Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. 7 Árangursríkt samstarf í félagsstarfinu Umfangsmikið félagsstarf og alls kyns skólakeppnir hafa verið haldnar undanfarna mánuði í skólum Reykja- víkur á vegum Æskulýðsráðs og hinna ýmsu félaga, auk skólanna sjálfra. Þannig lauk nýlega borðtennismóti fyrir efri bekki grunnskólans. Varð sveit Laugalækjarskóla sigurvegari og hlaut farandbikar að launum. Æskulýðsráð og Taflfélag Reykja- víkur gengust fyrir skákmóti og tóku 20 sveitir frá 15 skólum þátt í því. Sigurvegari varð sveit Álftamýrar- skóla. Þá var nýlega haldin ljósmynda- samkeppni um beztu mynd vetrarins á vegum Félags áhugaljósmyndara og Æskulýðsráðs. 1. og 2. verðlaun féllu í skaut samstarfshóps úr Æfingadeild Kennaraháskólans. - HP Julius Sigurbjörnsson, umsjónarmaður félagsstarfs í skólum Reykjavikur- borgar, og sigurvegararnir i skákmótinu, Jóhann Hjartarson og Árni Árnason. Undir Steinahlíðum DB-mynd Vigst. Vernharðss. Hvalnes heitir þessi bær undir Hval- nesi austur á fjörðum, en þarna hjá bænum undir hlíðinni stendur til að reisa bæinn hans Steinars bónda undir Steinahliðum fyrir kvikmyndun Para- dísarheimtar þar. Eins og alþjóð mun kunnugt ætlar þýzka sjónvarpið i sam- vinnu við það íslenzka að taka kvik- mynd eftir samnefndri sögu Halldórs Laxness í Ameríku og á íslandi, m.a. hér undir Hvalnesskriðum. Kolviðarhólsmótið fór út um þúfur Þannig var umhoffs á mótssvæðinu spyrnudeild UMFÖ sem stóð fyrir þess- við Kolviðarhól á laugardaginn er ljós- ari hvítasunnuhátíð og hafði vandað myndari Dagblaðsins kom þar við. mjög vel til hennar en allt kom fyrir Mótsgestir allir á bak og burt og heldur ekki. Veðurguðirnir fóru sínu fram, og óbrifaleet um að litast. Það var knatt- slíka rienineu eerði A föstudaeskvöldið að mótsgestir sáu þann kost vænstan að yfirgefa staðinn. Og þrátt fyrir að blíðviðri gerði á hvítasunnudag var allt um seinan. Mótið hafði farið út um búfur. - GA.l / DR-mvnd Hörður Tvöfalda límingin hefur valdið þáttaskilum í framleiðslu einangrunarglers og marg- sannað þrautreynda hæfni sína. Með fullkomnustu vélum sem völ er á getur Glerborg hf. því boðið viðskiptavinum sínum einangrunargler - tvöfalt - þrefalt - fjórfalt - þar sem gæði og ending eru marg- falt meiri og betri en nokkru sinni fyrr. Helstu kostir tvöfaldrar límingar: 1. Margfalt meiri þéttleiki gagnvart raka. 2. Minni kuldaleiöni, þar sem rúður og loft- rúmslisti liggja ekki saman. 3 Meira þol gagnvart vindálagi. Með vel skipulagðri þjónustu og ráðgjöf verða viðskiptin auðveldari og ánægjulegri - já þú ættir að glugga í okkar gler. LOFTRUM ALLISTI MILLIBIL ÞÉTTILISTI RAKAEYÐINGAREFNI SAMSETNINGARLÍM DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SIMI 53:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.