Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. 11 Erlendar fréttir REUTER New York: Gafafsláttá gallaðanaflanum Frú Virginia O’Hare gaf óvæntan afslátt á nafla sínum til að forðast frekari málarekstur vegna hans. Fyrir skömmu voru henni dæmdir rúmlega 850 þúsund dollarar í bætur vegna þess að naflinn hafði færzt til um 2,5 cm við fegrunaraðgerð. Virginia lét sér nægja 200 þúsund dollara eða jafnvirði sextíu og sex milljóna íslenzkra króna í sára- bætur. Að nitján mánuðum liðnum og eftir uppskurð sem tók sextán klukkustundir eru syst- I skaddazt við aðgerðina. Foreldrar þeirra viidu ekki að þær xlust upp án þess að eiga urnar aðskildar. Nú er aðeins eftir að biða og sjá hvort þær hafa að einhverju leyti | möguleika á að lifa eðlilegu lifi. Mggt, » ' -I " 12 I • " j llKv I 1 viburasysturnar Liza og Eliza Hansen i Ogden i Utah ríki f Bandarfkjunum voru samvaxnar á höfði. Þær virtust hafa aðlagað sig þessu ástandi en höfðu að sjálfsögðu ekki möguleika til að lifa eðlilegu lífi. Þær voru þvf skornar upp eftir að nitján mánuðir voru liðnir frá fæðingu þeirra. Saltvatnsborg: LIFA NU AÐ- SKILDU LÍFI —Usa og Ellza höfðu verið samvaxnar á höfðinu f nítján mánuði er læknar skildu þær að í sextán klukkustunda aðgerð í fyrsta sinn, eftir að hafa verið fast- ar saman á höfðinu í nitján mánuði, gátu systumar tvær legið aðskildar. Gerð var sextán klukkustunda skurðaðgerð á Lisu og Elizu Hansen í Salt Lake City í Utahfylki og gátu þær þá legið aðskildar. Að sögn lækna eru þær að upplagi báðar heilbrigðar stúlkur. Aftur á móti er ekki ljóst hvort uppskurðurinn hefur haft áhrif á heila- starfsemi þeirra. Foreldrarnir tóku ákvörðun um að Suður-Afríka: Vorster hrökkl- ast frá völdum tók þátt í f jársvikum til að ná áhrif um á fjölmiðlum sem áttu að styðja kynþáttastefnu stjórnarinnar Ríkisstjórn Suður-Afriku kemst að raun um það á morgun hve alvarlegum augum kjósendur landsins líta fjársvikamál það sem olli afsögn John Vorster forseta landsins um helgina. Þá fara fram aukakosningar, sem reyndar urðu nokkru fyrr en ráðandi flokkur hvítra manna í Suður-Afríku hafði ætlað. Einnig var gerð tilraun til að birta ekki strax niðurstöður rannsóknar fjársvikamálsins en höfuðpaurinn þar mun vera Connie Mulder, fyrrverandi ráðherra í ríkis- stjórninni þegar John Vorster var forsætisráðherra. Er þar um að ræða misnotkun á opinberu fé til að nota við fjölmiðlun, eins og blaðaútgáfu tU stuðnings kynþáttastefnu stjórnar- innar. Einnig er talið að einhverju hafi verið varið til að kaupa upp stuðning fjölmiðla erlendis. Auk þess munu þeir aðUar sem réðu yfir fjár- magninu, sem átti að veita tU al- mennrar upplýsingastarfsemi, hafa notað það óspart í eigin þágu. Er talið að svikin nemi aUt að 120 mUljónum bandarískra doUara. Af- sögn Vorsters var tilkynnt í gær af Pieter Botha forsætisráðherra. Vorster hefur ekki setið í forsetastóU nema síðan í haust er hann sagði af sér forsætisráðherratign, að sögn af heUsufarsástæðum. láta uppskurðinn fara fram vegna þess að samvaxnar gátu þær engan veginn lifað eðUlegu lífi. Þrátt fyrir að þær væru fastar saman á höfðinu hófu þær að skríöa á svipuðu aldursskeiði og venjuleg börn. Lærðu þær systur fljót- lega að taka tUlit hvor tU annarrar, þeg- ar þær hreyfðu sig. Þær reyndu meira að segja að læra að ganga en að vonum tókst það heldur óhönduglega og duttu þær stöðugt um koU við þær tilraunir. Nokkur tími mun líöa þar til læknar treysta sér til að segja um hvemig aðgerðin á höfðum stúlknanna hefur heppnazt. Heilar þeirra lágu saman og blóðrás þeirra var tengd. Þær hafa þó báðar vaknað eftir aðgerðina og grátið, sem þykir góðs viti, að sögn talsmanns sjúkrahússins í Salt Lake City þar sem aðgerðin fór fram. Joe Clark tekur við forsætisráðherraembætti Joe Clark, sem í dag heldur upp á fertugasta afmælisdag sinn hefur í dag störf sem forsætisráðherra Kanada. Leysir hann þar af hólmi fráfarandi forsætisráðherra Pierre Trudeau, sem gegnt hefur embætti í rúmlega ellefu ár. í hinu nýja ráðuneyti Clarks er ein kona. Gegnir hún stöðu utanríkisráð- herra og heitir Flora Macdonald. Erfiðustu verkefni hinnar nýju stjórnar verða efnahagsmálin og afstaðan tU aðskilnaðarhreyfingar- innar í Quebecfylki þar sem frönsku- mælandi menn eru í meirihluta. Dældu þeir krabbameini í eigin hermenn? Bandariski flugherinn tUkynnti í gær .á tíðum voru grunaðir um samvinnu að ákveðið hefði verið að láta fara fram könnun á því hvort þeim liðs- mönnum Bandaríkjahers, sem komizt hefðu i snertingu við efni þau sem notuö voru til að eyða gróðri í Viet- nam, væri hættara við krabbameini en öðrum. Efni þessi voru notuð í baráttu við skæruUða er á Vietnamstyrjöldinni stóð en þá var tíðum talið nauðsynlegt að eyða uppskerum á stóru svæði tU að ná haldgóðum tökum á íbúum, sem oft viðskæruliða. Könnunin á að standa í sex ár og taka til 1210 hermanna, sem komust í snertingu við þessi efni. Friðarrann- sóknarstofnunin í Stokkhólmi hefur áður haldið því fram að þessi efni gætu bæði valdið krabbameini og fóstur- skaða. Tildrög rannsóknar Bandaríkja- hers munu vera þau að grunur leikur á að börn í Oregon hafi fæðztvansköpuð eftir að skóglendi þar nærri var úðað með eiturefninu. ARO 242 Pick-Up. Burðarmagn 800 kg. Skúffa með bogum og tjaldi. ARO 320 Pick-Up. Burðarmagn 1200 kg. Skúffa með bogum og tjaldi. ARO 244 5 manna klæddur að innan, 4ra dyra + afturhurðir, aftara sæti má velta fram. ARO 243 er með langsum sætum að aftan fyrir 3 hvorumegin og fyrir 2 fram í eðá alls fyrir 8 manns. BILAR TIL AFGREIÐSLU STRAX Allar gerðir Sterk grind, 4 hjóla drif, vél 86 h., gírkassi 4ra gíra, millikassi hátt og lágt drif. Veröfrá kr. 4.500.000 umboðið, sf. BÍLASÖLU ALLA RÚTS Hyrjarhöfða 2 — sími 81666 Reykjavik Akureyri Páll Halldórsson Skipagötu 1 Sími 22697 IKAIMADAI ARO-JEPPINN SEM FARIÐ HEFUR SIGURFÖR UM EVRÖPU OG AFRÍKU

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.