Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. KENNARAR Kennara vantar að grunnskólanum Hellu næsta vetur. Ibúðir íúýlegu húsnæði gegn lágri leigu eru fyrir hendi. Umsók'nir sendist formanni skólanefndar, Jóni Þorgils- syni, fyrir 20. júní nk. Skólanefnd. VEGGKLÆÐNINGAR | stærsta framleiðanda Ál-prófílarnir fást bœði sléttir eða með vióaráferð (algjör nýjung). 12 litir. Einrv ig er hœgt að fó prófilana með eða án einangrunar. Tilheyrandi glugga-, homa og dyralistar fylgja með. Gerum tilboð eftir teikning- um án skuldbindinga. Hin stórglæsilega Alside-álklæðning frá ál-klæðninga í Bandaríkjunum. Hrmgið eðd skrifið. allar nanari upplysingar gefur K4<JLVR Bo* 32, Keflavik Simar 9? 2121 og 92 2041 Reykjavik, Vesturgotu 10 uppi Simar 21490 oy 17797 Nicaragua: Verkföll lama alla starfsemi nær allar verzlanir í höfuðborginni lokaðar og samgöngur lamaðar—bardagar f úthverf um borgarinnar og í öðrum borgum landsins Bardagar voru í morgun á milli skæruliða sandinista og þjóðvarðliða Somoza forseta Nicaragua víðsvegar um landið. Athafnalíf var sagt mjög lamað í öllum helztu borgum landsins vegna verkfallsins sem skall á að áskorun sandinista. Virðist svo sem skæruliðum, sem vilja feUa stjóm Somoza einræöisherra og fjöl- skyldu hans frá völdum, verði veru- lega ágengt í baráttu sinni. Samkvæmt fregnum frá Managua höfuðborg landsins var allt líf á mörkuðum lamað og einnig aUar verzlanir lokaðar. Samgöngur lágu að mestu niðri þar sem almennings- vagnar og leigubifreiðir sáust lítt á götunum. Kaupmenn sem tóku virkan þátt í andstöðunni gegn Somoza hafa þó ekki tilkynnt and- stöðu sína opinberlega eins og síðast er almenn andstaða sýndi sig berlega gegn einræðisherranum. Auk bardaga í suðurhluta landsins, þar sem sveitir sandinista virðast vera öflugastar fréttist af bardögum í út- hverfum höfuðborgarinnar Mana- gua. Auk þess voru óeirðir í borginni Leon, næststærstu borg landsins. Tilkynnt var í Chichigalpa, sem er um það bil 120 kUómetra norðvestur af Managua að þar verðust skæru- liðar þjóðvarðUðum frá sjúkrahúsi borgarinnar. Þetta var samkvæmt opinberum heimUdum í Nicaragua. Sjónarvottar, sem komu frá Chichi- galpa, sögðu aftur á nóti að sandinistar héldu borginni algjörlega og væri verið að senda liðsauka þjóð- varðliðinu til hjálpar. Talsmenn sandinista tilkynntu í Panama City að flugvöUurinn í Managua væri ekki öruggur fyrir er- lendar flugvélar þar sem þar væri barizt. Stúdentar frá Nicaragua tóku í gær aðalstöðvar Samtaka Ameríku- ríkja i Panama City og skoruðu á meðlimi þeirra að vísa á bug aðstoðarbeiðni frá Somoza einræðis- herra Nicaragua. ByltingfGhana: BARIZTIACCRA ÚTVARPSSTÖÐIN HELZTA MARKIÐ Tjaldhimnar 5 manna tjöld á kr. 52.250 3 manna tjöld á kr. 37.700 Hústjöld frá kr. 51.900 2ja manna tjöld með himni á kr. 30.400 Sóltjöld frá kr. 6.800 Tjaldhimnar á flestar gerðir tjalda. Tjalddýnur, bakpokar og allt annað í útileguna Mikið úrval af sólbekkjum og sólstólum. Póstsendum SEGLAGIRÐIN ÆGIR •• Eyjagötu 7, Orfirisey Reykjavík - Símar: 14093 og 13320 —sveitir undir stjóm liðsf oringja úr f lughemum segjast hafa tekið völdin Liðsforingjar í flugher Ghana hafa tilkynnt að þeir hafi gert uppreisn og tekið völdin í landinu. Samkvæmt fregnum frá Accra, höfuðborg lands- ins, virðast þar hafa verið blóðugir bardagar í gær. Að sögn bandarísks sendimanns í höfuðborginni, sem haft var símasamband við í morgun, réöust uppreisnarmennirnir á útvarpsstöðina í borginni og beittu meðal annars flug- vélum. Náðu þeir stöðinni en hún var síðan aftur komin í hendur stjómar- manna, sem misstu hana þó aftur. Útvarpsstöðin sendi frá sér áskoranir frá uppreisnarmönnum þar til snemma í morgun, auk þess sem leikin voru hergöngulög. Allt var þó í óvissu í Ghana í morgun. Foringi hersins i Accra kom til dæmis fram í útvarpinu og tilkynriti að aðalstöðvar hersins væru nú undir yfirráöum uppreisnarmanna. Hann bætti síðan við, að til að koma í veg fyrir frekari blóðsútheUingar skyldu aUir hermenn snúa aftur til búða sinna og hefja samvinnu við uppreisnar- menn. Ekki var ljóst hvort yfirmaður varnarsveita borgarinnar hafði út- varpað þessum orðum að skipun upp- reisnarmanna eða var hreinlega í vit- orði með þeim. Fyrr um kvöldið hafði verið tUkynnt í Accraútvarpinu, að uppreisnarsveit- irnar væru undir stjóm Jerry Rawlings flugliðsforingja. Mun þetta vera önnur tilraun hans til að ná völdum í landinu á minna en þrem vikum. Lenti hann í fangelsi eftir fyrri tilraunina en var sýnilega leystur úr prísundinni af upp- reisnarmönnum í gær. Herforingjastjómir hafa rikt í Ghana undanfarin sjö ár. Uppreisnar- menn tilkynntu að fyrirhugaðar kosn- ingar, sem fara áttu fram 18. þessa mánaðar, mundu fara fram. Svíþjóð: Clark Olofsson í hungurverkfalli Clark Olofsson, sem vafalaust getur kaUazt þekktasti fangi Sví- þjóðar, er nú í hungurverkfalli. Ásamt félaga sínum einum, Lars Göran Allu, krefst hann þess að fá að halda áfram námi sínu. Verði það ekki segjast þeir ekki ætla að borða meira. Fangelsisyfirvöld hafa tUkynnt að ástæðan fyrir því að leyfi til að mennta sig hafi verið tekið af þeim félögum sé sú, að þeir séu gmnaðir um að hafa reynt að misþyrma einum samfanga sinna. Hafa þeir félagar Olofsson og Allu verið fluttir sinn í hvort fangelsið og bíða dóms en neita algjörlega að borða nokkuð. Sá sem þeir em sagðir hafa ætlað að ráðast á, heldur fast við sína sögu um að tvímenningarnir hafi komið í klefa hans og hótað honum meðjárnstöng að vopni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.