Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. I 19 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D Atli Eðvaldsson skallar knöttinn i mark Hauka án þess að nokkur geri tilraun til að hindra hann. DB-niynd Hörður. Haukar eins og f irmalið gegn Islandsmeisturum —Valur sigraði Hauka 3-0 í 1. deild á laugardag Hávaða sunnan rok gerði leikmönn- um Vals og Hauka erfitt um vik á laugardag i leik liðanna i 1. deild á efri vellinum i Laugardal. Valur vann auð- veldan sigur, 3-0, og hefði sá sigur getað verið miklu stærri ef Valsmenn hefðu nýtt beztu tækifæri sin i leikn- um. Sú knattspyrna, sem sást i leikn- um, kom frá Valsmönnum — án þess þó að Valsmenn næðu sér vel á strik. Liðið á langt i að ná sama styrkleika og siðastliðið sumar. Haukaliðið er slakt — bókstaflega ekki reynt að leika saman og undirritaður man varia eftir slakara liði i 1. deild gegnum árin. Svona eins og sæmilegt firmalið — og möguleikar á að Haukar haldi sæti sínu í deildinni eru nánast engir. Harður dómur en þvi miður sannleikanum samkvæmur ef miðað er við leik liðsins á laugardag — og þó rokið sé tekið með í því dæmi. Haukar fengu þó fyrsta tækifærið í leiknum — Loftur Eyjólfsson, en hann hitti ekki knöttinn. Síðan átti Hauka- liðið ekki skot á Valsmarkiö fyrr en um miðjan s.h., þegar Valsmenn höfðu skoraðtvömörk. Hins vegar var oft hætta við mark Hauka. Guðmundur Þorbjömsson átti skot rétt yfir og síðan ofan á þverslá og rétt á eftir hitti Atli Eðvaldsson stöng Hauka-marksins. Það var bið á fyrsta markinu — og þá var það mikið heppnismark Vals. Á 38. mín. lék Atli Guðmund frían á snjallan hátt og Guð- mundur spyrnti knettinum á mark Hauka frá vítateignum. Gunnlaugur Gunnlaugsson hafði hendur á knettin- um — missti hann frá sér og knötturinn hrökk í stöng, þaðan í bak markvarðar- ins og rann í markið. Slysalegt hjá Gunnlaugi. Þetta var eina markið i fyrri hálfleik. Ingi Björn Albertsson komst fram í dauðafæri í byrjun síðari hálfleiks, lék á Gunnlaug markvörð og maður hélt að hann myndi spyrna knettinum í autt markið. En það gerði Ingi ekki — ætlaði að gefa á Jón Einarsson, sem einnig var frir, en sendingin var mjög misheppnuð. Þar rann auðvelt færi Valsmönnum úr greipum. En auðvitað hlutu Vaismörkin að verða fleiri. Á 63. mín. gaf Jón Einarsson fyrir mark Hauka og Atli fékk að skalla óáreittur í mark, 2-0, og Gunnlaugur markvörður ■gerði enga tilraun til að ná fyrirgjöf- inni, sem þó hefði átt að vera auðvelt. Tækifæri Vals voru mörg. Ingi Bjöm átti skalla í þverslá úr góðu færi — Hörður Hilmarsson fékk knöttinn og spyrnti yfir autt markið. Jón Einarsson komst i opið færi, sem hann misnotaði. Þegar 75 mín. voru af leiknum gerði Nemes, Valsþjálfari, breytingar á liði sínu — Ingi Björn og Vilhjálmur Kjartansson viku af velli en tveir nýir leikmenn Vals komu i þeirra stað, Ólafur Danivalsson og Þorgrímur, ungur piltur frá Ólafsvik. Rétt á eftir skoraði Jón Einarsson þriðja mark Vals — einlék á nokkra Hauka í víta- teignum og spyrnti á markið. Knöttur- inn fór í stöng og inn — 3-0 — og síðan fékk Jón upplögð tækifæri til að auka við markatöluna en tókst ekki. Undir lokin náðu Haukar af og til sóknarlot- um eöa þegar Valsmenn höfðu ekki lengur áhuga á leiknum. Atli og Guðmundur sýndu beztan leik Valsmanna — Dýri Guðmundsson (og Hörður Hilmarsson eru að násér vel á strik á ný. En heildarsvipurinn á leik Valsmanna er ekki hinn sami og áður. Munar þar mestu að Albert Guð- mundsson er aðeins svipur þessa góða leikmanns, sem var svo þýðingarmikill fyrir Valsliðið undanfarin sumur. Meiðsli há honum mjög. En hvað um það. Valsliðið er mjög sterkt á íslenzk- an mælikvarða — það sama verður ekki sagt um Haukaliðið. Dómari Hjörvar Jensson, Eskiftrði, og komst vel frá þvíhlutverki. - hsim. Hamborgþýzk- ur meistari Kevin Keegan og félagar hans hjá Hamburger SV urðu á laugardaginn v- þýzkir meistarar eftir markalaust jafn- tefli gegn Armenia Bielefeld. Þetta jafntefli dugði þeim til sigurs þvi þeirra helztu keppinautar, Stuttgart, töpuðu afar óvænt á heimavelli fyrir Köln 1-4. Það voru þeir Willncr, Zimmermann, Konopka og Glowacz, sem skoruðu fyrir Köln en Förster svaraði fyrir Stuttgart. Þetta er I fyrsta sinn síðan 1960 að Hamburger verður meistari I Vestur-Þýzkalandi. Úrslit á laugardag: Borussia — Nilrnberg 3-1 Bielefeld — Hamborg 0-0 Bremen — Kaiserslautern 3-1 Bochum — Darmstadt 98 1 -2 Bayern — DUsseldorf 1 -1 Frankfurt — Dortmund 3-1 Schalke04—Duisburg 2-1 Stuttgart — Köln 1-4 Hertha — Braunschweig 2-2 Staða efstu liðanna: Hamborg 33 21 7 5 77-30 49 Stuttgart 33 19 8 6 66-33 46 Kaisersl. 33 16 10 7 61-46 42 Bayern 33 15 8 10 67-45 38 Frankfurt 33 15 7 11 48-49 37 DUsseldorf 33 13 10 10 67-56 36 Júgóslavarnir UEFA- meistarar Júgóslavar urðu á laugardag Evrópumeistarar unglinga i knatt- spyrnu, en þá lauk UEFA-keppninni í Vín í Austurriki. í úrslitunum mættu þeir Búlgörum, sem höfðu slegið Eng- lendínga út i undanúrslitunum. Júgó- slavarnir voru allan timann sterkari aðilinn og þeir unnu 1-0 með marki Zlatanovsld á 54. minútu. Það var fyrst og fremst frábær leikur þeirra Gudelj, Bazdarevic og Radulovic á miðjunni sem færði þeim sigurinn, en þeir réðu lögum og lofum lengst af. Búlgararnir voru þó óheppnir þvi Kurdov, sá sem skoraði eina markið gegn Englendingum, skaut í þverslá á 31. mínútu og undir lok leiksins komst !hann einn í gegnum vörn Júgóslav- |anna, en tókst ekki að koma boltanum framhjá markveröinum, Pudar. Jón Einarsson spyrnir knettinum framhjá opnu Hauka-markinu. Fékk fjölmörg tækifærí til að skora i leiknum. Nýtti eitt. DB-mynd Hörður.l lista'ef óskaðer INGVAR 0G GYLFI GRENSASVEGI3 SF. SÍMI81144. VERONA mfútvvpriclukku og dýnum. V«<1 kr. 493.000. TROGIÐ nVnéttborðum og dýnum. V.rð kr. 2*7.000 ROSY m/«nyrta»oðt, ajönvwpl og útvarpt Vwðkr. (34.000. ANTIKHVlT m/dýnum og náttborAL V«rð 396.000. HREIÐRIÐ m/dýnum. Verfl kr. 178.700. Kaupið rúmin af framleiðanda — Það tryggir lægra verð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.