Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. Flugumsjón Hættum flug- stjóm fyrir At- lantshafsf lugið! —þá tækju þeir við sér! Reiður farþegi í innanlandsflugi hafði samband: Hvemig væri að þið kæmuð því á framfæri að þessu ástandi í flug- stjórnarmálum hér innanlands yrði kippt í lag hið snarasta. Það er and- skotann ekki hægt að standa eins og glópur á flugvöllum vitandi ekki hvort hægt verður að fljúga til hinna ýmsu staða innanlands, vegna þess að flugstjórnarmenn eru í „hæga- gangi”. Svona verkföll áaðbanna. Eins stingur það í stúf að öll um- sjón með flugi á erlendum vélum og flugi til útlanda er snurðulaus. Launadeilur hér eru alltaf látnar bitna harðast á hinum almenna borg- ara, sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Ég geri það að tillögu minni að flugstjórnarmenn, sem sjá um flug erlendra véla og flug til út- landa, hvað þá um æfingarflug fyrir herinn, verði tafarlaust settir til starfa fyrir innanlandsflug. Það myndi lika verða áhrifaríkara. Ætli yfirvöld hér færu ekki af stað í samn- inga ef þau yrðu beitt þrýstingi utan- lands frá? Þeim er andskotans sama hvort hinn almenni borgari i landinu kemst leiðar sinnar eða ekki! Frá listdanssýningu nema i Þjóðleikhúsinu árið 1976. LISTDANS —fjölmiðlar veita honum of litla athygli 4969—1807 listdansunnandi skrifar: Með þessum línum vildi ég þakka framúrskarandi sýningu nemenda í Listdansskóla Þjóðleikhússins 19. og 20. maí sl. Ég vil einnig lýsa undrun minni yfir hve þessari listgrein, ballettinum, er lítill áhugi sýndur m.a. í fiölmiðlum. Falleg sýning Sýning nemenda Listdansskólans var að leikmanna dómi ákaflega fall- eg og vel heppnuð. öll ungmennin,; þetta unga listafólk, sýndu ágæta1 samæfingu og þau ungmenni sem með aðalhlutverk fóru báru með sér frábæra þjálfun og ágæta takta list- dansara. Kennarinn og höfundurinn Ingibjörg Björnsdóttir hefur þarna únnið mikið starf og miðað við fyrri nemendasýningar hefur áreiðanlega orðið mikil framför og gróska í List- dansskólanum. Góð dansaraefni Sýning yngri nemendanna var vel heppnuð og skemmtilegt augnayndi. í þeim hópi leynast áreiðanlega nokkur góð dansaraefni. Sýning eldri nemendanna var með miklum ágætum og sýningin sem heild heillandi ballettsýning ungs fólks. Þá er gleðiefni að ungir menn eru komnir inn í Listdansskólann og vonandi halda þeir áfram þar. Þau ungmenni sem fóru með aðalhlut- verkin, Helena Jóhannsdóttir, Lára Stefánsdóttir og Einar Þórðarson, dönsuðu ákaflega vel og hljóta að eiga framtíð fyrir sér sem dansarar ef þau fá áfram tækifæri til að þróa list sína. Listdans í sjónvarpið Það er leitt til þess að vita að list- grein þessi og nemendur hennar fái ekki meiri athygli fjölmiðla en raun ber vitni. Ég er viss um að landsmenn allir kynnu vel að meta það að fá að sjá slíka sýningu í sjónvarpinu. IMÆSTU DAGA AFSLATTUR ALLT AÐ OPIÐ TIL HÁDEGIS LAUGARDAG OPIÐ TIL KL. FÖSTUDAGS- KVÖLD POSTSENDUM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.