Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1979. Sviðsframkoma hljómsveitarinnar Earth, Wind & Fire er rómuð fyrir fjölbreytni og brögð sem villa áhorf- endum gjörsamlega sýn. Til dæmis eiga liðsmenn hljómsveitarinnar það til að liggja láréttir í loftinu. Þó að hljómsveitirnar Bee Gees og Earth, Wind & Fire séu um marga hiuti ólíkar eiga þær samt ýmislegt sameiginlegt. Báðar eru þær á há- tindi frægðar sinnar um þessar mundir, báðar flytja þær diskótón- list, plötur beggja eru með því vand- aðasta sem út er gefið og hjá báðum hljómsveitunum er falsettusöngur nokkurs konar einkennismerki. Bee Gees hefur notið mikilla vin- sælda hér á landi um langt skeið en TheBestOfEarth, Wind&Fire Voll Lauma nýjum lögum innan umsamsafn hinna gömlu tónlist Earth, Wind & Fire náði til- tölulega lítilli fótfestu hér fyrr en platan The Best Of Earth, Wind & Fire kom út. Platan hefur nú verið á markaðinum um nokkurt skeið en selst ennþá dálaglega vel, og ekki að ófyrirsynju. Á plötunni er, eins og nafn hennar bendir til, samsafn af beztu lögum hljómsveitarinnar á síðustu árum. En til að valda aðdá- endum sínum ekki vonbrigðum hafa liðsmenn Earth, Wind & Fire laumað tveimur glænýjum lögum með. Annað þeirra er September sem hefur Gnpið simann gerið góð kaup Smáauglýsingar BIAÐSINS L Þverholtitl slmi 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld HLH-flokkurinn fer víða um land hlotið góðar viðtökur i hérlendum diskótekum og heyrist öðru hverju leikið í útvarpi. Öll bera lögin hljóm- sveitinni og sérstaklega stjórnanda hennar, Maurice White, gott vitni. Á plötuumslagi The Best Of. . . er gefið til kynna að hún sé aðeins fyrsta platan sem hafi að geyma vinsælustu lög hljómsveitarinnar. Næsta plata verður þó væntanlega með eintómum glænýjum lögum. Sú plata mun bera nafnið I Am. Hún hefur að geyma níu lög, þar á meðal lagið Boogie Wonderland sem komið er út á litilli plötu og þýtur nú upp vinsældalista vestanhafs. I Am kemur væntanlega út í júnibyrjun. -ÁT- Austfírðingar verðaþóútundan Ferðaáætlun HLH-flokksins „um landið í góðu lagi”, eins og túrinn nefn- ist, liggur nú fyrir. Svo sem fyrr hefur verið skýrt frá i Dagblaðinu hefst ferðin með myndarlegum dansleik í Laugardalshöllinni á föstudaginn kemur en strax daginn eftir liggur leiðin út á landsbyggðina. Flokkurinn linnir siðan ekki lát- unum fyrr en að loknu balli laugardaginn 23. júní. Ferðaáætlunin er þessi: 25. maí....................................................Laugardalshöll 26. maí..........................................................Flúðir 31. maí......................................................Dynheimar, Akureyri 1. júní.......................................................Húsavík 2. júní..................................Akureyri(fjölskylduskemmtun) 4.júní..........................................Miðgarður í Skagafirði 8. júní............................................. Stapi, Njarðvíkum 9. júní.........................................................Hvoll lO.júní................................Hafnarfjörður, sjómannadagurinn 15. júní....................................................Stykkishólmur 16. júní.......................................................Aratunga 17. júni................................Reykjavík, þjóðhátiðardagurinn 22. j úní...........................................Freyvangur, Eyjafirði 23. júní . . ...................'..........................Ólafsfjörður Forsala aðgöngumiða að dansleiknum í laugardalshöll hófst í morgun i Fálk- anum við Suðurlandsbraut, Skífunni Laugavegi og Strandgötu í Hafnarfirði og Víkurbæ í Keflavík. Á þessum dansleik koma fram auk HLH-flokksins rokkparið Sæmi og Didda, sýningarsamtökin Model ’79, dansflokkurinn Disco Maniacs og loks mun heyrast öðru hvoru í diskótekinu Ásláki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.