bezti maður liðs síns í vetur. Ásgeir Sigurvinsson Jóhannes Eðvaldsson og Ásgeir Sigurvinsson, tveir sterkustu knattspyrnumenn tslands á undanförnum árum. hefur verið yfirburðamaður hjá hinu sterka belgíska félagi, Standard Liege, og hafa mörg af sterkustu liðum Evrópu boðið i hann háar peningaupp- hæðir en Standard vill ekki láta hann af hendi. Þá hafa þeir Pétur Pétursson5og. Arnór Guðjohnsen getið sér mjög gott orð með félögum sínum í Hollandi og Belgíu og verið mjög marksæknir og er ekki að efa að þeir eiga eftir að velgja hinum svissnesku varnarmönnum undir uggum. ísland og Sviss skipa nú neðsta sætið í sinum riðli Evrópu- keppninnar, hvorugt liðið hefur hlotið stig enda mótherjarnir engir aukvisar þar sem eru Holland, Pólland og A- Þýzkaland, en þessar þjóðir eru allar meðal alfremstu knattspyrnuþjóða heimsins. -GAJ- ______________________________ 20.35 Dagur hestsins. Dagskrá frá Melavellin- um í Reykjavík 20. maí. Meðal annars sýna börn og unglingar hæfni sina í hestamennsku, og kynntir verða ýmsir af snjöllustu gæöing- um landsins. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 21.25 Alþýðutónlistin. Fjórtándi þáttur. Bítlarn- ir. Auk The Beatles koma fram Roger McGuinn, The Byrds, The Beach Boys, Donovan, The Animals, The Mamas & The Papas o.fl. Þýðandi Þorkell Sigurbjömsson. 22.15 Ævi Paganinis. Leikinn, ítalskur mynda- ! flokkur í fjórum þáttum um fiðlusnillinginn og tónskáldið Nicolo Paganini (1782—1840). Fyrsti þáttur. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 23.15 Að kvöldi dags. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson, sóknarprestur í Langholtspresta- kalli, flytur hugvekju. (23.25 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.