Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 12
12 HMEBIADIÐ , frjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðiö hf. Framkvœmdastjón: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Ritstjómarfulltrúi: Haijkur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aðstoflarfróttastjóri: Jóqas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Siggrflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pótursson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrísson. Hönnun: Gufljón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamloifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls son, Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkori: Þráinn Þoríeifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalsimi bla^sins er 27022 (10 linur). Áskríft 3000 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 150 kr. ointakifl. Setning og umbrot Dagblaflið hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prerítun: Arvakur hf. Skeifunni 10. /* DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. HIN MANNLEGU MISTÖK í HARRISBURG Kallar á skýr viðbrögð Hin gífurlega olíuhækkun, sem nú dynur yfir, ætti að sýna, hversu háska- legt er að binda olíuverðið við Rotter- dammarkaðinn. Við þurfum að losna úr þeim viðjum. Almenningur verður einnig að sýna stjórnvöldum fram á, áður en það verður um seinan, að vitfirring væri að ætla að demba bensínhækkun yfir bifreiðaeigendur án þess að minnka stórlega skattpíningu ríkisins. Hækkunina verðum við að bera, meðan ekki finnast leiðir til að losna undan oki Rotterdammarkaðarins. En fráleitt væri að láta bifreiðaeigendur taka aukna skattpíningu ofan á hina gífurlegu verðhækkun, jafnvel þótt látið yrði í veðri vaka, að eitthvað af skattpeningunum rynni til olíu- styrkja. Feiknarlegar ógöngur útgerðar vegna verðhækk- unarinnar eiga einnig að minna okkur betur á, að við erum að burðast með alltof stóran fiskiskipaflota. Rotterdammarkaðurinn er háskalega sveiflukennd- ur. Þar verða nú hvað eftir annað hækkanir, sem koma jafnvel mjög á óvart þeim, sem bezt ættu að fylgjast með. Á þessum markaði fæst ódýr olía, þegar framboð er meira en eftirspurn, en þegar eftirspurnin er umfram framboðið, verða miklu voveiflegri hækkanir á þessum markaði en öðrum. Annarra landa menn geta sætt sig við að kaupa tiltölulega lítið magn á Rotterdamverði, þegar þá vantar, en ekki er vit í fyrir okkur að bindast þessum markaði, þegar olíuverðið hefur svo gífurleg áhrif á afkomu þjóðarinnar sem heildar vegna fiski- skipaflotans. Innkaupsverð okkar er mun hærra en verð þeirra Evrópuþjóða, sem næstar eru markaðinum. Cif-verð til íslands er 77 krónur, með álagningu 112 krónur og með sköttum 256 krónur hver bensínlítri. Okkar verð virðist vera nálægt 50 prósentum hærra en hjá öðrum. í grannríkjum Rotterdammarkaðarins er verðið með álagningu 52—73 krónur hver bensínlítri og 121—188 krónur með sköttum. Okkar háa innkaupsverð þýðir, að skattpíningin á bensínverðið er miklu meiri hér en í öðrum löndum, þótt lönd finnist, þar sem hún er hærri í prósentum. Af fyrri reynslu af aðferðum stjórnvalda hér á landi er ástæða til að óttast, að þau hyggist halda skattprósent- um óbreyttum og auka því skattpíninguna, þegar inn- kaupsverðið hækkar. Bíleigendur verða að búa sig undir að mæta þessu með marktækari aðgerðum en flautukonsert. Olíukreppan veldur útgerðinni meiri rekstrarörðug- leikum en lengi hafa þekkzt. Ekki aðeins bátaflotinn striðir við mikinn vanda, heldur hafa fróðir menn reiknað, að togarar muni að óbreyttu vart físka fyrir meiru en oliu og launum eftir síðustu hækkanir, svo að ekkert yrði eftir fyrir veiðarfærum, tryggingum, við- haldi, afskriftum eða afborgunum. Olíukostnaður togara, sem nam fyrir ári 17 prósent- um af aflatekjum, svo að dæmi sé tekið, hefur síðan vaxið í um 37 prósent af aflatekjum og vex enn í yfir 50 prósent, ef síðasta hækkun nær þar fram að ganga. Ætti því að verða Ijósara en áður, að þennan flota verður að minnka, svo að afkoma hans verði tryggari í framtíðinni. Að sjálfsögðu verður að flýta sparnaðaraðgerðum. Olíuhækkunin kallar á skýr viðbrögð á ýmsum svið- um. Fyrst og fremst verðum við að tryggja hlut okkar betur með því að finna traustara olíuverð til lengri tíma, losna úr viðjum spákaupmanna og gera jafn- framt þær ráðstafanir innanlands, sem dregizt hafa úr hömlu. Klukkan var þrjú aðfaranótt 28. marz sl. Allt var rólegt i stjórnstöð kjarnorkuversins á Þriggja mílu-ey skammt fyrir utan Harrisburg í Bandaríkjunum, álíka rólegt og um- ræðan um kjamorku hafði verið upp á siðkastið. Hættan á að til óhapps i kjamorkuveri kæmi, var jafnmikil og hættan á að verða fyrir loftsteini, sem félli til jarðar. Alla vega var það þannig i Rasmus- sen-skýrslunni. Eitt óhapp á miUjón lífárum eins kjarnaofns, eða jafn- mikil hætta og að verða fyrir loft- steini. Klukkan fjögur um nóttina kvikn- aði lítið rautt aðvörunarljós, lágvær aðvöranarsónn heyrðist. Þar með lauk rólegheitunum, bæði í stjóm- stöðinni og í umræðum um framtið kjarnorkunnar. Aðvörunarsónninn hljómaði um allan heim og i sex sólarhringa barð- ist starfsfólkiö við aö afstýra ragna- rökum. Trúlega hefur kjarnorkuver aldrei verið eins nærri því að bráöna. Vitn- eskjan um það hefur breytt áUti stjórnmálamanna á kjarnorkunni. Allir gátu séð loftsteininn nálgast. Meðan íbúar nærliggjandi byggða flúðu í ótta, hófst umræðan um öryggi i kjarnorkuveram einu sinni enn. Óhugnanlegur atburður Kjarnorkuver eru byggð þannig að þau eiga að standa af sér meiriháttar óhöpp, án þess að þeim fylgi hamfar- ir. AUs kyns öryggiskerfi eiga að koma í veg fyrir það, jafnvel þótt skæraUðum eða hermdarverkamönn- um tækist að sprengja sundur sverar pípur í leiðslum kæUvatns. í Harrisburg stöðvuðust tvær dælur. Það var allt og sumt. Undir venjulegum kringumstæðum ætti það ekki að hafa átt að leiða til þess að stöðva þyrfti framleiðslu. En þegar dælurnar stöðvuðust kom óhugnanleg staðreynd í ljós. öll fínu öryggiskerfin, sem áttu að leysa öU vandamál, störfuðu ekki rétt, eða starfsmenn tóku þau úr sambandi i ógáti. Það hefði haft ómældar afleiðing- ar ef verr hefði fariö. Eldsneytið í kjarnaofninum innihélt áUka mikiö geislavirkt efni og 1000 kjarnorku- sprengjur á borð við þá sem varpaö var á Hirosima. Klukkan þrjú þessa nótt voru fimm menn í stjórnstöðinni og vissu ekki hvað þeir áttu í vændum. Um sextíu aðrir vinna í verinu og voru aðaUega við viðgerð á aðalkælikerfinu í kjarnaofni 1. Ef þessir fimm menn og yfirmenn þeirra hefðu gætt betur að störfum sínum hefði óhappið aldrei orðið. Mistökin höf ðu verið gerð Þá þegar höfðu mistökin verið gerð og við því var n^nast ekkert að gera eftir þetta. í hálfan mánuð hafði ofninn verið í gangi við aðstæður sem algjörlega stríða gegn öryggisreglum. Tvær vatnsleiðslur varakælivatns á gufuraflinum vora lokaðar síðan þær höfðu verið skoðaðar fyrir nokkra. Engum hafði komið í hug að opna fyrir lokana eftir skoðunina. Við þær aðstæður er gert ráð fyrir að tvenns konar öryggiskerfi geri starfsmönn- um grein fyrir hvemig eigi að bregð- ast við. I. Til er dagbók sem formenn vakt- anna eiga að lesa þegar þeir taka við vakt. Þar stóð greinilega að leiðsl- umar væra lokaðar. 2. Beint fyrir framan nefið á starfsmönnunum í stjómstöðinni var spjald, þar sem á stóð að varakælivatnsleiðslumar væru lokaöar. f hálfan mánuð höfðu nýjar vaktir komið til starfans án þess að taka eftir þessum skilaboðum. Miklar ákvarðanir Eftir að kviknaði á rauða ljósinu gerðust atvik í röð, sem stjómendur í verinu skildu ekki eða tóku ekki eftir. Ákvarðanir þeirra vora á einn veg: rangar, rangar, rangar. Útskrift frá tölvu í stjórnstöðinni var endalaus röð af spumingamerkjum. í fyrsta lagi tóku menn öllu með stökustu ró. öll fínu öryggiskerfin höfðu leitt menn í þá trú að þeir þyrftu ekkert að gera annað en að lesa af mælum. Ofninn myndi stöðv- r Lóðaúthlutanir f Reykjavík í nýútkominni skýrslu Landssam- bands iðnaðarmanna um ástand og horfur í byggingariðnaði eru meöal annars birtar tölur um lóðaúthlutanir á höfuðborgarsvæðinu á undanföm- um áram og fyrirhugaðar úthlutanir á þessu ári, eftir því sem vitað er um þær. Þessar tölur vora fengnar frá viðkomandi sveitarfélögum í byrjun þessa árs, en skýrt er tekið fram, aö ,,tölur um fjölda úthlutaðra lóða á árinu 1979 kunna enn að breytast”. Skömmu áður en skýrslan var endanlega frágengin í april sl. var haft samband við starfsmann borgar- verkfræöings, þar sem bent haföi verið á að tölur um lóðaúthlutun í Reykjavík á árinu 1979 hefðu hækkað frá því að upplýsingar fengust í ársbyrjun. Fékkst staðfest, að ákveðin væri úthlutun fyrir 75— 85 íbúðir i viðbót við þær 76 íbúðir sem áður var vitað um. Þessa er getið á bls. 2 i skýrslunni, en því miður virðast sumir þeir, sem síðan hafa um þetta mál fjallað á opinberum vett- vangi, ekki hafa haft úthald til að lesa svo langt. Þannig virðist ástatt um borgarfulltrúana Sigurjón Pétursson og Kristján Benediktsson, en báðir hafa þeir rekið upp mikið ramakvein yfir útgáfu þessari. Er það í raun næsta spaugilegt, að Sigurjón sendir athugasemd í útvarp og sjón- varp og Kristján skrifar heilsiðugrein í 'Tímann 26.5, en hvorugur virðist hafa kynnt sér efni skýrslunnar að nokkru ráði. Kristján segir víðs fjarri að töl- urnar um lóðaúthlutanir undanfar- inna ára i skýrslu Landssambands iðnaðarmanna séu réttar og spyr með þjósti hvaðan höfundar hafi þessa vitleysu. Svarið er að finna í Árbók Reykjavíkurborgar 1978, bls. 59. Árbókin er stórgóð heimild, og full ástæða er til að hvetja alla, þar á meðal borgarfulltrúa, til að eignast hana og lesa. Lóðaúthlutanir og byggingarhæfar lóflir Að sjálfsögðu mætti ætla að full- trúar í borgarstjórn ættu að vita allt um lóðaúthlutanir í Reykjavík, án þess að þurfa langan lestur, en svo undarlega ber við, að Sigurjón og Kristján virðast báðir falla í sömu gryfjuna, þ.e.a.s. þeir taka tölur um lóðaúthlutanir (76 + 80) og bæta við 178 lóðum í Selási, sem eru eignar- lóðir og því aUs ekki úthlutað. Þannig fá þeir félagar töluna 334 „lóðir til ráðstöfunar”. 1 skýrslu Landssambands iðnaðar- manna á næstu síðu á eftir töflunni um lóðaúthlutanir er önnur tafla, sem sýnir áætlaðan fjölda byggingar- hæfra lóða, en hana virðast j>eir félagar ekki hafa séð. Þar eru taldar byggingarhæfar lóöir I Reykjavík á þessu ári fyrir 531 Ibúð. Þar inni í era að sjálfsögðu margumræddar 178 lóðir í Selási. Þessar tölur um byggingarhæfar lóðir geta að vísu aldrei orðið mjög nákvæmar, en starfsmaður borgarverkfræðings taldi í apríl sl., að hann gæti ekki gefiö upp aðrarog réttari tölur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.