Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ1979. 21 HUGAR- ÓRAR William Goldmangefur ímyndunarattinu lausan tauminn íbók sinni, Magic, semnýlega var kvikmynduö - Fyrir þá sem horfa mikið á kvik- myndir er ekki óalgengt að sjá nafnið William Goldman á hvíta tjaldinu þegar kynntur er handritahöfundur myndarinnar. William Goldman er lík- lega einn jtekktasti kvikmyndahand- ritahöfundur sem nú starfar. hann byggir handrit sín á eigin skáldsögum og annarra höfunda auk þess að semja stök kvikmyndahandrit byggð á hug- myndum sínum. Hann á að baki m.a. handritin að Butch Cassidy and the Sundance Kid, The Great Waldo Pepper, All the Presi- dent’s Men, A Bridge Too Far og auk þess No Way To Treat A Lady og Marathon Man sem byggð eru ábókum hans. Nýlega kom svo á markaðinn ný mynd sem ber nafnið MAGIC en Gold- man skrifaði handritið eftir samnefndri bók sinni. Þessi mynd hefur hvarvetna hlotið mikið iof enda vandvirkur leik- stjóri við stjórnvölinn, sjálfur Richard Attenborough. MAGIC er hálfgerð hrollvekja og fjallar um búktalarann Corky og brúðuna Fats. Hér er því um að ræða Baldur og Konna þeirra Bandartkjamanna. En það sem Fats hefur umfram Konna er dálítið sér- stæður eiginleiki. Honum tekst að ná sálfræðilegu taki á húsbónda sinum. Samofnir hugarheimar í upphafi myndarinnar sjáum við þá félaga, Corky og Fats, skemmta víðs vegar við góðar undirtektir. Corky hefur ofið inn i skemmtiatriðið ýmis töfrabrögð sem eykur vinsældir þeirra. Þeir hafa eins og sagt er slegið i gegn. En skyndilega kemur upp vandamál sem ágerist stöðugt. Corky missir tökin á brúðunni Fats sem virðist ná valdi yfir hugarheimi hans. Þegar hann finnur persónulcika sinn sameinast Fats grípur hann til þt-ss ráðs að flýja. Hannleitar á æskuslóðir sínar og leigir scr húsnæði hjá gamalli skólasystur sinni sem hann hafði alltaf borið ástar- hug til. En andlegt ástand Corky versn- ar stöðugt og Fats nær algerum tökum á athöfnum hans. Corky getur ekki lengur greint á milli þeirra, hann lifir lífi þeirra beggja. Þegar umboðsmaður hans loks finnur þá félaga endar sú heimsókn með dauða hans. Fats hafði dæmt hann til dauða og Corky fram- kvæmdi verkið. Peggy, sem Corky leigir hjá, þekkir hann aftur og milli þeirra hefst ástarsamband. Eiginmann- inn grunar að ekki sé allt með felldu og í lokaatriði myndarinnar fer fram lokauppgjör milli hans og Corky og síðast en ekki síst milli Fats og Corky. Ekki er ástæða til að rekja þau endalok svo væntanlegir áhorfendur hafi eitthvað til að velta vöngum yfir. Lifandi brúða Eftir að hafa lesið bók Williams Goldman var undirritaður vantrúaður að hægt væri að gera kvikmynd eftir þessu efni, því það byggist töluvert á imyndunarafli lesandans sem erfitt er að ná fram í kvikmyndum. Eftir þeim dómum og greinum sem birst hafa virðist þetta þó hafa tekist og er Athony Hopkins í hlutverki Corky talinn burðarás myndarinnar. í tilefni Kvik myndir BaldurHialtason hlutverksins hafði hann Fats hjá sér svo mánuðum skipti þannig að hann var orðinn einn af fjölskyldunni. Leikstjór- inn Attenborough heldur því fram að brúðan hafi verið meðhöndluð líkt og lifandi meðan á töku myndarinnar stóð, svo nákomin var hún orðin þeim sem stóðu að kvikmynduninni. Sjálfur segir Hopkins að á köflum hafi hann verið að gefast upp þvi hann hafi ekki séð hvemig hann gæti túlkað þetta tvö- falda hlutverk. Enda afþakkaði fjöldi þekktra leikara hlutverk Corky þvi þeim þótti þaðof érfitt. Af öðrum leik- urum myndarinnar má nefna Ann- Margret og Burgess Meredith en sú fyrrnefnda fer hér meðhlutverk sem er andstæða þeirrar ímyndar sem hún var búin að skapa sér í fjölmörgum ,,glamor”hlutverkum. Ekkert nýtt Efni myndarinnar Magic er ekkert nýtt því áður hefur verið fjallað um samband búktalarans og brúðu hans. í myndinni The Great Gabbo (1929) fór Eric Von Stroheim með hlutverk búk- talara sem túlkaði allar tilfinningar sínar gegnum brúðuna. Þekktasta myndin er liklega Dead of Night (1946) þar sem Michael Redgrave túlkaði á frábæran máta búktalarann. Af öðrum myndum má nefna Devil Doll og The DummyTalks. Þótt þessari mynd sé lokið er sam- starfi þeirra Hopkins og Attenbor- oughs ekki lokið. Hopkins hefur leikið áður undir stjórn hans í Young Winston og A Bridge Too Far. Nú er ætlunin að hann fari með hlutverk Ghandi í kvikmynd sem byggð er á ævi- sögu hans en þessi mynd hefur lengi verið draumur Richard Attenboroughs. En hvenær kemur svo MAGIC? Eftir þeim upplýsingum sem ég hef dreifir 20th Century Fox myndinni svo hún ætti að skjóta upp kollinum í Nýja bíói þegar þar að kemur. Veggspjaldið er þegar komið upp svo við skulum vona að það verði sem fyrst. Corky og Fats skemnta áhorfendum meðan allt lék I lyndi. KALSO SANDALAR X NR. 41-46 VERÐ KR. 12.830.- SANDALARNIR MEÐ MÍNUSHÆL. LITIR: HVÍTT LEÐUR EÐA NATUR LEÐUR STÆRÐIR: NR. 36-40. VERÐ KR. 12.330.- % 'ý' 4l.......... 4'-;. '■ < ^ r ■' / V. W í ' PÓSTSENDUM Skóverzlun ÞÓRÐAR PETURSSONAR Kirkjustræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.