Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 30

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 30
30 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1979. Kristín M. Jónsdóttir kaupkona lézt 18. mai. Hclga Sigurðardóttir, Njálsgötu 72, sem andaðist 13. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju i dag kl. 15. Stefania Jónsdóttir andaðist 15. þ.m. Kveðjuathöfn fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 10.30. Jarðsett verður frá Dalvikurkirkju á miðvikudaginn kl. 14.00. Jarþrúður Guðný Kristjánsdóttir, Hjaltabakka 18, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju i dag kl. 13.30. Jóna Guðmundsdóttir, Langholtsvegi 131, fyrrum húsfreyja að Álfadal á Ingjaldssandi, verður jarðsungin á morgun frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Jóhanna Ketilsdóttir frá Hellissandi verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun kl. 10.30. Ráðstefna Kvikmyndir Franska sendiráðið sýnir þriöjudaginn 22. mai kl. 20.30 í Franska bóka- safninu Laufásvegi 12, gamanmynd i litum frá árinu 1974 „Celine et Julie vont en bateau” Leikstjóri Jacques Rivette og aðalleikendur: Domin- ique Labourier, Juliet Berto, Bulle Ogier. Þetta verður síðasta kvikmyndasýning sendiráðsins á þessu vori. Enskir skýringartextar, ókeypis aðgangur. Le Milieu du Monde Hér á landi hefur litið borið á svissneskri kvik- myndagerð. Þó eiga Svisslendingar nokkra góða kvik- myndagerðarmenn sem eru hægt og bítandi að byggja upp kvikmyndagerð í heimalandi sinu. Úr þessum hópi eru þeir Claude Goretta og Alain Tanner líklega þekktastir en þeir hafa kynnt land og þjóð mikið með myndum sinum. Háskólabíó hefur nú fengið til sýn- ingar mynd eftir Alain Tanner sem ber heitið MIÐJA HEIMSINS (Le Milieu du Monde) frá 1974 og mun sýna hana sem mánudagsmynd næstu 3 mánudaga. MIÐJA HEIMSINS fjallar um samband tveggja einstaklinga í svissneskum smábæ, sem stóð aðeins í 112 daga. Hún er af ítölsku bergi brotin og vinnur á litlu kaffihúsi en hann er framagjarn verkfræðingur sem er að þreifa fyrir sér á vettvangi stjórnmálanna. Fljótlega koma i ljós andstæð lífsviðhorf þeirra sem mótast af ólíkum bakgrunni svo þau fjarlægjast hvort annað smátt og smátt. Bak við þennan einfalda sögu þráð leynast svo stjórnmála- og sálarfræðileuirþættir sem Tanner meðlöndlar af miklu öryggi. Alain Tanner er fæddur í desember 1929 og verður þvi fimmtugur á þessu ári. Hann gerði sina fyrstu mynd 1957 í Bretlandi i samvinnu við landa sinn Claude Goretta en áður hafi Tanner þvælzt víða um heim. Árið 1962 sneri hann alfarið til Sviss og hefur starfað þar siðan. Hann á að baki 7 myndir af fullri lengd en þekktastar þeirra eru La Salamandre sem hann gerði 1971 (og var sýnd sem mánudagsmynd 1975), Le Retour D'Afrique (1973) og Jonas, Qui Aura 25 Ans en L'An 2000 (1976). Þá er ótalin nýj- asta mynd hans sem ber heitið Messidor en hún var frumsýnd á kvikmyndahátiðinni í Berlín sl. febrúar við mikið lof gagnrýnenda. Þess má einnig geta að Há skólabíó hefur fest kaup á annarri svissneskri mynd en þaðer verðlaunamyndin Knipplingastúlkan (La Dent- elliere) sem Claude Goretta leikstýrir. Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t.. Líftrýggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingafé lags Samvinnulrygginga h.f., verða haldnir að Hótel Sögu í Reykjavik, þriðjud. 19. júni nk. og hefjast*- kl. 10 fyrir hádegi. Dagskrá verður samkvæmt sam þykktum félaganna. Aðalfundur um starfscmi skáta að Úlfljótsvatni verður haldin að Úlfljótsvatni fimmtudaginn 24. mai og hcfst kl. 14.00. Öllum skátaforingjum og velunnurum staðarins er boðin þátttaka. Nánari upplýsingar um ferðir á skrif stofu Bandalags isl. skáta. Seltirningar Safnaðarferð verður farin i Skálholt fimmtudaginn 24. mai kl. 1 eftir hádcgi frá félagsheimilinu. Eldri bæjar búum boðiði ferðina. Þátttaka tilkynnist i sima 18126 fyrir miðvikudagskvöld. Fræðsluferðir Hins íslenzka náttúrufræðifélags Uppstigningardagur: Fuglaskoðun á Krisuvíkurbergi. Leiðbeinendur Árni Waag og Leifur Simonarson. Lagtaf staðfrá Umferðarmiðstöðkl. 10. Laugardagur 16. júni: Jarðskoðunarferð aö Hjöllum i Heiðmerkurgirðingu. Leiöbeinandi Jón Jónsson. Lagt afstaðfrá Umferðarmiðstöðkl. 14.00. Sunnudagur 1. júlí: Grasaferð á Esju. Leiöbeinandi Eyþór Einarsson. Lagt af stað frá Umferðarmiðstöð kl. 14. Ftístudagur 17. — sunnudagur 19. ágúst. Ferðá Kjöl. Þátttöku þarf að tilkynna á skrifstofu Náttúrufræði- stofnunar íslands í síma 12728 og 15487 og greiða 5000 krónur fyrirfram í þátttökugjald — fyrir 11. ágúst. k________ ÁSMUNDARSALUR v/Freyjugötu: Soffia Þorkels dóttir. málverk. Opnar laugardaginn 26. mai kl. 14. Ljósmyndasýningin framlengd Örtröð hefur verið á sýningu áhugaljósmyndara í Vestmannaeyjum nú um helgina. Um 1500 manns komu og þvi var brugðið á það að framlengja um einn dag. Sýningin verður opin i kvöld frá 20—23 og eru þaðallra síðustu forvöðaðsjá sýninguna. Sýningin er í Akogeshúsinu. Þegar hafa selzt 15 myndir. Aðalfundur Loka F.U.S. i Langholtshverfi verður haldinn mánudaginn 28. mai nk. Fundurinn verður haldinn að Langholtsvegi 128 og hefst hann kl. 20.30. Dágskrá: Venýulegaðalfundarstörf. Tvöönnur mál. Aðalfundur Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn i fundarsalnum i húsi félagsins i Reykjavík, miðvikudaginn 23. mai 1979 kl. 13.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á sam- þykktum félagsins samkvæmt 15. grein samþykkt- anna. 3. önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngu- miðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins, Reykjavik, 16,—21. maí. Óháði söf nuðurinn i Reykjavík Aöalfundur safnaðarins verður haldinn í Kirkjubæ miðvikudaginn 23. mai nk. kl. 20.30. Dagskrá: Venjulegaðalfundarstörf. Kaffiveitingar að loknum fundi í umsjá kvenfélagsins. Matreiðslumenn Aðalfundur félags matreiöslumanna, veröur haldinn miðvikudaginn 23, mai nk. kl. 15 að Óðinsgötu 7 Reykjavík. Reikningar félagsins liggja frammi á skrif- stofunni. Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. Aðalfundur Alþýðubrauðgerðarinnar hf. verður haldinn mánudaginn 11. júni n.k. i Iðnó uppi kl. 8.30 siðdegis. Dagskrá: 1. Venjuleg aðaifundar- störf. 2. Lagabreytingar. 3. önnur mál. * Aðalfundur Sýningarsamtaka atvinnuveganna hf. verður haldinn i fundarsal Vinnuveitendasambands íslands að Garðastræti 41, Reykjavík, þriðjudaginn 22. mai 1979 kl. 15.30 Dagskrá samkvæmt samþykkt um félagsins. Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda Aðalfundur verður haldinn í hliðarsal Hótel Sögu fimmtudaginn 7. júní nk. og hefst kl. 10 árdegis. Dag- skrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. Aðalfundur Blaðamanna- félags fslands verður haldinn í húsnæði félagsins að Síðumúla 23 miðvikudaginn 23. maí kl. 20. Bræðrafélag Bústaðakirkju heldur fund i safnaðarheimilinu mánudaginn 21. mai kl. 20.30. Bræður úr Garðabæ koma i heimsókn. Vorfundur ferðamálaaðila í Reykjavík Dagana 8. og 9. júni verður haldinn hér í Reykjavík árlegur vorfundur European Travel Comission. ETC, European Travel Commisson, er samstarfs- nefnd opinberra ferðamálaaðila 23 landa i Vestur- Evrópu um ferðamál. ETC var stofnað innan ramma OEEC fljótlega eftir lok heimsstyrjaldarinnar siðari, en er þeim samtökum var breytt og OECD stofnað um 1960 hélt ETC áfram starfsemi sinni, sem óháð nefnd i samvinnu við en án formlegra tengsla við OECD. Forystumenn samtakanna koma saman til fundar tvisvar á ári, vor og haust, og er slikur fundur nú i fyrsta sinn haldinn hér á landi. Formaður Ferðamála- ráðs Islands er einn af varaforsetum samtakanna. Akureyringar — Eyfirðingar Vörður F.U.S. Akureyri efnir til almenns fundar i Sjálfstæðishúsinu kl. 20.30 i kvöld. Fundarefni: 1. Ungi maðurinn og frjálshyggjan. BjÖrn Arnviðarson lögfræðingur. 2. Launþeginn og rikisstjórnin. Halldór Blöndal blaðamaður. Borgarnes Fundur verður haldinn i Sjálfstæðiskvennafélagi Borgarfjarðar, að Borgarbraut 4, Borgarnesi, 22. mai kl. 8.30. Dgaskrá: Kosning fulltrúa á þing Landssam- bands sjálfstæðiskvenna. Önnur mál. Fundur um sjávar- útvegsmál á Dalvík Sjálfstæðisfélögin á Norðurlandi eystra efna til fundar um sjávarútvegsmál á Dalvík nk. sunnudag kl. 14. Frummælendur verða Matthias Bjarnason alþingis- maður og Vilhelm G. Þorsteinsson, formaður Félags isl. botnvörpuskipaeigenda. Blað hins kúgaða minnihluta Fjölbrautaskólans á Akranesi er komið út. Nemenda ráð gefur blaðið út og eru í því greinar eftir nemendur skólans. Af sendiherrum Hinn 15. þessa mánaðar afhenti Páll Ásgeir Tryggva son sendiherra ólafi V. Noregskonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands i Noregi. Bókasafn Kópavogs Bókasafn Kópavogs, Félagsheimilinu, Fannborg 2, Opið alla virka daga kl. 14—21., laugardaga (okt.— apríbkl. 14-17. Þroskaþjálfaskóli íslands Umsóknarfrestur um skólavist árið 1979—1980 er til l. júni. l'msóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans. Simi 43541. Frá Læknaráði Borgarspítalans Aðalfundur Læknaráðs Borgarspítalans var haldinn 27. apríl sl. I stjóm Læknaráðsins til na:stu tveggja ára voru kjörnir: Ásmundur Brekkan yfirlæknir, for maður, Þórður Haröarson, yfirlæknir, varaformaður og Rögnvaldur Þorleifsson, sérfræðingur á Slysadeild, ritari. 1 Læknaráði Borgarspítalans eiga sæti allir sér- fræðingar og yfirlæknar spitalans ásamt fulltrúum aðstoðarlækna allra deilda. Læknaráðiðer ráðgefandi samstarfsaðili stjórnar sjúkrahússins um mál, sem varða læknisfræðilegan rekstur, þróunar- og þjónustumál. Á siðustu tveim árum hefur verið lögð áherzla á aukið samstarf við læknaráð hinna spítal- anna í borginni og var einn ávöxtur þeirrar samvinnu ráðstefna um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða sem haldin var í Domus Medica á sl. ári með þátttöku fjöl margra aðila innan félagsmála- og heilbrigði§þjónustu borgar og rikis. Læknaráðin stóðu síðan sameigin lega að útgáfu vandaðs heimildarits um ráðstefnuna. Þetta samstarf mun væntanlega hafa talsverð áhrif á framvindu heilbrigðismála almennt á næstu árum. 1 tilefni af 10 ára afmæli Borgarspitalans 1978 gaf Læknaráð út vandað afmælisrit um læknisfræðileg efni. Frá þvi Borgarspitalinn tók til starfa hefur mót- taka og meðferð slasaðra og bráðsjúkra verið ríkur þáttur i starfsemi hans, og hefur Læknaráð Borgar- spitalans beitt sér fyrir ýmsum framförum á því sviði, m. a. betri fjarskiptum, kennslu sjúkraflutningamanna og loks nú ráðstefnu um hópslys og bráðaþjónustu. sem haldin verður í þessum mánuði. Læknaráðið hefur einnig nokkur afskipti af þróunar og byggingar- áætlun Borgarspítalans og tengslum Læknadeildar Háskólans viðsjúkrahúsin. „Harka á móti hörku” — segir Sigurður Runólfsson, formaður Mjólkurfræðingafélagsins „Við væntuni þess, að þessi vika verði viðburðaríkari en samninga- fundur hefur verið boðaður kl. 14 í dag,” sagði Sigurður Runólfsson, for- maður Mjólkurfræðingafélags íslands í samtali við Dagblaðið í morgun. „Annars eru vinnuveitendur búnir að boða harðari aðgerðir en það yrði þá bara harka á móti hörku. Við ræddum stöðuna á félagsfundi i gær og þar var kosin nefnd til að fjalla um undanþágur á mjólkursölu. Við höfum leyft helmingssölu á mjólk fram á mið- vikudag en hvað tekur við þá fer algjör- lega eftir þvi, hvernig okkur sýnist út- litið varðandi samninga vera,” sagði Sigurður. Hann sagði að svo kynni að fara að mjólkurfræðingar yrðu að beita harðari aðgerðum og ættu þeir um márgár leiðir að velja í því sam- bandi. -GAJ Heldur hlýnar íveöri: Slydda og rigning fyrir austan Loksins eru veðurfræðingar farnir að þora að spá örlítið hlýnandi veðri. í morgun var gert ráð fyrir að norð- austan áttin héldi áfram að blása en hlýnaði þó. Jafnframt er gert ráð fyrir slyddu eða rigningu á aústanverðu landinu og jafnvel norðan til, skamm- rifinu fylgir sem sagt böggull. Spáð er björtu veðri á Suðvesturlandi. Þrátt fyrir að nú hlýni eitthvað gera veður- fræðingar ekki ráð fyrir að hitinn nái meðaltali enn um sinn. En í morgun var óvenju hlýtt á landinu miðað við undanfarna daga. Þannig náði hitinn á Höfn og Kirkju- bæjarklaustri fjórum stigum. Kaldast var á Raufarhöfn 2 stiga frost. - DS Rænt og ruplað í höfuðborginni Á laugardaginn var kærður 100 þús- und króna þjófnaður úr veski í íbúð við Njálsgötu. Kæran barst um kvöld- matarleytið, en einhver gestakoma hafði verið í húsinu og að því að bezt er vitað féll helzt grunur á einhvern gest- anna. Ýmis rán voru framin í höfuð- borginni um helgina. Stolið var tals- verðu af áfengi úr húsi við Haðaland, timbri á öðrum stað, fimm strákar voru teknir fyrir bensínþjófnað, dráttarvél var stolið og fannst skemmd og loks var stolið segulbandstæki og hátölur- um úr bil við Týsgötu. - ASt. Hjálpræðisherinn tekur nú ekki á móti notuðum fatnaði fyrr en með haustinu. Oddur Björnsson endurráðinn hjá Leikfélagi Akureyrar Oddur Björnsson hefur verið endurráðinn leikhús- stjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Verður það annað ár hans hjá félaginu. Oddur sagði að líklega yrði lögð meiri áherzla á erlend leikverk á næsta starfsári en verið hefði í vetur. Skýrslutæknrfélag íslands Skýrslutæknifélag íslands er félag áhugamanna um gagnavinnslumálefni og í því eru um 280 félagsmenn. Félagið var stofnað í marz 1968 og lýkur þvi ellefta starfsárinu um þessar mundir. Aðalfundur félagsins var haldinn 27. marz sl. Breyting varð á skipan manna i stjóm þar sem fráfarandi for- .maður, dr. Oddur Benediktsson, og meðstjórnandi, Þórður Jónsson, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. 1 stjórn eru nú dr. Jón Þór Þórhallsson formaður, Páll Jensson varaformaður, óttar Kjartansson ritari, Árni H. Bjamason féhirðir, Ari Arnalds skjalavörður og Sigurjón Pétursson meðstjórnandi. Varamenn eru Halldór Friðgeirsson og Þorgeir Pálsson. Á starfsárinu hélt félagið sex félagsfundi þar sem rædd vom ýmis svið gagnavinnslu og tölvutækni. Þá gekkst félagið, í samvinnu við Reiknistofnun Háskólans, fyrir smátölvusýningu í janúar sl. og var hún fjölsótt. Sýningin þótti gefa góða mynd af stöðu þessara mála hérlendis. Ýmsum kom það á óvart hve margir ísl- enzkir aðilar hafa haslað sér völl á sviði framleiðsíu á fjölbreytilegum smátölvubúnaði. Læknar af- hentu lyf fyrir dýr .... að nokkrir læknar afhentu lyf til notkunar fyrir dýr. Stjórn Dýra- læknafélags íslands hefur athugað þetta mál nánar og hefur vissu fyrir, að ofangreindar ásákanir hafa við rök að styðjast. Hér er um að ræða ýmis konar fúkkalyf, promasin preparöt o.fl. Lög um dýraiækna taka hreinlega af skarið um, að hér er ekki farið að lögum”. Svo segir í bréfi, sem Jón Pétursson formaður Dýralæknafélags íslands birtir í nýútkomnu Læknablaði. Jón segir ennfremur: „Það er ekki ætlun Dýralæknafélagsins að láta þetta mál ganga lengra, við vilj^tm aðeins vekja athygli lækna á ólögmæti þessara hluta með það í huga, að affarasælast er, að hver haldi sig við sitt svið á tímum sérvæðingar” -ÓG. Bruggfnim- varpið kemst ekkiígegn „Bruggfrumvarpið kemst ekki í gegn hér í deildinni,” sagði einn þingmaður í neðri deild í viðtali við Dagblaðið í gær. „Ég tel að mikill meirihluti hér sé andvígur því.” „Frávisunartillaga mun væntanlega koma fram. Gæti farið svo að hún yrði samþykkt, ellegar yrði frumvarpið fellt eða afgreiðsla þess strandaði einfald- lega vegna andstöðunnar,” sagði þing- maðurinn. „Það gegnir alit öðru máli um lávarðadeildina, þar sem frumvarpið fór örugglega í gegn,” sagði hann um afgreiðslu frumvarpsins í efri deildinni. -HH Gengið GENGISSKRÁNING Ferðamanna- Nr. 91 — 17. maf 1979. gjaldeyrir Eining Kl. 12.00 Kaup Sala Kaup Sala 1 Bandarfkjadollar 333,20 334,00* 366,52 367,40* 1 SteHingvpund 686,20 687,80* 754,82 756,58* 1 Kanadadollar 288,10 288,80* 316,91 317,68* 100 Danskar krónur 6206,30 6221,20* 6826,93 6843,32* 100 Norskar krónur 6412,60 6428,00* 7053,86 7070,80* 100 Sænskar krónur 7600,40 7618,60* 8360,44 8380,46* 100 Finnsk mörk 8355,10 8375,10* 9190,61 9212,61* 100 Franskir frankar 7560,70 7578,80* 8316,77 8336,68* 100 Belg.frankar 1092,30 1094,90* 1201,53 1204,39* 100 Svissn. frankar 19298,05 19344,35* 21227,86 21278,79* 100 Gyllini 16040,05 16078,55* 17644,06 17686,41* 100 V-Þýzk mörk 17472,45 17514,45* 19219,70 19265,90* 100 Lfrur 39,16 39,36* 43,08 43,19* 100 Austurr. Soh. 2372,40 2378,10* 2609,64 2615,91* 100 Escudos 673,95 675,55* 741,35 743,11* 100 Posotar 504,10 505,30* 554,51 555,83* 100 Yen 154,89 155,26* 170,38 170,79* •Breyting frá sfðustu skráningu. Sfmsvarí vegna gengisskráninga 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.