Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR21. MAÍ 1979. I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Sigurður Grétarsson var vörn ísfirðinga hættulegur. Hér er hann í góðu færi, en ekki tókst að skora i þetta sinn. DB-mynd Bjarnleifur Þrenna Toshack sökkti Skotunum Wales vann Skotland 3-0 á laugardag — Þrenna mín var sæt hefnd fyrir okkur Walesbúa eftir hið sárgrætilcga tap fyrir Skotunum á Anfield 1977, þegar við töpuðum 0—2 fyrir þeim og þeir komust í úrslit heimsmeistara- keppninnar í Argentínu. — Við vorum staðráðnir í að þurfa ekki að verða fyrir vonbrigðum að nýju, sagði John Toshack eftir hinn stórkostlega sigur Walesbúanna yfir Skotunum í Cardiff Englendingar þurftu ekki mikið að hafa fyrir sigri sínum gegn N-Irum í Belfast á laugardag í meistarakeppni landsliða Bretlandseyja. Sigur þeirra var allan tímann mjög öruggur þó aðeins skoruðu þeir tvö mörk gegn engu Iranna. Englendingarnir, sem voru án sins bezta manns, Kevin Keegan, keyrðu hraðann strax upp í byrjun og á 9. mínútu skoraði David Watson eftir fyrirgjöf Steve Coppell. Á 16. mínútu á laugardag. Sigur Wales er einn allra bezti sigur velska landsliðsins frá upp- hafi og framkvæmdastjóri liðsins, Mike Smith, var i sjöunda himni. Framkvæmdastjóri Skotanna, Jock Stein, var þó ekki eins ánægður með sína menn, eins og gefur að skilja, og sagði: — Við vorum með mjög ungt og óreynt lið og það kom okkur í koll. — lék Terry McDermott, sem var í liðinu fyrir Trevor Brooking, vörn N-lranna sundur og saman áður en hann gaf á Steve Coppell, sem þurfti aðeins að ýta knettinum yftr marklinuna. Englendingarnir réðu lögum og lofum á vellinum og áttu að skora fleiri mörk. í síðustu 14 leikjum hefur liðið aðeins tapað einu sinni — fyrir Hollandi 0—2 í fyrra og greinilegt er á öllu að Ron Greenwood er að byggja upp mjögsterkt lið. Byrjunin í leiknum hjá okkur var slæm og við náðum aldrei að komast yftr hana. Þetta eru vissulega orð að sönnu hjá Stein því á meðal nýliðanna var Paul Hegarty, miðvörður frá Hearts. Hann réð bókstaflega ekkert við hinn sispræka John Toshack og var grimmi- lega refsað fyrir vikið. Leikurinn var annars ekki svo ójafn, en leikmenn Wales — öllu heldur Toshack — nýttu tækifæri sin betur. Það var Swansea-tríóið Toshack, James og Curtis (sem reyndar er nú kominn til Leeds fyrir 400.000 sterlingspund) sem átti allan heiður af sigrinum. Á 30. mínútu gaf James mjög laglega á Toshack, sem skoraði fallegt mark. Átta mínútum síðar bætti Toshack öðru marki við og staðan var 2—0 í hálfleik. Rúmum tiu mínútum fyrir leikslok fullkomnaði Toshack siðan þrennu sina er hann skoraði gott mark með skalla eftir góða fyrirgjöf Alan Curtis. Þetta var fyrsta þrenna Toshack fyrir Wales, en hann hefur leikið með liðinu sl. 10 ár og skorað mikið, en aldrei tekizt að skora þrennu fyrr en nú. LETTUR SIGUR ENG- LENDINGA YFIR ÍRUM Ódýrir amerískir hjólbarðar Sendum ípóstkröfu um allt land E78x15 KR. 19.500 BR 78x13 KR. 16.600 G 78x15 KR. 21.500 615x13 KR. 16.500 H 78x15 KR. 23.600 700x13 KR. 15.600 L78x15 KR. 27.600 BR78x14 KR. 17.900 LRx15 KR. 31.500 GR 78x14 KR. 19.800 HR 70x15 KR. 29.200 H78x14 KR. 22.300 JRx15 KR. 29.800 B 78x14 KR. 16.900 GR 78 x 15 KR. 26.500 P205/70Rx14 KR. 22.800 HR 78x15 KR. 27.400 P205/75Rx14 KR. 21.800 SAMYANG HJÓLBARÐAR 615x13 KR. 13.750 135x14 KR. 22.950 560x13 KR. 14.350 E 78x14 KR. 23.650 590x13 KR. 15.450 560x15 KR. 17.750 A78x13 KR. 16.550 700x15 jeppa KR. 35.800 B 78x13 640x13 KR. 19.300 KR. 17.200 700x16 jeppa KR. 36.600 • Sólaðir hjólbarðar ávallt fyrirliggjandi • Einnig margar aðrar gerðir hjólbarða • Sannfærist með þvíað /eita tH okkar Gúmmívinnustofan Skipholti35 Sími 31055 Marktækifæri á færibandi - þegar Breiðablik vann ísafjörð 3-0 í gær Breiðablik vann í gær sinn fyrsta sigur í 2. deildinni í ár er þeir lögðu ísfirðinga að velli 3—0 á grasvellinum í Kópavogi í góðu veðri. Breiðablik hafði yfirhöndina allan leikinn og eftir þvi sem á hann leið urðu yfirburðir liðsins meiri og ekki hefði verið ósann- gjarnt að lokatölur hefðu orðið a.m.k. 6—0. Það var aðeins fyrri hluta fyrri hálf- leiksins að eitthvert jafnræði var með liðunum. Litið var um tækifæri og loks þegar einhver hætta skapaðist i leikn- um kom mark. Vignir Baldursson, bezti maður vallarins, lék á fimm ísfirðinga áður en hann gaf knöttinn laglega inn í teiginn til Sigurðar Grétarssonar. Sigurði tókst ekki betur en svo að skot hans stefndi út af vellin- um og í innkast þegar samherja hans tókst að ná í knöttinn og senda hann fyrir markið á ný og þá tókst Sigurði að skora, 1—0 á 24. mínútu. Fram undir lok hálfleiksins fengu Blikarnir a.m.k. fimm færi til að skora en tókst ekki. Þeim tókst reyndar að skora eitt mark á lokasekúndu fyrri hálfleiksins — Sigurjón Rannversson skoraði þá gott mark, en ágætur dómari leiksins Róbert Jónsson, var búinn að flauta til leikhlés sekúndu áður. í síðari hálfleik var um nær stöðuga sókn Blikanna að ræða. Þeir fengu ótal tækifæri til að skora en tókst aðeins tvívegis að nýta þau. Á 62. minútu gaf Hákon Gunnarsson fallega sendingu frá hægri inn i vítateiginn þar sem Þór Hreiðarsson kom á fullri ferð, drap boltann niður og sendi hann síðan með þrumuskoti í netið, 2—0. Síðasta mark Blikanna gerði Sigurjón Rannversson á 78. minútu með máttlausum skalla af örusttu færi eftir gullfallega fyrirgjöf Sigurðar Grétarssonar. Eftir þetta fengu Blik- arnir enn færi til að auka muninn, en tókst ekki. ísfirðing^rnir eru nú ekki svipur hjá sjón miðað við síðasta sumar, enda hafa þeir misst mikinn mannskap — 5—6 fastamenn úr liðinu frá í fyrra. Bezti maður liðsins var Örnólfur Odds- son, en í heildina virkaði liðið úthalds- lítið. Blikarnir voru mjög sprækir, en verða að nýta tækifæri sín betur en þeir gerðu í þessum leik. Slík nýting getur orðið þeim dýr er þeir lenda gegn sterk- ari andstæðingum. í gær var Vignir Baldursson yfirburðamaður i liðinu og hefur geysilega skemmtilegt auga fyrir spili. Þá var Sigurður Grétarsson stór- hættulegur í sókninni en er dálítið villt- ur. Annars virkaði liðið jafnt en vörnin var ekki alltaf nógu sannfærandi. -SSv- Fernandez PGA-meistari Argentinumaðurinn Vicente Fern- andez vann í gær brezku PGA (Professional Golf Association) keppn- ina, sem haldin var á St. Andrews vell- inum í Skotlandi. Fernandez hefur hingað til verið tiltölulega litt þekktur, en hann lék 72 holurnar á pari vallarins — 288 höggum. í öðru sæti var einnig annar óþekkt- ur kylfingur, Italinn Baldo Dassu, sem lék á 289 höggum, og slikt hið sama gerði einnig Gary Player frá S-Afríku. Brian Barnes frá Englandi varð í 3.—4. sæti ásamt Gordon Brand, samlanda sínum, á 290 höggum. Ray Floyd og Andy North, báðir frá USA, komu næstir á 291 höggi og slíkt hið sama gerðu Pip Elson ogDes Smyth frá írlandi. Spánverjinn Sveriana Balle- steros frá Spáni og Greg Norman frá Ástralíu léku báðir á 292 höggum og á eftir þessum komu margir frægir, t.d. Peter OOsterhuis, Nick Faldo, Brian Huggett og John Fourie frá S-Afriku. SIGURINN K0M Á ELLEFTU STUNDU Fylkir skoraöi tvö mörk á þremur mínútum og vann Þrótt NK. 2-1 Fylkismenn héldu áhangendum sínum svo sannarlega á milli vonar og ótta eins lengi og þeir gátu í leiknum gegn Þrótti, Neskaupsstað á laugar- daginn á Melavellinum. Þeim tókst að vísu að sigra í leiknum — 2—1, en ekki var sá sigur með neinum glæsibrag. Þróttur leiddi I—0 í hálfleik. Þróttur lék á móti vindinum í fyrri hálfleik og tókst þá að skora eina mark sitt. Var þar Sigurður Friðjónsson að verki eftir laglegan undirbúning. Þróttarar, með Sigurberg Sigsteinsson í vörninni, voru betri aðilinn í fyrri hálf- leiknum og þá fór Sigurður illa með upplagt færi, sem hefði fært liði hans dýrmæta tveggja marka forystu. í síðari hálfleik sóttu Fylkismenn gegn vindinum og höfðu tögl og hagldir án þess að geta skapað sér nokkur veru- leg færi. Bezta færi hálfleiksins — ef ekki í öllum leiknum — fékk hins vegar einn framherja Þróttar, sem komst í algert dauðafæri á 62. mínútu. Skot hans var eins fjarri þvi að hitta markið og mögulegt var. Fylkismenn komu æ meira inn í myndina en gekk illa að skapa sér færi. Loks á 83. mínútu tók Kristinn Guðmundsson aukaspymu og gaf vel fyrir markið þar sem Ómar Egilsson skallaði í netið. Þar átti mark- vörðurinn að gripa inn í. Réttum tveimur mínútum siðar skoraði Grettir Gíslason sigurmark Fylkis, eftir mikinn darraðardans í markteignum. Fylkismenn fögnuðu að vonum mjög í leikslok, en Þróttarar voru vonsviknir eftir að hafa gloprað sigrinum úr höndum sér á lokaminút- unum. Fylkisliðið hefur valdið miklum von- brigðum í fyrstu tveimur leikjum sinum og liðið virðist allt annað en liklegt til afreka i sumar. Þróttur verður heldur ekki neitt afrekslið, en þeir berjast vel strákarnir og á meðan svo er halar liðið alltaf inn stig. SSv. ÖRUGGUR SIGUR FHYFIRREYNI FH vann afar sannfærandi sigur á Reyni, Sandgerði, er liðin mættust á föstudagskvöldið i Sandgerði. Loka- tölur urðu 2—0 eftir að staðan í hálf- leik hafði veriö 1—0. FH hafði undirtökin lengst af í leikn- um og sigurinn var fyllilega verðskuld- aður. Fyrra markið skoraði Þórir Jóns- son með miklu skoti af um 25—30 metra færi, sem söng í netmöskvum Reynismarksins. I síðari hálfleiknum bætti FH öðru marki við. Janus Guðlaugsson skoraði þá með gullfallegri hjólhestaspyrnu í vítateignum eftir að knötturinn hafði þvælzt um teiginn. Reynismenn virkuðu frekar daufir í þessum leik og greinilegt er að liðið er ekki eins sterkt og það var i fyrra. Þá lék liðið mjög góða knattspyrnu — einkum síðari hluta sumarsins. FH-ing- arnir verða greinilega í toppformi í sumar og eru ákaflega líklegir sigur- vegarar í 2. deildinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.