Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1979. Dagur hestsins: Eins ogígamla daga —á gamla góða Melavellinum í gær en þúsundir manna f ylgdust með hestaíþróttum „Annar eins fjöldi áhorfenda hefur sól en því miður ekki logni og hlýju. ekki sézt á Melavellinum síðan Ungt fólk var í greinilegum meiri- Clausenbræður, Gunnar Huseby, hluta meðal þúsunda áhorfenda. Þó Finnbjörn Þorvalds og fleiri voru upp á var þar fólk á öllum aldri enda eitthvað sitt bezta þangað til í dag,” sagði við allra hæft í sýningaratriðum fullorðinn áhorfandi á Degi hestsins, valinna hesta og knapa. sem þar var haldinn í gær í glampandi -BS. Hér sést brjóstfylking ungra Fáksmanna í hópreið á fnæsandi gæðingum. Það .er áberandi hvað ungir og aldnir eru vel og snyrtilega klæddir á siðustu all- mörgum árum í hestamennskunni. Kerruakstur á vaxandi vinsældum að fagna i hestaiþróttum íslendinga. Ennþá er þetta nær eingöngu stundað sem sýningaratriði. Með bættri aðstöðu virðist ekkert því til fyrirstöðu að unnt sé að efna til reglulegra kappreiða i kerru- akstri eins og viða þekkist. Hér svifur vekringur yfir rána i hindrunarhlaupi á Melavellinum i gær. Með betri tamningu og meiri alúð i samfelldri þjálfun manns og hests aukast möguleikar á þvi sem hægt er að afreka. — Skattamálin: Sjálf stæðis- og alþýðu- f lokksmenn sameinast Vilmundurum Kröflu á þingi: „Þetta er svindl mál” „Þetta er svindlmál. Undir þennan ríkisreikning skrifa ég ekki,” sagði Vil- mundur Gylfason (A) á Alþingi á föstudag. Hann fjallaði um athuga- semdir, sem yfirskoðunarmenn reikningsins gerðu við greiðslur Kröflu- virkjunar til rafverktakans Rafafls svf. „Var þetta dúsan?” spurði Vilmundur og taldi líkur á að seta fulltrúa Alþýðubandalagsins í Kröflu- nefnd, Ragnars Arnalds, hefði valdið nokkru um ívilnanir sem Rafafl hefði fengið. Hann grunaði að um „óeðlilega hluti” væri að ræða. Rafafl hefði samið um 30 milljóna greiðslur fyrir verk sitt við K'öilu en fengið greiddar 123 milljónir, þegar lauk. Rafafl hefði svo keypt gamla húsið af Þjóðviljanum fyrir 40—50 milljónir. Ýmislegt fleira væri gruggugt í starfi Kröflunefndar. „Hvað um túrbinurnar? Hvað um Miðf il?” spurði Vilmundur og sagði að gnefnd ætti að kalla fyrir sig þá ser .byrgir væru. DB hefur áður grt nt’ frá athugasemdum skoðunar- manna um greiðslur til Rafafls og bila- kostnað Kröflunefndar. -HH. Sjálfstæðis- og alþýðuflokksmenn sameinuðust í allsherjarnefnd Sam- einaðs þings um tillögur frá alþýðu- flokksmönnum um miklar breytingar í skattamálum. Tillagan felur í sér að Alþingi lýsi þeirri stefnu að tekjuskattur á al- mennum launatekjum verði felldur niður í áföngum. Þá verði virðisaukaskattur látinn Frumvarp Vilmundar Gylfasonar (A) og fleiri alþýðuflokks- og sjálf- stæðismanna um frjálsan lokunartíma vínveitingahúsa og armarra veitinga- húsa verður saltað á þessu þingi. Frumvarpið fékk ekki meirihluta í þingnefndinni sem fjallaði um málið og kemst ekki út úr nefndinni fyrir þing- slit. koma í stað söluskatts. Tillagan mætti andstöðu fram- sóknar- og alþýðubandalagsmanna, sem telja hana ekki tímabæra. Hér cr um þingsályktun að ræða. Framkvæmdin verður undir ríkisstjórn komin. Óvíst er hvaða afgreiðslu málið getur fengið á þinginu, þótt það komi úr nefnd, þar sem lítill tími er til stefnu. Vilmundur Gylfason sagði nýlega í viðtali við DB að nokkur árangur hefði náðst með flutningi frumvarpsins, sem kæmi meðal annars fram í afstöðu borgarstjórnar Reykjavíkur til af- greiðslutíma vínveitingahúsa. Þá nefndi hann niðurstöður í skoðana- könnun Dagblaðsins, sem sýndi að meirihlutinn er fylgjandi frjálsum afgreiðslutíma veitingahúsa. -HH. -HH. lokunartímamálið saltað Málþóf tef ur f ram- haldsskólafrumvarpið lög samþykkt um húsaleigusamninga oggiftingaraldur Sjálfstæðismenn munu beita málþófi til að tefja framgang framhaldsskóla- frumvarps menntamálaráðherra. Ellert B. Schram (S) lýsti því yfif á þingfundi á laugardaginn að mennta- málaráðherra hefði ekki orðið við óskum sjálfstæðismanna um að geyma afgreiðslu frumvarpsins til haustsins. Mundu sjálfstæðismenn því „ræða málin” í þingsölum. Flestir búast við þinglausnum á mið- vikudag, og saltast mál því óðum, verði verulegar umræður um þau. Þingið samþykkti á laugardaginn sem Iög frumvarp félagsmálaráðherra um húsaleigusamninga og frumvarp um að fólk megi ganga í hið heilaga 18 ára í stað 20án foreldraleyfis. Þá var samþykkt sem lög frumvarp um aukinn rétt gæzluvistarfanga og aukningu framlaga íslands til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Þingsályktunartillaga Eiðs Guðna- sonar (A), um að auka rétt fólks til að eiga fjarskiptatæki, var samþykkt. -HH. Lög um aðstoð við þroskahefta samþykkt Alþingi samþykkti frumvarp félags- málaráðherra, um aðstoð við þroska- hefta, sem lög. Frumvarpið var sam- þykkt með 31 samhljóða atkvæði í neðri deild.’ Áður hafði verið felld breytingartil- laga frá Sverrir Hermannssyni (S) og Páli Péturssyni (F), sem töldu ákvæði um fjármögnun aðstoðarinnar ekki í samræmi við nýsett efnahagslög í sumum tilvikum. Tillagan var felld með 27 atkvæðum gegn 4. Neðri deild samþykkti einnig sem lög frumvarp Vilhjálms Hjálmarssonar (F) þess efnis að auknar fjárhæðir af tekj- um útvarps rynnu í byggingarsjóð út- varpshúss. Auk þess voru ný jarðræktarlög samþykkt. -HH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.