Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ1979. Hákoni Gunnarssyni og dregur hvergi af sér þegar hann sendir knöltinn i nel Is- DB-mynd Bjarnleifur. ar bjartsýnir san gegn Islendingum hátl, en það var FIFA, ekki við, sem ákvað miðaverðið. Miðarnir kosta 70 franka, eða um 14.000 kr. ísl. á báða leikina. Þegar ég kom á leikvanginn í dag mátti sjá að mikið stóð til. Sjón- varpsstarfsmenn voru að undirbúa sig en leiknum verður sjónvarpað beint víða um heim. Þar má ekkert bregðast. Svissneska landsliðið lék við Young Boys á laugardag og sigraði 4—0, en að sögn þeirra sem sáu leikinn sýndi liðið ekki góða knattspyrnu. Átta v-þýzkir sjónvarpsmenn —koma til að kvikmynda leik íslands og V-Þýzkalands á laugardag. Leikurinn verður ekki sýndur hér heima Frá Halli Símonarsyni i Bem í morgun: Það tókst ekki samkomulag á milli KSÍ og islenzka sjónvarpsins og lands- leikur íslands og V-Þýzkalands verður þvi ekki sýndur í sjónvarpi, sagði Friðjón Friðjónsson gjaldkeri er ég rakst á hann hér i gærkvöldi. Hins vegar verður leiknum lýst í út- varpi til þess að koma eitthvað á móts við fólkið úti á landsbyggðinni. Leikn- um verður engu að síður sjónvarpað í V-Þýzkalandi og hingað til lands koma riL BERN ráferðalagi borg. Ain fagra Aare rennur í gegnum borgina og setur mikinn svip á hana á leið sinni í Rin. Bern er fánum skrýdd vegna FIFA afmælisins og greinilegt er að allir borgarbúar leggja metnað sinn í að leikurinn fari vel fram. RÐHEIMA Sviss. Vegna þessa er Ellert Schram nú heima, en honum var sérstaklega boðið til Bern í tilefni 75 ára afmælis alþjóða- knattspyrnusambandsins, FIFA. Ellert átti að vera aðalfararstjóri íslenzka landsliðsins, en stöðu hans tók Jens Sumarliðason, varaformaður KSÍ. í vikunni 8 starfsmenn v-þýzka sjón- varpsins til Reykjavíkur til þess að annast myndatöku á leiknum. Þjóðverjar verða með mjög sterkt lið — margir af þeirra beztu leikmönn- um munu koma til íslands. Heiðurs- gestur á leiknum verður Fritz Buchloh, fyrrum þjálfari Víkings, en hann þjálf- aði liðið bæði fyrir ogeftir stríð. KSÍ hefur nú fengið þýzka liðið gefið uppogþeir sem koma hingaðeru eftir- taldir: Sepp Maier, Bayern Miinchen (93 landsleikir), Erich Schumacher, 1. FC Köln (1-B landsleikur), Bernd Martin, Stuttgart (1 landsleikur), Bernd Cullmann, Köln (28 landsleikir), Karl Heinz Förster, Stuttgart (5 lands- leikir), Manfred Kaltz, Stuttgart (5 landsleikir), Harald Konopka, 1. FC Köln (27 landsleikir), Jiirgen Briedl, Kaiserslautem (2-B landsleikir), Hansi Miiller, Stuttgart (9 landsleikir), Her- bert Zimmermann, 1. FC Köln (9 landsleikir), Dieter Höness, Stuttgart (1-B landsleikur), Karl-Heinz Rummenigge, Bayern Munchen (23 landsleikir), Schuster, Köln (10 lands- leikir), Memering, Hamburger (9 landsleikir). Auk þessara leikmanna nefndi Reuter fréttastofan einnig nöfn eftirtai- inna leikmanna, sem líklegast verða með í ferðinni: Burdenski (markvörð- ur), Bernd Förster, Groh, Hartwig, Klaus Ailofs og Kelsch. ------ Hvað gera Pét- ur og Amór? —frammistaða landsliðsinsbyggist að miklu leyti á leik þeirra Frá Halli Símonarsyni í Bern í morgun: — Við munum tilkynna hvaða 11 leikmenn íslands hefja leikinn gegn Sviss kl. 9 í kvöld — eða þegar við höfum borið saman bækur okkar, sagði Helgi Daníelsson, í landsliðs- nefnd KSÍ. — Einnig vonast ég til þess að hægt verði að'skýra frá því hverjir munu ieika gegn V-Þjóðverjum nk. laugardag, sagði Helgi ennfremur er blm. hitti hann að máli í morgun í Bern. — Að minu áliti er lítill vafi á hvaða 11 leikmenn hefja leikinn, en dr. Youri llitchev, landsliðsþjálfari, hefur ekki alveg gert dæmið upp við sig og er í dá- litlum vafa með hvar 2—3 leikmenn eiga að leika, sagði Helgi. Að mati DB munu eftirtaldir 11 hefja leikinn: Þor- steinn Ólafsson, ÍBK i markinu, bak- verðir verða þeir Janus Guðlaugsson FH og Árni Sveinsson ÍA. Miðverðir og framverðir verða Jóhannes Eðvalds- son Celtic, Jón Pétursson, Jönköping, Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege, Guðmundur Þorbjörnsson og Atli Eð- valdsson, báðir Val. Framherjar verða þeir Arnór Guðjohnsen, Lokeren og Pétur Pétursson, Feyenoord. Sam- kvæmt þessu verða þeir Bjarni Sigurðs- son, ÍA, Sævar Jónsson, Val, Karl Þórðarson, La Louviere, Jón Oddsson, KR og Ottó Guðmundsson, KR, vara- ménn íslenzka liðsins. Leikaðferð verður 4—4—2 og Arnór og Pétur verða fremstu sóknarmenn ís- lands. Ásgeir verður sóknarframvörður og það er spurning um hvort Jóhannes Atli Eðvaldsson. leikur stöðumiðvarðarcða varnartengi- liðs. Leiki lóhannes stöðu framvarðar 'nýtasthinar mjög góðu sendingar hans betur og möguleikarnir á snöggum sóknarlotum aukast, en slíkar sóknar- lotur byggjast geysilega mikið upp á þvi hversu vel sendingar takast til. Það eru því miklar líkur á að Jóhannes gegni þessu hlutverki. í leiknum gegn Hollandi í fyrrahaust lék Jóhannes þessa stöðu siðari hluta leiksins með miklum ágætum. Menn bíða spenntir eftir þvi að sjá hvernig samvinna þeirra Péturs og Arnórs tekst til i leiknum annað kvöld. Þessir kornungu leikmenn hafa báðir harðnað mjög i hinni erfiðu 1. deildar- keppni í Niðurlöndum og þeir eru báðir markheppnir — hafa skorað mörg mörk fyrir félög sín. Frammistaða ís- lenzka liðsins kemur til með að byggj- ast mjög á því hvernig samvinna þeirra og Ásgeirs Sigurvinssonar tekst í leikn- um. Hins vegar er þvi ekki að leyna, að dómaratrióið, sem kemur frá Luxem- burg, hefur valdið nokkrum kvíða. Dómarar smáþjóðar hafa oft reynzt leikmönnum sér minni þjóðar erfiðir. Dómari leiksins heitir Albert Victor og það eru ekki góð meðmæli sem dr. Youri Ilitchev, landsliðsþjálfari, gefur honum, en hann hefur fengið að kynn- ast dómgæzlu hans. Linuverðir verða Herman og Roller og leikurinn á morgun mun e.t.v. mótast af þessum þremur mönnum. Guðmundur Þorbjörnsson. Frá Halli Símonarsyni i Bern í morgun: — Þetta veröur jafn leikur tveggja liða af svipuðum styrkleika. — E.t.v. vinnur Sviss vegna hins mikla stuðnings áhorfenda, sagði Jan Zwartkruis, : þjálfari hollenzka landsliðsins í knatt- spyrnu, er blm. hitti hann að ináli í ; morgun. Hann var nýkominn til Bern ásamt nokkrum hollenzkum landsliðs- mönnum og þeir búa stutt frá ísienzku landsliðsmönnunum. ! Leikmenn Sviss eru leiknari þegar á | heildina er litið, en íslenzku leikmenn- ! irnir bæta það upp með sínum krafti og 'dugnaði. — Þá eiga Svisslendingar engan Ásgeir Sigurvinsson og reyndar engan leikmann í sama gæðaflokki og hanner. Ef honum tekst vel upp — leikur eins !og hann getur bezt — gæti íslenzka liðið unnið leikinn. — Þá hef ég fylgzt með !Pétri Péturssyni og hann er allur annar ■ og betri leikmaður en þegar hann lék gegn okkur í haust, sagði Zwartkruis. — Leikurinn verður jafn þvíéggjör- þekki leikmenn beggja liðanna. — Ég hef fylgzt með liðunum þar sem þau eru bæði i sama riðli og Holland í Evrópukeppni landsliða. — Ég hef fylgzt með Islandi frá því við lékum saman i riðli fyrir HM-keppnina síðast, sagði Zwartkruis ennfremur. Þegar Ihann heyrði að Claudio Sulser yrði ekki með, taldi hann sigurlíkur íslands meiri en áður. Leikur fslands og Sviss hefur mjög fallið i skuggann vegna stórleiksins, sem fylgir á eftir. — Nei, ég vil engu spá um úrslit leiks Hollands og Argent- ínu — ég vona aðeins að það verði idrengilegur leikur knattspyrnunni í heiminum til framdráttar, sagði Zwart- í kruis að lokum. i Það veikir lið Hollendinga talsvert, !að þeir Robbie Rensenbrink, Ruud ;Geels og Arie Haan, sem leika með belgíska liðinu Anderlecht, verða ekki /með gegn Argentínu, en Hollendingar eiga marga góða leikmenn sem fylla skarð þeirra að mestu. Ýmsir frammámenn og þjálfarar úr knattspymuheiminum munu verða á leikjunum annað kvöld, til að fylgjast með leikmönnum. Einkum munu leik- menn íslands verða undir smásjánni og DB veit, að De Vries og Louis frá belgíska liðinu Antwerpen munu vera á höttunum á eftir Janusi Guðlaugssyni. Þá er einnig líklegt að Köln sendi njósnara til að fylgjast með Janusi. „Sviss á engan Sigurvinsson” —sagði Jan Zwartkruis, þjálfari Hollands Strasbourg efst Strasbourg er enn efst í frönsku 1. deildarkeppninni — hefur nú 51 stig þegar 3 umferðir eru eftir — 35 um- ferðum lokið. St. Etienne er í öðru sæti með 50 stig, þá kemur Nantes með 49 stig, Monaco með 41 stig, Metz með 40 og Lyons 38 stig. Úrslit um helgina: Laval — Paris St. Germain 2-3 Nantes — Nancy 3-0 Strasbourg — Valenciennes 5-0 Rheims — Marseilles 0-1 Nimes — Bastia 3-2 Lille — Sochaux 4-2 Metz — Angers 1-0 Paris FC — Bordeaux 3-1 St. Etienne — Nice 5-1 Monaco — Lyons 0-1 Tókranga beygju Bretinn Tony Staynings vann í gær- kvöldi 10.000 metra hlaup sem haldið var í Cleveland, Ohio í Bandaríkjun- um. Hann hljóp vegalengdina á 29,27 mínútum og varð langfyrstur. Ólympíuverðlaunahafinn, Don Kardong frá Washington, varð annar á 29,48 mín. og Finninn Lasse Viren þriðji ásamt Bretanum Brendan Foster á 30,11 mín. Foster leiddi hlaupið framan af en þegar hann var orðinn vel fyrstur eftir 5 km tók hann ranga beygju vegna vit- lausra merkinga og missti þar með úr 200 metra spotta. Hann gafst þó ekki upp og tók sprettinn á ný í rétta átt og vann sig upp úr 17. sæti í það 3. en 1644 hlauparar tóku þátt í hlaupinu. Juantorena vann Kúbumenn voru mjög áberandi á fyrsta deginum á miklu frjálsíþrótta- móti sem fram fer í Havana á Kúbu þessa dagana. t gærkvöldi vann Silvio Leonard 100 metra hlaupið á 10,12 sek., annar varð Lara á 10,23 og Don Quarrie varð þriðji á 10,28 sek. — allt mjög góðir tímar. Örlitill meðvindur varí hlaupinu. Þá náði Alberto Juantorena mjög góðum tima í 400 metra hlaupinu — 45,73 sek. og keþpti aðeins við klukk- una þar sem andstæðingar hans voru langt á eftir honum. Mexíkaninn Eduardo Castro vann 1500 metra hlaupiö á 3:39,39 mín. og er það ágætis tími. Fyrrum heimsmethafinn i 110 metra grindahlaupi, Alejandro Casanas, vann grindahlaupið á 13,39 sek. Mótið heldur áfram í dag. Stef na að heimsmeti Átta Eyjapeyjar úr 3. flokki Þórs höfðu í morgun kl. 8 þegar FÓV í Vest- mannaeyjum hafði samband við DB, leikið knattspymu í 47 klukkustundir og stefndu ótrauðir að heimsmetinu i greininni, sem er 52 klst. tæpar, þ.e. heimsmet unglinga. Að sögn Friðbjarnar voru strákarnir orðnir ærið slæptir i morgun kl. 8 en ætluðu ekki að hætta fyrr en heimsmet- inu væri náð. Knattspymu- skóli Víkings Sú nýjung verflur á slarfsemi knattspymudeildar Víkings í ár, afl starfræktur verflur knattspymuskóli fyrir 7, J og 9 ára drcngi. Kennari verflur Sigurjón Eliasson íþróttakennari. Ætlunin er afl kenna undir- stöfluatriði knattspymunnar, stöflur á vellinum og leikreglur. Þama gefst ungum drengjum tækifæri til þess afl æfa þessa skemmtilegu íþrótt undir leiflsögn hæfs þjálfara, auk þess sem þeir verða betur búnir undir þátttöku í keppni á vegum félagsins siflar meir. Fyrirkomulag skólans veröur í námskeiðsformi á timabilinu frá kl. 10.00 til kl. 15.00 á daginn. Hvert námskeiö stendur í 20 tíma (2 vikur í 2 tima á dag). Verða þannig tvö námskeið í gangi samtímis, fyrir og eftir hádegi. Hámarksfjöldi nemenda á hverju námskeiði verður 16. Skólinn hefst 15. júní og lýkur 15. ágúst. í lok hvers námskeiðs verða afhent viðurkenningarskjöl og við það tækifæri verða veitingar fram bornar. Þátttökugjald verður kr. 5.000 og er félagsgjald innifaliö. Vonumst við til að þessari tilraun okkar verði vel tekið og minnum á, aö æfingar fyrir 11 ára og eldri cru auglýstar i Víkingsheimilinu. AHar frekari upplýsingar gefur Sverrir Friðþjófs- son í sima 77737. Innritun verður 21.—25. maí í Vík- ingshcimilinu, sími 83245 frá kl. 17.00 til kl. 19.00. Þátttökugjöld skulu greidd við innritun. riHHHÉH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.