Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. 3 Ekki rætt um framburð Gerðar — heldur málfar blaðamanns Eyvindur Eiriksson skrífar: Rósa B. Blöndal (svo nefnd í blað- inu) skrifar um framburð íslenzks máls í Dagblaðið mánudaginn 28. maí. Hún bendir réttilega á hættuna sem ætla má að íslenzkum framburði stafi af miklum áhrifum ensku. Þarf að skamma Rósu Og kem ég nú að tilefni þessa bréf- koms míns. Ég þarf að skamma Rósu dálítið. Hún byrjar bréf sitt á því að vitna í útvarpsþátt um dagiegt mál sem ég sá umáþeimdögum. Húnsegirm.a.: „. . . Eiríkur Eyvindsson mál- fræðingur í íslenzku las úr bréfi frá ungum hlustanda. Orð hans féllu svo um Gerði: „Ég þoli hana ekki. Hún beinlinis hikstar fréttirnar . . .” Nú bjóst ég við því að málfræðingurinn gerðisjálfurathugasemdvið þessa lýs- ingu á framburði Gerðar. En það gerði Eiríkur Eyvindsson ekki. Hlust- endur og bréfritari gætu því haldið að málfræðingurinn væri samdóma bréfritaranum . . .” Hér er rætt um Gerði G. Bjarklind útvarpsþul. Satt bezt að segja er hér flest rangt með farið hjá Rósu og þó ekkiallt. Heiti ekki Eiríkur Ég heiti Eyvindur Eiríksson, ekki Eiríkur Eyvindsson. Það hlýtur að vera lágmarkskurteisi við mann að hann sé nefndur réttu nafni. Hvernig litist Rósu á að vera nefnd Blanda B. Rósdal? Rósa er hér að vitna í þátt sem fluttur var í útvarpið mánudaginn 27. nóvember 1978. Þar var ég reyndar ekki að lesa úr bréfi frá ungum hlust- anda, heidur að gagnrýna vont mál á grein eftir ungan blaðamann í einu dagblaðanna, en að vísu hafði hlust- andi sent mér greinina og spurt mig álits á henni. Ég tók skýrt fram að mér þætti margt vont í máli blaða- mannsins unga, sumt rangt mál, ann- að kauðalegt og stirt. Ég neita að hafa tekið undir gagnrýni blaða- manns á lestri Gerðar. Hór koma nokkur dæmi... Rósa setur orð hlustandans, þ.e. blaðamannsins, i gæsalappir til aö undirstrika að orðrétt sé vitnað. Orðalagið var í raun allólíkt því sem Rósa segir. Ég hóf þáttinn á því að bjóða gott kvöld, svo sem ber, og sagði síðan: „Hér koma nokkur dæmi um kauðalegt mál í . . . greininni sem nefnd var í síðasta þætti. Sum dæmin mættu jafnvel kallast rangt mál.” Þá tók ég dæmin, 5. dæmið var svo, orðrétt: „Kona ein, eflaust góð, heitir Gerður G. Bjarklind. Oft er sagt að hún lesi fréttir í útvarpið. Ég vil ein- dregið mótmæla þessu. Hún les ekki fréttirnar, hún hikstar þær.” Ég bætti síðan við athugasemd sem átti vist að vera háð um undarlegt samhengi í máli blaðamanns en eng- inn dómur um málfar Gerðar: „Blessuð konan er augljóslega ekki góð í fréttalestrinum. Að hvaða leyti skyldi hún þá vera góð?” Nafnið kom málinu ekki við Rétt er að ég tók ekki sérstaklega fram að málfar umrædds þular væri gott, enda var ég ekki að tala um það. Hitt er ljóst að ég gerði vitleysu með því að nefna nafn þularins. Nafnið kom málinu ekki við og gat því valdið misskilningi, svo sem komið er á dag- inn með bréfi Rósu. Nú, en hvað um það, ég fæ þá tækifæri til að taka undir það að Gerður G. Bjarklind sé góður þulur sem hvorki hiksti né hósti né heldur ræski sig í útvarpið. Bið ég svo Gerði afsökunar ef þetta mál veldur henni óþægindum. / Oft hefur verið sett út á málfar og rlt- hátt blaðamanna og ekki að ósekju. Sannast sagna þykir mér allir þulir útvarpsins vel máli farnir, þótt telja megi rök til þess að Jón Múli sé fremstur, en hann heyrist reyndar ekki lengur þar af einhverjum ástæðum. Raddir lesenda Það hlýtur óneitanlega að vera sárt að finna köttinn sinn illa útleikinn upp við einhverja girðingu. ÓKYFIR Kön ® KENWOOD ^ EIGN SEM VARIR — og henti honum upp að næstu girðingu G. St. skrífar: Nýlega var keyrt yfir kött sem börnin mín áttu. Sá sem það gerði tók köttinn og henti honum upp að næstu girðingu og skildi hann eftir þar. Börn úr götunni rákust á hann þar illa útleikinn, komu heim til mín og létu vita um köttinn. Hann var kirfilega merktur, með hálsband, þar sem heimilisfang hans var gefið upp. Ökumaðurinn hefði getað séð sóma sinn í því að koma heim til okkar og tilkynna um slysið. Ég er ekki að áfellast þásem verða fyrir því að keyra yfir ketti. Slíkt getur alltaf hent. En að láta ekki vita um verkn- aðinn þegar kettirnir eru merktir finnst mér ófyrirgefanlegt. Þetta er hugsunarleysi, sem ætti ekki að henda neinn. Vill Rósa hringja aftur? KT-5500 útvarp, stereo FM/AM, næmleiki FM1,9p'V/AM20 tvV, merki/suð hlutfáll 72 dB mono 68 dB stereo, aögreining- arhæfni 60 dB, stereo aðgreining 35 dB frá 50-15,000 Hz. Verö kr. 105.990.- KA-5700 magnari, 2x40 RMS wött, 8 ohm, 20-20,000 Hz, bjögun minni en 0,04%, merki/suð hlutfall 76 dB viö 2,5 pV. Verð kr. 169.300.- KX-520 kassettutæki, Dolby, rásaflökt minna en 0,09% (WRMS), tíðnisvörun 30-16,000 Hz (Cr02), merki/suð hlutfall 61 dB (Dolby/CrÖ2). Verð kr. 183.300.- Háþróað Hi-Fi er sérgrein hjá Kenwood. Þess vegna er Kenwood einn færasti hljómtækjasmiður sem fagtímarit geta um. Kenwood er fyrir fagfólk sem af eigin dómgreind veit hvað háþróað Hi-Fi er. Tökum sem dæmi tæki þau sem sýnd eru hér að ofan. Tæknilýsingin á þeim skýrir verðleika þeirra svo ekki verður um villst. Ingibjörg Ingvarsdóttir hringdi: Ég vil biðja Dagblaðiðaðgera mér þann greiða að biðja konu, sem nefndi sig Rósu, að hringja í mig aftur. Hún hringdi í mig, sagðist vera með bók sem faðir minn hafði lánað henni og nefndi sig Rósu. Okkur talaðist svo til að hún kæmi til min með bókina, en síðan hefur ekkert gerzt og ég veit ekki hvar konuna er að finna. ^KENWOOD EIGN SEM VARIR FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Hvað mundir þú gera ef þú eignaðist milljón í dag? Páll Grímsson: Ég mundi hiklaust gefa fátæku fólki peningana. Spurning dagsins Andri Laxdal: Láta eitthvað af pening- unum til vangefinna og nota afganginn til að ferðast til Austurianda. Gunnar Andrésson: Fara til Austur- landa og gefa peningana til vangefinna. Þórður Ingi Guðjónsson: Fara til út- ianda og gefa restina einhverjum sem á bágt. Úti mundi ég kaupa mér eitthvert dót. Vilhjálmur Jónsson: Ég mundi kaupa fullt af mótorhjólum. Ólafur Páll Gunnarsson: Gefa gömlu fólki sem á bágt. Svo mundi ég kaupa mér einhverja hluti sem mig langar til að eignast.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.