Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 2
2 r DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ1979. Reykjavík gamla að hressast: Hljómsveitarað- stöðu á Torginu Brottflutl Reykjavíkurmærskrifar: Mikið kom mér það þægilega á óvart, þegar ég skrapp til minnar gömlu Reykjavíkur, hvað hún er orðin lífleg og hressileg, gamla konan. Þegar við bjuggum saman, ég og hún, var hún afar daufleg og vildi helzt lúra i mókijdaglangt ogganga til hvilu strax klukkan sex á kvöldin. En ég sá á föstudaginn að sú gamla er búin að taka upp nýja siði, hvað sem líður máltæki um gamla hunda og setur. Ég man ekki eftir þvi að hafa nokkru sinni séð eins margt fólk samankomið hjá gömlu konunni í miðbænum í eitt sinn og núna á föstudaginn, nema þá í fylliríi að kvöldi sautjánda júní. En á föstu- Raddir lesenda V daginn var ekkert fyllirí hjá þeirri gömlu. Nei, kátt og prúðbúið fólk gekk um og margir leyfðu sér það sem gamla konan bannaði lengi, að brosa. Það hefði þótt saga til næsta bæjar hér fyrir ekki nema svo sem ári að fólk brosti í Reykjavík. Útimarkaður sá sem komið hefur verið upp á Lækjartorgi er mikil guðsgjöf til að bæta þann bæjarbrag sem var með þeim þurrustu og leiðin- legustu um allan heim. í kringum markaðinn hafa safnazt alls kyns skringilegir hlutir og skemmtilegir og skildi ég vel þá sem þorðu að láta ánægju í ljós með brosi. En sá böggull fylgir skammrifi að gamla konan er ennþá fyrir það að fara snemma að sofa á kvöldin. Og þá má ekki vera með neitt hark. Það er miður því vorkvöldin í henni Reykja- vík eru allt of fögur til að eyða í ból- inu. Haldiði að væri munur að geta í staðinn „labbað rúntinn” og fengið sér kaffi og kók á gangstéttinni við tónlist frá næsta kaffihúsi? Þá yrði gamanað lifa. Og væri ekki hægt að koma upp aðstöðu fyrir hljómsveitir á Lækjar- torgi og leyfa ungum krökkum að koma þar fram og'reyna sig? Krakka- greyin sem safnast saman á Hallæris- planinu hefðu þá kannski um eitt- hvað annað að hugsa en að drekka sig full eins og sjá má í blöðunum að þau gera mikið að. Og ekki væri hætta á ónæði íbúa í hverfinu því mér vitanlega býr ekki nokkur sála í nágrenni torgsins. Löggan rekur ef- laust upp ramakvein en Steingrimur verður bara að sjá svo um að hún hafi nægan mannskap til að vernda hinar dýrmætu rúður kaupmannanna við Austurstræti. Þvi þær rúður eru að sögn dýrmætari en ánægja ung- mennaá föstudagskvöldi. Það yrði nú gaman að koma til Reykjavíkur ef gamla konan vekti svolítið lengur á kvöldin. Kannski ég kæmi þáalkomin. tvöföld líming margföld ending Tvöfalda límingin hefur valdið þáttaskilum í framleiðslu einangrunarglers og marg- sannað þrautreynda hæfni sína. Helstu kostir tvöfaldrar límingar: 1 Margfalt meiri þéttleiki gagnvart raka. 2 Minni kuldaleiöni, þar sem rúöur og loft- rúmslisti liggja ekki saman. 3 Meira þol gagnvart vindálagi. Með fullkomnustu vélum sem völ er á getur Glerborg hf. því boðið viðskiptavinum sínum einangrunargler - tvöfalt - þrefalt - fjórfalt - þar sem gæði og ending eru marg- falt meiri og betri en nokkru sinni fyrr. Með vel skipulagðri þjónustu og ráðgjöf verða viðskiptin auðveldari og ánægjulegri - já þú ættir að glugga í okkar gler. GLER LOFTRUM ALLISTI MILLIBIL ÞÉTTILISTI RAKAEYÐINGAREFNI SAMSETNINGARLIM DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SIMI Það er að færasl líf i Reykjavik eins og bréfritari bendir á. Þegar myndin var tekin voru leikarar að selja miða á miðnæturskemmtun og voru við það tæki- færi klæddir skringilegum fötum. DB-mynd Hörður. Golf í sjónvarpid —vertíðin að hefjast Golfunnandi hringdi: íþróttaþátta sjónvarpsins, að hann Nú fer vertíð golfieikara að byrja sýni fleiri golfmyndir í þáttum sínum fyrir alvöru. Mikill áhugi á þeirri en hann hefur gert undanfarin íþrótt hefur gripið fólk og hefur feolf- sumur. Ég er viss um að golfunnend- urum fjölgað mikið siðustu árin, ur yrðu allir himinsælir og að slíkir bæði í Reykjavík og úti á landi. Ég þættir yrðu til þess að vekja áhuga vil því beina þeim tilmælum til enn fleiri karla og kvenna. Bjarna Felixsonar, umsjónarmanns Ekki er annað að sjá en þessir heiðursmenn uni sér vel við iþrótt sína. Og svo er gangan svo anzi hressandi. Lumenitio BEZTI MÓT- LEIKURIIMN GEGN HÆKKANDI BENSÍNVERÐI IHABERGHI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.