Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. Leigjendur eru dæmi- gerður minnihlutahópur 14 Láttu í \ LYSBRO ^ léttaþér landbúnaóar- störfin! > Lysbro verksmiðjurnar hafa framleitt vönduð verkfæri fyrir hvers kyns garðyrkju- og landbúnaöarstörf í 80 ár, enda er nafnið eitt í dag trygging fyrir framúrskarandi gæðum. umboósmenn: K.Þorsteinsson &Co.,Sundaborg Viðskiptavinir athugið: SÍMANÚMER okkar eru: á aðalskrifstofunni Suðurlandsbraut 4 38100 í olíustöðinni Skerjafirði 11425 í smávörudeildinni Laugavegi 180 81722 Olíufélagið Skeljungur h.f. Mflxtot lif OBp PLASTPOKAR* 0 82655 Undirritaður hefur lítinn tíma til að semja blaðagreinar eða æfa sig i reikningi, því hefur dregist að senda Carli J. Eiríkssyni linu að lokum. Ég ætlaði að vísu að enda þetta karp með síðustu grein minni, en í grein Carls 30. apríl sl. eru nokkur atriði sem ég ætla þó að l^a eftir mér að svara. Sem fyrr erum við Carl Eiríksson í raun að ræða sitt málið hvor. Ég er að tala um vandamál eignalauss al- þýðufólks sem reka verður heimili sín í leiguHúsnæði, öryggisleysi þessa fólks og erfiða afkomu sem hvort tveggja hefur sín áhrif á líf þess. Carl Eiríksson er hinsvegar að ræða vanda þeirra sem þurfa að fjárfesta. Hann sem leigusaii reiknar síðan út hvað hann þurfi að hafa í hagnað af fjár- festingunni og spyr hvað sé sann- gjörn leiga miðað við rekstrarreikn- ing hans. Það er margt sem komið getur til greina þegar leiga er metin, svo sem aldur íbúðar, staðsetning og almennt ástand. Nefnd skipuð af félagsmála- ráðherra er nú starfandi við það m.a. að gera tillögur um hvernig húsaleiga skuli reiknuð. Eins og flestír munu vita er húsnæði hér á uppboðsmark- aði og ræður þá eftirspurn og greiðslugeta. Þetta á bæði við um eignar- og leiguhúsnæði. Þeir sem minnsta greiðslugetu hafa veröa því útundan eða verða að láta óeðlilega stóran hlut tekna sinna fyrir þessa nauðþurft. Mín skoðun er sú að það eigi að fara eftir launum leigjandans hvaö kallast geti sanngjöm leiga. Á Norðurlöndum er gert ráð fyrir því víðast hvar, að leiga lágtekjufólks fari ekki framúr fimmtán af hundraði kaups, en svo sem 20 af hundraði af meiri tekjum og gilda þá reglur þar um. Hér á landi er algengt að þriðjungur launa fari I leigu og dugar stundum ekki til, enda er kaup hér mun lægra en þekkist i nálægum löndum, miðað við framfærslukostn- að. Laun nú samkvæmt 3. taxta Dagsbrúnar eftir fjögur ár, sem er al- mennur taxti, em krónur 175.519 á mánuði og getur hver maður séð hvað þetta dugar ef leigan er ca 73 þúsund eins og Carl Eiriksson reiknar að hún þurfi að vera. Mér þykir hálfundarlegt, þegar menn eru að reikna fyrningar sem kostnað við íbúðir, þegar gamlar íbúðir eru seldar á sama eða svipuðu verði og nýjar. Hvar er þá fyrningar- féð nema hjá eiganda sjálfum? Tekjur af íbúðaleigu eru vitaskuld skattlagðar með öðrum tekjum eig- anda, og fer skatturinn eftír tekjum hans í heild, nema beinir íbúðaskatt- ar. Annars er húsaleiga tvísköttuð, hún er sköttuð sem tekjur hjá leigu- sala, hafi hann talið hana fram, og einnig hjá leigjanda, því leigan fæst ekki dregin frá til skatts. Krafan um þetta var samþykkt á stofnfundi Leigjendasamtakanna og henni var komið á framfæri við núverandi ríkisstjórn strax og hún kom til starfa, en ekki hefur enn bólað á ár- angri þar. Fólagslegt mál í grein Carls Eiríkssonar speglast óvenju hreinskilnislega viðhorf þeirra, sem rjómann fleyta ofan af samfélagstroginu. Það er reyndar helsta ástæða þess að ég tók mér stund til að svara henni. Þar er einnig að finna persónulegar spurningar tU mln og skal ég svara þeim eftir bestu getu, ekki af því minar ástæður skipti meira máli en annarra, heldur vegna hins, að þær spegla nokkuð vel vanda okkar sem líkt erum stödd, en kann- anir benda tU að þar sé um að ræöa hátt I fimmtung þjóðarinnar, og könnun á vegum Sóknar, gerð fyrir rúmum þrem árum, bendir til að 27% Sóknarkvenna búi I leiguhúsnæði á eigin vegum. Að vísu veit ég að tíl eru leigj- endur, sem gætu eignast húsnæöi sitt, ef vUdu. Slíkir leigjendur eiga eins og aðrir rétt á að lög og reglur gildi um þessi mikilvægu viðskipti, en það var ekki fyrst og fremst þetta fólk sem ég var að ræða um í grein minni. Efnaðir leigjendur eru undan- tekning, því hér vilja flestir eitta hús- næði sitt, sem það geta, a.m.k. ef leigukjörin eru eins og nú er. Ég lít á lausn þess neyðarástands, sem nú ríkir í húsnæðismálum, sem félagslegt mál en ekki fjárfestingar- spursmál. Vitaskuld kostar aUt hús- næði eitthvað, um það þarf ekki að þræta, heldur hvemig fjármagnið er nýtt. Ég held að mest af okkar vanda í efnahags- og líka húsnæðismálum stafi af skipulagsleysi. Hér er ausið miklu fé i fjárfestingar sem engin sýnileg þörf er fyrir, meðan aðra skortír uppfylUngu frumþarfa. Carl Eiríksson getur víst þakkað foreldr- um sínum að hann tilheyrir ekki þeim síðarnefndu. Þau voru víst sómafólk, enda sagði mér greinargóður maður, að þau hefðu gefið borginni býUð Steinahlíð til að reka þar barnaheim- iU. Það var faUega gert og rétt að halda slíkri rausn á lofti. Ég skal þá svara í stuttu máU því sem Carl Eiríksson beinir tU mín sér- staklega. Ég er verkamaður að at- vinnu, og þar sem ég vinn oftast yfir- vinnu voru laun mín fyrir marsmán- uð sl. krónur 205.689 samkvæmt launaseðli. Á þessum launum verður fjögurra manna fjölskylda að lifa. Húsaleiga mín sl. ár var 45 þús. á mánuði, sem var sanngjöm leiga að mínu matí. Ég hef oftar notið sann- Kjallarinn ión frá Pálmholti gjamra leigukjara vegna þess ég hef þótt skUvis og góður leigjandi. Ég get ekki upplýst Carl, hvað ég þarf að greiða nú, því við erum á götunni. Þau tólf ár, sem liðin eru frá því við stofnuðum heimiUð, höfum við flutt sjö sinnum og aldrei höfum við búið lengur en þrjú ár á sama stað. Þetta er nú almenn reynsla leigjenda og fer eftir heppni hvers og eins, hve lengi hann fær að vera í stað. Aleiga okkar hjóna við stofnun heimUis var 18 þús. krónur, sem dugði fyrir þriggja mán- aða húsaleigu. Þannig hefur þetta svo gengiö síðan. Ég hef ekki hugmynd um, hvernig best borgar sig að festa einkafjár- magn, enda aldrei staðið frammi fyrir því vandamáli og aldrei haft neinn arf til að spila með. Carl Eiríksson nefnir grein sína: TU hvers eru spariskirteini? Eins og ég hef áöur sagt, veit ég ekki hvað spariskír- teini koma húsnæðismálum við, nema þá sem fjárfestingarspursmál. Ég held að Carl verkfræðingur hljóti að geta fengið svar við þessu hjá þeim sem gefa skírteinin út. Ég gef þau ekki út og hef aldrei séð þau og veit ekki tU hvers þau eru, nema þá til að gefa útgefendum sínum rekstrarfé og kannski mUjónaerfingjum tækifæri tU að ávaxta arf sinn á heppilegan hátt. Mig skiptir meira máli, að dóttir min, sem er eUefu ára, hefur þurft að skipta þrisvar um skóla og þarf þess sennilega einnig að hausti. Þetta hefur þó bjargast, sem betur fer, en dæmi veit ég þess, að heimUi hafa verið leyst upp og fjölskyldum sundrað vegna húsnæöisskorts. Það er gott dæmi um viöhorf og skilning þeirra, sem rjómann fleyta, þegar Carl fer að ræða launakjörin. Hann segir þar, að hjón hafi um 420 þús. á mán. eða meir og virðist gera ráð fyrir því, að þau séu öll barnlaus og vinni bæði úti. Það er a.m.k. ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna barna- gæslu á einkaheimili, sem er hlut- skipti flestra sem vinna utan heimilis. Þaðan af síður er gert ráð fyrir ein- stæðum foreldrum með börn sín. Það er engin furða, þótt maður með slíkar hugmyndir um lífskjör alþýðu eigi erfitt með að setja sig inn í vandamál eignalauss lágtekjufólks. í grein minni hér í Dagblaðinu i vor varpaði ég því fram að eigendur íbúða byggju að öðru jöfnu við betri kjör hér neldur en leigjendur, jafnvel þótt eigendur skulduðu eitthvað í íbúðum sínum. Þetta virðist hafa farið í fínu taugar fjármálamannsins Carls. Hann býr til dæmi, sem er fjarri veruleik þeirra, sem ég er að tala um, og á því Iítið erindi inn í það tal. Það er rangt, að greiðslukjör þau, sem Carl nefnir sem dæmi, tíðkist hjá al- þýðufólki, þar eignast fólk nú hús- næði á vegum verkamannabústaða, framkvæmdanefndaríbúðir eða gengur í byggingarsamvinnufélag, þeir sem á annað borð eignast hús- næði. Það er líka rangt að bankalán fáist gegn veði í seldri ibúð, svo nægi fyrir útborgun. íbúðin, sem ég er í, var seld fyrir skömmu á sextán og hálfa miljón og ellefu miljónir út. Hefði ég fengið þessar 11 miljónir að láni og gæti ég með launum mínum greitt vextí og afborganir af því láni, hefði ég fengið það? Ég bara spyr. Ég hefði liklega átt að kaupa ibúðina, fyrst þetta er svona auðvelt. En það kaupir enginn íbúö nú á dögum, nema hafa eitthvað aö selja. Það vita fasteignasalarnir manna best. Eigna- menn geta auðvitað fengið lán, og þau lán eru að hluta gjöf, en til þess að geta grætt á fjárfestingu verða menn að hafa efni á að fjárfesta. Lánin kosta alltaf eitthvað, þótt Carl Eiríksson látist ekki skilja, að hægt sé að tala um fjármagnskostnað þótt hagurséaf fjárfestingunni. Á annafl hundrað áskrá Carl birtír langan hund með alls- kyns útreikningum varðandi kostnað ibúðarkaupanda umfram leigjanda og lætur sem ég hafi sagt, að allir, sem skulduöu fyrir íbúðir sinar, byggju við hagstæðari kjör en leigj- endur, meðan þeir væru að greiða skuldina. Þaö er fleira óheiðarlegt í þessum reiknikúnstum, þótt ég nenni ekki að elta ólar við það. T.d. reiknar Carl, að því er virðist, skattana með sem útgjöld hjá eiganda, en ekki hjá leigjanda, sem greiðir einnig skatt af sinni leigu. Þá gerir hann ekki ráð fyrir, að leigan hækki og launin einnig. Afborgun af skuldinni léttist þvi hlutfallslega en leigan ekki. Oft hækkar leiga meira en kaup, svo sem nú. Hann gerir t.d. allt í einu ráð fyrir, að kaupandi þurfi einnig að greiða útborgunarféð jafnframt af- borgunum, þótt hann nokkru framar hafi talað um útborgunina sem arf. En þetta skiptír litlu, því eins og ég hef oft sagt, snertír þetta tal afar lítiö lausn húsnæöisvandans, sem nú er meö hrikalegasta móti, enda hús- byggingar í lágmarki. Nú eru t.d. hátt á annað hundraö manns á skrá hjá leigumiðlun Leigjendasamtakanna. Margt af þessu fólki býr við hreint neyðarástand. Þörfin fyrir breytta stefnu í húsnæðismálum er því mjög aðkallandi. T.d. þarf að stórefla byggingu íbúða fyrir aldrað fólk, en það er fyrst á allra síðustu árum sem Reykjavíkurborg tók að reisa slíkar íbúðir. Þá hefur borgin sem kunnugt er afsalað sér forkaupsrétti að mörg hundruð íbúðum, sem ætlaðar voru fátæku fólki. Ekkert hefur enn komið þar I staðinn. En ég átti víst eftir að svara tveimpr spumingum Carls Eiríks- sonaý. Hin fyrri var um það, hvort ég hefði unnið kauplaust. Það hef ég oft gert. T.d. eru öll mín störf fyrir Leigjendasamtökin unnin ekki aðeins kauplaust, heldur hafa fylgt þeim skuldbindingar og bein fjárútlát. Ég hefði kannski hagnast meir sjálfur á því að stofna eigin leigumiðlun og láta ástandið að öðru leytí eiga sig. Ég veit það ekki og hef ekki áhuga á að reikna það út. Hitt atriðið var þessi klausa: „Jón skrifar mikið um, að ég hafi hlotið arf eftir foreldra mína. Ekki vantar öfundsýkina.” Það er nú ekki nýtt, að þeir, sem gerast talsmenn jöfn- uðar og félagslegs réttlætis, séu vændir um öfund af rjómafleyturun- um. En i þetta sinn hefur Carl rétt fyrir sér. Ég öfunda hann hann svo sannarlega af aðstöðunni, þótt ég öfundi hann ekki af því, hvernig hann notar hana, þ.e. til að græða á henni. Ég vildi gjarnan ráða yfir þó ekki væri nema nokkrum íbúðum handa mér og öðrum, sem líkt eru staddir, og skyldi þá með ánægju vinna hússtörfin kauplaust. Frelsi og öryggi f þjóðmálaumræðu hér er oft talað um frelsi og öryggj sem andstæður. Slíkt held ég þó, að þeir einir geri, sem sjálfir búa við sæmilegt öryggi, því ljóst má vera að frelsi án öryggis er ekkert frelsi. Frelsi er tilfinning þess að geta ráðið sjálfur gerðum sínum og orðum. Frelsi og öryggi eru þvi greinar á sama meiði og hljóta því að fylgjast að. Leigjendur á frjálsum markaði svokölluðum hér á landi búa hvorki við frelsi né öryggi og eru því dæmi- gerður minnihlutahópur I samfélag- inu. í stað þess að tala um frelsi og öryggi sem andstæður, er vafalaust réttara að tala annarsvegar um skipu- lag, sem skapar öryggi og þar með frelsi, og hins vegar um skipulags- leysi, sem skapar öryggisleysi og þar með ófrelsi. Réttlátt skipulag á sam- félagi er grundvöllur velfarnaðar fólksins. Allt fjármagn í landinu er í reynd þjóðartekjur.Frjálst skipulags- leysi í nýtmgu þessa fjármagns er þeim einum tíl hags, sem njóta þeirra forréttinda að geta grætt á því að festa fé eftír eigin geðþótta og hags- munum. Það hefur verið nokkurt einkenni á þjóðmálaumræöum hér á landi, að innanlandsmál, þ.e. innra skipulag þjóðfélagsins, hefur fremur lítið verið látíð koma til umræðu, og önnur mál, ekki síst utanríkismál, hafa fremur skipt mönnum i flokka. Um þetta vitnar skýrt doktorsritgerð Svans Kristjánssonar lektors, en hún fjallar um sögu og þróun íslenskra stjórnmálaflokka. Núverandi rikisstjóm er líka sú fyrsta, sem lætur félagsleg réttlætis- mál verulega til sín taka. Þar hljóta húsnæðismál að vera ofarlega á blaði, því húsnæðismál eru líka upp- eldismál og almenn mannúðarmál. Óstjórnin í þessum málum er tví- mælalaust, ásamt almennu skipulags- leysi í verðbólgu, helsti hornsteinn ríkjandi kerfis. Vonandi tekst stjórn- inni að koma í framkvæmd þeirri breyttu stefnu, sem félagsmálaráð- herra hefur boðað í húsnæðismálum. Breytt stefna í þessum málum er póli- tískt mál og þýðir umtalsverða breyt- ingu á þjóðfélaginu. Ég mun ekki karpa frekar við Carl verkfræöing og leigusala um þessi mál, énda eigum við ekki í deilu við leigusala sérstaklega þar um. En Carl hefur flutt í greinum sínum rangar upplýsingar um ástand mála og birt útreikninga á vafasömum forsend- um, því hef ég svarað þessum tveim greinum hans. Mín vegna má hann halda áfram að þjálfa reikningsáhöld sín í sælli fullvissu þess, að lifið sé ekki annað en eitt stórt reiknings- dæmi. En eigi útkoma reiknidæmis að vera rétt, skal gæta þess að mata áhöldin á réttum forsendum. Að öðrum kostí er allur útreikningurinn til einskis, þótt áhöldin reikni „rétt”. Jón fró Pólmholti, form. Leigjendasamtakanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.