Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 12
12 'kis\* Frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi Skólinn óskar eftir upplýsingum um hugsan- legar leiguíbúðir fyrir kennara næsta vetur. Má miða leigutíma við 15. ágúst. Þá vill skólinn kanna hvaða íbúðaeigendur á Akranesi vilja leigja nemendum herbergi á hausti komanda. Nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Þorvaldsson, sími 1408, og skrif- stofa skólans, símar: 2544, 2545 og 2546 kl. 9.00—15.00 virka daga. Skólanefnd. Ný bandarísk mynd um bítlaæðið er setti New York borg á annan endann er Bitlarnir komu þar fyrst fram. Öll lögin í myndinni eru leikin og sungin áf Bítlunum. Aðalhlutverk: Nancy Allen, Bobbi DiCicco, Mark MacClure. I.eikstjóri: Robert Zemeckis, framkvæmdastjóri: Steven Spielberg (Jaws, Sugarland Express, Close Encounters). Islenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og bát er verða til sýnis þriðjudaginn 22. maí 1979, kl. 13—16, í porti bak við skrifstofu vora að Borg- artúni 7: Toyota Corolla fólksbifrcið árg. ’75 Ford Bronco árg. ’74 Willys Wagoneer árg. ’74 Willys Wagoneer árg. ’70 Land Rover, lengri gerð, bensín árg. ’70 Chevrolet Suburban 4X4 sendifbifr. árg. ’75 Chevrolet Suburban sendifbifreið árg. ’73 Ford Transit sendiberðabifreið árg. ’73 Ford Transit scndiferðabifrcið árg. ’73 Ford Transit sendiferðabifreið árg. ’73 Ford Transit sendiferðabifreið árg. ’72 Bedford vörubifreið árg. ’64 Volvo vöru/fólksflutningabifreið árg. ’60 Plastbátur, 17 feta, yfirbyggður m/60 ha. utanborðsvél og tengivagni Heybindivél, Welger AP45 árg. '11 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5,: Atlas Copco loftpressa m/dísilvél, 160 cu. fet, ógangfær. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. j*. SlMI 3207S BITLAÆÐIÐ INNKAUPASTQFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26B44 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1979. 1,1 ^ f ' Peningamagn í umferð vafasamt hugtak Hagfræðin kennir okkur að ef framboð á einhverri vöru eykst, i frjálsu markaðskerfi, eða ef eftir- spurn minnkar, að öðru jöfnu, þá lækki verð vörunnar. Ef framboð minnkar, eða eftirspurn eykst, þá hækki verðið hins vegar. Sama gildir um magn peninga í umferð. Aukist það, að öðru jöfnu, þá minnkar verð- mæti peninganna sjálfra, þ.e. krónu- töluverðlag á vörum og þjónustu hækkar, en lækkar aftur á móti, ef magn peninganna minnkar. Aukið peningamagn stuðlar því að meiri verðbólgu. Þetta gildir vafalaust, ef aðrar forsendur eru óbreyttar. Nú munu sumir sjálfsagt álita að mikil verðbólga, t.d. eins og ríkt hefur á ís- landi undanfarið, stuðli aftur að þvi að auka peninga í umferð, því að fólk vilji frekar kaupa eitthvað fyrir pen- ingana sem fyrst en að láta þá rýrna á sparisjóðsreikningi i verðbólgu sem er miklu meiri en sparisjóðsvextir. Verðbólgan stuðli þannig að auknum viðskiptum og peningastreymi. En það eru fleiri þættir sem hér hafa áhrif. í fyrsta lagi eru vextir af sparifé nokkuð háir, tölulega, enda þótt þeir séu langt undir verðbólgu- prósentunni. Það munar því þó nokkrum upphæðum fyrir hvern og einn, ef hann geymir fé sitt, þótt ekki sé nema í tiltölulega stuttan tíma í einu, á sparisjóðsreikningi. Við sjáum t.d. verslunarmenn hlaupa i banka með peninga úr kössum sínum að kvöldi dags, fyrir lokun bank- anna, til að koma fénu þar inn sem fyrst, þótt það sé kannski tekið út aftur eftir nokkra daga og notað. Bankaútibú spretta upp víðs vegar um borg og bý, til að auðvelda mönn- um að leggja inn og taka út fé sem fyrirhafnarminnst. Afleiðingin af þessu tvennu, þ.e. af tölulega háum vöxtum og af miklum fjölda banka- Kjallarinn Carl J. Eiríksson útibúa, er sú, að mikill hluti af raun- verulegu reiðufé landsmanna, sem við aðrar aðstæður væri geymt í kössum, peningaskápum og vösum fólks, er nú í staðinn lagt inn með hraði, í næsta banka, e.t.v. bara til nokkurra daga, og svo er féð rifið aftur út, þegar eitthvað þarf að greiða með þvi, eða jafnvel ekki tekið út fyrr en eftir að greitt hefur verið með því, í vissum skilningi. Greiðslu- viðtakandinn hleypur síðan með féð jafnharðan í næsta banka eða útibú, án tafar, þar til hann þarf síðan að nota það, e.t.v. eftir fáeina daga. Þelta hraðfleyga „sparifé” ætti, við venjulegri aðstæður, að tilheyra peningum i umferð í mun lengri tíma en það gerir hjá okkur, með okkar háu vexti (tölulega) og okkar góðu bankaþjónustu á næsta götu- horni. Allviða, innan vissra hópa, mun það tíðkast að menn skiptist á ávísunum eða skuldaviðurkenning- um, inneignarnótum, víxlum, o.s.frv., þ.e. skjölum, sem aldrei eru innleyst í banka. og menn noti þetta í stað peninga. Pcningarnir eru þá bara kyrrir í bönkum allan tímann. Pen- ingar í umferð næmu þvi vafalítið miklu hærri upphæð en þeim 12 milljörðum króna sem nú eru í raun- verulegri umferð, ef bankar væru færri eða ef vextir væru lægri. Talan 12 milljarðar er því á vissan hátt blekking. Um síðustu áramót nam sparifé og innstæðufé landsmanna alls um 147,8 milljörðum króna, þar af voru kr. 99,6 milljarðar á reikningum án uppsagnarfrests, þ.e. fræðilega séð gátu landsmenn, ef nægir seðlar væru fyrir hendi (sem annars þyrfti að láta prenta), tekið út 99,6 millj- arða króna, án tafar, ef þeim sýndist svo. Auk þess voru, sem áður segir, um 12 milljarðar króna í peningum i raunverulegri „umferð”. þetta eru samtals kr. 111,6 milljarðar, sem ~manni gæti sýnst að innstæða ætti að vera fyrir, tafarlaust, í verðmætum svo sem erlendum gjaldeyri, er- lendum verðbréfum, gulli, eða þ.h. Svo mun þó ekki vera raunin. Inn- stæða mun aðeins vera til fyrir sem svarar kr. 39,7 milljörðum. Mismun- urinn er sem sagt tæpir 72 milljarðar króna. Hvernig .er þetta fé tryggt? Vill nú ekki einhver bankafróður maður gefa almenningi góðar skýr- ingar á þessum málum og skilgreina betur hið vafasama hugtak: „Pen- ingamagn i umferð”? Carl J. Eiríksson Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastofnun byggingariðnaöarins hefur gert á steypuskemmdum og sprungumyndunum á húsum, hefur komið í Ijós að eina varanlega lausnin, til að koma í veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er að klæða þau alveg til dæmis með álklæðningu. A/klæðning er seltuvarin, hrindir frá sér óhreinindum, og þolir vel íslertska veðráttu. A/klæðning er fáanleg í mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei að mála Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboð yður að kostnaðarlausu. FULLKOMIÐ KERFI TIL SÍÐASTA Nhul. iiviN KAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.