Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur Kappreiðar Fáks: INNRITUN í f ramhaldsskóla f Reykjavík Tekið verður á móti umsóknum um námsvist í framhaldsskóla í Reykjavík dagana 5. og 6. •júní næstkomandi í Miðbæjarskólanum í Reykjavík kl. 9.00—18.00 hvorn dag. Umsókn skal fylgja ljósrit eða staðfest afrit af prófskírteini úr grunnskóla. í Miðbæjarskólanum verða jafnframt veittar upplýsingar um þá framhaldsskóla, sem sækja á um þar, en þeir eru: Ármúlaskóli (viðskiptasvió, heilbrígðis- og uppeldissvið, fornám), Fjölbrautaskólinn I Breiðholti, Hagaskóli (sjóvinnunám), Iðnskólinn i Reykjavik, Kvennaskólinn (uppeldissvið), Menntaskólinn við Hamrahlið, Menntaskólinn i Reykjavík, Menntaskólinn við Sund, Vélskóli tslands I Reykjavik. Umsóknarfrestur rennur út 8. júní og verður ekki tekið á móti umsóknum eftir þann tíma. Þeir sem ætla að sækja um námsvist í ofan- greinda framhaldsskóla eru því hvattir til að leggja inn umsókn sína í Miðbæjarskólann 5. og 6. júní. Fræðslustjóri Grundarfjörður Nýr umboðsmaður Dagblaðsins í Grundar- firði er Kristín Kristjánsdóttir, Sæbóli 12, sími 93-8727. MMEBLAÐIÐ RAFIÐJAN / RAFTORG Aðalumboð Kirkjustræti 8, s.: 19294 — 26660 Hvasst en hlýtt í Nokkur hundruð manns fylgdust að þessu sinni en oft áður. með hinum árlegu kappreiðum hesta- Á Víðivöllum er góð aðstaða fyrir mannafélagsins Fáks sem fram fóru á' áhorféndur þegar vel viðrar, falleg VíðivöUum í gær. Veður var hlýtt en grasbrekka á móts við mark hlaupa- heldur hvasst og kann það að hafa brautar. Á staðnum er einnig veitinga- ráðið því að færri sóttu kappreiðarnar sala og hreinlætisaðstaða. - GM Komlö I mark eftir 800 metra hlaup. DB-mynd Árni Páll Hæf ileikakeppni að Hótel Sögu í sumar: Viltu koma hæfileik- um þínum á f ramfærí? —og eiga um leið möguleika á að vinna sólarlandaf erð Ertu söngvari, leikari, eftirherma, galdrakarl, rithöfundur, skáld, nú eða lagahöfundur eða textahöfund- ur, sem enn hefur ekki getað komið hæfileikum þínum á framfæri? Nú er loksins komið að tækifærinu sem þú hefur beðið eftir. Dagblaðið og hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar gangast í samein- ingu i sumar fyrir hæfileikakeppni að Hótel Sögu. Keppnin hefst sunnu- dagskvöldið 24. júni næstkomandi og verður haldin tólf næstu sunnu- dagskvöld þar á eftir. Hver sem er getur orðið þátttakandi í þessari keppni, svo framarlega sem hann uppfyllir þrjú eftirtalin skilyrði; keppandinn þarf að vera orðinn átján ára, hafa ekki komið fram í list sinni fyrir borgun og síðast en ekki sízt þarf hann að hafa hæfileika aö eigin mati. Fyrirkomulag hæfileikakeppninn- ar verður það að þrír einstaklingar eða flokkar koma fram á hverju keppniskvöldi. Áhorfendur dæma síðan um gæði atriðanna. Sigurveg- ari hvers kvölds kemst síðan í úrslita- keppnina þann 23. september. Gestir fá afhenta atkvæðaseðla við inngang- inn, sem þeir fylla út eftir beztu sam- vizku. Að hæfileikakeppninni lok- inni er síðan unnið úr seðlunum og úrslitin tilkynnt eins fljótt og auðið er. Sigurvegari hvers kvölds fær í verðlaun mat fyrir tvo í grillinu á Hótel Sögu. Sigurvegari keppninnar hlýtur aftur á móti sólarlandaferð að verðmæti 240 þúsund að launum fyrir framlag sitt. Til viöbótar verða honum reiddar fram hundrað þús- undir króna í dagpeninga. Til að bjóða upp á enn frekari fjöl- breytni á þessum hæfileikakvöldum að Hótel Sögu koma einnig fram nokkrir atvinnumenn í skemmtana- iðnaðinum. Dansflokkur JSB verður fastagestur kvöldanna og sýnir ætíð eitthvað nýtt á hverju kvöldi. Feng- inn verður þekktur maður úr þjóð- félaginu til að velja sér syrpu dægur- laga, sem hljómsveit Birgis Gunn- laugssonar æfir síðan upp og flytur. Hárgreiðslumenn líta inn og sýna það nýjasta sem þeir hafa upp á að bjóða og hver veit nema erlendir skemmti- kraftar reki nefið inn. AUs er miðað við að skemmtiatriði hvers sunnu- dagskvölds taki tvær klukkustundir í flutningi. Væntanlegir þátttakendur í hæfi- leikakeppni Dagblaðsins og hljóm- sveitar Birgis Gunnlaugssonar geta látið skrá sig til keppni strax i dag. Birgir Gunnlaugsson hljómsveitar- stjóri tekur við þátttökutilkynningum í dag, á morgun og næsta dag í síma 77616 og gefur einnig nánari upplýs- ingar um keppnina. Fyrir þá sem seinir eru að ákveða sig verður þátt- tökutilkynningum einnig veitt móttaka dagana 18. og 19. júni. Þátttakendur í hæfileikakeppninni verða kynntir í Dagblaöinu daginn áður en þeir koma fram á Hótel Sögu. - ÁT SENDUM LITMYNDA LISTA EF ÓSKAÐ ER GRENSASVEGI3 sf. SÍMI81144. ÁSTÁRKÚLA REKKJAN NR. 23 W. nVHt*J6nwpi, myndMgutMncN, útvmpl, VorO m/dýnum, koM og opogk kr. 476.600. ugutmndi og iukkp. VorO kr. 6.400.000. HJÓNA8ÆLAN NR. 26. VorO m/dýnum kr. 360.000. REKKJAN NR. 23 P. NÓTT NR. 24. VorO m/dýnum kr. 369.600. Vorð m/dýnum kr. 266.700. Kaupiö rúmin afframleiðanda — Það tryggir lœgra verð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.