Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. Tilsö/u: Renault 4 Van árg.75 Renault 5TL árg.74 Renault 12 statkm árg.75 Renautt20 áig.77 Renauh 4F6 árg. 78 Ford Cortina árg.74 Opið laugardaga Id. 2-6. Kristinn Guðnason Suðurlandsbraut 20 - Sími 86633. Orkustofnun óskar eftir að taka á leigu nokkrar jeppa- bifreiðir, þar á meðal tvo frambyggða rússajeppa. Upplýsingar í síma 28828 kl. 9—10 næstu daga. UMBOÐSMENN ÚSKAST UM LAND ALLT FYRIR „UFE SAVER" REYKSKYNJARA AMERÍSK GÆÐAVARA SÉRLEGA HAGSTÆTT VERÐ Góðir sölumöguleikar fyrir rafverktaka og raftækja- sala. Leitiö upplýsinga ASTRA, Armúla 42 - Sími 32030. Hvað er Rotterdammarkaðurinn? MEÐALTALSSKRÁN- ING Á ÖLLUM KAUP- UMOG SÖLUM Á OLÍU —augljós kreppa f ramundan, segir Önundur Ásgeirsson f orstjóri OLÍS Rotterdam olíumarkaðurinn heyríst títt nefndur þessa dagana vegna hinna miklu hækkana sem orðið hafa á olíu. En hvað er Rotter- dam-markaður? Dagblaðið sneri sér til önundar Ásgeirssonar forstjóra Olíuverzlunar íslands og spurði hann um þennan nafntogaða markað. „Rotterdam-markaðurinn er aðeins skráning á þeim viðskiptum sem eiga sér stað,” sagði önundur. Þetta er klúbbur kaupenda og selj- enda oliu þar sem skráðar eru ailar sölur og kaup. Meðaltal allra þessara skráninga verður síðan meðalverð dagsins. Ástæöa fyrir hinu háa verði nú er 5—7% meiri eftirspum en framboð og að Bandarikjastjórn ákvaö að niðurgreiða olíu. Þetta bil milli fram- boðs og eftirspumar eykst stöðugt þar sem enginn sparar olíu. Eina leiðin til þess að ná árangri í þessum málum er að spara olíu en það virðist enginn skilja, hvorki fslendingar né aðrir. Verstir em þó Bandaríkjamenn sem eyða um þriðj- ungi heimsframleiðslunnar. Við megum þakka Sovétmönnum fyrir það að þeir hafa alltaf staðiö við gerða samninga við okkur varðandi olíuna. Það er meira en má segja um mörg önnur olíuframieiðsluríki. Það er augljós kreppa framundan og ljóst mál að við fslendingar verðum mjög aðþrengdir fljótlega. -JH. Elias Eyberg, starfsmaður Bjallaplasts, sést hér ganga frá lyfjaglasalokum áður en þau eru send i apótekin. Bjallaplastá Hvolsvelli: Lyfjaglös og raf magnsrör —uppistaða f ramleiðslunnar Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að núorðið fást ekki af- greiddar töflur eða önnur lyf i apótek- unum nema þá og því aðeins að þau séu i öryggisumbúðum sem aðeins er hægt að opna með þar til gerðu áhaldi eða tiukrónapeningi. Hafa menn ýmist álitið þetta afbragðsuppfinningu eða Verzlunarmannafélag Suðurnesja: Stjórnarlist- inn féll — en formaðurinn hélt embættinu samt sem áður Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs í Verzlunarmannafélagi Suöurnesja féll í kosningum til stjómar félagsins á fimmtudagskvöldið. Ekki var fallið þó mikið þvi listi Valgarðs Krístmunds- sonar sigraði með 190 atkvæðum gegn 18S fráfarandi stjórnar. Valgarður var þar reyndar formaður en hlaut ekki náð fyrir augum uppstillingarnefndar að þessu sinni. Auk Valgarðs skipa nýju stjórnina Magnús Gíslason vara- formaður, Ingibjörg Elíasdóttir ritari, Einar Júlíusson gjaldkeri og meðstjómendur eru Helga Albertsdótt- ir, Ásbjörn Eggertsson og Nicolai Þ. Bjarnason. -ÓG. hreinasta óþarfa. Erfitt sé að opna glösin og að sennilega væm aUir þeir dauðir sem skyndilega þyrftu á töflun- um að halda ef þeir þyrftu að byrja á því að leita upp pening eða þar til gerðan lykil til að komast ofan í töflu- glasið. En hvaðan skyldu OU þessi lyfjaglös vera ættuð? Þau eiga ættir að rekja til verksmiðjunnar Bjallaplasts hf. á HvolsveUi. Er sú verksmiðja að hálfu í eigu Hvolhrepps og að hálfu í eigu Jóhannesar Pálssonar, þess er glösin hannaði og fann upp. Er hann eigandi móta þeirra er glösin eru framleidd með í plastbræðsluvél Bjallaplasts hf. á HvolsvelU. íslenzkur plastiönaður þróaður í Kaupmannahöfn En til aö bæta úr þeim ágöUum sem í ljós hafa komiö á lyfjaglösunum og til að þróa nýja tegund af rafgeymakló hefur Jóhannes nú fengið aðstöðu hjá rikisþróunarstofnuninni í Kaupmanna- höfn. Mun hann dvelja þar næstu tvo mánuði til að byrja með. Ef vel tekst til er von til þess að hægt verði að fjölda- framleiða klóna og lyfjaglösin með sölu erlendis í huga. Yrði hluti fram- leiðslunnar þá framleiddur hjá Bjalla- plasti á HvolsveUi og annar hluti í Dan- mörku. Rafmagnsrörin biða þess að lenda I nýbyggingum á Akureyri og I Rcykjavik. (DB-myndir Bjarnleifur) DB-menn litu inn í verksmiðjubygg- inguna á Hvolsvelli þar sem fyrir svörum varð Þórir Haraldsson. Sýndi hann DB-mönnum aðalplastfram- leiðsluvél Bjallaplasts sem þessa stundina var ekki að framleiða Iyfja- glös heldur stykki til að setja inn í hita- veiturör fyrir hitaveiturnar á Akureyri og Selfossi. Föst framleiðsla fyrirtækisins er auk þess framleiðsla á rafmagnsrörum sem seld eru KEA á Akureyri og til Reykja- víkur. Fastir starfsmenn Bjallaplasts hf. á Hvolsvelli eru alls sex, fjórir vélgæzlu- menn, auk rennismiðs og fram- kvæmdastjóra. -BH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.