Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 35

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1979. Útvarp 35 I Sjónvarp Kínverskir hermenn með spjóld at Hua tormanni. FÁQN ORD UM KÍNA-útvarp íkvöld M. 21.10: „KÍNAFERÐ GETUR VERtÐ LÆKNING" —segir Baldur Óskarsson Maðamaður t----------------------------------\ UM DAGINN 0G VEGINN —útvarp í kvöld kl. 19.40: ÍSLENDINGAR Á KROSSGÖTUMÍ ATVINNUMÁLUM ,.í þessu erindi mun ég fjalla um at- vinnumál almennt og atvinnuhorfur, þjóðmál i víðari skilningi, landbúnað- armál og vinnudeilur,” sagði dr. Jónas Bjarnason, sem talar Um daginn og veginn í útvarpinu í kvöld. „íslendingar standa nú á krossgötum í atvinnumálum, og svokallaðir fulltrú- ar hinna hefðbundnu atvinnugreina telja að allar hugmyndir um breytingar séu annað hvort tilræði eða atvinnu- rógur. í erindi mínu mun ég deila á stefnuna i þessum atvinnumálum og hugsunarháttinn sem mótar hana. Ég mun einnig setja fram tillögur til úr- bóta eins og ég hef raunar gert áður,” sagði dr. Jónas. -GAJ- v__________________________________/ Veiðia til leigu Til leigu er veiðiréttur í Deildará, Hofshreppi, Skagafirði frá og með komandi sumri. Nánari upplýsingar veitir Gísli Kristjánsson oddviti Hofsósi, simi 95—6320 alla virka daga kl. 13—15. Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 15. júní nk. Dr. Jónas Bjarnason. ,,Ég held að maður vaði nú ekki í verri viltu en þeirri, að halda að maður viti eitthvað um Kína þó að maður hafi skroppið þangað í hálfan mánuð,” sagði Baldur Óskarsson, en hann var í hópi blaðamanna er hélt til Kina 9. april síðastliðinn og kom heim 28. april. Þessi ferð er tilefni þess erindis er Baldur flytur í útvarpinu í kvöld og nefnir Fáein orð um Kína. „Svona ferð er fyrst og fremst stað- festing á þvi hve litið maður veit. Svona Kinaferð getur að vissu leyti verið lækning ef maður þarf á henni að halda, það er staðfesting á því hve lítið V______________________________________ maður veit. í kínverskri bók segir, að það að þekkja ekki fáfræði sína en halda sig fróðan sé sjúkdómur. Hitt er svo annað mál, hvað má skynja ef glöggt er gests augað. — Ég held ég megi segja mér það til lofs, að ég hafi farið ákaflega varlega í að gera mér hugmyndir um Kína. Að koma til Kína er ákaflega mikilfengleg- ur atburður í ævi manns og maður gerir sér varla vonir um að upplifa neitt stórkostlegra,” sagði Baldur. Aðspurður sagði hann að honum hefði þótt fólkið sjálft athyglisverðast og vitneskjan um þennan mikla fjölda JÓRVÍK Á DÖGUM VÍKINGA —sjónvarp M. 22.30: Þar varð Höf uðlausntil „Þetta er fyrri myndin af tveimur Þór Magnússon' um fornleifarannsóknir í Jorvík, sem þjóðminjavörður, hafa staðið í nokkur ár,” sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður. „Þarna komu danskir víkingar á sínum tima og lögðu undir sig borgina og þarna eru miklar minjar i jörðu frá vikingatímanum. Við þessar fomleifa- rannsóknir hefur margt komið í ljós um byggingar, götur og útlit og yfir- bragð borga á þeim tima. Einnig hefur fundizt gríðarlegt magn af hlutum sem hafðir voru til daglegra nota í víkinga- þjóðfélaginu.” „Jú. Það er rétt, að þjóðhátíða- sjóður veitti 700 þúsund króna styrk til þessara rannsókna. íslendingar hafa þó ekkert unnið að þessum rannsóknum þarna en þetta snertir okkur talsvert mikið. Jórvik er þekkt úr íslenzkum heimildum og það var þarna sem Egill Skallagrímsson orti Höfuðlausn og margir þekkja borgina einmitt þess vegna. Jórvík var mikil verzlunarmiðstöð og hernaðarlega mikilvæg. Skipgengt var upp að borginni og kaupmenn komu þangað hvaðanæva að. Núna stendur til að byggja upp gamla bæinn en forn- leifafræðingunum er að þessu vinna voru sett ákveðin timatakmörk,” sagði Þór en hann flytur formálsorð að myndinni. -GAJ- V J en talið er að Kmverjar séu nú um einn milljarður að tölu. „Ef maður bara at- hugar hve það tekur mann langan tíma að telja slíkan fjölda og að allur þessi fjöldi er mettaður, þá má segja, að þetta sé hinn nýi varnarmúr sem fólkið hefur reist. Gamli Kínamúrinn er ekki mikilfenglegra mannvirki en þetta. Kínverjar voru þrautpind þjóð, sundruð og illa fædd langt fram á þessa öld og það er mjög stutt síðan kyrrð myndaðist. Maður hlýtur að draga þá ályktun að þetta sé stórkost- legt fólk,” sagði Baldur að lokum. -GAJ- __________________________________) F.h. Veiðifélags Deildarár Ragnar Eiríksson, Gröf, 566 Hofsósi. MUNSTRUÐ SHETLANDS- ULLARVESTI VALLARTORGI AUSTURSTRÆTi 8 Sendumí A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.